Morgunblaðið - 15.06.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 15.06.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar& sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Sláttutraktorar 40 ár á Íslandi Fyrir um 20 árum las ég bókina From Good To Great eftir Jim Collins um það hvernig fyrirtæki geta þróast úr því vera góð yfir í það að verða stórkostleg. Niðurstöður bók- arinnar byggðust á umfangsmiklum rannsóknum og komu töluvert á óvart á sín- um tíma. Áhugaverðasta niðurstaðan var sú að leiðtogar framúrskarandi fyrirtækja voru ólíkir þeim sem fram að þeim tíma voru taldir sterk- ir leiðtogar. Eldri hugmyndir fólu í sér að leiðtogi ætti að vera ákveðinn og helst karlmannlegur, jafnvel þó að viðkomandi væri kona. Af honum ætti að gusta. Ef hann kæmi inn í sal fullan af fólki ætti ekki að fara fram hjá nokkrum manni að hann væri mættur og best væri ef þögn slægi á hópinn svo að hann gæti örugglega látið ljós sitt skína. Ekki væri ólíklegt að hann talaði hæst og meira en hann hlustaði. Tæki pláss. En rannsókn Collins sýndi að hefðbundnir leiðtogar voru ekki þeir sem náðu mestum árangri. Þvert á móti væru farsælustu leið- togarnir auðmjúkir og jafnvel feimnir. Þeir hefðu mikinn metnað, en ekki endilega fyrir sig sjálfa heldur fyrir verkefnin sem þeir ynnu að. Þeir sæktust ekki eftir sviðsljósinu og hefðu tilhneigingu til að þakka samstarfs- fólki eða utanaðkom- andi þáttum fyrir ár- angurinn en ekki sjálfum sér. Þó að þeir væru viðkunnanlegir og veittu innblástur tækju þeir ekki allt súrefnið í herberginu líkt og gamaldags leið- togar gerðu. Sömu lögmál eiga við um leiðtoga í at- vinnulífi og stjórn- málum en á sínum tíma þegar ég las bók- ina fannst mér ekki margir Íslend- ingar falla undir þessar nýju hug- myndir um leiðtoga. Síðustu árin hafa hins vegar stigið fram ein- staklingar sem hafa sýnt þessa eft- irtektarverðu eiginleika sem Collins lýsti. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, er í þeim hópi. Önnur kona er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, sem gefur nú kost á sér í fyrsta sæti á lista í Norðvest- urkjördæmi. Með yfirvegun og seiglu hefur Þórdís leitt ráðuneyti ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar. Hún skilur mikilvægi starfa fyrir venjulegt fólk. Með kjarki og útsjónarsemi hefur hún haft forystu um opnun landsins fyrir ferðamönnum utan Schengen. Þúsundir starfa hafa skapast á örfáum vikum. Með fram- sýni hefur hún sett nýsköpun á odd- inn og sýnt að hún áttar sig á mik- ilvægi einstaklingsframtaksins, menntunar og vísinda á því sviði. Þórdís var smástelpa þegar ég vissi af henni fyrst. Faðir hennar vann með föður mínum í Járn- blendifélaginu á Grundartanga og móðir hennar vann með móður minni á sjúkrahúsinu á Akranesi. Ég fylgdist með henni úr fjarlægð taka sín fyrstu skref inn í stjórn- málin. Ég hlustaði á hana lýsa sér sem venjulegri stelpu af Skaganum. Þrátt fyrir að vera orðin ráðherra og varaformaður stærsta stjórn- málaflokks landsins er hún enn hún sjálf. Hrein og bein. Engir stjörnu- stælar. Engin mannalæti. Hún þor- ir að spyrja, hlusta og leita ráða. Hún þorir að láta sig dreyma um að Ísland sé ekki bara gott land heldur stórkostlegt. Hún er reiðubúin að leggja allt undir til að svo megi verða. Allt þetta gerir þessa venju- legu stelpu að óvenjulegum leið- toga. Ég hvet fólk til að veita Þórdísi Kolbrúnu brautargengi í fyrsta sæt- ið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og taka þátt í að velja leiðtoga til framtíðar. Eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur »Hún þorir að látasig dreyma um að Ísland sé ekki bara gott land heldur stór- kostlegt. Hún er reiðubúin að leggja allt undir til að svo megi verða. Ásdís Halla Bragadóttir Höfundur starfar við stjórnun og ritstörf. Venjuleg stelpa – óvenjulegur leiðtogi Þessi grein er svar við grein sem birtist í Morg- unblaðinu hinn 9. júní sem meirihlutinn í Ár- borg skrifaði undir yf- irskriftinni: Tölum um staðreyndir og förum rétt með! Rökstuðningur þeirra er alveg með ólíkindum og varla svara verður enda fór minnihlutinn með rétt mál í grein sinni hvað rekst- urinn á A-hlutanum varðar. Núverandi meirihluti samþykkti þennan ársreikn- ing 12. maí síðastliðinn og hann varð til í þeirra óstjórn og stjórnleysi. Eins og glöggt má sjá í ársreikn- ingnum hefur meirihlutinn ekki gætt hófs í fjárhagslegum skuldbindingum sínum enda höfum við bent á þetta allan tímann með skrifum í blöð og bókunum á bæjarstjórnarfundum við lítinn orðstír. Allar tölur sem um ræðir eru teknar upp úr ársreikningnum og það er óskilj- anlegt að nefna það í greininni að við för- um með rangt mál þegar einungis er um staðreyndir að ræða. Í svari þeirra var ekkert minnst á það sem skiptir máli hvað ársreikninginn varðar. Markmiðið var aðeins að sverta okkar málflutning með rógburði og dónaskap, sem er sú háttsemi sem meirihlutinn hefur sýnt af sér allt kjörtímabilið. Þau tala síðan um virðingu og vinsemd, að við séum að þyrla upp ryki með þessum skrifum okkar. Að upplýsingar okkar til íbúa Árborgar séu rangar og villandi. En til að fólk átti sig á stöðunni, þá er hún í raun mjög slæm. Staðreyndirnar tala sínu máli ef farið er inn á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar og umræddur árs- reikningur skoðaður. Þar sést svart á hvítu hver fer með lygi og gefur rangar og villandi upplýsingar til íbúa í þessu máli. Íbúar Árborgar verða að skilja að það er ekki hægt að skuldsetja sveitarfélagið endalaust, fyrr eða síðar kemur að skuldadögum. Það þarf að borga óráðsíuna sem hefur einkennt þennan meirihluta allt kjörtímabilið, við sjálfstæðismenn þekkjum það. Þessi staða er verri núna en þegar við tókum við árið 2010 með skuldahlutfallið 206% og sveitarfélagið á gjörgæslu eft- irlitsnefndar sveitarfélaga. Ef notaðir væru sömu útreikningar nú væri skuldahlutfallið orðið enn hærra. Það stefnir allt í að skerða þurfi þjónustu og hækka fasteignagjöld og útsvar. Er þetta það sem fólk vill? Það held ég ekki. Ps: Staðan á fjögurra mánaða upp- gjöri bæjarsjóðs sýnir 1.030 miljónir í rekstrarhalla á A-hluta, sem þýðir að lántökur eru óhjákvæmilegar til að fjár- magna hallann. Þetta með staðreyndirnar Eftir Gunnar Egilsson Gunnar Egilsson »Markmiðið var aðeins að sverta okkar mál- flutning með rógburði og dónaskap. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti sjálfstæðismanna í Árborg. gunni@icecool.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.