Morgunblaðið - 05.06.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 05.06.2021, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Byggingafulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt umsókn fyrir- tækisins EA11 ehf. um leyfi til þess að byggja tvö 10 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum og 10 íbúða rað- hús á tveimur hæðum með sameig- inlegan bílakjallara á lóð númer 23 við Furugerði. Á umræddri lóð stóðu áður gróð- urhús og byggingar sem tilheyrðu gróðrarstöðinni Grænuhlíð. Búið er að rífa þessi mannvirki. Íbúar við Furugerði og nágrenni hafa frá upphafi mótmælt því að uppbygging á lóðinni yrði svo um- fangsmikil. Töldu þeir að breytt deiliskipulag myndi raska alvar- lega hagsmunum íbúa í nágrenn- inu. Bæði vegna aukinnar umferðar og tilheyrandi mengunar, ónæðis og bílastæðaskorts, en einnig vegna skerts útsýnis og skuggavarps. Töldu þeir að fasteignir þeirra myndu falla í verði. Hinar nýju byggingar verða sam- tals rúmlega 4.700 fermetrar. sisi@mbl.is Byggingar heimilar í Furugerði Morgunblaðið/Árni Sæberg Furugerði Búið er að rífa gróð- urhús Grænuhlíðar á lóðinni. Nýjar hugmyndir að uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar voru kynntar á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar sl. fimmtudag. Fyrri áform um upp- byggingu á 100 herbergja hóteli á Strandgötu 26-30 í Hafnarfirði hafa þróast í hugmyndir og áform um matvöruverslun og þjónustu á jarð- hæð, nýtt bókasafn og margmiðl- unarsetur, almenningsgarð á 2. hæð og hótelíbúðir í smáhýsum sem liggja við Strandgötuna. Verkefnið er leitt af félaginu 220 Miðbær ehf. sem er eigandi bygg- ingarreitsins. Gildandi deiliskipu- lag heimilar 6.400 fermetra ný- byggingu á fimm hæða hóteli með verslun og þjónustu á jarðhæð og tveggja hæða tengibyggingu milli hótels og verslunarmiðstöðv- arinnar Fjarðar. Nýjar hugmyndir gera ráð fyrir að byggingarmassi verði færður inn á Fjarðargötu 13- 15 og hús sem skapa götumynd Strandgötu verði lækkuð úr fimm hæðum niður í eina til þrjár með inndregna fjórðu hæð. Um er að ræða byggingarreit upp á 1.750 fermetra og hljóðar samþykkt deili- skipulag í dag upp á 5.980 fermetra byggingarmagn á lóð. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðar- bæ segir að bæjarráð hafi tekið já- kvætt í hugmyndir skipulagshöf- unda og lagt sérstaka áherslu á að hugmyndin og hugmyndafræðin yrði vel kynnt bæjarbúum í næstu skrefum. Haft er eftir Rósu Guð- bjartsdóttur bæjarstjóra að hún telji hugmyndirnar falla vel að um- hverfinu, gömlu byggðinni og „sjarma“ bæjarins. Horfið frá hótelbyggingu Tölvuteikning/Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður Uppbygging frá Strandgötu séð, horft til suðurs. - Breytt áform kynnt um nýjan miðbæ Hafnarfjarðar Hefðbundin dag- skrá sjó- mannadagsráðs höfuðborg- arsvæðisins verður haldin með lítils háttar takmörkunum á sjómannadaginn, sunnudaginn 6. júní, frá kl. 10 til 15 með minning- arathöfn um drukknaða og týnda sjófarendur, sjómannamessu, heiðrun sjómanna og útvarps- viðtali um sögu sjómannadagsráðs. Eins og áður hefur komið fram verður Hátíð hafsins við Gömlu höfnina ekki haldin í ár vegna kór- ónuveirunnar. Dagskráin hefst kl. 10 með minningarathöfn um drukknaða og týnda sjómenn við Fossvogskirkju Athöfnin er öllum opin og sömu- leiðis árleg sjómannamessa sem hefst í Dómkirkjunni klukkan 11. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð- ardóttir, predikar. Sjómannadag- ur verður með takmörkunum Dómkirkjan. MUNUM AÐ KJÓSA Í DAG! prófkjör Sjálfstæðisflokksins Birgir Ármannsson Birgir Örn Steingrímsson Brynjar Níelsson Diljá Mist Einarsdóttir Friðjón R Friðjónsson Guðlaugur Þór Þórðarson Herdís Anna Þorvaldsdóttir Hildur Sverrisdóttir Ingibjörg H Sverrisdóttir Kjartan Magnússon Sigríður Á. Andersen Þórður Kristjánsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir REYKJAVÍK Valhöll og Hótel Sögu Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Árbæ Félagsheimili Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi KOSIÐ VERÐUR Á EFTIRFARANDI STÖÐUM SJÁ NÁNAR Á XD.IS LAUGARDAGINN 5. JÚNÍ 10:00 – 18:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.