Morgunblaðið - 14.06.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021
✝
Guðný Egils-
dóttir fæddist í
Byggðarholti í Lóni,
Austur-Skaftafells-
sýslu, 27. desember
1936. Hún lést
föstudaginn 28. maí
2021 á Hrafnistu
Sléttuvegi.
Foreldrar henn-
ar voru Egill Bene-
diktsson, f. 7.2.
1907, d. 18.11. 1986
og Guðfinna Sigurmundsdóttir, f.
25.1. 1911, d. 25.8. 1999. Systkini
Guðnýjar eru Benedikt, f. 13.4.
1934, Óttar, f. 30.10. 1935, d. 16.4.
1950, Stefán, f. 19.1. 1940, d. 28.1.
1973 og Kristín, f. 13.3. 1949.
Guðný giftist 30. október 1959
Sigurði Einarssyni frá Hvalnesi í
Lóni, f. 23.6. 1925, d. 29.1. 2009.
Foreldrar hans voru Einar Ei-
ríksson, f. 10.6. 1883, d. 3.1. 1973
og Guðrún Þórðardóttir, f. 14.9.
1884, d. 9.7. 1926.
Dóttir Guðnýjar var Hulda Ár-
dís Guðnýjardóttir, f. 22.8. 1954,
d. 9.6. 1957.
Dætur Guðnýjar og Sigurðar
eru: 1) Oddný Þóra, f. 20.2. 1960.
Maki Hrafn S. Melsteð, f. 15.10.
1959. Synir þeirra eru: Sigurður
Már, f. 11.4. 1994 og Sigursteinn
Orri, f. 8.8. 1996. 2) Hildur Árdís,
síðar austur á heimaslóðir til
Hafnar í Hornafirði árið 1959 og
bjuggu þar til ársins 1989, lengst
af í húsi sínu Miðtúni 1. Guðný var
að mestu heimavinnandi framan
af með stórt heimili, 5 börn og
aldraða föðursystur Sigurðar,
Oddnýju Sigríði Eiríksdóttur,
sem gengið hafði honum í móð-
urstað. Auk þess bjó Stefán bróðir
hennar um tíma hjá þeim. Heimili
þeirra stóð ávallt opið öllum sem
þangað vildu koma og var mikill
gestagangur í gegnum tíðina.
Guðný vann vertíðarbundið við
fiskvinnslu. Lengst af vann hún
ýmis verslunarstörf bæði hjá
tengdaföður sínum og síðar í
Kaupfélaginu. Auk þess var hún
umboðsmaður Morgunblaðsins og
Dagblaðsins og sá um dreifingu
þeirra til margra ára.
Árið 1989 fluttu Guðný og Sig-
urður til Reykjavíkur og áttu
heimili á Ásvallagötu 17. Voru
þau þá í meiri nálægð við dætur
sínar og barnabörn. Guðný hélt
áfram að vinna við verslunarstörf
og þá hjá Pennanum í Austur-
stræti. Árið 2014 flytur Guðný í
Bólstaðarhlíð 41, þá orðin ekkja
og nýlega greind með parkinson.
Hún flytur síðan á hjúkrunar-
heimili Hrafnistu á Sléttuvegi 25
fyrir rúmu ári þar sem hún
kvaddi skyndilega.
Útförin fer fram frá Háteigs-
kirkju í dag, 14. júní 2021, klukk-
an 15.
f. 27.6. 1961, d. 26.7.
2020. Barnsfaðir
Brynjar Einarsson,
f. 9.2. 1965. Börn
þeirra eru: a) Einar,
f. 2.3. 1990. Maki Al-
dís Gróa Sigurð-
ardóttir, f. 10.9.
1992. Börn þeirra
eru: Guðný Líf, f.
14.2. 2016 og tvíbur-
arnir Telma Lovísa
og Sigurður Leó, f.
24.3. 2020. b) Guðný Hödd, f.
29.12. 1992, d. 31.5. 2004. 3) Eva
Guðfinna, f. 8.6. 1962. 4) Erna
Guðrún, f. 8.6. 1962. 5) Anna
Signý, f. 13.9. 1963. Maki Kamel
Benhamel, f. 18.2. 1967. Börn
þeirra eru: Örn Calvin, f. 26.7
1993, Sólon, f. 24.9. 1997 og
Embla Signý, f. 1.9. 2003.
