Morgunblaðið - 15.06.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.06.2021, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 Christian Eriksen, leik- maður danska karlalandsliðsins í knattspyrnu, fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Finnlandi á EM á laugardaginn. Ég var á netvakt hjá mbl.is og kom það því í minn hlut að fylgjast með nýjustu fréttum af líðan Eriksens. Það var skrítið að vera að skrifa fréttir um þetta óhugnan- lega atvik, á stundum með tárin í augunum, á meðan Eriksen var að berjast fyrir lífi sínu. Fór hann í hjartastopp en var endurlífg- aður með notkun hjartastuðtæk- is og hefðbundnum aðferðum; hjartahnoði og blástursaðferð. Fjölmargir hafa þegar gert það en ég finn mig knúinn til þess að hrósa skjótum við- brögðum allra á Parken-vellinum í Kaupmannahöfn. Simon Kjær, fyrirliði Dana, hljóp strax að Er- iksen, kom honum í læsta hliðar- legu og gekk úr skugga um að hann hefði ekki gleypt tunguna. Kjær ásamt Anthony Taylor, dómara leiksins, og fleiri leik- mönnum beggja liða gaf merki innan nokkurra sekúndna um að læknalið skyldi hraða sér inn á völlinn, sem það og gerði. Óhætt er að segja að lækna- liðið hafi staðið sig vel því Er- iksen var með meðvitund þegar hann var fluttur af velli eftir um stundarfjórðungs aðhlynningu. Eriksen virðist auk þess við prýð- isheilsu eftir atvikum þótt ekki sé enn komið í ljós af hverju hann hjartað stoppaði. Þegar svona gerist hugsar maður ósjálfrátt til leikmanna eins og Marc-Viviens Foés og Miklos Fehérs, sem hnigu báðir niður í knattspyrnuleikjum og létust vegna stækkunar á hjarta. Eriksen er ekki haldinn þeim kvilla en mun halda áfram að gangast undir rannsóknir næstu daga. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.isSeinni vináttulandsleikur kvenna- liða Íslands og Írlands í fótbolta fer fram á Laugardalsvellinum í dag og hefst klukkan 17. Ísland vann fyrri leikinn á föstudaginn, 3:2, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik. Þorsteinn Halldórsson þjálfari sagði á fréttamannafundi í gær að hann myndi gera nokkrar breytingar á liðinu og skipta fleiri leikmönnum inn á í þessum leik. Sveindís Jane Jónsdóttir lék ekki á föstudag, hún er nýstigin upp úr meiðslum, en Þorsteinn reiknar með að hún taki þátt í leiknum í dag. Seinni leikurinn við Íra í dag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Laugardalsvöllur Íslenska lands- liðið á æfingu gærdagsins. Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta sinn eftir að hafa farið í hjartastopp meðan á leik Danmerkur og Finnlands stóð á laugardaginn á Evrópumótinu. „Þakka ykkur fyrir, ég mun ekki gefast upp. Mér líður betur núna en vil skilja hvað gerðist,“ var m.a. haft eftir honum í Gazetta dello sport- dagblaðinu. Kasper Schmeichel, markvörður danska liðsins, sagði Er- iksen vera brosandi og hlæjandi þeg- ar hann fékk að heimsækja liðs- félaga sinn á sjúkrahús. Eriksen brosir og hlær AFP Batavegur Christian Eriksen er á batavegi eftir hjartastoppið. HANDBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar telur að einvígi Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta verði spennuþrungið fram á lokasekúndurnar í seinni leiknum en fyrri úrslitaleikur liðanna fer fram á Hlíðarenda í kvöld. Haukar urðu deildarmeistarar með gríðarlegum yfirburðum í vetur þar sem þeir unnu nítján leiki af 22 en Valsmenn enduðu í þriðja sæti, tólf stigum á eftir Hafnfirðingunum. Haukar