Morgunblaðið - 14.06.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.06.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021 ✝ Þorbjörg Sig- urðardóttir fæddist þann 24. mars 1927 á Eyrar- bakka. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Ljós- heimum á Selfossi þann 5. júní 2021. Foreldrar Þor- bjargar voru Sig- urður Óli Ólafsson, fyrrv. alþingis- maður, f. 1896, d. 1992, og Krist- ín Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 1904, d. 1992. Þorbjörg var elst fjögurra systra en tvær þær næstelstu, Ragnheiður og Sig- ríður, létust barnungar. Yngsta systir Þorbjargar er Sigríður Ragna Sigurðardóttir, fyrrum dagskrárstjórnandi hjá RÚV, f. 25.9. 1943, gift Hákoni Ólafssyni verkfræðingi, f. 21.9. 1941. Börn þeirra eru Kristín Martha, Sig- urður Óli og Hrefna Þorbjörg. Þorbjörg giftist Kolbeini Inga Kristinssyni, fyrrv. kaupmanni, f. 1.7. 1926, d. 30.11. 2010, þann 16.4. 1949 og átti með honum farsælt hjónaband í 61 ár. Einkasonur Þorbjargar og Kol- upp. Þorbjörg gekk í Kvenna- skólann í Reykjavík og eignaðist þar lífstíðarvinkonur sem stofn- uðu saumaklúbb sem starfaði í tæplega 75 ár. Hún var einnig í saumaklúbbi með æsku- vinkonum frá Selfossi um margra ára skeið. Þorbjörg og Kolbeinn fluttu til Reykjavíkur árið 1955 og voru búsett þar í tæp 30 ár. Þau ráku saman matvöruverslunina Kostakjör í Skipholti 37 á árunum 1964- 1974 ásamt foreldrum Þor- bjargar. Eftir að Kolbeinn tók við starfi kaupfélagsstjóra hjá Höfn á Selfossi árið 1975 fluttu þau hjónin fljótlega aftur til Sel- foss og áttu þar heimili til ævi- loka. Þorbjörg var mikil fjöl- skyldumanneskja og tók jafnframt virkan þátt í félagslífi. Hún gekk ung í skátahreyf- inguna sem hún bar ávallt mik- inn hlýhug til. Þá var hún félagi í stúkunni Þóru innan Odd- fellow-reglunnar á Íslandi og auk þess félagi í Kvenfélagi Ásprestakalls í Reykjavík og Kvenfélagi Selfoss. Þá var hún mikill golfunnandi en þau hjónin léku golf nánast allan ársins hring meðan líf og heilsa leyfði. Útför Þorbjargar fer fram í Selfosskirkju í dag, 14. júní 2021, og hefst athöfnin kl. 13. Skv. núgildandi sóttvarna- reglum takmarkast þátttaka í athöfninni við 300 kirkjugesti. beins er Sigurður Kristinn viðskipta- fræðingur, f. 11.2. 1960, kvæntur Eddu D. Sigurðar- dóttur snyrtifræð- ingi, f. 11.12. 1958. Foreldrar Eddu voru Sigurður Ás- mundsson sendi- fulltrúi, f. 1932, d. 1999, og Karí Kar- ólína Eiríksdóttir sjúkraliði, f. 1935, d. 2016. Börn Sigurðar og Eddu eru; 1) Eva Katrín, f. 25.7. 1985, gift Krist- jáni Þór Gunnarssyni og börn þeirra eru Karólína Kolbrún, Alexandra Edda og Viktoría Hekla. 2) Andrea Þorbjörg, f. 13.9. 1990, búsett í Danmörku og í sambúð með Mick Kjær Christensen. Sonur Andreu er Jakob Juul Jannicksson. 3) Kristín Edda, f. 22.9. 1993, í sambúð með Þorsteini Berg- mann Þorsteinssyni. Börn þeirra eru Alexander Ari og Ída Miriam. Skömmu eftir fæðingu fluttist Þorbjörg á Selfoss með for- eldrum sínum þar sem hún ólst Minni kvenna Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Mín kæra Obba. Ég þakka þér fallegt ferðalag og kveð með söknuð í hjarta. Edda Dagmar, tengdadóttir. Elskuleg amma mín hún Obba er látin. Í gegnum hugann fljúga minningar og tárin streyma nið- ur kinnarnar. Hún var yndisleg kona með stórt og hlýtt hjarta. Ávallt glæsileg til fara og hárið alltaf flott þegar Anna var búin að greiða henni. Amma var