Guðný ólst upp í Byggðarholti
og síðar í Þórisdal í Lóni. Æska
Guðnýjar litaðist af erfiðum áföll-
um. Hún veiktist ung af berklum
og dvaldi langtímum saman á
spítala vegna eftirkasta og haml-
aði það frekari skólagöngu henn-
ar. Guðný fluttist til Reykjavíkur
upp úr tvítugu og vann á Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur og fór í
Hússtjórnarskóla Reykjavíkur.
Hún og Sigurður byrjuðu búskap
sinn í Reykjavík 1958 og fluttu
Við kvöddumst alltaf með faðm-
lögum og kossaflensi en hvernig
kveð ég þig nú í hinsta sinn, elsku
mamma mín? Allar minningarnar
í gleði og sorg sem koma fram í
þúsundum myndbrota sem ná yfir
allt mitt líf. Sá tími er langur þar
sem ég var mjög ung þegar ég
byrjaði að safna í minningabank-
ann. Söknuðurinn og sorgin er
mikil yfir að minningarnar verði
ekki fleiri en ég veit að „þegar þú
ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur
huga þinn og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess sem var gleði
þín“. (Kahil Gibran)
Ljóð Davíðs Stefánssonar, þíns
uppáhaldsskálds, hljómar fyrir
mér eins og það hafi verið samið
við dánarbeð þinn, sem var svo fal-
legt alveg eins og þú.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
Eins og sólin kemur alltaf upp
aftur, þá átt þú alltaf þinn stað í
hjarta mér og þín trú, von og kær-
leikur.
Mín hinsta kveðja er:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(Valdimar Briem)
Þín
Oddný.
Elsku mamma, þá er hún kom-
in, kveðjustundin okkar. Engar
fleiri heimsóknir, engar skemmti-
legar samræður og faðmlög. Eng-
ar rúsínur eða brjóstsykur í skál,
engar veitingar úr eldhúsinu, ekk-
ert rölt um nágrennið né kaffi-
húsaferðir, engir ísbíltúrar og nú
er bara þögn. Engin símtöl, rödd-
in þín horfin. Ég heyri þig segja:
Ætlið þið kannski að kíkja? Að fá
að sjá ykkur, fjölskylduna mína er
það sem ég lifi fyrir, sagðir þú og
horfðir svo fallega í augun mín.
Fjölskyldan var þér allt. Allar
okkar stundir saman. Elsku
mamma mín, hve sárt er að kveðja
svo snögglega þó svo að við vitum
öll að tíminn okkar kemur alltaf að
lokum, þó við vitum ekki alltaf
hvenær eða hverjir það eru sem
eru næstir. Það þekkjum við svo
vel. Þú varst samt sannfærð um að
núna værir þú alveg örugglega
næst. Það var ekki auðvelt fyrir
þig að kveðja þína eigin dóttur síð-
astliðið sumar svo skyndilega og
nú ert þú farin líka. Tvö síðustu ár
voru þér ekki auðveld þó svo að þú
ættir svo sannarlega þína góðu
daga og gleðistundir. Að missa
heilsuna, vera ófær um að búa á
eigin heimili var svo sárt. Og við
tók biðtími á þremur sjúkrastofn-
unum áður en þú varst svo heppin
að fá inni á Sléttunni og þar áttum
við saman yndislegar stundir
þrátt fyrir lokanir og höft. Þú svo
verkjuð en alltaf svo glöð að fá að
sjá fólkið þitt á þessum erfiðu tím-
um hvort sem var innlit í gegnum
glugga, símhringingar eða mynd-
símtal og best af öllu voru auðvit-
að heimsóknirnar. Og nú vorum
við farin að hlakka til sumarsins.
