Morgunblaðið - 14.06.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
DVERGARNIR
Þungar og öflugar undirstöður
DVERGARNIR R
HNERRIR
DURGURJÖTUNN
DRAUPNIR
ÞJARKUR
Þessir dvergar henta vel sem
undirstöður þar sem þung og
öflug festing er aðalatriði.
Bókin Persónu-
verndarréttur eft-
ir Björgu Thor-
arensen kom út á
dögunum og
fjallar hún um leið-
ir til að vernda
einstaklinga í
tengslum við
vinnslu persónu-
upplýsinga um þá,
en jafnframt að
tryggja frjálst flæði persónuupplýs-
inga milli ríkja í viðskiptalífi og á
markaði. „Vinnsla persónuupplýsinga
er nokkuð sem öll fyrirtæki, stór og
smá, ásamt opinberum aðilum, hafa
með höndum. Það eru ákveðin grunn-
skilyrði í lögum sem slík vinnsla verð-
ur að uppfylla og er fjallað ítarlega um
þau í bókinni,“ segir Björg í samtali
við Morgunblaðið.
Hún segir þörf á nægum úrræðum
til að bregðast við þeim ógnum sem
steðja að persónuvernd og friðhelgi
einkalífs einstaklinga hafa aukist sam-
hliða stöðugt auknum möguleikum í
upplýsingatækni og stafrænni vinnslu
persónuupplýsinga. Markmið bók-
arinnar er að veita heildstæða mynd
af því hvernig meginreglur og ákvæði
ESB-reglugerðar og laga um per-
sónuvernd og vinnslu persónuupplýs-
inga birtast í íslenskri réttarfram-
kvæmd í ljósi þróunar í Evrópurétti.
Þá segir Björg að í bókinni sé sér-
staklega fjallað um starfsemi stofn-
unarinnar Persónuverndar, sem hef-
ur kveðið upp fjölda úrskurða og
ákvarðana sem tengjast ábending-
armálum.
Björg starfaði um árabil sem pró-
fessor í stjórnskipunarrétti, þjóðar-
rétti, alþjóðlegum mannréttindum og
persónuverndarrétti við lagadeild
Háskóla Íslands og var formaður
stjórnar Persónuverndar frá 2011 til
2020. Frá 2020 hefur Björg starfað
sem dómari við Hæstarétt Íslands.
„Eitt markverðasta framlag núgild-
andi persónuverndarlöggjafar eru
þær auknu skyldur sem lagðar eru á
alla sem vinna með persónuupplýs-
ingar, hvort heldur hið opinbera,
fyrirtæki á einkamarkaði eða ein-
staklinga sem verða að tileinka sér
reglur um persónuvernd í störfum
sínum. Áhrif hennar í samfélaginu
eru því víðtæk.“ Bókin er einkum ætl-
uð þeim sem stunda rannsóknir eða
nám á háskólastigi á sviði persónu-
verndarréttar og svo öllum öðrum
sem vinna með persónuupplýsingar í
daglegum störfum.
Áhrif persónu-
verndar eru víðtæk
- Ný bók eftir Björgu Thorarensen
Björg
Thorarensen
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Einstakar fornleifar fundust í Fagra-
dalsheiði í Vestur-Skaftafellssýslu á
föstudag þegar Jónas Erlendsson,
bóndi í Fagradal, gróf upp blágrýt-
isstein sem leitað hefur verið að í
nokkra áratugi. Steinninn er ein-
stakur fyrir þær sakir að búið er að
höggva hann til og telja margir að hér
sé um skipslíki að ræða en undir stein-
inum sést móta fyrir kili og á enda
hans virðist vera eins konar stafn.
Ævaforn munur
Munurinn er ævaforn að sögn Þórð-
ar Tómassonar, fyrrverandi safnvarð-
ar í Skógasafni, en ekki er mikið um
að fornleifar finnist á þessu svæði og
telur Þórður þetta vera einn af merk-
ustu fornleifafundum í Skaftafells-
sýslu. „Það er alls ekki mikið af forn-
leifum á þessu svæði, engar
mannaminjar þarna í grennd, ekki
rústir eða neitt. Þetta er alveg ein-
stakt,“ segir Þórður í samtali við
Morgunblaðið.
Ekki er vitað hvernig steinninn
varð til eða hvaða hlutverki hann
gegndi. Er þá ekki síður erfitt að
skýra þetta fyrirbæri í ljósi þess hve
þungur steinninn er, en erfitt er að
færa hann um set. Þórður segir að
forn ferðamannagata liggi í nálægð
við steininn en hann telur ólíklegt að
einhver tengsl ríki þar á milli, sér-
staklega í ljósi þess að skammt frá
liggur gil með rennandi vatni. „Það er
ekki hægt að gefa þessu neinn til-
gang.“
Gömul lýsing aðstoðaði við leit
Íbúar á svæðinu hafa vitað til
steinsins í þó nokkurn tíma en Jónas
hafði sjálfur komið að honum sem
barn í för með afa sínum fyrir rúmum
50 árum. Seinna þegar Jónas ætlaði
að leita þessa einstaka fornmunar
greip hann í tómt, steinninn virtist
hafa horfið.
Vísbendingar um staðsetningu
klettsins mátti finna í gamalli lýsingu
frá Sigrúnu Guðmundsdóttur, hús-
freyju á Fagradal, sem Þórður hafði
skrásett á sínum tíma. Jónas gat nýtt
sér þessar leiðbeiningar en í leiðangri
í vetur sá hann glitta í stafn skiplík-
isins upp úr grastóft sem vaxið hafði
ofan á og í kring. Á þeim tíma var
gaddur og frost í jörðu svo ekki var
hægt að grafa hann upp þá en það var
ekki fyrr en í síðustu viku sem Jónas
lét verða af því.
„Maður vissi að þetta væri sérstakt
en það kom mér mjög á óvart þegar
ég sá steininn og var búinn að grafa
ofan af honum og í kringum hann.
Menn vita ekkert um aldurinn, þetta
gæti verið margra alda gamalt,“ segir
Jónas.
Hann var ekki nema í tæpan
klukkutíma að grafa muninn upp úr
grasinu en fyrir utan stafninn á skip-
inu var steinninn á kafi í grasi. Í lýs-
ingunni frá Sigrúnu kom einnig fram
að í skálinni sem búið var að höggva í
steininn væri alltaf vatn að finna. Tel-
ur Jónas líklegt að fuglar hafi sótt í
skálina en með þeim koma fræ og
áburður sem gera það að verkum að
fyrr grær fyrir.
Steinninn á heima hér
Steinninn er ekki með neitt heiti
sem vitað er til en hann situr nú í
Fagradalsheiði á svæði sem kallast
Dalahraun. Ekki er útlit fyrir að hann
sé á leiðinni neitt á næstunni enda
vegur hann mörg tonn. „Steinninn er
óhreyfanlegur, hann á heima þarna
og hvergi annars staðar,“ bætir Þórð-
ur við í lokin.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Merkur fundur Jónas hafði leitað steinsins í mörg ár áður en hann rakst á þúfuna sem huldi hann.
Skál er í miðju steinsins og var þar alltaf vatn.
Einstæður fundur í Skaftafellssýslu
- Jónas Erlendsson gróf upp tilhogginn
blágrýtisstein í skipslíki - Stafninn einn
stóð upp úr - Ekki vitað um tilgang
Þórður
Tómasson
Á huldu Hér má sjá þúfuna sem faldi steininn fyrir uppgröft.
Uppgröftur Einungis tók um klukkutíma að grafa steininn upp.
Jónas
Erlendsson