Morgunblaðið - 15.06.2021, Side 26

Morgunblaðið - 15.06.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 Pepsi Max-deild karla Leiknir R. – KR........................................ 0:2 Staðan: Víkingur R. 8 5 3 0 14:6 18 Valur 8 5 2 1 14:9 17 KR 8 4 2 2 14:9 14 KA 6 4 1 1 11:3 13 Breiðablik 7 4 1 2 16:10 13 FH 7 3 1 3 12:9 10 Leiknir R. 8 2 2 4 9:12 8 Fylkir 8 1 4 3 10:15 7 HK 7 1 3 3 9:13 6 Stjarnan 8 1 3 4 5:12 6 ÍA 7 1 2 4 8:15 5 Keflavík 6 1 0 5 6:15 3 Lengjudeild karla ÍBV – Þór .................................................. 2:1 Staðan: Fram 6 6 0 0 19:3 18 Fjölnir 6 4 1 1 10:5 13 Grindavík 6 4 0 2 11:11 12 Kórdrengir 6 3 2 1 11:9 11 ÍBV 6 3 1 2 12:8 10 Vestri 6 3 0 3 10:14 9 Grótta 6 2 2 2 15:11 8 Þór 6 2 1 3 13:14 7 Afturelding 6 1 2 3 10:13 5 Þróttur R. 6 1 1 4 10:14 4 Selfoss 6 1 1 4 7:15 4 Víkingur Ó. 6 0 1 5 7:18 1 EM karla 2021 D-RIÐILL: Skotland – Tékkland ................................ 0:2 Staðan: Tékkland 1 1 0 0 2:0 3 England 1 1 0 0 1:0 3 Króatía 1 0 0 1 0:1 0 Skotland 1 0 0 1 0:2 0 E-RIÐILL: Pólland – Slóvakía .................................... 1:2 Spánn – Svíþjóð ........................................ 0:0 Staðan: Slóvakía 1 1 0 0 2:1 3 Spánn 1 0 1 0 0:0 1 Svíþjóð 1 0 1 0 0:0 1 Pólland 1 0 0 1 1:2 0 Leikir í dag: F: Ungverjaland – Portúgal ..................... 16 F: Frakkland – Þýskaland........................ 19 Ameríkubikarinn Brasilía – Venesúela................................. 3:0 Kólumbía – Ekvador ................................ 1:0 Vináttulandsleikir kvenna Bandaríkin – Jamaíka.............................. 4:0 Portúgal – Nígería ................................... 3:3 Tékkland – Pólland .................................. 0:5 Austurríki – Ítalía .................................... 2:3 Finnland – Rússland ................................ 0:1 Ungverjaland – Serbía............................. 2:3 Slóvakía – Rúmenía.................................. 3:1 Brasilía – Kanada ..................................... 0:0 Noregur Stabæk – Tromsö..................................... 0:3 - Adam Örn Arnarson kom inn á sem varamaður á 43. mínútu hjá Tromsö. Staða efstu liða: Bodø/Glimt 7 5 1 1 13:4 16 Kristiansund 7 5 0 2 7:5 15 Molde 7 4 2 1 17:9 14 Rosenborg 8 4 2 2 20:13 14 Viking 7 4 0 3 14:14 12 Vålerenga 7 3 2 2 13:11 11 Tromsø 7 2 2 3 9:12 8 Strømsgodset 5 2 1 2 6:7 7 Sarpsborg 5 1 3 1 3:2 6 >;(//24)3;( Sviss Annar úrslitaleikur: Kadetten – Pfadi Winterthur............. 28:33 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. _ Staðan er 2:0 fyrir Pfadi Winterthur. E(;R&:=/D Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, undanúrslit: Denver – Phoenix ............................. 118:125 _ Phoenix sigraði 4:0 og mætir Utah Jazz eða LA Clippers í úrslitum Vesturdeildar. >73G,&:=/D HANDKNATTLEIKUR Fyrri úrslitaleikur karla: Origo-höllin: Valur – Haukar .............. 19.30 KNATTSPYRNA Vináttulandsleikur kvenna: Laugardalsvöllur: Ísland – Írland ........... 17 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Ásvellir: Haukar – Grótta.................... 19.15 Grindavíkurv.: Grindavík – ÍA ............ 19.15 Kórinn: HK – FH ................................. 19.15 Varmá: Afturelding – Augnablik ........ 19.15 2. deild karla: Akraneshöll: Kári – ÍR ............................. 20 3. deild karla: Skessan: ÍH – Einherji ............................. 20 Í KVÖLD! EM 2021 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Þrátt fyrir mikla yfirburði tókst Spánverjum ekki að skora sig- urmark gegn þrjóskum Svíum er lið- in mættust í E-riðli Evrópumóts karla í fótbolta í Sevilla í Andalúsíu í gærkvöldi. Lokatölur urðu 0:0 og er ljóst að Svíar eru mun ánægðari með úrslitin. Spánverjar fengu fjölmörg færi til að skora en Robin Olsen í sænska markinu varði nokkrum sinnum stórglæsilega og var maður leiksins. Þá var spænska liðið með boltann 85% af leiknum, átti sautján skot gegn fjórum og 917 sendingar gegn 161 hjá sænska liðinu. Jan Andersson, þjálfari Svía, lagði augljóslega upp með að halda hreinu, pirra Spánverja og ná góðu stigi. Það gekk fullkomlega upp. Undirbúningur spænska liðsins fyrir mótið var langt frá því að vera ákjósanlegur þar sem fyrirliði liðs- ins, Sergio Busquets, fékk kórónu- veiruna rétt fyrir mót og spænska liðið æfði lítið sem ekki neitt saman vegna þessa. Fyrsta sjálfsmark markvarðar Í hinum leik E-riðilsins hafði Sló- vakía nokkuð óvænt betur gegn Pól- landi, 2:1, í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Því miður fyrir pólska markvörð- inn Wojciech Szczesny komst hann í sögubækurnar er Slóvakía komst yf- ir í fyrri hálfleik. Szczesny skoraði þá fyrsta sjálfsmark markvarðar í sögu Evrópumótsins. Robert Mak á heiðurinn af markinu því hann fór illa með tvo pólska varnarmenn á kantinum, keyrði að marki og skaut í stöngina hvaðan boltinn fór í bakið á Szczesny og í markið. Karol Linetty jafnaði fyrir Pól- verja í upphafi seinni hálfleiks en Grzegorz Krychowiak fékk sitt ann- að gula spjald og þar með rautt í pólska liðinu á 62. mínútu. Slóvakar voru snöggir að nýta sér það og mið- vörðurinn Milan Skriniar skoraði fallegt sigurmark á 62. mínútu. Ro- bert Lewandowski, skærasta stjarna Pólverja og einn besti framherji heims, komst lítið í takt við leikinn. Slóvakía er ein á toppi riðilsins með þrjú stig eftir fyrstu umferðina, Spánn og Svíþjóð koma þar á eftir með eitt og Pólland rekur lestina án stiga. Eitt af mörkum keppninnar Patrik Schick stal senunni er Tékkar unnu sterkan 2:0-sigur á Skotum á Hampden Park í Glasgow. Schick skoraði bæði mörk Tékka og var annað markið sérstaklega glæsi- legt; skot frá miðju eftir snögga sókn. David Marshall í marki Skota stóð framarlega og það nýtti Schick sér til að skora stórkostlegt mark á meðan Marshall gat lítið gert annað en að hoppa inn í markið á eftir bolt- anum. Tékkar og Englendingar eru með þrjú stig í D-riðlinum en Skotar og Króatar eru án stiga. Sænskur múr í Andalúsíu - Tékkland og Slóvakía fögnuðu AFP Veggur Robin Olsen í marki Svía átti magnaðan leik gegn Spánverjum. ÍBV vann ótrúlegan 2:1-sigur á Þór er liðin mættust í Lengjudeild karla í fótbolta á Hásteinsvelli í Vest- mannaeyjum í gærkvöldi. Stefán Ingi Sigurðarson kom ÍBV yfir á 11. mínútu en Jóhann Helgi Hann- esson jafnaði fyrir Þór á 29. mín- útu. Eyjamaðurinn Nökkvi Már Nökkvason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 65. mín- útu en þrátt fyrir það tókst Guðjóni Pétri Lýðssyni að brenna af víta- spyrnu fyrir ÍBV áður en Guðjón Ernir Hrafnkelsson skoraði sig- urmarkið í