kurt- eis, talaði aldrei illa um aðra og vildi öllum vel. Amma hafði alltaf í nógu að snúast, hvort sem það voru Oddfellow-fundir, sauma- klúbbur, ferðalög eða golf. Henni leiddist aldrei. Hún var elskuð, dýrkuð og dáð og ég hef alltaf kallað hana drottninguna. Hafnartúnið var fyrsta húsið sem ég lék mér mikið í sem barn. Alltaf var amma tilbúin með, steikt brauð, laxabrauð, flatkök- ur, kex með osti og rifsberjasult- una hennar góðu svo ekki sé minnst á appelsínukökuna. Í Há- engi sem var einn af mínum uppáhaldsstöðum fékk ég nýupp- teknar gulrætur, rófur og rad- ísur sem amma og afi höfðu ræktað. Uppáhaldssagan var alltaf lesin fyrir mig áður en ég fór að sofa og amma strauk mér blítt og kyssti mig á ennið og sagði „góða nótt elsku angasílið mitt“. Ég dáðist að fingurbjarga- safni ömmu og fékk alltaf leyfi til að telja þær og velja mér eina eða tvær til að taka með heim. Árið 2002 flutti ég til Danmerkur ásamt foreldrum mínum og yngri systur. Ég saknaði afa og ömmu þegar í stað en eftir nokkur ár þar ákvað ég að fara til Íslands og gekk i Húsmæðraskólann í Reykjavík. Ömmu fannst það mjög góð ákvörðun hjá mér enda hafði hún sjálf verið þar í námi mörgum áratugum áður. Það leið ekki á löngu þar til ég hringdi til ömmu hágrátandi og sagði að ég kynni afskaplega lítið til verka. Amma tók mig í kennslu og á einni helgi lærði ég að prjóna, sauma og strauja hjá henni. Þeg- ar ég varð stúdent árið 2011 var haldin mikil veisla á heimili nán- ustu vinahjóna mömmu og pabba, þeim Einari Þór heitnum og Andreu Þorbjörgu Rafnar nöfnu minni. Amma mætti glæsi- leg að vanda og færði mér sér- staka gjöf; „Fuglinn í búrinu“, hálsmen sem ég hélt svo mikið upp á. Það var besta gjöf dagsins sem ég mun alltaf ganga með og hugsa til ömmu. Einu ári síðar fæddist sonur okkar Jannicks, hann Jakob Juul sem var fyrsti langömmustrákurinn hennar ömmu. Hún sýndi honum mikla umhyggju og ást við fyrstu sýn. Jakob minn gleymir aldrei ull- arsokkunum, vasapeningunum og knúsunum sem amma Obba gaf honum alltaf. Ég syrgi ekki bara ömmu mína heldur góða og trausta vinkonu sem hefur verið mér stoð og stytta. Hún er fyr- irmyndin mín sem ég mun alltaf líta upp til og hugsa hlýtt um. Ég kveð ömmu með miklum söknuði og sáru hjarta. Ég trúi því að hún sé komin á góðan stað og loks sameinuð afa Kolla sem var hennar heittelskaði. Ég geng með hálsmenið, hugsa til þín og er full þakklætis þegar ég hugsa um allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Ég býð þér góða nótt, elsku amma mín, og trúi því að þú haldir verndar- hendi yfir okkur. Þín Andrea Þorbjörg. Elskuleg amma mín er fallin frá eftir 94 ár á þessari jörð. Minningarnar eru svo margar og söknuðurinn mikill. Virðing, þakklæti og traust, kærleikur, ást og umhyggja eru orð sem eru mér efst í huga er ég rita þessi orð um ömmu Obbu, konuna sem kenndi mér svo margt um lífið og var mér svo kær. Hún var amma Obba mín og systra minna. Langamma dætra minna. Tengda-amma mannsins míns, amma stórfjölskyldunnar. Hún var amma Obba okkar allra. Falleg, klár og fín var hún. Heilsteypt, skynsöm, kurteis og ábyrg með mikinn húmor. Full af visku og gæfu. Ósérhlífin og hall- mælti aldrei neinum. Alltaf vel til höfð með varalit og í háum hæl- um. Sannkölluð hefðarfrú með stóru „H“. Myndlist var henni hugleikin og var hún með eindæmum vand- virk þegar hún vann að sínum verkum. Hún naut góðrar tónlist- ar