Morgunblaðið - 14.06.2021, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 4. J Ú N Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 137. tölublað . 109. árgangur .
Við finnum fullkominn áfangastað fyrir þig og þína. Ótal möguleikar í boði
fyrir allar stærðir og gerðir hópa. Finndu þína hópferð á vita.is
EINBEITIR
SÉR AÐ ÞVÍ SEM
ER GAMAN
KOMST FYRST
ÍSLENDINGA
Í ÚRSLITIN
LEIÐSÖGUMENN
ANDLIT LANDS-
INS ÚT Á VIÐ
JÓHANNA LEA 26 FRIÐRIK FORMAÐUR 10SVEINN SNORRI FIMMTUGUR 24
Klifurgarpurinn Rafn Emilsson sést hér klifra upp klettana í
Stardal, en í baksýn má sjá glitta í höfuðborgarsvæðið. Kletta-
klifur hefur unnið á sem útivistaríþrótt á síðustu árum og sí-
fellt fleiri sem leggja það fyrir sig að klífa hina ýmsu kletta-
veggi. Eru félagar í Klifurfélagi Reykjavíkur nú orðnir vel
yfir þúsund talsins, og finnast ný klifursvæði á hverju einasta
sumri. Þau eru af ýmsum erfiðleikastigum, og ættu nýgræð-
ingar því að leita sér upplýsinga áður en lagt er í hann, en fyr-
ir mörgum er klettaklifrið ekki bara íþrótt, heldur lífsstíll.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Klifrað í klettum
með borg í baksýn
Fornleifafundur í Fagradal á föstu-
dag er með þeim merkari sem orðið
hafa í Skaftafellssýslu að sögn
Þórðar Tómassonar, fyrrverandi
safnvarðar Skógasafns. Um er að
ræða blágrýtisstein sem búið er að
höggva til og er hann talinn líkja
eftir skipi. Ekki hefur verið auðvelt
að höggva í steininn en hann vegur
mörg tonn. Þá er margt á huldu um
tilurð steinsins.
Jónas Erlendsson, bóndi í
Fagradal, er búinn að vera á hött-
unum eftir steininum í marga ára-
tugi en hann sá steininn fyrst þeg-
ar hann var ungur drengur á ferð
með afa sínum. Staðsetning
steinsins glataðist hins vegar í
millitíðinni og höfðu margir velt
vöngum yfir hvar hann væri að
finna, allt þar til Jónas sá glitta í
brot af honum upp úr grastorfu
síðasta vetur.
Á föstudag gerði hann sér ferð
upp á heiði þar sem hann gróf upp
steininn og við honum blöstu þess-
ar einstöku fornleifar sem leitað
hefur verið að í marga áratugi.
Þórður hafði lengi haft áhuga á
steininum, en fyrir mörgum árum
ræddi hann við konu sem hét Sigrún
Guðmundsdóttir og var húsfreyja á
Fagradal. Hafði hún lýst steininum
fyrir honum og svæðinu í kringum
hann. Sagði hún þá meðal annars að
steinninn væri í tóft og hleðsla væri
þar í kring.
Þórður segir þetta ævafornar og
einstakar fornleifar en tilgangur
þeirra er óþekktur. Hann veit ekki
til þess að álíka steinn hafi fundist
annars staðar á landinu, síst í
Skaftafellssýslu þar sem fornleifar
eru sjaldgæfar.
Gömul ferðamannaleið liggur ná-
lægt steininum, en Þórður telur ólík-
legt að hún hafi tengingu við forn-
leifarnar. Kann hann enga skýringu
á þessum fundi og telur Þórður þetta
umhugsunarefni fyrir fræðimenn.
Ævafornar og einstakar leifar
- Einn merkasti fornleifafundur síðari ára í Skaftafellssýslu varð á föstudag
- Hafði leitað steinsins í marga áratugi - Fornleifar sjaldgæfar í sýslunni
MEinstæður fundur … »6
„Ég auðvitað
gleðst yfir því að
fá mikinn stuðn-
ing,“ segir Bjarni
Benediktsson, for-
maður Sjálfstæð-
isflokks, í samtali
við Morgunblaðið.
Bjarni hlaut 3.825
atkvæði í 1. sæti
þar sem hann var
einn í framboði en
Jón Gunnarsson hafnaði í öðru sæti
með 1.134 atkvæði í 1.-2. sæti. Bryn-
dís Haraldsdóttir var með 1.616 at-
kvæði í 2.-3. sætið. Bjarni sagði nið-
urstöðurnar bera vott um stuðning
við sitjandi þingmenn í samtali við
Morgunblaðið í gær. »4
Bjarni, Jón og Bryn-
dís í efstu sætunum
Bjarni
Benediktsson