Morgunblaðið - 15.06.2021, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.06.2021, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 Settir hafa verið upp 500 jarð- skjálftamælar á Hengilssvæðinu og er þetta stærsta og þéttasta net mæla sem sett hefur verið upp hér á landi. Mælarnir bætast við um 35 mæla Orku náttúrunnar, Veðurstofu Ís- lands og COSEISMIQ-verkefnisins sem þegar voru á svæðinu, að því er segir í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Til samanburðar má nefna að 56 mælar fylgjast með jarðhræringum á Reykjanesi, meðal annars í tengslum við eldgosið í Geldinga- dölum. Til viðbótar við hefðbundna jarðskjálftamæla eru nú ljósleið- arar einnig nýttir til mælinga á jarðhræringum í Henglinum. Uppsetning mælanna er hluti af DEEPEN-verkefninu sem ætlað er að rannsaka rætur jarðhitakerfa og safna þekkingu sem nýta má þegar farið verður að bora dýpri holur við nýtingu jarðhita. Verkefnið er styrkt af alþjóðlega sjóðnum Geo- thermica, í gegnum Rannís. Sjóð- urinn er samstarfsverkefni nokk- urra Evrópulanda, auk Banda- ríkjanna. Stækka niður á við „Þessar rannsóknir munu vænt- anlega auðvelda okkur að stækka jarðhitasvæðin niður á við og gera okkur kleift að lengja líftíma virkj- ana Orku náttúrunnar, dóttur- fyrirtækis OR, án þess að raska þurfi nýjum svæðum,“ segir Vala Hjörleifsdóttir, forstöðumaður ný- sköpunar og framtíðarsýnar hjá OR, í tilkynningunni. Morgunblaðið/Eggert Hengilssvæði Jarðskjálftamælanetið á Hengilssvæðinu hefur verið þétt. Mælum fjölgað á Hengilssvæðinu - 500 jarðskjálftamælum bætt við Aðalfundur Landverndar sem hald- inn var síðastliðinn laugardag lýsti yfir miklum vonbrigðum með fram- göngu ríkisstjórnarinnar í málefnum hálendisins. „Nú undir lok kjörtíma- bilsins er orðið ljóst að það var aldrei raunveruleg ætlun allra stjórnar- flokkanna að stofna hjálendisþjóð- garð og sá stjórnarflokkur sem í raun studdi málið reyndist hvorki hafa þrek né þor til að sigla því í höfn,“ segir í ályktun fundarins. Aðalfundurinn harmaði hversu illa hefur verið staðið að málum af hálfu stjórnarflokkanna, meðal annars með of mikilli eftirgjöf við stað- bundna sérhagsmuni og virkjana- iðnaðinn. Algjört vald sveitarfélaga yfir skipulagsmálum innan þjóð- garðsins, virkjanasvæði innan marka garðsins og í jaðri hans og al- gjört metnaðarleysi í landgræðslu- málum eru dæmi um það hvernig þessi eftirgjöf skaðaði frumvarpið. Verði fylgt fast eftir Aðalfundur Landverndar ályktaði að hætta beri við frekari uppbygg- ingu orkumannvirkja á hálendinu og að takmarka beri búfjárbeit við svæði þar sem ekki er hætta á að beit spilli gróðri og jarðvegi. „Hugmyndin um hálendisþjóð- garð lifir áfram. Verkefnið bíður þeirra þingmanna sem fá umboð þjóðarinnar eftir næstu kosningar til Alþingis,“ segir meðal annars í ályktuninni. Aðalfundurinn hvatti stjórn sam- takanna til að fylgja tillögum um hjá- lendisþjóðgarð fast eftir og vinna ötullega að kynningu og umræðum um málið. Nokkrar fleiri ályktanir voru sam- þykktar, meðal annars um nagla- dekk og sjókvíaeldi. Í ályktun kom fram að Landvernd styður lögfest- ingu nýrrar stjórnarskrár á grund- velli tillagna stjórnlagaráðs. Sam- tökin styðja sérstaklega þær greinar tillögunnar sem snúa að umhverfis- vernd og náttúru. Margir mættu Metþátttaka var á aðalfundinum, um 125 manns mættu, hugsanlega vegna þess að mótframboð kom gegn sitjandi formanni. Niðurstaðan var sú að Tryggvi Felixson, sem verið hefur formaður Landverndar í tvö ár, var endurkjörinn með 90 atkvæð- um en 34 greiddu Pétri Halldórs- syni, stjórnarmanni í samtökunum og mótframbjóðanda formanns, at- kvæði sitt. Þá voru fimm stjórnarmenn kjörnir til tveggja ára en alls eru tíu fulltrúar í stjórn. Páll Ásgeir Ás- geirsson og Sævar Þór Halldórsson komu nýir inn í stjórn á aðalfund- inum. helgi@mbl.is Þjóðgarður bíður nýs þings - Tryggvi Felixson áfram formaður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjallabak Foss í Sigöldugljúfri sem er gamall farvegur Tungnaár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.