Morgunblaðið - 23.06.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.06.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf „Það er eindregin afstaða mín og Samherja að engin refsiverð brot hafi verið framin í Namibíu af hálfu fyr- irtækja á okkar vegum eða starfs- manna þeirra ef undan er skilin sú háttsemi sem fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hefur beinlínis játað og viðurkennt,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., í yfirlýsingu og afsökunarbeiðni sem birt var á heimasíðu Samherja (sam- herji.is) í gær. Enn fremur sagði hann: „Engu að síður ber ég sem æðsti stjórnandi Samherja ábyrgð á því að hafa látið þau vinnubrögð, sem þar voru viðhöfð, viðgangast. Hefur það valdið uppnámi hjá starfsfólki okkar, vinum, fjölskyldum, samstarfsaðil- um, viðskiptavinum og víðar í sam- félaginu. Mér þykir mjög leitt að svo hafi farið og bið ég alla þá, sem hlut eiga að máli, einlæglega afsökunar á mistökum okkar, bæði persónulega og fyrir hönd félagsins. Nú reynir á að tryggja að ekkert þessu líkt end- urtaki sig, við munum sannarlega kappkosta að svo verði.“ Samherji gerir í yfirlýsingunni grein fyrir sjónarmiðum sínum í Namibíumálinu svonefnda. Einnig helstu niðurstöðum úr rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein. Ætlunin var að kynna þær nið- urstöður fyrir íslenskum stjórnvöld- um en því var ítrekað frestað „af al- kunnum ástæðum“. Ekki ákærðir í Namibíu Engir starfsmenn Samherja eða félög í eigu Samherja eru á meðal ákærðra í refsimálum sem nú eru rekin í Namibíu gegn allmörgum Namibíumönnum. Þeir eru sakaðir um ýmis afbrot þar á meðal að hafa þegið mútur frá starfsmönnum Sam- herja. Jafnframt er rekið kyrrsetn- ingarmál gagnvart nokkrum aðilum þar sem krafist er kyrrsetningar á þeim eignum sem m.a. félög Sam- herja eiga í landinu. Forsvarsmenn Samherja skiluðu formlegri málsvörn vegna þessa máls 31. maí. „Er það í fyrsta sinn sem Samherji eða félög tengd Samherja fá tækifæri til að leggja fram gögn og taka til varna fyrir opinberum dómstólum gagnvart þeim þungu ásökunum sem á félagið hafa verið bornar. Hafa þau gögn verið gerð opinber og eru öllum að- gengileg á vef namibíska dómstóls- ins.“ Rannsókn Wikborg Rein „leiddi í ljós ákveðin atriði í rekstri félaga sem tengjast Samherja í Namibíu sem vöktu spurningar um vandaða við- skiptahætti og gátu aukið lagalega áhættu,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrir- tækið kom á fót ítarlegu kerfi fyrir stjórnarhætti og regluvörslu, að vandaðri erlendri fyrirmynd, til að tryggja að mistök eins og þau sem voru gerð endurtaki sig ekki. Félög tengd Samherja nutu ráð- gjafar innlendra ráðgjafa í Namibíu til að öðlast almenna þekkingu á namibískum sjávarútvegi og mark- aðsaðstæðum í landinu. Nokkrir þessara ráðgjafa höfðu pólitísk tengsl. Wikborg Rein komst að því að ráðning þessara ráðgjafa og það að aðkoma háttsettra aðila í stjórnkerfi Namibíu hafi verið látin óátalin hafi vakið spurningar um vandaða við- skiptahætti og aukið áhættu sem ekki var gætt nægilega vel að. Þá segir Samherji að mistök hafi verið gerð í rekstrinum sem tengdust alþjóðlegri skipaskrá í Færeyjum. Félagið hefur greitt tryggingarfjár- hæð sem verður til staðar þegar nið- urstaða fæst í málinu. „Við viljum leiðrétta þau mistök sem þarna voru gerð og biðjast velvirðingar á þeim.“ Biðst afsökun- ar á mistökum - Samherji sendi frá sér yfirlýsingu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samherji Gaf út langa yfirlýsingu og afsökunarbeiðni í gær. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vestmannaeyjabær krefst þess að ríkið greiði eðlilega húsaleigu vegna afnota Heilbrigðisstofnunar Suður- lands af húsnæði dvalar- og hjúkr- unarheimilisins Hraunbúða. Telja stjórnendur bæjarins að hann eigi húsnæðið að fullu. Ríkið hefur ekki fallist á þessa kröfu en stefnt er að því að leiða viðræður um málið til lykta fyrir lok mánaðarins. Vestmannaeyjabæjar sagði sig frá rekstri Hraunbúða vegna halla- reksturs og fól heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) að taka við rekstrinum. Yf- irfærslan fór fram 1. maí en enn er unnið að frágangi ýmissa mála í því efni og gengur það nokkuð vel, að sögn Írisar Róbertsdóttur bæjar- stjóra, fyrir utan það að ekki hafi náðst samningar um leigu fyrir notkun ríkisins á húsnæði Vest- mannaeyjabæjar. Eignarhald með ýmsum hætti Heilbrigðisstofnunin hefur nú notað húsnæði Hraunbúða í tæpa tvo mánuði án þess að gengið hafi verið frá samningum um leigu. Stefnt er að því að leiða málið til lykta fyrir lok mánaðarins. Eignarhald húsnæðis dvalar- og hjúkrunarheimila landsins er með ýmsum hætti. Ríkið á húsnæði sumra heimilanna, annað er í eigu sveitarfélaga eða sjálfseignarstofn- ana og enn annað í blandaðri eigu. Íris segir klárt að Vestmannaeyja- bær eigi húsnæði Hraunbúða að fullu. Enginn vafi leiki á því. Fengu húsið að gjöf eftir gos Húsnæði elliheimilisins í Eyjum fór undir hraun í eldgosinu árið 1973. Eftir gos gáfu Norðmenn, Am- erican Scandinavian Foundation og ýmis félagasamtök á vegum Rauða krossins Vestmannaeyjum nýtt dvalarheimili sem nefnt var Hraun- búðir. Síðan hefur húsnæðið verið stækkað og unnið að endurbótum á því og hefur Vestmannaeyjabær staðið fyrir því, stundum með fjár- framlögum félagasamtaka í Eyjum. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur styrkt ýmsar framkvæmdir við hús- næðið síðustu þrjátíu árin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vestmannaeyjar Eftir að Skálholt, gamla elliheimilið, fór undir hraun fengu Vestmannaeyingar Hraunbúðir að gjöf frá Norðmönnum og fleirum. Krefja ríkið um húsa- leigu fyrir elliheimili - Vestmannaeyjabær telur sig eiga húsnæði Hraunbúða Þrefalt fleiri kvenstjórnendur en karlstjórnendur upplifa að hafa þurft að sanna sig í starfi meira en aðrir og fleiri konur en karlar upplifa að talað hafi verið niður til þeirra á vinnu- staðnum. Þetta kemur m.a. fram í niðurstöðum rannsóknarinnar Kynin og vinnustaðurinn, sem kynnt var í gær. Fram kemur að líkurnar á að talað sé niður til kvenna virðast meiri þeg- ar þær eru stjórnendur en lítill sem enginn munur er á milli karla hvað þetta varðar. Eiga þessar niður- stöður við hvort sem um er að ræða starfsfólk eða stjórnendur. Könnunin var lögð fyrir um 2.000 aðildarfélaga Viðskiptaráðs Íslands og voru niðurstöðurnar kynntar í gær. Um er að ræða samstarfsverk- efni Viðskiptaráðs, Empower, Há- skóla Íslands og Gallup. Upplifa grófan talsmáta Í fréttatilkynningu um niðurstöð- urnar er m.a. bent á að könnunin leiði í ljós að fleiri kvenstjórnendur en karlstjórnendur upplifa að dóm- greind þeirra og hæfni sé dregin í efa og konur eru líklegri en karlar til að upplifa að notaður sé grófur talsmáti og óviðeigandi brandarar. „Þegar konur eru stjórnendur eru meiri líkur á því að þær upplifi gróf- an talsmáta og óviðeigandi brandara. Þegar spurt er um ábyrgð kynja á heimilinu þá telja sex sinnum fleiri konur en karlar sig bera ábyrgð á heimilinu að meirihluta eða öllu leyti og bilið eykst þegar kemur að stjórn- endum en 14 sinnum fleiri kven- stjórnendur en karlstjórnendur telja sig bera ábyrgð á heimilinu að meiri- hluta eða öllu leyti,“ segir í frétta- tilkynningunni. Fá meiri stuðning Lesa má úr könnuninni að konur virðast fá meiri stuðning en karlar frá yfirmönnum við að leysa verkefni, fá upplýsingar og aðstoð í starfinu. 85% kvenna og 79% karla telja sig fá stuðning þegar upplýsingar vantar eða aðferðir til að sinna starfinu. Þá virðast kvenstjórnendur veita starfsfólki meiri stuðning við að sam- ræma atvinnu og einkalíf og færri körlum en konum finnst þeir fá stuðning frá yfirmanni við að sam- ræma atvinnu og einkalíf. Niðurstöður kynntar Aðstandendur verkefnisins, f.v.: Ólafur Elínarson hjá Gallup, Þorgerður Einarsdóttir, pró- fessor við HÍ, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri VÍ, og Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé hjá Empower. Upplifa að talað sé niður til þeirra og hæfni dregin í efa - Kynin upplifa vinnustaðinn á ólíkan hátt skv. könnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.