Nú ertu farin, elsku mamma mín,
og eftir sit ég hér og sakna þín. Ég
ætla að muna allar góðu gleði-
stundirnar og sorgirnar sem við
áttum saman. Þú studdir mig allt-
af, allt mitt líf og það kom að þeim
degi sem ég gaf þér minn stuðning
eins og ég gat og í hjarta mínu veit
ég að við báðar gerðum alltaf allt
okkar besta fyrir hvor aðra og ég
veit að þú gerðir það líka fyrir alla
aðra. Elsku mamma, ég kveð í
þakklæti fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig, fyrir allt sem þú ert mér
og allt sem þú kenndir mér og ég
veit og ég vona að í mér búi eitt-
hvað frá þér. Ég hef svo oft átt þá
ósk að geta málað fallegri heim
fyrir þig, elsku mamma mín. Ég sé
fyrir mér ótal tímaskeið og fallega
andlitið þitt í gegnum breytingar
lífsins. Ég sé fallega, brosandi,
sterka og hjartahlýja konu sem
gafst aldrei upp. Lífið gaf þér
hamingju, gleði og sigra og beygði
þig og sveigði og særði þig djúp-
um sorgarsárum. Þú hélst alltaf
áfram, elsku fallega mamma mín,
alltaf, jafnt í gleði og sorg, þú
gekkst leiðina þína og ég ætla að
muna það fyrir mig. Þú hélst alltaf
í trúna, vonina og kærleikann
sama hvað gekk á. Táknmynd
þess barst þú um hálsinn síðustu
áratugina, þetta fallega men, svo
nátengt þér og táknrænt fyrir þitt
líf. Ég veit að innra með þér bjó
óvenjumikill styrkur, óbilandi
styrkur til að taka öllu því sem lífið
gaf og halda alltaf áfram. Elsku
mamma, nú ertu horfin að eilífu úr
þessu lífi, inn í sumarlandið bjarta
og ég ætla að geyma fallegu
myndina af þér ávallt í hjarta mér.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og
helgar sitt líf.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöldur
og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin hún hnígur og sólin hún rís.
Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís,
Sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar.
(Ómar Ragnarsson)
Takk fyrir allt og allt, elsku
mamma mín.
Eva.
Ástkæra mamma mín hefur nú
kvatt þetta jarðneska líf.
Það er góð og falleg minning,
síðasta samveran okkar saman,
degi fyrir andlátið. Ég sitjandi á
bekk við hliðina á mömmu í hjóla-
stólnum þar sem við nutum þess
að vera saman í ró og næði, vera í
hjartanu, hlusta á kyrrðina, eins
og sálir okkar töluðu saman.
Rabba saman og njóta sumarkom-
unnar. Finna ilminn, nýút-
sprungnir fíflar. Allt var að byrja
að spretta, lifna við og springa út á
sama tíma og sálin þín var á förum,
hefja nýtt líf, sumarið þitt var að
koma, elsku hjartans mamma mín.
Fuglarnir sungu fyrir okkur. Við
fylgdumst með og þú með fífil í
hendi. Ég barnið þitt gaf þér fífil
eins og ég væri ég lítil enn á ný.
Gleði þín var hrein, gleði þín varð
gleði í mínu hjarta eins og svo oft.
Það var alltaf svo gott að vera
með þér og við leyfðum okkur að
hlakka til sumarsins saman. Ég er
óendanlega þakklát fyrir þessa fal-
legu stund og allar stundirnar með
þér, lífið okkar saman.
Elsku mamma sem var svo ljúf
og góð, með fallegt bros og nær-
veru. Mamma mín sem hefur lifað
svo margt. Svo kærleiksrík, falleg,
næm og þolinmóð, svo ótrúlega
þrautseig og sterk. Við höfum lifað
svo ótalmargt saman. Góðar og
dýrmætar gleðistundir jafnt sem
stór áföll og dimmar og þungar
sorgir. Lífið gefur og lífið tekur,
verkefnin eru misjöfn sem við
mannfólkið fáum. Hvernig þú
vannst úr þínu fannst mér alltaf
aðdáunarvert. Þú hélst alltaf
áfram eins vel og þú gast og sagðir
svo oft „annað getur maður ekki
gert“. Í mínum huga gerðir þú allt
á eins fallegan hátt og mögulegt
var, með óbilandi styrk og mikilli
reisn. Það gerðir þú líka þegar
kallið þitt kom, þú fórst ein, í friði
og ró.
Fjölskyldan var mömmu allt og
hún hélt ávallt svo fallega utan um
alla. Mamma, kletturinn í lífi mínu
ásamt pabba, þau voru svo sam-
stiga og kærleiksrík.
Í hjarta mínu og huga er djúpt
þakklæti fyrir tímann og stundirn-
ar okkar saman og það að hafa get-
að stutt mömmu og styrkt þegar
hún þurfti á að halda og fá að halda
utan um hana eins og hún hefur
Guðný Egilsdóttir
Nú kvarnast úr
röðum Ofanbyggj-
ara en svo eru þeir
kallaðir sem búa og
bjuggu fyrir „ofan
Hraun“ í Vest-
mannaeyjum. Addi Óli eins og
hann var alltaf kallaður var frá
Suðurgarði, sonur Óla Þórðar og
Svölu systur pabba míns (Súlla á
Saltabergi) og við því systkina-
börn. Addi Óli var glæsimenni,
hraustmenni og ekki skemmdu
fyrir honum persónutöfrar fullir
af hlýju, glettni og gleði sem gerði
samvistir við þennan mann svo
einstaklega ljúfar.
Addi sem var 11 árum eldri en
ég sagði alltaf að ég væri uppá-
haldsfrændi hans. Líklega átti
hann fullt af uppáhaldsfrændum
og –frænkum en hann var klár-
lega uppáhaldsfrændi minn. Addi
Óli helgaði sjónum ævistarf sitt.
Fór hann þar fremstur meðal
jafningja með ósérhlífni og dugn-
aði. Til margar sögur af honum
sem styðja það en þær bíða betri
tíma.
Síðustu ár þreytti frændi glímu
við illvígan sjúkdóm sem að end-
ingu lagði hann að velli.
„See you later aligator“ voru
alltaf kveðjuorð hans forðum daga
þegar við kvöddumst og svo hló
hann þessum smitandi hlátri. Við
eigum vonandi eftir að hittast aft-
ur, frændi, kannski ekki alveg
strax en það verður örugglega
gaman þá. Það er sjónarsviptir að
frænda og hans er sárt saknað en
Árni Óli Ólafsson
✝
Árni Óli Ólafs-
son fæddist 24.
mars 1945. Hann
lést 29. maí 2021.
Útförin fór fram
12. júní 2021.
minninguna um góð-
an dreng geymum
við í hjarta okkar.
Hönnu Birnu og
krökkunum votta ég
alla mína dýpstu
samúð.
Haraldur Geir.
Addi Óli frændi
okkar í Suðurgarði
er einn af þessum
karakterum sem aldrei gleymast.
Ekki aðeins að Sigurgeir frændi
okkar í Þorlaugargerði hafi ritað
um hann ógleymanlegar lýsingar í
nýútkominni bók hans um Vest-
mannaeyjar, heldur var upplifun
okkar sem vorum 10-20 árum
yngri einnig efni í góðar minning-
ar.
Addi Óli var þannig úr garði
gerður að við nutum alltaf óskiptr-
ar athygli hans þegar við komum
með fjölskyldunni í Suðurgarð.
Oft er það svo að fullorðna fólkið
hópar sig saman og börnin finna
sér annan stað. En það var öðru
nær þegar Addi Óli var heima.
Hann hafði þetta einstaka lag á
okkur krökkunum og var ávallt
fyrstur til að fagna okkur þegar
við stigum inn í eldhúsið í Suður-
garði. Síðan var ekki óalgengt að
byrjað væri á að fara í sjómann við
Óla í Suðurgarði og síðan tók son-
urinn Addi Óli við. Það var því
ákveðin tilhlökkun að koma í Suð-
urgarð á sunnudagsrúntinum með
fjölskyldunni. Í „Cowboy“-leikj-
unum, sem upplagt var að leika á
túnum, klettum og hlöðum um-
hverfis Suðurgarð, spurði Addi
Óli alltaf hver væri „Lone Rang-
er“, en það var hans uppáhalds-
karakter í kúrekamyndum. Við
vorum því öll spenntust að taka
það hlutverk að okkur í leikjunum.
Við vorum afar stolt af kvon-
fangi Adda Óla, Hönnu Birnu,
þegar við fengum að sjá hana
fyrst og heyra um ráðahaginn.
Okkur þótti hún hæfa þessum
uppáhaldsfrænda okkar einstak-
lega vel. Það var ekki verra að hún
var systir Rannveigar og krumma
úr þekktum sjónvarpsþáttum. Við
vorum í för með fallegu og
skemmtilegu fólki.
