Morgunblaðið - 14.06.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021
Hvernig talar maður um kynferðis-
ofbeldi? Þetta haust rifja ég upp all-
ar sögurnar sem ég hef heyrt um
karlmenn sem hafa verið beittir
ofbeldi. Slagsmál á skólalóðinni,
löðrungur frá drukknum manni í
biðröðinni á McDonalds. Nú eða
hnífur sem
skyndilega
glampar á í
myrkrinu og
veldur svo mikl-
um ótta að fórn-
arlambið pissar í
buxurnar. Karl-
menn geta leyft
sér að segja frá
reynslu sinni, allt
frá skemmtileg-
um sögum að einhverju sem þeir
hafa burðast með alla ævi. Þeir
geta sagt frá þessu í einrúmi eða í
fjölmennum veislum. Þetta er þekkt
í sögunni. Í leikritum úr fornöld og
í Gamla testamentinu eru lýsingar á
vígvöllum karlmanna og nákvæmar
lýsingar á styrjöldum og átökum.
Öðru máli gegnir um kynferðisof-
beldi. Það skín einungis í gegn á
milli lína og í yfirborðsmenningu
okkar tíma er alltaf gefið í skyn að
hið allra versta hafi gerst. Líf kon-
unnar er í rúst, kjóllinn rifinn og
hún verður aldrei aftur söm og jöfn.
Í bókinni Våldtäkt (2018) segir
þýski menningarsögufræðingurinn
Mithu M. Sanyal að mynd okkar af
fórnarlambinu byggist á gömlum
hugmyndum um að heiður og per-
sónuleg virðing konu tengist líkama
hennar og kynferðislegum hrein-
leika. Þær hugmyndir breyti nauðg-
un í árás á sjálfsvitund konunnar.
Ofbeldið óhreinki dýpstu tilfinning-
ar hennar og á eftir sé skömmin
allsráðandi. Í skáldsögum leggur
fórnarlambið oft á ráðin um blóð-
uga hefnd en oftast standi það í
sturtunni og reyni árangurslaust að
þvo af sér skömmina.
Hvernig getur það verið að svo
mikil og algeng reynsla komist
eiginlega fyrir í einni frásögn?
Ættu ekki viðbrögðin við ofbeldi að
geta birst í jafn mörgum myndum
og fórnarlömbin eru?
Ég upplifi að þessar takmörkuðu
myndir setja svip sinn á möguleik-
ann til að tala um nánast allt sem
rúmast í víðu samhengi þess sem
kallast „kynferðisleg áreitni og of-
beldi“. Að þær hafa átt þátt í því að
konur hafa þagað um það sem ekki
hefur hvílt þungt á þeim. Atburði
sem hafa öllu heldur verið þeim
grátbrosleg smáatriði eða minni-
háttar truflun. Eitthvað sem hefði
eiginlega getað orðið skemmtilegar
sögur. Eitthvað sem varð til þess að
þær komust að einhverju nýju um
sjálfar sig og varð til þess að þær
breyttu um stefnu.
Umfram allt hafa svona atburðir
haft áhrif á tengsl okkar við erfiða
reynslu – og tregðuna til að segja
orðið nauðgun. Það finn ég hjá
mörgum kvennanna sem ég hef
talað við. Þeim finnst að hugtakið
verði persónueinkenni og það vilja
þær ekki.
– Ég er ánægð yfir því að mér
tókst að gera atburðinn eðlilegan –
með því að hugsa með mér að ég
hefði átt upptökin. Það gerði mig að
þátttakanda og meðseka. Ég varð-
veitti frelsi mitt, segir ein kona sem
seinna afréð að vera ekki með í
greininni.
Konurnar eru mjög nákvæmar
hvað varðar einstök atriði þegar ég
reyni að kortleggja Arnault. Þær
senda mér myndir af dagbókar-
færslum eða spjallsamræðum og
nánast allar móta mikilvægustu
spurningarnar sjálfar:
– Hvernig gat ég fengið mig til
að hitta hann aftur?
– Hvernig gat ég farið heim með
honum eftir allt sem ég hafði heyrt?
– Hvernig gat ég haldið áfram að
fara í Forum?
Vitnisburðirnir eru flóknir og
konurnar sem hafa ákveðið að vera
með vilja að það endurspeglist í
textanum. Lydia segist alls ekki
hafa þekkt sig sem saklausa fórnar-
lambið.
