Morgunblaðið - 23.06.2021, Qupperneq 2
Arndís Soffía Sigurðardóttir, sýslumaður í Vest-
mannaeyjum, tók á móti Katrínu Jakobsdóttur for-
sætisráðherra fyrir utan húsið Landlyst í Heimaey í
gær. Þar skrifuðu þær undir samstarfssamning forsæt-
isráðuneytisins og sýslumannsins, sem lýtur að
kynjaðri tölfræði úr gagnagrunnum sýslumanna. Með
honum á að verða hægt að greina hvort kynjahalli sé til
staðar í málum sem rekin eru innan stjórnsýslunnar.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Skrifuðu undir samstarfssamning
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021
Globales Los Paros Park 4*
Benalmadena
COSTA DEL SOL
06. - 16. júlí
Fjölskyldu hótel með morgunverði,
vatnagarði og rennibrautum
verð frá 129.900kr.
á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn
www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400
Innifalið: Flug, gisting, morgunverður innritaður
farangur og handfarangur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samkeppniseftirlitið hefur ekki lagt
mat á lögmæti þeirrar ákvörðunar
Orku náttúrunnar (ON) að bjóða
gjaldfrjálsan aðgang að rafhleðslu-
stöðvum fyrir bíla í borginni.
ON tók þá ákvörðun eftir að kæru-
nefnd útboðsmála úrskurðaði að
gjaldtakan væri óheimil. Jafnframt
felldi nefndin úr gildi samning borg-
arinnar við ON um stöðvarnar.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, segir mál
ON ekki hafa komið til skoðunar,
enda nýtilkomið.
„Við getum því ekki fullyrt um lög-
mæti verðlagn-
ingar af þessu
tagi. En af hálfu
Orku náttúrunn-
ar þarf félagið að
taka afstöðu til
þess hvort það sé
markaðsráðandi
á viðkomandi
markaði og hvaða
skorður það setur
verðlagningu
þess,“ segir Páll Gunnar.
Hann segir aðspurður að út frá
samkeppnisrétti sé ekki síður
ákvarðandi hvort fyrirtækið sé
markaðsráðandi, fremur en hvort
um opinbert fyrirtæki sé að ræða.
Mál ON ekki verið
tekið til skoðunar
- SKE vísar til samkeppnisréttarins
Páll Gunnar
Pálsson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra segir óvissu um framlag
Reykjavíkur-
borgar til upp-
byggingar nýs
þjóðarleikvangs í
knattspyrnu.
Rætt hefur
verið um að slíkur
leikvangur í
Laugardal gæti
kostað um 15
milljarða. Félagið
Þjóðarleikvangur
ehf. var stofnað
utan um undirbúninginn en borgin á
50% hlut í félaginu, ríkið 42,5% hlut
og KSÍ 7,5% hlut.
„Það sem er kannski að koma í ljós
er að Reykjavíkurborg virðist ekki
tilbúin að taka á sig þann stofnkostn-
að sem leiðir af hlutdeild hennar í fé-
laginu, þótt hún hafi lagt mikið kapp
á það í upphafi að hafa meirihluta.
Það er mikilvægt að það liggi fyrir
að hvaða marki Reykjavíkurborg sér
ávinning af því að hafa þjóðarleik-
vang í Reykjavík. Það er ekki fyrir-
fram gefin niðurstaða en við vildum
leggja af stað með verkefnið í þeirri
trú að Reykjavíkurborg legði upp úr
því að mannvirkið risi í höfuðborg-
inni og í Laugardalnum. En það hef-
ur ekki fengist botn í það samtal. Ég
hef lagt áherslu á að í millitíðinni
séum við að nýta tímann til að greina
þá valkosti sem við stöndum frammi
fyrir,“ segir Bjarni.
Kominn tími á ákvörðun
Rætt var við Guðna Bergsson, for-
mann Knattspyrnusambands Ís-
lands, KSÍ, í Morgunblaðinu í gær,
sem sagði komið að því að taka
ákvörðun um nýjan þjóðarleikvang.
