Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Byggingafulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt umsókn fyrir- tækisins EA11 ehf. um leyfi til þess að byggja tvö 10 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum og 10 íbúða rað- hús á tveimur hæðum með sameig- inlegan bílakjallara á lóð númer 23 við Furugerði. Á umræddri lóð stóðu áður gróð- urhús og byggingar sem tilheyrðu gróðrarstöðinni Grænuhlíð. Búið er að rífa þessi mannvirki. Íbúar við Furugerði og nágrenni hafa frá upphafi mótmælt því að uppbygging á lóðinni yrði svo um- fangsmikil. Töldu þeir að breytt deiliskipulag myndi raska alvar- lega hagsmunum íbúa í nágrenn- inu. Bæði vegna aukinnar umferðar og tilheyrandi mengunar, ónæðis og bílastæðaskorts, en einnig vegna skerts útsýnis og skuggavarps. Töldu þeir að fasteignir þeirra myndu falla í verði. Hinar nýju byggingar verða sam- tals rúmlega 4.700 fermetrar. sisi@mbl.is Byggingar heimilar í Furugerði Morgunblaðið/Árni Sæberg Furugerði Búið er að rífa gróð- urhús Grænuhlíðar á lóðinni. Nýjar hugmyndir að uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar voru kynntar á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar sl. fimmtudag. Fyrri áform um upp- byggingu á 100 herbergja hóteli á Strandgötu 26-30 í Hafnarfirði hafa þróast í hugmyndir og áform um matvöruverslun og þjónustu á jarð- hæð, nýtt bókasafn og margmiðl- unarsetur, almenningsgarð á 2. hæð og hótelíbúðir í smáhýsum sem liggja við Strandgötuna. Verkefnið er leitt af félaginu 220 Miðbær ehf. sem er eigandi bygg- ingarreitsins. Gildandi deiliskipu- lag heimilar 6.400 fermetra ný- byggingu á fimm hæða hóteli með verslun og þjónustu á jarðhæð og tveggja hæða tengibyggingu milli hótels og verslunarmiðstöðv- arinnar Fjarðar. Nýjar hugmyndir gera ráð fyrir að byggingarmassi verði færður inn á Fjarðargötu 13- 15 og hús sem skapa götumynd Strandgötu verði lækkuð úr fimm hæðum niður í eina til þrjár með inndregna fjórðu hæð. Um er að ræða byggingarreit upp á 1.750 fermetra og hljóðar samþykkt deili- skipulag í dag upp á 5.980 fermetra byggingarmagn á lóð. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðar- bæ segir að bæjarráð hafi tekið já- kvætt í hugmyndir skipulagshöf- unda og lagt sérstaka áherslu á að hugmyndin og hugmyndafræðin yrði vel kynnt bæjarbúum í næstu skrefum. Haft er eftir Rósu Guð- bjartsdóttur bæjarstjóra að hún telji hugmyndirnar falla vel að um- hverfinu, gömlu byggðinni og „sjarma“ bæjarins. Horfið frá hótelbyggingu Tölvuteikning/Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður Uppbygging frá Strandgötu séð, horft til suðurs. - Breytt áform kynnt um nýjan miðbæ Hafnarfjarðar Hefðbundin dag- skrá sjó- mannadagsráðs höfuðborg- arsvæðisins verður haldin með lítils háttar takmörkunum á sjómannadaginn, sunnudaginn 6. júní, frá kl. 10 til 15 með minning- arathöfn um drukknaða og týnda sjófarendur, sjómannamessu, heiðrun sjómanna og útvarps- viðtali um sögu sjómannadagsráðs. Eins og áður hefur komið fram verður Hátíð hafsins við Gömlu höfnina ekki haldin í ár vegna kór- ónuveirunnar. Dagskráin hefst kl. 10 með minningarathöfn um drukknaða og týnda sjómenn við Fossvogskirkju Athöfnin er öllum opin og sömu- leiðis árleg sjómannamessa sem hefst í Dómkirkjunni klukkan 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð- ardóttir, predikar. Sjómannadag- ur verður með takmörkunum Dómkirkjan. MUNUM AÐ KJÓSA Í DAG! prófkjör Sjálfstæðisflokksins Birgir Ármannsson Birgir Örn Steingrímsson Brynjar Níelsson Diljá Mist Einarsdóttir Friðjón R Friðjónsson Guðlaugur Þór Þórðarson Herdís Anna Þorvaldsdóttir Hildur Sverrisdóttir Ingibjörg H Sverrisdóttir Kjartan Magnússon Sigríður Á. Andersen Þórður Kristjánsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir REYKJAVÍK Valhöll og Hótel Sögu Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Árbæ Félagsheimili Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi KOSIÐ VERÐUR Á EFTIRFARANDI STÖÐUM SJÁ NÁNAR Á XD.IS LAUGARDAGINN 5. JÚNÍ 10:00 – 18:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.