Morgunblaðið - 15.06.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.06.2021, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 Uppgangur við Hörpuna Enn er unnið sleitulaust á svokölluðum Hörpureit í miðborg Reykjavíkur þar sem meðal annars rísa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem og Marriot-hótel. Eggert Í dag verður tekin langþráð skóflustunga að stækkun flug- stöðvar á Akureyri. Hún markar upphaf að nýrri sókn í ferða- þjónustu á Norður- og Austurlandi sem Framsókn hefur haft í forgrunni í sínum áherslum. Stækkun flugstöðvarinnar legg- ur grunn að öflugri ferðaþjónustu og býr til öflug tæki- færi til að fjölga störfum á svæðinu og auka verðmætasköpun. Landshlutinn er stór og töfrandi sem magnar Ísland sem eftirsóttan áfangastað og hefur hlutfall er- lendra ferðamanna verið að aukast. Framan af gegndi flugvöllurinn á Akureyri hlutverki varaflugvallar en smám saman, vegna ötullar vinnu og vel heppn- aðrar markaðs- setningar heima- manna, hófst beint flug sem hefur aukist og er nú farið að skipta verulegu máli í efnahagslegu tilliti fyrir svæðið. Stækkun flugstöðvar á Akureyri ásamt flughlaði er meðal fjölbreytta verkefna sem rík- isstjórnin leggur áherslu á að verði haf- ist handa við strax svo hægt verði að taka á móti stærri flugvélum og snúa hjólum atvinnu- lífsins í gang aftur. Stórkostlegt byggðamál Á síðustu árum hef ég lagt áherslu á að stíga stór skref sem styðja við uppbyggingu innlands- flugvalla og að jafna aðstöðumun íbúa að grunnþjónustu lands- manna. Loftbrúin er hóf sig til flugs síðasta haust er eitt það stór- kostlegasta byggðamál síðari tíma og jafnar verulega aðstöðumun þeirra sem búa fjarri höfuðborg- inni. Jöfnun á aðstöðumun snýst um að búa til tækifæri þar sem íbú- ar hafa jöfn tækifæri, geta blómstr- að og skapa samfélag þar sem hlúð er að atvinnurekstri og sprotum. Ljóst er að það eru ekki eingöngu sveitarfélög á svæðinu sem munu njóta áhrifanna af auknum ferða- mannastraumi og beinu flugi til Ak- ureyrar, óbeinu tekjurnar og störf- in verða til um land allt. Tími fjárfestinga er núna og fyrir Norð- ur- og Austurland skiptir öllu máli að vera vel í stakk búinn til að taka á móti ferðamönnum nú þegar við sjáum til lands eftir Covid- tímabilið. Skýr sýn Í ályktun Framsóknar er sett fram heildarstefna fyrir allt landið um uppbyggingu innviða fyrir flug- samgöngur. Stefnu sem kveður á um hvar eiga að vera flugvellir, hvernig þeir eiga að vera búnir og hverju þeir eiga að geta þjónað. Í framhaldi lagði ég til í samgöngu- áætlun að mótuð yrði flugstefna um helstu þætti flugs með hagvöxt, flugtengingar og atvinnusköpun í forgrunni. Í flugstefnu er horft til lengri tíma og var stefnan sett á að fjölga hliðum inn til landsins, að dreifa ferðamönnum um landið og fjölga tækifærum til atvinnusköp- unar og ferðaþjónustu. Til að fylgja málinu eftir var skipaður vinnuhópur með fulltrúum tveggja ráðuneyta, Akureyr- arbæjar, Eyþings, ferðaþjónustu á Norðurlandi og Isavia. Hópnum var falið að gera tillögu um endurbætur á flugstöðinni til framtíðar, vinna greiningu á markaðssetningu á Norðurlandi sem áfangastað og gera kostnaðaráætlun um mögu- lega stækkun eða endurbætur. Nið- urstöður voru kynntar í mars 2020 og að lokinni fjármögnun flugstöðv- arinnar var Isavia falið að hefjast handa við að láta hanna flugstöðina og nú er komið að þessum ánægju- lega áfanga að taka fyrstu skóflu- stunguna. Ég óska íbúum á Norð- ur- og Austurlandi innilega til hamingju með áfangann og megi hann styrkja og efla svæðið til lengri tíma. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Stækkun flugstöðv- arinnar leggur grunn að öflugri ferða- þjónustu og býr til öflug tækifæri til að fjölga störfum á svæðinu og auka verðmætasköpun. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Akureyrarflugvöllur – millilandaflugstöð Nú stendur yfir al- mennt útboð á 25%- 35% hlut ríkisins í Ís- landsbanka. Fram er komið að þegar hafi áhugasamir skráð sig fyrir margföldum þeim hlut sem ætlunin er að selja. Þar er um að ræða þúsundir ein- staklinga auk lífeyr- issjóða og annarra fjár- festa bæði innlenda og erlenda. Salan mun því skila ríkissjóði allt að rúm- um 55 milljörðum króna. Þessi mikli áhugi er sérstakt fagn- aðarefni en kemur þó tæplega á óvart því fyrir nokkrum vikum var seldur stór hlutur í Síldarvinnslunni þar sem eftirspurn var mun meiri en framboð. Sama gerðist einnig á síðasta ári í hlutafjárútboði Ice- landair. Svo virðist sem almenningur og fjár- festar séu mjög áhuga- samir um að verða þátt- takendur í íslensku atvinnulífi. Þetta end- urspeglar að fólk og fyrirtæki hafa verið að greiða niður skuldir á undanförnum árum og að eigið fé heimila hefur aukist jafnt og þétt. Aukin þátttaka almenn- ings verður til þess að fólk fylgist betur með fyrirtækjunum og getur gripið tækifæri til að eignast hluti í skráðum félögum þegar þau gefast. Engin ástæða er til að efast um að fólk geri sér grein fyrir því að hluta- bréf geta bæði hækkað í verði og lækkað. Það er eðlilegt að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu í fjármálafyrir- tækjum. Landsbankinn er að mestu í eigu ríkissjóðs en eignin í Íslands- banka varð til í kjölfar hruns fjár- málakerfisins með samningum við kröfuhafa. Það var aldrei ætlunin að ríkið ætti hlutinn í Íslandsbanka til lengri tíma og nú virðist tímasetning sölunnar vera ákjósanleg þegar séð er fyrir endann á kórónuveiru- faraldrinum hér á landi og aukin bjartsýni ríkir um jákvæða þróun efnahagsmála á næstu misserum. Miðað við hve vel virðist takast til má búast við að ríkið haldi áfram að draga úr eign sinni í Íslandsbanka á næstu árum. Það er ekki eðlilegt að ríkið eigi og beri ábyrgð á tveimur af þremur stærstu bönkum á landinu. Fram undan eru miklar breytingar á fjármálaumhverfinu, samkeppni mun aukast, nýjar tæknilausnir munu ryðja sér til rúms og hraði breytinga aukast. Ríkið er ekki vel til þess fallið að leiða breytingar – tækifæri og áhættu – sem af þessu leiða. Annað er að efnahagssamdráttur og aðgerðir ríkisins undanfarið rúm- lega eitt ár hafa leitt til mikilla út- gjalda ríkissjóðs og aukinnar skuld- setningar. Mikilvægt er að draga úr skuldum og lækka vaxtabyrði rík- isins. Það er ákjósanlegt að selja eignir sem ekki tengjast beint kjarna starfseminnar sem við viljum að ríkið annist, þ.e. velferðarþjónustu, menntun, löggæslu og rekstur spítala og annarra mikilvægra innviða. Þannig gefst tækifæri til að styrkja frekar þá þætti þar sem úrbóta er þörf. Á Alþingi lýsti fjármála- og efna- hagsráðherra helstu markmiðum með sölu á eignarhlut í Íslandsbanka: „Að minnka áhættu ríkisins, að efla virka samkeppni, að hámarka end- urheimtur ríkissjóðs, að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma, að auka fjárfestingarmöguleika, að minnka skuldsetningu ríkisins.“ Allt virðist þetta ganga eftir. Það er vel. Risaskref í rétta átt Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson Halldór Benjamín Þorbergsson » Aukin þátttaka al- mennings verður til þess að fólk fylgist bet- ur með fyrirtækjunum og getur gripið tækifæri til að eignast hluti í skráðum félögum þegar þau gefast. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.