Morgunblaðið - 23.06.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021
augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.isL
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau f
rá 1
0-16
Vefverslun brynja.is
Yfir 20 gerðir til á lager
Verð frá 9.750,-
Vandaðir póstkassar frá
Fyrrverandi frambjóðandi Við-reisnar til Alþingis, Ingólfur
Hjörleifsson, hefur dregið sig út af
lista flokksins vegna komandi kosn-
inga. Ástæðan er klíkuskapur og
klækjabrögð flokksforystunnar,
segir hann. Og
lýsingar hans á
valinu á listann í
Reykjavík eru
ekki fagrar. Hann
segist „mjög
óánægður“ með
hvernig uppstillingarnefndin var
sett upp. „Hverjir voru í henni og
hvernig var raðað í hana var mjög
undarlegt,“ sagði hann í samtali við
mbl.is í gær.
- - -
Atburðarásinni lýsti hann svona:„Við sem vorum í þessu
Reykjavíkurráði, við fengum svona
15 sekúndna kynningu á því hverj-
um yrði stillt upp í nefndina og svo
var bara kosið með eða á móti á
Zoom-fundi. Þetta var í raun eigin-
lega engin kosning, það voru engir
mótframbjóðendur, svo kemur í ljós
seinna hverjir þetta voru. Við feng-
um ekkert að vita strax hverjir
þetta voru, hvar þetta fólk var stað-
sett á landinu eða hver þeirra bak-
grunnur var. Sumir í Reykjavíkur-
ráðinu voru svo sjálfir í upp-
stillingarnefnd og svo var eitthvað
af því fólki í framboði líka, þannig
að þetta var allt saman mjög undar-
legt.“
- - -
Svo greindi hann frá því að þessi15 sekúndna kynning hefði í of-
análag verið óviðeigandi glans-
mynd.
- - -
Loks bætti hann því við að fá-mennur hópur væri búinn að
ræna flokknum og lýsti vinnu-
brögðunum sem gamaldags klækja-
stjórnmálum og klíkuskap.
- - -
Viðreisn leggur bersýnilega mik-ið á sig til að útiloka stofnanda
flokksins.
Klækjaklíka
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa
fundið nýjan lífmarka fyrir slitgigt. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þessi uppgötv-
un getur hjálpað til við að bæði greina slitgigt og
hversu alvarleg hún er en slitgigt hrjáir um 300
milljónir manna um allan heim. Lífmarkinn, sem
nefnist CRTAC1, segir ekki aðeins til um hvort
um sé að ræða slitgigt í hnjám, höndum og mjöðm-
um, heldur segir einnig til um hvort þörf sé á lið-
skiptaaðgerð. Þá er meira magn CRTAC1 í blóð-
vökva tengt við meiri hættu á alvarlegum
sjúkdómi. Í tilkynningu ÍE segir að CRTAC1 sé
mun betri lífmarki en aðrir sem hafa þegar fundist
er tengjast slitgigt. „Þetta eru mjög hvetjandi nið-
urstöður og gætu verið fyrstu skrefin í átt að því
að þróa klínísk próf fyrir slitgigt,“ er haft eftir
Unni Styrkársdóttur, vísindamanni Íslenskrar
erfðagreiningar og fyrsta höfundi rannsóknarinn-
ar. Þá segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, að fundurinn geti aukið verulega
möguleika á þróun á nýju lyfi við slitgigt. Grein Ís-
lenskrar erfðagreiningar birtist í tímaritinu
Arthritis & Rheumatology. ari@mbl.is
Lífmarki hjálpar gegn slitgigt
- Íslensk erfðagreining
finnur lífmarkann CRTAC1
Íslensk erfðagreining/Jón Gústafsson
Vísindamenn Kári Stefánsson með Unni Styrk-
ársdóttur, fyrsta höfundi rannsóknarinnar.
Rúmlega 47 þúsund manns hafa sótt
nýju ferðagjöfina á þeim þremur
vikum sem liðnar eru síðan hún var
gefin út. Þetta kemur fram á vefsíðu
Mælaborðs ferðaþjónustunnar. Þá
hafa 16 þúsund þegar notað ferða-
gjöfina.
Nýtist í bensín, skyndibita
og flug að mestu
Bensínstöðvar landsins eru meðal
þeirra sem notið hafa góðs af hinni
nýju ferðagjöf en af þeim 37 millj-
ónum sem ferðagjöfin hefur verið
nýtt í hafa N1 og Olís hlotið um 15
milljónir samtals, eða rétt rúmlega
40 prósent allra ferðagjafa. Þar á
eftir með um 6 milljónir króna kem-
ur Sky Lagoon, nýja lónið í Kársnesi
sem notið hefur mikilla vinsælda síð-
an það var opnað í vor. Þar á eftir
koma skyndibitastaðir tveir, KFC
með um 4 milljónir og Domino’s
Pizza með um 3 milljónir. Þar næst
er flugið, bæði í raunheimum og
hermi, en um 3 milljónir hafa farið í
Icelandair og aðrar 3 milljónir í flug-
hermifélagið FlyOver Iceland. Loks
hafa um 2 milljónir farið í Tix miða-
sölu og hvor milljónin í Íslandshótel
annars vegar og Icelandair Hotels
hins vegar. ari@mbl.is
47 þúsund hafa sótt
hina nýju ferðagjöf
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar
Afþreying Margir hafa þegar notað ferðagjöfina sem gilt hefur frá 1. júní.