Boltinn sé hjá borginni varðandi
framhaldið hjá Þjóðarleikvangi ehf.
Borgin ekki tilbúin að borga
- Fjármálaráðherra segir borgina ekki fylgja eftir loforðum um þjóðarleikvang
- Borgin hafi þó lagt ríka áherslu á að hafa meirihluta í Þjóðarleikvangi ehf.
Teikning/Zaha Hadid arkitektar
Drög Hugmynd að nýjum, yfirbyggðum þjóðarleikvangi í Laugardal.
Bjarni
Benediktsson
Alls hafa 358.839 skammtar af bólu-
efni við Covid-19 verið gefnir hér á
landi. Á bak við þessa skammta eru
alls 240.273 einstaklingar, 155.323
fullbólusettir og 84.950 sem bíða
annars skammts. Þetta samsvarar
81,4% allra Íslendinga 16 ára og
eldri. Auk þess hafa 2,2% þess hóps
fengið Covid-19. Þannig er hlutfall
þeirra sem teljast hafa vörn gegn
Covid-19 nú orðið 83,6%.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði í samtali við mbl.is í
gær að kórónuveirufaraldurinn væri
ekki búinn þó svo hverfandi líkur
væru á nýrri bylgju smita. Ekkert
Covid-19-smit hefur greinst innan-
lands utan sóttkvíar síðan 15. júní.
„Við getum áfram fengið veikindi,
en við erum ekki í þeirri stöðu held
ég að geta búist við einhverri stórri
bylgju eins og staðan er núna. Ég vil
benda á það að líklega verður búið að
bjóða öllum fyrstu sprautu núna á
næstunni, í byrjun júlí, en það tekur
auðvitað smátíma að fá fulla vernd.
Þannig að við erum ekki komin
þangað, en við erum mjög vel á veg
komin,“ sagði Þórólfur.
Þá segir Þórólfur að ekki verði
lýst formlega yfir sigri í baráttunni
við faraldurinn þegar hann vinnst.
Þó svo að á Íslandi gangi vel þá geis-
ar enn skæður faraldur úti í heimi og
aðeins sé „brot jarðarbúa“ bólusett.
Dræm mæting í Janssen
Í gær var bólusett með Janssen-
bóluefninu í Reykjavík. Ragnheiður
Ósk Erlendsdóttir sagði í samtali við
mbl.is að ekki hefði gengið eins vel
og búist var við. Ekki verður bólu-
sett meira með Janssen í sumar en
Ragnheiður sagði ástæðuna fyrir því
einfalda: „Það verður einhver að
koma, við erum með opið í fjóra tíma
og enginn mætir.“ Í dag verður bólu-
sett með bóluefni Pfizer og sagði
Ragnheiður að það yrði áhugavert að
sjá hvort fleiri mæti óboðaðir í Pfizer
en mættu í Janssen.
81,4% Íslendinga eldri en
16 bólusett gegn veirunni
- Gefnir hafa verið 358.839 skammtar af bóluefni hér á landi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bólusetning 240.273 einstaklingar
hafa verið bólusettir gegn veirunni.
Kvörtunum einstaklinga og aðstand-
enda til Landlæknis vegna heil-
brigðisþjónustu hefur fjölgað um
75% á fimm ára tímabili. Þetta kem-
ur fram í nýbirtri ársskýrslu emb-
ættisins. Skráðum alvarlegum
óvæntum atvikum sem hafa eða
hefðu getað valdið sjúklingi alvar-
legu tjóni, s.s. dauða eða varanlegum
örkumlum, hefur fjölgað síðastliðin
ár og voru 60 í fyrra en 53 árið 2019.
Þá komu fleiri eftirlitsmál í heil-
brigðisþjónustunni til kasta embætt-
isins í fyrra en á fyrri árum eða alls
51 mál en það eru mál sem stofnað
er til á hendur heilbrigðisstarfs-
manni þegar ástæða er talin til rann-
sóknar og mögulegra viðurlaga. 14
málum lauk án viðurlaga, 3 með
áminningu og 4 með sviptingu
starfsleyfis.
75% fjölgun
kvartana á
fimm árum