og fannst fátt skemmtilegra en að dansa. Skiptisporin með afa Kolla voru aldrei langt undan þegar rétta lagið hljómaði á fón- inum. Ferðalög, golf og sauma- klúbbar með góðum vinkonum voru einnig hennar dálæti. Hún var leiðandi í skátastarfi og hjá Oddfellow-reglunni á Sel- fossi. Einnig kenndi hún lengi færni í mannlegum samskiptum, ræðumennsku og sjálfsstyrkingu hjá ITC-samtökunum. Hún var vel lesin og alltaf með puttann á púlsinum hvað varðaði fréttir og almenn hagsmunamál. Hún var fyrirmynd í einu og öllu. Sannkölluð kjarnakona. Al- gerlega á pari við Vigdísi Finn- bogadóttur. Við fjölskyldan höf- um alltaf sagt að amma Obba hefði sómað sér vel sem forseti Íslands. Hún var skilgreiningin á sameiningartákni. Hún var sam- einingartákn okkar fjölskyldu. Amma Obba var amman sem alltaf fyllti nammiskúffuna áður en við systur komum í heimsókn og sá til þess að við fengjum gjaf- ir á afmælisdegi hvor annarrar svo hvorug okkar yrði leið. Hún eldaði besta matinn og passaði að enginn færi svangur heim eftir heimsókn hjá afa Kolla og ömmu Obbu. Plokkfiskur, kjúklinga- réttur, rækjusalat og steiktar samlokur voru efst á óskalista hjá mér. Ekki má gleyma hafra- kexinu með næfurþunnu lagi af rækjuosti. Jóla- og appelsínu- kaka í eftirrétt voru einnig í uppáhaldi að ógleymdum jólaísn- um. Hún las fyrir mig og okkur systur ótalmargar sögur og kenndi okkur hinar ýmsu bænir. Uppáhaldssagan hjá okkur systrum er enn þá: „Kerlingin og grísinn“ sem hún las af einstakri natni fyrir okkur. Þvílík gæfa að hafa átt ömmu eins og ömmu Obbu. Heimurinn væri sannarlega betri ef allir ættu eina ömmu Obbu sér við hlið. Ég er þakklát fyrir allar minn- ingarnar og gleðst yfir öllum dýrmætu stundunum sem við höfum átt saman í gegnum tíð- ina. Ég trúi því að amma Obba sé komin í flottustu dansskóna, búin að punta sig og svífi nú um dans- gólf ævintýralandsins með afa Kolla. Hann alsæll með að fá Obbu sína í fangið aftur. Ég er þakklát almættinu fyrir ömmu mína Obbu og afa Kolla, þau voru eitt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Eva Katrín Sigurðardóttir ömmustelpa. Elsku Obba. Takk fyrir að hafa kennt mér að strauja skyrt- ur að hætti Húsmæðraskólans, búa til kálböggla og lagköku. Takk fyrir rækjukokteilinn, Bessastaðakökurnar og silfur- glösin í jólaboðunum. Máva- stellið. Takk fyrir verslunar- mannahelgina í Tanganum, þegar þið mamma voruð með okkur Sigurði Óla og þú spilaðir á gítar og við sungum skáta- söngva alla helgina og borðuðum ölfusárlax með smælki, dilli, smjöri og agúrkusalati. Elsku Obba, takk fyrir þessa stóísku ró. Takk fyrir Tomma og Jenna í Hafnartúni, Lion Bar hjá Lauga kaupmanni á Eyrarbakka og maríustakkinn sem við klipptum niður á haustin og þurrkuðum. Takk fyrir að hafa kennt mér að þeyta rjóma, sem er kúnst ef rétt er að farið, og fyrir að hafa tekið litlu konunni minni og Bjarna Palla af ástúð og væntumþykju. Allar minningar tengdar þér eru ljúfar og fallegar. Svo auðvitað minningin um mömmu í síman- um að tala við þig hvert einasta kvöld. Síminn hringir, ég svara og æpi svo: „mamma – Obba“. Það situr líka eftir að ég heyrði þig segja við mömmu að ég ætti örugglega eftir að doktorera og ég man hvað mér fannst það frá- leitt. Og ég man hvað mér fannst þú flott þegar þú fórst að læra málun að nýju eftir að Kolli dó, hvað ég var stolt þegar þér fannst áramótatrifflið mitt ljúf- fengt og fékkst