uppbótartíma. Dramatískur sig- ur Eyjamanna Ljósmynd/Þórir Tryggvason Mark Markaskorarinn Stefán Ernir Sigurðsson í leiknum í gær. Knattspyrnuþjálfarinn Jóhannes Harðarson hefur verið rekinn frá norska félaginu Start. Jóhannes fékk reisupassann eftir aðeins fimm umferðir af tímabilinu. Jó- hannes stýrði Start upp í efstu deild Noregs árið 2019 en féll á sínu fyrsta tímabili í deild þeirra bestu. Start er nú sex stigum frá toppsæti B-deildarinnar. Jóhannes var að- stoðarþjálfari Start frá 2017 til 2019 og aðalþjálfari frá júlí 2019. Þá lék hann með liðinu frá 2004 til 2008. Jóhannes skilur við Start í sjöunda sæti B-deildarinnar. Jóhannes látinn taka pokann sinn Ljósmynd/Ole Endre Kallhovd/Ik Rekinn Jóhannes Harðarson var rekinn frá Start í Noregi. LEIKNIR R. – KR 0:2 0:1 Pálmi Rafn Pálmason 5. 0:2 Kjartan Henry Finnbogason 50. MM Kennie Chopart (KR) Kristján Flóki Finnbogason (KR) M Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Ægir Jarl Jónasson (KR) Atli Sigurjónsson (KR) Pálmi Rafn Pálmason (KR) Ósvald Jarl Traustason (Leikni) Emil Berger (Leikni) Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson – 7. Áhorfendur: 298. FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is KR vann verðskuldaðan 2:0-útisigur á Leikni úr Reykjavík í Pepsi Max- deild karla í fótbolta í gærkvöldi. KR var mun sterkara liðið allan leikinn og hefðu mörkin getað orðið fleiri. KR-ingar sitja nú í þriðja sæti deild- arinnar með 13 stig. Leiknismenn eru áfram í því sjöunda með sjö stig. Eftir frekar hæga byrjun á mótinu eru KR-ingar komnir í gang og var sigurinn sá þriðji í síðustu fjórum leikjum. Vesturbæingar eru sterkari eftir að Kjartan Henry Finnbogason kom inn í liðið og hann skoraði einmitt annað markið á 50. mínútu. Kjartan stal þá marki af Kristjáni Flóka Finnbogasyni sem lyfti boltanum yfir Guy Smit í marki Leiknis. Boltinn var á leiðinni í markið en markaskorarinn Kjartan stóðst ekki freistinguna og kom bolt- anum yfir línuna. Mark Kjartans gulltryggði örugg- an sigur en Pálmi Rafn Pálmason kom KR yfir strax á fimmtu mínútu. Leiknismenn eru byrjaðir að hiksta eftir fína byrjun. Tapið var það þriðja í síðustu fjórum leikjum og það fyrsta á heimavelli í sumar. Leiknismenn verða að vera sterkir á heimavelli, ætli þeir sér að halda sér í efstu deild. „Heilt yfir var frammistaða KR í kvöld ansi sannfærandi. Liðið var skipulagt og varnarlínan góð. Ægir Jarl var frábær á miðjunni og Krist- ján Flóki sömuleiðis. Leiknismenn verða að teljast heppnir að KR hafi ekki skorað nema tvö mörk, en svo gott sem allan leikinn var KR lík- legra til þess að bæta við en Leiknir að minnka muninn,“ skrifaði Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir m.a. um leikinn á mbl.is. _ Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt 40. mark í efstu deild og í öðrum leiknum í röð. _ Pálmi Rafn Pálmason er kom- inn með þrjú mörk í sumar. Hann skoraði aðeins eitt allt síðasta sum- ar. _ KR hefur nú unnið fjóra leiki í deildinni í sumar. Þeir hafa allir unn- ist með tveggja marka mun og þrír þeirra 2:0. KR-ingar að komast á flug Morgunblaðið/Unnur Karen Breiðholt Kennie Chopart og Brynjar Hlöðversson bítast um boltann í gær. - Öruggur sigur á Leiknismönnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.