– Ég vildi sjálf hafa kynmök. Ég
er enginn púrítani. Það eru liðin
mörg ár en ég hef ekki kært þótt ég
viti hvað Jean-Claude Arnault get-
ur gert. Ég hef sjálf tekið þátt í
þögguninni en maður verður að
geta sagt frá ofbeldi sem á sér stað
þegar ástandið er ekki svart-hvítt.
Sannleikurinn er ekki alltaf skiljan-
legur fólki sem skoðar atburðinn
utan frá.
Seinna sagði Lydia að vitnis-
burður sem eitthvað væri að marka
fæli í sér áhættu. Hlyti að gera það.
– Þegar ég afréð að vera með
fannst mér ég tefla gjörvallri til-
veru minni í tvísýnu. Þegar ég
kærði nauðganirnar smám saman
virtust margir vilja trúa því að ég
reyndi að dylja hið „órökrétta“ í
framgöngu minni. Að ég hefði orðið
að horfast í augu við það. En það
var þvert á móti. Ég dró þetta sjálf
fram þegar ég talaði við þig og
seinna við lögregluna.
Hvernig á fórnarlamb að bera sig
að svo því verði trúað? Hvaða við-
bragða væntum við? Mithu M. San-
yal segir að svörin við þeim spurn-
ingum byggist líka á hugmyndinni
um kynferðislegan hreinleika. Hug-
myndum sem í upphaflegri mynd
segja að þeim konum verði einum
nauðgað sem hafi heiður til að
glata.
Af þeim sökum hafi þess verið
vænst af konum sem hefur verið
nauðgað að þær sannfærðu réttvís-
ina um að þær væru skírlífar. Það
hafi þær að nokkru leyti gert með
því að reyna að sýna fram á að þær
hefðu barist harkalega á móti og að
nokkru leyti með því að sýna hina
miklu þjáningu sem ofbeldið hefði
valdið þeim. Hafi þær á einhverju
augnabliki verið aðgerðalausar hafi
það bent til þess að þær hafi látið
„draga sig á tálar“. Hafi þær eftir
meinta nauðgun virst hafa það gott
eða haldið áfram að lifa lífinu hafi
þær augljóslega ekki haft neinni
sæmd að glata.
Áratugum saman hefur verið
barist fyrir viðurkenningu á því að
rétturinn til yfirráða yfir eigin lík-
ama sé skilyrðislaus. Árið 1965 var
kynferðislegt ofbeldi í hjónabandi
gert saknæmt í Svíþjóð. Árið 2013
var nauðgunarhugtakið útvíkkað
þannig að það nær einnig yfir fólk í
„mjög viðsjárverðri stöðu“, ef það
er til dæmis sofandi eða alvarlega
veikt, eða bregst við með aðgerða-
leysi vegna „mikils ótta“.
Nú á dögum er það brot að hafa
kynmök við einhvern án samþykkis
hans og gildir þá einu þótt hinn
brotlegi sé maki fórnarlambsins.
Sama gildir þótt fólk hafi drukkið
frá sér ráð og rænu, hafi lengi látið
sig dreyma um kynmök við viðkom-
andi, eða farið heim með ókunnug-
um og sést skemmta sér með hon-
um.
En gamlar hugmyndir lifa áfram.
Á fyrsta áratug tuttugustu og
fyrstu aldar hafa réttarhöld í
sænskum nauðgunarmálum einkum
beinst að klæðnaði og kynferðis-
legri sögu málsaðila. Haustið 2018
var opinberlega rætt um ákærur
Lydiu á hendur Jean-Claude
Arnault. Þá skrifaði rithöfundurinn
og pistlahöfundurinn Lena Anders-
son í Dagens Nyheter og sagði að
réttarkerfið gæti ekki rannsakað
meintar nauðganir sem einstaka
atburði. Þess í stað yrði að skoða
„heildarmyndina“ og þar telur hún
það skipta miklu máli að kynmökin
hafi í upphafi átt sér stað með vilja
beggja.