Þessi mannvinur, sjómaður og
stýrimaður á aflaskipum átti ekk-
ert nema gott í hjarta sínu.
Þegar Addi Óli og Hanna Birna
fluttu á Höfðaveginn fækkaði
reyndar komum okkar þangað því
Suðurgarður var höfuðbólið. En
til allrar hamingju tóku Addi Óli
og Hanna Birna við Suðurgarði
þegar Svala og Óli höfðu flutt í
himingeima. Þótt heimsóknum
fækkaði, þar sem við vorum flutt
frá Eyjum, var þó alltaf gott að
koma og finna hlýtt viðmót og
gestrisni þeirra hjóna.
Á bernskuárum okkar, tengd-
um Suðurgarði, keppti olíuelda-
vélin við þéttan sígarettureykinn í
eldhúsinu þar sem mikið var hleg-
ið og spjallað. Líklega hefur sú
blanda ekki hjálpað til þegar
tímar sóttu fram og kröfðu sinn
toll af þessum vinum okkar. Addi
Óli barðist við krabbamein síðustu
árin þótt alltaf tækist hann á við
það með æðruleysi, von og birtu.
Við minnumst þessa yndislega
frænda okkar með virðingu og
söknuði. Við finnum að birta hans
og jákvætt viðmót lifir í frændum
okkar Ólafi og Jóhanni Inga og
ekki síst í Önnu Svölu. Megi guð
styrkja Hönnu Birnu og ykkur öll
í sorginni.
Árni, Margrét, Gylfi,
Sif og Þór
Addi Óli í Suðurgarði var æv-
intýri. Við hann átti lýsing á forn-
kappa forðum: Hann var hávax-
inn, hnarreistur, beinnefjaður og
fríður. Addi Óli var afbragðs-
drengur. Við ólumst upp saman
og vorum alla tíð eins og bræður.
Hann var árinu yngri en ég, en við
vorum systrasynir og ólumst upp
fyrir ofan Hraun, í sveitinni í Vest-
mannaeyjum.
Það voru alltaf mikil tilþrif í
Suðurgarði. Þar var gestkvæmara
en almennt tíðkaðist. Gamla Sóló-
eldavéin malaði í horninu á eld-
húsinu við hliðina á eldhúsborð-
inu. Þar liðu margar spjallstundir
í flæðandi kaffi. Við vorum þrír
frændur. Ofanbyggjarar, knýttir
saman. Við Addi Óli og Geiri í Þor-
laugargerði. Það var í mörgu að
snúast. Á túninu heima byggðum
við alþjóðlegan íþróttavöll. Í Vil-
hjálmsvík úti í Klauf rákum við
hafskipaútgerð þar sem við gerð-
um út kubbaskip og sigldum til
allra heimsálfa. Þannig var margt
að gerast og þetta var ótrúlegt
umhverfi að alast upp í.
Í Suðurgarði ólumst við upp við
að sinna kúnum, verka bjargfugla,
stunda heyskap og ganga í þau
verk sem þurfti. Addi Óli var mik-
ill spjallari og hafði gaman af að
skiptast á skoðunum við aðra, en
hann var vel að sér í ótrúlega
mörgu.
Ævistarf Adda Óla var sjó-
mennska. Hann var hörkusjómað-
ur, duglegur og vinsæll skips-
félagi. Hann gegndi skipstjórn og
öðrum störfum um borð en var
alltaf fyrst og fremst sjómaður.
Ég hef alltaf dáð hann bróður
minn því hann var alla tíð harð-
duglegur en ekki framhleypinn.
Hann hét fullu nafni Árni Óli
Ólafsson og var sonur Ólafs Þórð-
arsonar rafvirkja og Önnu Svölu
Árnadóttur Johnsen húsfreyju.
Hanna Birna Jóhannsdóttir og
Árni Óli giftust ung að árum.
Hrygginn úr búskap þeirra hafa
þau búið í Suðurgarði með pomp
og prakt. Þau eiga þrjú glæsileg
börn, Ólaf Árna, Jóhann Inga og
Önnu Svölu.
Ég vil þakka honum bróður
mínum samveruna. Það var gott
að eiga hann að. Góður Guð verndi
hann og gæti í sínum himnaranni.
