Morgunblaðið - 15.06.2021, Side 18

Morgunblaðið - 15.06.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 ✝ Halldór Ingi Andrésson fæddist á Selfossi 22. apríl 1954. Hann lést á líknardeild Landspítalans þann 4. júní 2021. Foreldrar hans voru þau Andrés Hallmundarson húsasmiður frá Brú í Stokkseyr- arhreppi, f. 26.8. 1915, d. 6.4. 1994, og Aðalheiður Guðrún Elíasdóttir, fædd í Haga í Sandvíkurhreppi 2.10. 1922, d. 8.2. 2000. Halldór var næstyngstur átta systkina. Hin eru Gunnar, f. 1939, Ragnar Þór, f. 1941, Ágústa Ingibjörg, f. 1942, Guð- björg, f. 1944, Hallmundur, f. 1946, d. 2012, Jóakim Tryggvi, f. 1949, d. 2020, Hafsteinn, f. 1958. Þann 31.12. 1975 kvæntist Halldór eiginkonu sinni, Hafdísi Ósk Kolbeinsdóttur fjár- málastjóra, fæddri á Siglufirði arnes þar sem hann bjó til ævi- loka. Halldór stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk síðar námi við löggildingu fasteignasala hjá Háskóla Ís- lands. Halldór var alla tíð mikill tónlistarspekingur. Árið 1975 fór hann að skrifa um tónlist, fyrst í Þjóðviljann, síðan Vísi, Vikuna og í Morgunblaðið. Samhliða skrifum vann Halldór við bók- hald hjá Eimskipafélagi Íslands. Árið 1981 gerðist hann útgáfu- stjóri hjá Fálkanum. Árið 1983 opnaði Halldór Plötubúðina á Laugaveginum sem hann rak til ársins 1996. Eftir það vann hann sem verslunarstjóri hjá Japis og Virgin Megastore í Kringlunni. Halldór var umsjónarmaður þáttarins Plötuskápsins á RÚV og hélt úti vefsíðunni Plötudóm- um þar sem hann skrifaði um bæði plötur og tónlist. Þá var Halldór formaður unglingaráðs handboltadeildar Gróttu um ára- bil. Síðustu árin starfaði Halldór sem löggiltur fasteignasali og opnaði að lokum sína eigin fast- eignasölu, Fasteignaland. Halldór verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, 15. júní 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. 5.3. 1957. Foreldrar hennar voru Kol- beinn Friðbjarn- arson og Guðný Þorvaldsdóttir. Dóttir Halldórs og Hafdísar er Anna María Halldórs- dóttir, f. 1985, gift Ólafi Páli Johnson, f. 1985. Þau eiga tvö börn, Ólaf Hrafn, f. 2013, og Halldóru Guðrúnu, f. 2017. Fyrir átti Haf- dís dótturina Guðnýju Þorsteins- dóttur, f. 1973, gifta Friðriki Magnússyni. Þau eiga tvö börn, Kolbein Inga, f. 2002, og Eydísi Magneu, f. 2005. Fyrir átti Guðný soninn Friðbert Þór Ólafsson, f. 1994. Fyrstu æviárin bjó Halldór með foreldrum sínum og systk- inum á Lambastöðum í Árnes- sýslu og á Selfossi. Árið 1960 fluttist fjölskyldan til Reykjavík- ur þar sem hann bjó til ársins 1987 en þá flutti hann á Seltjarn- Stjörnurnar eru eitthvað öðru- vísi í dag, því þú ert farinn elsku pabbi. Farinn til hinna spekinganna. Síðustu árin voru þér erfið svo hugurinn leitar til betri tíma þegar gleði og kraftur voru ráð- andi. Þakka þér fyrir öll árin, alla dagana, allar mínúturnar sem þú gafst okkur litlu stelpunum þín- um. Þakka þér fyrir öll mix-teipin sem kenndu okkur að elska fjöl- breytta tónlist. Þakka þér fyrir öll ráðin og aðstoðina við þau margvíslegu verkefni sem lífið hefur skellt á okkur. Þakka þér fyrir umhyggjuna, hlýjuna og þá miklu trú sem þú hafðir alltaf á okkur. Við erum ævinlega undir þín- um áhrifum og þú verður ætíð í okkar hjarta. Þínar ástkæru dætur Guðný og Anna María. Halldór, tengdapabbi minn, hafði hlýja nærveru, var nánast yfirnáttúrulega fróður um tónlist og með eindæmum handlaginn. Ég var aðeins unglingur þegar ég kom inn í fjölskylduna. Ég hef alltaf trúað því að honum hafi bara litist