Morgunblaðið - 15.06.2021, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021
„ENGAR ÁHYGGJUR, ÞAÐ ER EKKI
SKRÍMSLI Í SKÁPNUM ÞÍNUM. ÞETTA
VAR ALLT ÍMYNDUN Í MÉR.“
„FARÐU AÐ SOFA!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að skera jólasteikina.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
EKKI SVO ÉG
MUNI
ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA
ERFITT AÐ VERA HUNDUR
HANN SKELLTI BÍL-
HURÐINNI Á SKOTTIÐ
SJÓÐIR KONUNGSRÍKISINS
ERU AÐ TÆMAST! FINNIÐ
LEIÐIR TIL AÐ AUKA
SKATTHEIMTU!
SEKT?
VEISTU
HVERSU
HRATT ÞÚ
BORÐAÐIR?
er uppalin og eitilharður stuðnings-
maður Manchester United og Þórs á
Akureyri og núna einnig Bliki eftir
tæplega tveggja áratuga búsetu í
Kópavogi. Ég horfi á enska boltann í
hverri viku og 2019 fórum við fjöl-
skyldan í pílagrímsferð til Man-
chester til að sjá liðið okkar.“
Fjölskylda
Eiginmaður Rakelar er Ragnar
Santos, dagskrárgerðarmaður og
framleiðandi á RÚV, f. 15.7. 1972, en
þau búa í Kópavogi. Móðir Ragnars
er Guðbjörg Stefanía Sveinsdóttir
verkakona, f. 8.10. 1953, búsett í
Kópavogi.
Börn Rakelar og Ragnars eru 1)
Sölvi Santos, f. 22.10. 2003; 2) Elsa
Santos, f. 30.9. 2008; 3) Alex Viðar
Santos, f. 20.7.1993, stjúpsonur Rak-
elar, Alex Viðar, er verkfræðingur í
Kópavogi og kvæntur Hildi Hlíf Sig-
urkarlsdóttur, f. 20.6. 1993, fé-
lagsráðgjafa og eiga þau börnin Eið
Anda, f. 13.8. 2018 og Heklu Rún, f.
28.8. 2020.
Systkini Rakelar eru Ólafur Árni
Þorbergsson, f. 27.6. 1968, sjómaður
á Sauðárkróki; Berglind Jóhann-
esdóttir, f. 21.1. 1980, flugmaður
Reykjavík; Thelma Þorbergsdóttir,
f. 10.12. 1981, félagsráðgjafi í Hafn-
arfirði, og Signý Jóhannesdóttir, f.
12.7. 1988, starfsmaður CCP í
Reykjavík.
Foreldrar Rakelar eru Elsa
Björnsdóttir, f. 9.2. 1951, saumakona
í Reykjavík, og Þorbergur Ólafsson,
f. 25.1. 1951, d. 17.11. 2012, athafna-
maður í Reykjavík. Þau skildu. Fóst-
urfaðir Rakelar er Jóhannes Magn-
ússon, f. 13.9. 1954, húsamálari í
Reykjavík.
Rakel Þorbergsdóttir
Soffía Gunnlaugsdóttir
húsfreyja á Grund og víðar í Eyjafirði
Þorbergur Arngrímsson
bóndi á Grund og víðar í
Eyjafirði
Ólafur Jónas Þorbergsson
frá Grund í Eyjafirði, rútubílstjóri
og eigandi Hópferða
Dýrleif Jónsdóttir Melstað
frá Hallgilsstöðum í Hörgársveit, starfsmaður
Gefjunar og Sútunar við Glerá o.fl.
Þorbergur Ólafsson
frá Akureyri, kaupmaður
og blaðaútgefandi
Albína Pétursdóttir
húsfreyja á Hallgilsstöðum
í Hörgárdal
Jón Stefánsson Melstað
bóndi á Hallgilsstöðum í Hörgársveit
Kristbjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Brekku í Glerárþorpi
Ólafur Jakobsson
sjómaður og netagerðarmaður
í Brekku í Glerárþorpi
Sigríður Ólafsdóttir
Húsfreyja í Brekku í Glerárþorpi
Björn Hallgrímsson
trésmíðameistari og stýrimaður í Brekku í Glerárþorpi
Stefanía Kristveig
Jónatansdóttir
vinnu- og húskona
úr S-Þingeyjarsýslu
Hallgrímur Kristinn Björnsson
vinnumaður og sjómaður frá Laufási í Eyjafirði
Úr frændgarði Rakelar Þorbergsdóttur
Elsa Björnsdóttir
saumakona frá Akureyri,
býr í Vesturbæ Reykjavíkur
Ármann Þorgrímsson segir fráþví á Boðnarmiði að hann hafi
horft út um stofugluggann á laug-
ardag 12. júní:
Enn er vetur úti að sjá
andar drottinn köldu
hélugrátt er heiðum á
hvítur faldur öldu.
Kristján H. Theódórsson hugar
að veðrinu:
Kannski vorið komi senn,
þó kalt sé upp við Strýtu.
Vegir flestir færir enn,
þó fjöllin skarti hvítu.
Á laugardag orti Friðrik Stein-
grímsson:
Það er engin þurrkatíð
þræsings norðankuldafjandi,
sólin skín en samt er hríð,
svona er að búa á þessu landi.
Magnús Halldórsson segir kæru-
leysi veðurstofufólks algjört. Mjög
hvasst hafi verið víða á laugardags-
kvöld og hjólhýsi fokið af vegum.
Engin veðurviðvörun var í gildi:
Snarist fólk til Snæfellsness
og snúist hann í rokið,
má ekki gleyma að geta þess
að geti sitthvað fokið.
Ólafur Stefánsson skrifar: „Það
er ekki andskotalaust að fylgjast
með tækninni og framþróuninni.
Nú er það ljósleiðarinn sem á að
bjarga sveitunum. Ekki seinna
vænna svo þær fari ekki í eyði“:
Í tæknimálum telst ég galinn,
og tækur nærri á Klepp,
því ljós í röri þeir lögðu í dalinn,
og leiddu um allan hrepp.
Jón Atli Játvarðsson segir að nýr
verktaki í keyrslu hjá Strætó bs.
neiti alfarið að taka krók að Laug-
um í Reykjadal. Vísan sé ættuð úr
svarfærslu.
Margur liggur fyrir flatur,
fáir skilja ráðahag.
Verktakinn er lúði latur
og lítur aldrei glaðan dag.
Í Skruddu Ragnars Ásgeirssonar
segir frá því að hreppstjóri nokkur
reið á hvalfjöru en sóknarprestur
slóst í för með honum. Nokkru síð-
ar barst þessi vísa um sveitina:
Rataði hann rétta leið
þó rigning væri og þoka.
Hreppstjórinn úr hlaði reið,
hafði með sér poka.
Gamall húsgangur að lokum:
Golíat var geysihár,
gildur eftir vonum.
Davíð var í vexti smár,
vann hann þó á honum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Enn er vetur og veður-
stofufólk kærulaust