Hún segir líka að líta verði á fólk
sem „skynsemisverur“ og það að
fórnarlamb fallist á að hitta ofbeld-
ismanninn aftur telur hún merki
þess að það ætli að „gera kynnin
nánari“. Í Aftonbladet leggur þá-
verandi menningarritstjóri, Åsa
Linderborg, áherslu á hið sama og
tekur sem dæmi að margar konur
„sem vissu hvað þær voru að gera“
hafi leitað til listræns stjórnanda
Forums vegna þess að þær hugðust
„hagnast á kynmökum“. Þær eru
báðar þeirrar skoðunar að mann-
eskja sem haldi áfram að hitta of-
beldismanninn geti ekki hafa upp-
lifað atburðinn sem sérlega
alvarlegan. Linderborg telur þessa
röksemd afsökun fyrir óaðgæslu
Arnault. Hegðun kvennanna hafi
valdið því að hann hafi átt erfitt
með að skilja að þær hafi ekki viljað
hafa kynmök við hann, segir hún.
Þessar fullyrðingar leiða huga
minn að vitnisburðunum í farsíma
mínum. Haustið 2018 hefur upp-
tökuappið að geyma yfir þrjátíu
ásakanir um áreitni og rannsókn
mín er orðin að efni í bók. Níu
kvennanna sem hafa kosið að láta
rannsaka frásagnir sínar telja sig
hafa orðið að þola alvarlegt ofbeldi
og allar frásagnirnar hafa að geyma
sögur um einhvers konar and-
spyrnu. Endurtekin „nei“ og tár,
grátbænir og táraflóð á eftir.
Á sama tíma sýnir tölfræðin að
sjö af hverjum tíu fórnarlömbum
nauðgana bregðast við með því að
nánast lamast meðan á ofbeldinu
stendur og að mörg telja sig ófær
um að flýja úr hinni ógnandi
aðstöðu sem þau eru í áður en
ofbeldið hefst.
Haustið 2017 stend ég sjálfa mig
að því að reyna að „hreinsa“ frá-
sagnir kvennanna. Ég á líka erfitt
með að skilja hvers vegna þær fóru
ekki bara úr íbúðinni fyrir eða eftir
ofbeldið. Að þær skuli ekki hafa
beðið leigubílstjórann sem ók þeim í
Stokkhólmi að nema staðar og
hleypa þeim út. Að þær hafi lamast
í stað þess að veita mótspyrnu. Ég
óttast að þeim verði ekki trúað, að
vitnisburðinum verði snúið gegn
þeim. Mig langar til að gera þær að
greinilegri fórnarlömbum og á næt-
urnar velti ég því fyrir mér hvort
ég eigi kannski að fella niður loka-
hlutann í frásögnum kvennanna.
Lokin sem hafa nánast alltaf að
geyma frásögn af því að þær hafi
hitt nauðgarann aftur. Eins og
margar gera eftir nauðgun.
Kannski hefði ég líka getað bætt
vitnisburði þeirra ef þær hefðu fall-
ist á það en ekki reynt að gera frá-
sögnina flóknari. Þær segja oft frá
því sama, hvað eftir annað, eins og
þær séu að leita að sönnustu orð-
unum. Samtölin minna á skriftir –
og í öllum tilraunum til þess að
koma heiðarlega fram er hluti raun-
veruleikans og sjálfi sem aldrei
verður útskýrt fyllilega:
– Ég get ekki svarað því hvers
vegna þetta gerðist. Var það ef til
vill vegna þess að Jean-Claude var
viljasterkari en ég á þessu augna-
bliki?
– Ég hef alltaf búið yfir dálítilli
sjálfseyðingarhvöt. Ég veit ekki
hvers vegna og get ekki sagt til um
hvaðan hún kemur.
Endurtekin „nei“ og tár, grátbænir og táraflóð
Bókarkafli |Árið 2017 birtist forsíðufrétt í sænska
dagblaðinu Dagens Nyheter þar sem átján konur
báru áhrifamann í sænsku menningarlífi þungum
sökum. Í bókinni Klúbburinn fjallar blaðakonan
Matilda Voss Gustavsson, höfundur fréttarinnar,
um þær afleiðingar sem fréttaflutningurinn hafði
og lýsir þeim hörðu átökum sem urðu innan
sænsku akademíunnar.
Ljósmynd/ Thron Ullberg
Afhjúpun Blaðamaðurinn Matilda Voss Gustavsson fletti ofan af áratuga misferli tengdu Sænsku akademíunni.
Nauðgari Jean-Claude Arnault í réttarsal í Stokkhólmi haustið 2018. Hann
var dæmdur í tveggja ára fangelsi í undirrétti fyrir nauðgun.
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir