Morgunblaðið - 14.06.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.06.2021, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021 Vetrarríki Sumarið virðist ætla að koma seint. Í gær féll snjór á Fáskrúðsfirði og víðar á Austur- og Norðausturlandi og útlit er fyrir kalt veður á svæðinu næstu daga að sögn veðurfræðings. Albert Kemp Á fundi borg- arstjórnar 15. júní mun fulltrúi Flokks fólksins leggja til að borg- arstjórn samþykki að setja á fót Vinnumiðlun eftirlaunafólks í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólks- ins leggur til að Reykjavík stofni Vinnu- miðlun eftirlaunafólks. Um er að ræða hugmynd að sænskri fyrirmynd þar sem eftirlaunafólk get- ur skráð sig og tekið að sér afmörkuð verkefni tímabundið. Sambærileg hugmynd er nú til skoðunar á Húsa- vík og hefur verið fjallað um verkefnið í tímariti LEB (Landssambands eldri borgara). Hugmyndin er að nýta þekkingu og verkkunnáttu eldri borg- ara og eftirlaunafólks og vinna í leið- inni gegn einmanaleika sem margir þeirra upplifa. Hugsunin að baki Vinnumiðlun eftirlaunafólks er að sýna að þótt fólk sé komið á ákveðinn aldur þýði það ekki að fólk geti ekki gert gagn lengur. Aðstæður þessa hóps eru afar ólíkar. Stór hópur eft- irlaunafólks hefur verið á vinnumark- aði allt sitt fullorðinslíf og hefur haft mikla ánægju af vinnu sinni enda er hún oft einnig áhugamál fólks. Allt samfélagið myndi stórgræða á að nýta þekkingu og kunnáttu eldra fólks eins lengi og fólk hefur vilja til að vinna. Allir græða á því að vera úti í samfélaginu, taka þátt og komast í virkni. Það dregur úr einmanaleika og vinnur gegn þunglyndi hjá þeim sem glíma við það. Hér er ekki verið að tala um sjálfboðastarf heldur launuð störf. Það er fátt sem hefur eins mikið tilfinningalegt gildi og að upplifa sig virkan og að maður sé að gera gagn. Hvernig mun vinnumiðlunin virka? Vinnumiðlun eftirlaunafólks myndi virka þannig að fólk sem vill vinna skráir sig og síðan geta einstaklingar og fyrirtæki leitað til vinnumiðlunar- innar ef þá vantar fólk í ákveðin verk- efni. Þegar búið er að skrá sig er farið yfir hvað viðkomandi hefur gert áður, við hvað hann hefur starfað og hvar færni hans og áhugi liggur. Sá sem skráir sig til vinnu ræð- ur því hvenær hann vinnur og hversu mikið. Sumir vilja ráða sig í starf hálfan daginn, aðr- ir geta hugsað sér að starfa tvo daga í viku og svo framvegis. Nú er hægt að vinna sér inn 100 þúsund krónur á mánuði án þess að elli- lífeyrir skerðist. Auðvit- að er engin sanngirni í þessu. Úrræðið myndi að sjálfsögðu virka betur ef dregið er úr skerðingum vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Eftirlaunafólk á að fá að vinna eins lengi og það vill án skerðinga og njóta afraksturs vinnu sinnar eins og aðrir. Meirihlutinn í borgarstjórn getur ef hann vill ákveð- ið að fylgja ekki almannatrygg- ingakerfinu og boðið eldra fólki upp á úrræði til að auka virkni og tekjur. Vinnumiðlunin yrði milliliður. Hún myndi síðan annast innheimtu hjá fyrirtæki/stofnun þar sem viðkom- andi vinnur og greiða svo laun til þátttakenda. Fjölmörg störf koma til greina fyrir þennan hóp enda er mannauðurinn mikill og fólk með langa reynslu. Fyrirkomulagið geng- ur vel í Svíþjóð og er auk þess til skoðunar á Húsavík. Því ætti Vinnu- miðlun eftirlaunaþega að geta blómstrað í Reykjavík. Oft kemur upp sú staða að fyrirtæki vanti starfs- kraft með stuttum fyrirvara eða tíma- bundið. Hægt er að hugsa sér alls konar birtingarmyndir í þessu sam- bandi. Fulltrúi Flokks fólksins vonar að fulltrúar meirihlutans í borg- arstjórn og aðrir kjörnir fulltrúar sjái kostina við þessa tillögu og vísi henni þangað sem hún á heima til frekari skoðunar og þróunar. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur »Eftirlaunafólk á að fá að vinna eins lengi og það vill án skerðinga og njóta afraksturs vinnu sinnar eins og aðrir. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn. Eftirlaun og launuð vinna Borgarlína er svo miklu meira en bara al- menningssamgöngur er gjarnan viðkvæðið hjá stuðningsmönnum hennar. Draumsýninn er smátt og smátt að taka á sig mynd í áróð- ursþokunni sem byrgir mönnum sýn. Meg- inefni hennar virðist vera að hægja á mann- lífinu í Reykjavík og endurskapa lífsmáta sjöunda áratug- arins með þeirri aukningu lífsgæða sem nútímatækni heimilanna og úti- kaffihús í hverfunum gefa, eins konar retro Reykjavík. Hvaða áhrif það hefur á efnahag borgabúa og annarra landsmanna láta stuðningsmenn liggja milli hluta. Aðrir telja það ráða úrslitum. Lífið á sjöunda áratugnum Ritari þessara orða bjó á háskóla- árum sínum nyrst í Vesturbænum vestan Hringbrautar. Þaðan mátti ganga á þremur mínútum að tveimur kaupmannsbúðum og mjólkurbúð. Innan 15 mínútna göngufæris, eða með strætó, voru fleiri matvörubúðir, háskóli, íþróttavöllur, sundlaug, öll þjónusta í Kvosinni og vinnan. Maður gat labbað í sjoppuna, bíó, leikhús, kaffihús og á barinn þegar maður vildi. Bílar í einkaeigu voru til en ekki margir. Lífið í svona hverfi var bara þægilegt og ekkert ósvipað því sem var víða í borgum erlendis nema hér vantaði eitt, götukaffihús þar sem hægt var að setjast niður með bjór- glas og spjalla. En bílum fjölgaði og hreyfanleiki (það að komast lengri vegalengd á styttri tíma) íbúanna fór vaxandi. Nú gátu menn bæði sótt vinnu um lengri veg og beint viðskiptum sínum út fyr- ir hverfið til verslana sem buðu upp á lægsta vöruverðið. Stórmarkaðir spruttu upp og kaupmaðurinn á horninu fór að leggja upp laupana. Atvinnufyrirtækin uxu og færðust til og fólk varð óháðara því að búa ná- lægt þeim. Úthverfi fóru að byggjast upp, heilsuspillandi húsnæði hvarf, efnahagur fólks óx og einkabílum fjölgaði. Samhengið milli efnahags og hreyfanleika fólks varð hagfræð- ingum æ ljósara og sú rannsóknartækni sem felst í félagslegri arð- semisgreiningu op- inberra framkvæmda er nú stöðluð. Þar er tími manna virtur til svipaðs verðs hvort sem ferðast er innan vinnu- tíma eða utan. 15 mínútna hverfin Í tengslum við nýtt skipulag er oft minnst á 15 mínútna hverfin, þar er boðið upp á alla daglega þjónustu og afþreyingu innan 15 mínútna göngufæris frá búsetustað rétt eins og í Vesturbænum í gamla daga. Þetta á að hvetja menn til að nota bíl- inn minna og fæturna meir rétt eins og menn gera enn í Vesturbænum, enda enn stutt á stóra vinnustaði og alla þjónustu víðast hvar úr hverfinu og stolt þeirra, Melabúðin, enn á sín- um stað. Vesturbæingum leiðist að sjá krökkt af annarra hverfa bílum standa alla vinnudaga í sínu hverfi út frá háskólanum og miðbænum og finnst menn eiga fremur að koma til vinnu þar með almennings- samgöngum. Þeir telja að ef önnur hverfi verða líka 15 mínútna hverfi verði fólk þar óháðara einkabílnum og noti fremur borgarlínu. Fylgi við hana er því meira í Vesturbænum og nálægum hverfum en annars staðar í borginni, þaðan sem leiðin til vinnu er lengri. Vandinn Það að skapa 15 mínútna hverfi þar sem viðskiptamiðja Kvosarinnar er ekki í nánd er þó ekki alveg vanda- laust. Það er ekki nóg að hafa nægt rými fyrir þjónustufyrirtæki, það verður líka að stækka viðskiptahóp þeirra með því að þétta hverfin og fjölga þannig íbúunum. Vandinn er sá að framkvæmdir eru verulega dýrari þar sem byggð er þétt og þrengsli á byggingastað. Treg um- ferð hækkar kostnaðinn einnig. Sveitarfélög verða þá að takmarka framboð lóða svo fasteignaverð hækki, ella geta fjárfestar sem taka framkvæmdirnar að sér ekki selt og þá er sjálfhætt að byggja. Þetta hef- ur óheppileg áhrif á húsnæðismarkað og hækkar fasteignagjöld. Fólk er farið að setja sig niður í byggðum ut- an höfuðborgarsvæðisins, þótt það haldi áfram að sækja þangað til náms og vinnu á daginn. Borgarlínan á að vera jafn góður ferðakostur og einkabíllinn fyrir fólk að sækja vinnu í miðborginni hvar sem það býr á höfuðborgarsvæðinu. Að óbreyttu tæki ferðin með henni um þrefalt lengri tíma og það bil þarf að jafna. Vagnar hennar skulu því vera jafn óháðir annarri umferð og járnbrautalestir og aka á sér- akreinum í miðju vegar þar sem hún tefur aðra umferð meir en á sér- akreinum í útkanti vega. Umferð- artafir á stofnbrautum Vegagerð- arinnar gegnum Reykjavík fá að vaxa án þess að liðkað verði fyrir. Einnig á að minnka umferðarhraða á ýmsum tengibrautum milli hverfa. Ferðatími annarra bíla en borg- arlínuvagna verður þannig lengdur og mun það valda bæði fólki og fyr- irtækjum á höfuðborgarsvæðinu kostnaði sem mun í heild verða nokkrir tugir milljarða á ári og koma niður á velferð íbúa landsins. Lokaorð Allar þær tafir á umferð sem þarf til að borgarlína verði samkeppn- isfær við einkabílinn munu árlega kosta þjóðfélagið miklar fjárhæðir, jafnvel meiri en nemur stofnkostnaði hennar. Þetta mun einkum koma nið- ur á rekstri fyrirtækja en líka al- menningi sem auk þess mun þurfa að borga dýrara húsnæði og hærri gjöld af því. Það er sárgrætilegt til þess að hugsa að allt þetta ævintýri verður trúlega óþarfi þar sem þjóðinni mun sífellt fjölga hægar og hægar á næstu árum og þá hægir á vexti um- ferðar. Borgarlínan er martröð, retro Reykjavík kannski líka. Eftir Elías Elíasson » Borgarlínan á að vera jafn góður ferðakostur og einka- bíllinn fyrir fólk að sækja vinnu í miðborg- inni hvar sem það býr á höfuðborgarsvæðinu. Elías Elíasson Höfundur er verkfræðingur. eliasbe@simnet.is Retro Reykjavík og borgar- lína, draumur eða martröð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.