þér aftur og inni- lega glöð þegar þér fannst frum- legt hjá mér að gefa þér UNICEF-bólusetningarpakka handa börnum í jólagjöf. Í mín- um minningum ertu lítillát, virðuleg og fullkomin en líka glettin, framsýn og glöð. Ein sterkasta minningin um þig er þó ekki mín, heldur ljósmynd af þér og mömmu í mölinni á Selfossi. Þið standið hlið við hlið. Mamma lítil með risastóra hvíta slaufu í ljósu hári og þú tvítug, glæsileg með bylgjað dökkt, glansandi hár, á háhæluðum skóm í kápu eða dragt – og Selfoss hefur breyst í París. Kristín Martha Hákonardóttir. Elskuleg móðursystir mín hún Obba hefur kvatt okkur. Obba var einstök manneskja. Það geislaði alltaf af henni hlýja og góðmennska. Ég á mjög margar góðar og ljúfar minning- ar um Obbu. Öll jólaboðin í Hafn- artúni, sumarstemning í Tangan- um, pössun í Selvogsgrunni og yndislega rækjusalatið sem eng- inn gerði betur. Í seinni tíð var hún dugleg að halda ræður við hin ýmsu tilefni. Ræðurnar hennar Obbu náðu alltaf athygli allra áheyrenda enda voru þær einlægar og fal- legar eins og hún sjálf. Obba var dugleg og ákveðin og dæmi um það var þegar hún kom í stúdentsveislu Jóns Helga fyrir tveimur árum. Mikið var gott að sjá hana þar. Ég kveð Obbu með þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Sigurður Óli Hákonarson. Eins og örþunnur silkihanski, eins og mjúkt leður, eins og brot- hætt postulín, eins og vel fægt silfur, eins og stífaður blúndu- dúkur, eins og formfögur stytta, eins og dúnmjúk draumterta, eins og sérsaumuð slæða, eins og milt sherry, eins og fagurt sendi- bréf, eins og fínleg brúða, eins og ljúf tónlist, eins og viðkvæmur strengur, eins og slípaður dem- antur. Þannig minnumst við ein- stakrar konu með hjarta úr gulli. Hún Obba var nett og grönn, gerði hlutina í réttri röð með var- færnum höndum, alúð og vand- virkni. Til hinsta dags var klæða- burður hár og fas allt til fyrir- myndar. Hún var „chic“ eins og þeir segja á frönsku. Smáatriðin skiluðu sér einstaklega vel á upp- dekkuðu kaffiborði, frá servíettu- broti til skínandi kristalsglasa. Listræn og falleg hún Obba á sinn hljóða og hógværa hátt. Kímin og glaðlynd á góðri stundu og gat hlegið að tvíræðu glensi eins og drottningum einum er lagið með hönd fyrir munni en glettnislegum augum. Gjafmild og góð og kunni þá list að hlusta. Af gamla skólanum, nýtin, stál- heiðarleg, áhugasöm og vitur sjálfstæðiskona. Við fjölskylda Eddu tengdadóttur hennar vor- um afar heppin að kynnast þeim heiðurshjónum Þorbjörgu Sig- urðardóttur og Kolbeini Krist- inssyni fyrir hátt í 40 árum. Við metum mikils þann vinskap, traust og væntumþykju sem gaf okkur dýrmætar og sprúðlandi stundir í þeirra nærveru. Að skála við Obbu og Kolla var at- höfn í sjálfu sér. Ávallt horfst í augu áður en varir snertu veigar og mikilvægi samverunnar inn- siglað. Tanginn á Selfossi með sumarkvöldin fögur og Ragga Bjarna á fóninum. Þá brostu blómálfar og lífið var ljúft. Nú kveðjum við járnfrúna Obbu sem var yndislegt eintak af mann- eskju. Við drjúpum höfði af virð- ingu og þakklæti fyrir allt sem hún var okkur í þessu lífi. Elsku Siggi, Edda og fjölskylda, mynd- in og minningin er tær, björt og fögur. Megi Drottinn opna sínar fegurstu vistarverur, það á perl- an okkar svo sannarlega skilið. F.h. Lund-Hansen-fjölskyld- unnar, Birna Katrín Sigurðardóttir. Í dag kveðjum við kveðjum kæra Oddfellowsystur. Með þessum fátæklegum