ágætlega á unga KR- strákinn sem mætti heim til hans einn daginn að hitta Önnu Maríu, dótturina sem hann sá ekki sól- ina fyrir allt sitt líf. Enda var Halldór yfirlýstur KR-ingur, þótt hann hafi einnig unnið ótrú- lega gott starf með handbolta- deildina í Gróttu. Ég hef mjög gaman af því að sjá myndir úr gömlu Plötubúðinni, þar stendur Halldór vaktina og á flestum myndum hefur hann KR-trefil eða KR-derhúfu. Oft hef ég hugsað um þessa Plötubúð þegar ég sat og var að stelast til að hlusta á einhverja tónlist hjá honum, að geta búið til fyrirtæki sjálfur og unnið við áhugamálið sitt og uppáhaldsiðju í áratugi. Virðing. Seinni ár, eftir að við Anna María fórum að búa, mætti hann ósjaldan að redda einhverju fyr- ir okkur. Ekkert verkefni var of lítið eða of stórt fyrir smíða- töskuna. Fyrir alla hjálpina er- um við einkar þakklát. En nú er hann horfinn á braut, elsku kallinn. Erfið veik- indi tóku á og síðan kom friðsæl hvíldin. Engar áhyggjur samt, engin mun gleyma, við munum spila Bítlana fyrir börnin og segja þeim fallegar sögur um afa Hall- dór. Blessuð sé minning góðs manns. Bið að heilsa Bowie. Ólafur Páll Johnson. Með fáeinum orðum langar okkur að kveðja og minnast Halldórs Inga, mágs og svila okkar sem nú hefur horfið frá okkur eftir erfið veikindi, veik- indi sem hann tókst á við af æðruleysi. Í þau skipti sem við hittum hann eftir að hann veikt- ist kvartaði hann aldrei og ekk- ert annað var í stöðunni en að takast á við veikindin og hafa betur. Því miður fór ekki svo. Halldór Ingi var frábær mað- ur og reyndist okkur og börnum okkar vel. Hann var alltaf tilbú- inn til að liðsinna okkur lands- byggðarfólkinu þegar við áttum leið á mölina eða börnin okkar þurftu að erindast suður á íþróttamót eða íþróttaæfingar. Hann tók að sér að sækja og skutla. Þegar frúin var að koma suður til að fara í staðlotur í kennaranámi var oftar en ekki leitað hælis hjá Hafdísi og Hall- dóri. Alltaf var hún meira en velkomin og alltaf sjálfsagt að skutlast með frúna fram og til baka í borginni. Þetta voru góð- ir tímar og gaman að dvelja hjá þeim og kynnast og spjalla um heima og geyma. Allt í einu var Halldór Ingi sjálfur orðinn námsmaður, í námi til löggildingar fasteigna- sala og tók hann það nám af festu og ákveðni, „all in“ eins og með allt sem hann gerði. Tónlistin var stór hluti af lífi Halldórs og hjarta hans líka og það fór ekkert á milli mála. Plötubúðin og plötusafnið hans lék stórt hlutverk í lífi hans og einlæg ást á tónlistinni og tón- listarmönnum sem var honum mikils virði. Þá var gaman að fylgjast með áhuga og vinnu hans í kringum handboltann á þeim tíma sem Anna María var að æfa handbolta og okkar börn að æfa fótbolta, þar var kominn enn einn sameiginlegi snertiflöt- ur okkar sem var vinna að íþróttaiðkun barna. Í samtölum við Halldór Inga og samveru skein alltaf í gegn hve stoltur hann var af dætrum sínum og barnabörnum. Nú kveðjum við góðan mann, hluta af fjölskyldu okkar. Við munum sakna hans og hugsum um hann með hlýhug og virð- ingu. Elsku Hafdís, Guðný og Anna María, þið hafið misst mikið. Hjarta okkar og hugur er með ykkur og fjölskyldum ykkar. Fyrsta og síðasta erindi texta við lagið Kveðja eftir Bubba Morthens eiga vel við að lokum í þessari stuttu kveðju okkar til Halldórs Inga. Elsku Halldór Ingi, takk fyrir samfylgdina, vináttuna og ómet- anlegar samverustundir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. Ríkey Sigurbjörnsdóttir og Hafþór Ari Kolbeinsson. Við