völtuðu yfir Aftureldingu í átta liða úrslitunum en sluppu með skrekkinn gegn Patreki og hans læri- sveinum í Stjörnunni í undanúrslit- unum. Valsmenn lögðu KA með níu mörkum samanlagt en höfðu síðan betur gegn ÍBV eftir gríðarlega spennu í undanúrslitunum. „Haukar voru afgerandi bestir í vetur og þeir höfðu unnið fimmtán leiki í röð þegar okkur tókst að leggja þá að velli. Þeir hafa verið langþétt- astir, eru með rosalega breiðan hóp og gætu í raun stillt upp tveimur góð- um liðum. Það hjálpar þeim eflaust að hafa tapað fyrir okkur, þar fengu þeir ágætis áminningu, en um leið sáu Valsmenn að það væri vel hægt að vinna Hauka á Ásvöllum,“ sagði Pat- rekur þegar Morgunblaðið ræddi við hann um úrslitaeinvígið. Patrekur sagði að meiðsli Stefáns Rafns Sigurmannssonar gætu sett strik í reikninginn en ólíklegt er að hann spili með Haukum í kvöld eftir að hafa tognað aftan í læri í seinni leiknum gegn Stjörnunni í síðustu viku. „Það yrði slæmt fyrir þá ef Stefán dettur út því hann er Haukunum gríðarlega mikilvægur. Það sást vel eftir að hann kom til þeirra í vetur hvað hann gefur liðinu mikið. En ég er sannfærður um að þetta verður jafnt einvígi. Valsmenn eru líka með breiðan hóp og leikmenn eins og Ró- bert, Anton, Agnar, Magnús og Alex- ander og þeir slógu út ÍBV sem er hörkulið. En til að vinna þetta einvígi held ég að Valsmenn þurfi að ná 35-40 pró- sent markvörslu. Fyrir okkar einvígi við Haukana lagði ég dæmið þannig upp að við þyrftum 40 prósent mark- vörslu á meðan Haukar væru með 30. Við vorum með 38 prósent þannig að það vantaði aðeins upp á. Fyrirfram eru Haukar sigur- stranglegri, ef við miðum við allan veturinn, en Valsmenn hafa hins- vegar náð miklum gæðum í sinn leik þegar þeir hafa verið upp á sitt besta. Þeir hafa kannski dottið aðeins niður inn á milli í vetur en núna skiptir það engu máli. Þetta er ný keppni og leik- irnir verða hrikalega jafnir. En ég held að ef Valsmenn lenda í vandræð- um með markvörsluna muni Haukar vinna. Ég veit að Björgvin Páll verður öfl- ugur í Haukamarkinu í þessum leikj- um og svo er mjög sérstakt að hann er á leið til Vals eftir þetta einvígi. Verður enginn göngubolti Þetta eru tvö lið sem vilja spila góð- an handbolta. Þetta verður enginn göngubolti, liðin vilja spila grimman varnarleik og hraðaupphlaup og leik- irnir verða afar áhugaverðir. Aron Kristjánsson hefur gert mjög vel að ná því mesta út úr öllum sínum mönn- um þrátt fyrir að vera með svona breiðan hóp. Sama má segja um Snorra Stein í þessari úrslitakeppni. Þetta eru tveir hörkuþjálfarar og gamlir miðjumenn sem þekkja þetta allt saman. Ég á von á miklum hraða og bæði lið ætli að keyra á þetta, og það verði mjög gaman að sjá þessa tvo leiki,“ sagði Patrekur. Hann var til í að spá um úrslit og tölur í leikjunum. „Já, ég segi að fyrri leikurinn á Hlíðarenda endi 28:28. Það verður ekki skorað eins mikið í þeim seinni á Ásvöllum, hann verður hnífjafn alla leið en Haukar vinna að lokum, 25:24,“ sagði Patrekur Jó- hannesson. Markvarslan getur ráðið úrslitum í einvíginu - Patrekur telur Hauka sigurstranglegri en spáir hnífjöfnu einvígi þeirra við Val Morgunblaðið/Eggert Einvígi Valsmennirnir Magnús Óli Magnússon og Þorgils Jón Svölu Baldursson í baráttu við Heimi Óla Heimisson úr Haukum. Fyrri úrslitaleikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn fer fram á Hlíðarenda í kvöld. Knattspyrnu- maðurinn Diego Jóhannesson er búinn að semja við Albacete sem leikur í C- deildinni á Spáni á komandi tíma- bili. Samningur Diegos við upp- eldisfélag sitt, Real Oviedo, var runninn út og því var honum frjálst að semja við nýtt félag. Albacete lék líkt og Oviedo í B- deildinni á liðnu tímabili en fyrr- nefnda liðið féll úr henni með því að lenda í neðsta sæti. Real Oviedo hafnaði í 13. sæti af 22 liðum. Diego, sem er 27 ára gamall, á spænska móður og íslenskan föður og hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þann síðasta ár- ið 2017. Hann hefur leikið með Real Oviedo allan sinn feril, að und- anskildum hluta síðasta tímabils þegar hann var í láni hjá Cartagena í C-deildinni. Diego fékk fá tæki- færi á nýliðnu tímabili, lék aðeins sjö leiki í B-deildinni og skoraði eitt mark. Samningur hans við Albacete er til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Albacete lék síðast í efstu deild frá 2003 til 2005. Spænski Ís- lendingurinn skiptir um lið Diego Jóhannesson Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar segir að fyr- irkomulag úrslitakeppninnar í karlahandboltanum, tveir leikir og samanlögð úrslit í stað þess að þurfa að vinna tvo eða þrjá leiki, hafi heppnast ágætlega. „Ég tel að gamla kerfið sé betra en vegna tímaramm- ans urðum við að gera þetta svona. Við fengum marga jafna leiki, það var stemning í kringum þá og þetta heppaðist nokkuð vel. En það væri skemmtilegra að vera með fleiri leiki í úrslitakeppninni. Í körfuboltanum spilaði Stjarnan tíu leiki og komst í undanúrslit. Liðin sem leika til úrslita í handboltanum spila hinsvegar sex leiki,“ sagði Patrekur þegar Morgunblaðið spurði hann um keppnisfyrirkomulagið í úrslitakeppninni. „En ef horft er lengra fram tímann væri frábært að vera með sama kerfi og Danir. Efstu átta liðin í úrslit, fjögur efstu með tvö og eitt stig í forgjöf, og síðan spilað í tveimur riðlum. Eftir það undanúrslit og úrslit. Það er mjög vel heppnað og ég vildi sjá það hér á landi,“ sagði Patrekur Jóhann- esson. vs@mbl.is Danir eru með frábært kerfi Patrekur Jóhannesson. Haukar og Valur leika tvo úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitil karla í hand- bolta. Sá fyrri fer fram á Hlíðarenda í kvöld kl. 19.30 og sá seinni á sama tíma á Ásvöllum á föstudagskvöld. Samanlögð úrslit ráða hvort liðið verð- ur Íslandsmeistari, rétt eins og í undanúrslitunum og átta liða úrslitunum. Valsmenn hafa orðið meistarar oftast allra, 22 sinnum. Þeir unnu síðast árið 2017 en það er þeirra eini titill síðustu fjórtán árin. Haukar hafa orðið meistarar 11 sinnum en tíu sinnum frá aldamótum. Þeir urðu síðast meist- arar árið 2016, þá annað árið í röð. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur Hauka í deildinni í vetur með 132 mörk. Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði 63, Adam Haukur Baum- ruk 62 og Geir Guðmundsson 62. Í úrslitakeppninni hefur Orri Freyr skor- að 19 mörk, Darri Aronsson 17 og Geir 13. Björgvin Páll Gústavsson hefur verið með 35,6 prósent markvörslu á tímabilinu. Anton Rúnarsson var markahæstur Valsmanna í deildinni í vetur með 95 mörk. Finnur Ingi Stefánsson skoraði 79, Magnús Óli Magnússon 75 og Agnar Smári Jónsson 59. Í úrslitakeppninni hefur Finnur Ingi skorað 18 mörk, Anton 16, Vignir Stefánsson 16 og Róbert Aron Hostert 15. Martin Nagy hefur verið með 33,6 prósent markvörslu á tímabilinu. Úrslitaeinvígi Hauka og Vals

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.