Halldóra og Árni Johnsen.
Heimaey og Heimaklettur, þar
sem ég finn svo mikinn samnefn-
ara í Adda Óla. Heimahagar þar
sem lífið kveikti ljós hvern einasta
dag. Heimahagar þar sem brauð-
strit varð að velmegun. Heima-
hagar þar sem stríðin voru til að
sigrast á. Heimahagar sem hann
aldrei yfirgaf. Addi Óli er heima-
klettur sem elskaði fátt meira en
frjálsræðið, sjómennskuna, fjöl-
skylduna og lífið sjálft á eyjunni
þar sem hann unni sér allra best.
Adda leið aldrei vel í höfuðborg-
inni og það kom yfirleitt í hlut
Hönnu Birnu, eiginkonu, að keyra
á þessum dýrslegu umferðaræð-
um, þar sem hver titturinn af fæt-
ur öðrum reyndi að troða á rétti
þess sem hann átti. Ég varð þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að vera sendur
14 ára til Vestmannaeyja í hreins-
unarvinnu sumarið́74 eftir gos-
ið́73. Það þurfti aldrei að senda
mig þangað aftur, ég fór sjálfvilj-
ugur næstu sumur og gat ekki
beðið eftir að komast þangað. Því
er ekki síst að þakka þeim Hönnu
og Adda sem tóku mér sem sínu
eigin og ég gat verið á mínum for-
sendum og upplifað allt sem Eyjar
höfðu að bjóða, án nokkurra
kvaða. Ég fékk reyndar mína eig-
in vekjaraklukku og var tilkynnt
með viðhöfn að ég yrði ekki vak-
inn til vinnu. Ég svaf aldrei yfir
mig í Eyjum. Eini óskundinn sem
ég man eftir að hafa gert Adda, er
að hafa gengið til liðs við Tý, sem
var hitt og mun óæðra fótbolta-
félagið í Eyjum. Hann var Þórari
og leit á þessa ákvörðun mína sem
borgaralegt mótmælauppeldi sem
ég kom með úr höfuðborginni. Ég
jafnaði ágreininginn með mæting-
um á æfingar ÍBV. Addi upplifði
sjálfur og yfirsteig hindranir sem
litu út eins og óbrjótandi múr fyrir
litlar sálir. Hann var skjól í
stormi, gustur í gleði og sögumað-
ur af guðs náð. Hinar ómerkileg-
ustu frásagnir af veraldlegum
verkum urðu eins og brennan í
Herjólfsdal á besta degi, hlaðin
spennu og eldsins glóð, þar sem
frásögnin, stundum stórlega ýkt,
fór fram úr sjálfri sér af engri
ástæðu, þetta var bara Addi Óli að
segja frá. Addi sagði margar sög-
ur af sjó og allar báru þær Ægi
konungi vel söguna og meira að
segja þegar þeir misstu Ísleif í
fjöruna við Ingólfshöfða í mars 7́5,
var það ekki Ægi að kenna. Um
haustið 7́6 kom Addi í heimsókn til
okkar í Leirubakkann og leitaði
eftir leyfi til að ráða mig í pláss
næsta sumar, nú væri kominn tími
til að gera dreng að manni. En
þann dag í dag geri ég mér enga
grein fyrir því hvað hann sá í þess-
um þvengmjóa borgardreng, sem
verður sjóveikur af því að ganga
fjöruborð í rólegheitum. Af
óskyldum ástæðum varð ekkert
úr sjómennsku minni. Nú er Addi
farinn í síðustu ferðina, frjáls og
óheftur. Stendur við stýrið, tekur
stefnuna og andar að sér fersku
sjávarlofti. Múkkinn gargar á
hann og honum er alveg sama, það
er engin fyrirstaða nokkurs stað-
ar. Við minnumst klettsins sem
naut sín, gaf af sér og tók þeim
leiðum í lífinu sem í boði voru. Við
söknum og syrgjum á sama tíma
og gleðitár styrkja þá leið sem
Addi Óli er kominn á, laus úr viðj-
um sársauka og þróttleysis.
Vertu sæll meistari.
Sendi Hönnu Birnu, Óla, Jó-
hanni, Önnu og fjölskyldum mína
innilegustu samúðarkveðju.
Jóhann Gylfi.