vorum svo heppnar að fá að kynnast Halldóri, pabba Önnu Maríu vinkonu okkar, mjög vel í gegnum handboltann. Það er er gömul saga og ný að íþróttir eru frábær vettvangur til þess að eignast vini fyrir lífstíð. Það sem íþróttirnar geta líka gefið manni er að maður nær að kynnast for- eldrum vina sinna betur en ella. Halldór var sér á báti hvað þetta varðar enda var hann vakinn og sofinn yfir því að við hefðum allt sem við þurftum til að blómstra innan vallar sem utan. Halldór var formaður ungling- aráðs handknattleiksdeildar Gróttu um árabil og brann fyrir handboltastarfið í Gróttu. Öll börn á Seltjarnarnesi og í Vest- urbænum nutu góðs af elju hans og það var eftir því tekið hvað starfinu var vel stýrt í hans for- mannstíð. Grótta hlaut hinn eft- irsóknaverða Unglingabikar HSÍ fyrir framúrskarandi barna- og unglingastarf. Halldór vildi allt fyrir okkur gera og var mættur á alla leikina sem við spiluðum, hvort sem það var í Reykjavík, á Akureyri eða á Spáni. Halldór lifði sig inn í leik- inn og kom sér yfirleitt fyrir ein- hvers staðar þar sem hann gat gengið fram og til baka með krosslagðar hendur og látið í sér heyra ef það var eitthvað sem honum fann ósanngjarnt. Halldór var sjálfvalinn farar- stjóri með liðinu, hvort sem hann var að keyra rútuna eða hlaða næringu í okkur í hálfleik. Minn- ing okkar um hann að keyra langferðabíl norður á Akureyri um hávetur gleymist seint, sér í lagi þar sem seinna kom í ljós að hann var nánast náttblindur en hann lét það ekki stoppa sig í því að keyra okkur á áfangastað. Þar má einnig nefna ferðirnar á Gra- nollers á Spáni þar sem hann sá vel um liðið ásamt góðum hópi foreldra og kom okkur örugglega á næsta Telepizza-stað þar sem að maturinn í íþróttahöllinni var nánast óætur. Alltaf að hugsa um okkar velferð. Utan vallar verður hans einnig minnst sem mikils unnanda tón- listar sem hélt dóttur sinni og vinkonum hennar alltaf vel upp- lýstum um nýjustu stefnur og strauma í tónlist hverju sinni. Það sem við vinkonurnar munum sérstaklega vel eftir var um- hyggja hans fyrir Önnu Maríu í einu og öllu – hann sá ekki sólina fyrir henni og gerði allt fyrir hana sem í hans valdi stóð. Elsku Anna María, Hafdís, Guðný og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur og minning um yndislegan mann lifir um ókomna tíð. Anna Úrsúla, Eva Margrét, Gerður, Hera og Kristín (Stína). Tónlist hefur fylgt mönnunum frá því þeir gengu hálfbognir út úr hellunum fyrir einhverjum ár- þúsundum síðan. Sem sagt allt frá því að fyrsti maðurinn söng fyrir tilviljun la la la. Hvort sem tímabil hét stein- öld, bronsöld eða járnöld þá sungu menn og slógu taktinn. Tónlistin er mörg þúsund ára gömul en samt er hún ný. Alltaf fæðast laglínur og tónar og hljóð sem kalla má músík. Við höfum lært að njóta tón- listar og einnig að nýta okkur hana. Við spilum rokk, diskó eða valsa þegar við viljum dansa. Þegar við viljum rifja upp gömul kynni þá setjum við tónlistina á sem við ólumst upp með. Þegar við erum sorgmædd spilum við þannig tónlist. Slík tónlist á við í dag því Halldór Ingi Andrésson er borinn til grafar. Á morgun getum við spil- að allt rokkið, bítlið og allt það sem hann kenndi okkur að hlusta á með tilfinningu. Ég sakna hans og mun hlusta á tónlist sem við hlustuðum svo oft á í Plötubúð- inni á Laugaveginum. Ég votta eiginkonu hans og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Í Guðs friði. Guðni Már Henningsson. Halldór Ingi, Dóri, var bæði ljúfmenni