orðum minnumst við Þorbjargar en eig- um minningar sem eru dýrmæt- ari en öll orð. Þorbjörg bar með sér hlýju og alúð hvert sem hún kom og hvar sem hún var. Þessi netta kona var ætíð vel tilhöfð, fínleg og glæsileg. Þokkinn var henni eðli- legur og framkoma hennar þann- ig að manni datt í hug að þar færi sönn „hefðardama“. En fyrst og síðast var það nærvera hennar sem gerði þessa fíngerðu konu stóra. Þegar Þorbjörg gekk hæg- látlega inn í herbergið var eftir því tekið. Þegar hún talaði lágum rómi var eftir því hlustað. Hún gaf frá sér hlýju og kærleika sem samferðamenn og systur þáðu og settu í hjarta sitt. Í nærveru hennar urðu allir betri og vand- aðri manneskjur. Hún hafði ekki um það orð heldur einfaldlega gaf af sér. Í systrahópi Rebekku- stúkunnar nr. 9, Þóru, var hún fyrirmynd okkar. Hún var sann- ur Oddfellowi enda mannrækt og kærleikur henni eðlislægur. Um hana lék næstum því áþreifanleg birta. Hennar spor eru djúp og á engan hátt í samræmi við líkam- lega burði þessarar fínlegu konu. Árið 2010 missti Obba eigin- mann sinn, Kolbein Inga. Þau voru eitt og milli þeirra var óskil- greind fegurð. Þegar Kolbeinn dó missti Obba mikið en af sama æðruleysinu og rónni sem ein- kenndi hana ætíð tókst hún á við sorg sína. Þorbjörg var falleg að innan sem utan. Hún bar með sér ljós sem við sem nú söknum og syrgj- um geymum í hjarta okkar. Þannig mun hennar kærleiksljós aldrei slokkna. Um leið og við kveðjum Þor- björgu sendum við fjölskyldu, syni, tengdadóttur og barna- börnum hugheilar samúðar- kveðjur. Guð er heppinn að hafa fengið Þorbjörgu til sín. Þar til við hittumst að nýju, í vináttu, kærleika og sannleika. F.h. Þórusystra, Elsa Ingjaldsdóttir. Þorbjörg Sigurðardóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, REGÍNA HANNA GÍSLADÓTTIR, Sléttuvegi 27, Reykjavík, lést sunnudaginn 6. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. júní klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Hrafnistu við Sléttuveg fyrir góða umönnun. Þórður Haukur Jónsson Jón Rafnar Þórðarson Valgerður Ásgeirsdóttir Björgvin Þórðarson Þórhildur Garðarsdóttir Unnur Th. Söreide Torleif Söreide Marta Þórðardóttir Egill Þorsteins barnabörn og barnabarnabörn Þorbergur Kristinsson ✝ Þorbergur fæddist 9. maí 1943. Hann lést á 27. maí 2021. Þorbergur var jarðsunginn 7. júní 2021. ár … þú hváðir, og sagðir 30 ár. Ein- hvern veginn æxl- uðust hlutirnir þannig að við vorum í litlum samskiptum síðustu ár nema á ættarmótum eða stórviðburðum sem oftast tengdust þá Fríðu systur okkar. Við hringdumst ekki á, en vissum alltaf hvor af öðrum, sem eftir á að hyggja er sorglegt. Við vorum í miklum samskiptum þegar ég Elsku stóri bróð- ir, þá er komið að ferðalokum. Mikið sakna ég þess að okkar samleið varð ekki lengri. Leiðir okkar skildi og ég tengdist þér meir í veik- indum þínum en undanfarin 20 var yngri og ég leit upp til þín sem stóra bróður. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hæfi- leika þína sem flottur málari og listamaður. Einn góður í lokin. Þegar ég var 10 ára fórst þú með mig í bíó, það var verið að sýna Spartakus sem var bönnuð innan 16 ára! Þú sagðir að þú værir pabbi minn hehe … þú varst rúmlega tvítugur. Góða ferð elsku bróðir í sumarlandið. Elsku Sirra, börn og ástvinir allir, innilegar samúðarkveðjur. Þinn bróðir, Jón Kristinn (Nonni).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.