og góðmenni og sannur vinur vina sinna. Þeir voru marg- ir. Dóra kynntist ég í Menntaskól- anum í Reykjavík. Þeir Skúli bróðir minn urðu góðir vinir. Áhugi á tónlistinni sem var í gerj- un á sjöunda og áttunda áratug- unum tengdi okkur. Dóri var í far- arbroddi á þeim vettvangi vegna áhuga, en ég þiggjandi við fótskör meistarans sem fylgdist óhemju- vel með og benti á það nýjasta og ferskasta sem var að gerast. Þeir Dóri fluttu til landsins plötur meistara Dylans og Roll- ing Stones svo fátt sé nefnt, fá- gætar upptökur ómetanlegar áhugamönnum um rokk, blús og þjóðlagatónlist. Þannig tókst að tengjast heiminum utan Íslands. Lítið var um utanlandsferðir á tónleika á þessum árum. Dýr- mæt vinátta tókst og tónlistar- áhugi Dóra þroskaðist sem trauðla varð fylgt. Þegar Dóri tók að skrifa um „popptónlist“ fyrir Þjóðviljann sáluga fékk hann mig einstaka sinnum í lið með sér til þess að taka ljósmyndir af viðmælendum eða flytjendum. Minnisstætt er þegar við heimsóttum Einar Vil- berg og Dóri tók við hann gott viðtal. Smám saman réð tónlistin meiru en skólinn og fyrir það megum við mörg þakka. Árið 1983 stofnaði hann Plötubúðina á Laugavegi. Sú varð fljótlega mjög vinsæl hjá áhugamönnum um tónlist og Dóri sá um að panta fágætar plötur, sem ekki fengust annars staðar. Að lokn- um löngum rekstri hóf hann störf fyrir Fálkann hljómplötuút- gáfu, síðar Japis og Virgin Meg- astore. Hann var sífellt vakandi yfir því sem viðskiptavinirnir kunnu að meta og leiðbeindi um áhugaverða tónlist, nýja lista- menn og efni þeirra sem voru þegar á „skrá“ hjá mér og fleir- um. Líkt og oft gerist skilur leiðir, en vinátta heldur. Eftir nærri tveggja áratuga dvöl á Vestfjörð- um hittumst við oftar. Dóri ákvað að breyta til og hóf störf á fasteignasölu og lauk svo námi til löggildingar fasteignasala. Hann stofnaði sína eigin fasteignasölu, Fasteignaland. Á þeim vettvangi reyndist hann farsæll líkt og í öðrum störfum. Okkur hjónum reyndist Dóri vel þegar við flutt- um frá Selfossi til Keflavíkur og tókst að selja þegar þungt var fyrir fæti. Hann reyndist góð stoð og stytta í verkfalli lögfræð- inga hjá sýslumanni á höfuð- borgarsvæðinu þegar engu varð þinglýst um langt skeið og marg- ir lentu í vandræðum. En hann skildi aldrei við tónlistina og hélt úti þættinum Plötuskápnum á Ríkisútvarpinu og ritaði plötu- dóma á netinu. Dóri var fjölskyldumaður sem lét sér annt um eiginkonu og dætur. Sá þáttur í fari hans var eftirtektarverður og til eftir- breytni. Nú er komið að leiðar- lokum kæri vinur. Umræður um tónlist og lífsins gang verða ekki teknar upp að sinni, því miður. Ég þakka fyrir afar góð kynni og vináttu og harma að svo skuli standa á að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn. Ég skila góðum kveðjum frá Þórdísi, eiginkonu minni, og bræðrum mínum, Skúla í Bandaríkjunum og Hjálmari. Hafdísi, dætrunum Guðnýju og Önnu Maríu og fjölskyldum þeirra og aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Góður drengur genginn er. Blessuð sé minning Halldórs Inga Andrés- sonar. Hans er saknað. Ólafur Helgi Kjartansson. Halldór Ingi Andrésson ✝ Ingólfur Árna- son viðskipta- fræðingur var fæddur 20. nóv- ember 1940 á Ísa- firði, hann lést á heimili sínu 22. maí 2021. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. Ingólfur var son- ur hjónanna Mag- nýjar Kristjáns- dóttur, f. 1910, d. 1968 og Árna Ingólfssonar, f. 1902, d. 1992. Eldri systir Ingólfs var Vigdís, fædd 21. nóv. 1935, hún lést í Kaliforníu 30. jan. 2020. Yngri systir hans er Jóhanna, fædd 11. apríl 1945. Þegar Ingólfur fæddist var Árni faðir hans skipstjóri á tog- ara sem gerður var út frá Ísafirði og bjó fjölskyldan tímabundið fyrir vestan vegna starfa hans. Ingólfur ólst upp í Reykjavík, í stóru húsi sem fjölskyldan reisti á Hringbraut 79 sem í dag heitir Snorrabraut. Ingólfur gekk í Menntaskólann, tók stúdentspróf og lauk cand. oecon-prófi frá Há- skóla Íslands 1966. Ingólfur kvæntist Margréti Ingvarsdóttur flugfreyju 21. nóv. 1964 og hófu þau búskap sinn í kjallaranum hjá tengdaforeldr- unum á Ásvallagötu 81. Þau eignuðust tvær dætur: 1) Hrefna, fædd 29. ágúst 1965, sviðsstjóri hjá Póst- og fjarskipta- stofnun, hún er í sambúð með Auðuni Pálssyni húsasmíða- meistara. Hrefna á eina dóttur frá fyrra hjónabandi, Margréti Gísladóttur, M.Sc. í við- skiptafræði, f. 1995. 2) Erna Vigdís, fædd 28. mars 1971, gift Kjartani Ísaki Guð- mundssyni, viðskiptafræðingi og löggiltum fasteignasala. Þau eiga þau tvö börn, Margréti há- skólanema, f. 1995 og Ingólf, f. 2002. Ingólfur hóf að námi loknu störf hjá fjölskyldufyrirtækinu Vald. Poulsen hf. við hlið tengda- föður síns. Hann var fram- kvæmdastjóri þess þar til fyrir- tækið var selt til nýrra eigenda árið 2001. Þá hófst nýr kafli í líf- inu og áttu þau hjónin mörg góð ár saman eftir það og dvöldu langdvölum í Flórída. Heilsa Ing- ólfs fór að gefa sig hin síðari ár en hann naut einstakrar umönn- unar heima fyrir þar sem hann dvaldi þar til yfir lauk. Borinn var til grafar 3. júní góður vinur okkar hjóna, golf- félagi og frímúrarabróðir, Ing- ólfur Árnason. Með trega og söknuði kveðjum við Ingólf, sem var einstakt ljúfmenni og for- réttindi að eiga hann sem vin. Undanfarið, alltof langan tíma, barðist hann hetjulega við þann illvíga sjúkdóm sem að lokum hafði yfirhöndina. Ég minnist þess er ég sá Ing- ólf fyrst, sem var að mig minnir árið 1964. Ég vann við afgreiðslu í byggingarvöruverslun á Hverf- isgötu en hann í Poulsen á Klapparstig. Sá ég honum bregða fyrir þar sem hann var að sinna vinnu sinni, en ég kynntist honum ekki fyrr en löngu síðar. Við höfðum báðir mikinn áhuga á golfíþróttinni og stund- uðum golf bæði hér heima og eins á Flórída, þar sem við höfð- um vetursetu í allmörg ár, skammt hvor frá öðrum. Eigin- konur okkar urðu miklir vinir og áttum við margar ánægjulegar stundir saman. Við það að fara í myndasafnið vakna ýmsar minn- ingar. Minnumst við sérstaklega ferðar sem við fórum frá Or- lando til New Orleans, sem var einstaklega skemmtileg ferð. Þá var ferð til St. Augustine sér- staklega minnisstæð því jóla- skrautið var komið upp og allur bærinn upplýstur í jólaljósum. Ferðir til Miami og Fort Myers voru einnig mjög ánægjulegar. Á þessari stundu er okkur hjónum efst í huga þakklæti fyr- ir að hafa orðið samferða Ingólfi og notið vináttu hans. Færum við Margréti, Hrefnu, Ernu og öðrum ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur. Bjarnþór Aðalsteinsson og Ingibjörg Bernhöft. Ingólfur Árnason Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, SIGRÍÐUR SJÖFN GUÐBJARTSDÓTTIR frá Melshúsum í Hafnarfirði, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 11. júní. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 23. júní klukkan 13. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Magni Kristjánsson Kristján Magnason Lilja Jóna Halldórsdóttir Bryndís Magnadóttir Magnús Blöndal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.