Morgunblaðið - 23.06.2021, Qupperneq 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
„ÞVÍ MIÐUR. VIÐ SELJUM EINGÖNGU
NOTAÐA HLUTI, EKKI HLUTI Í NOTKUN.“ „SÁSTU NOKKUÐ HVAÐA HÆNA?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera líka góður
dansherra.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GRETTIR
GETTU HVAÐ
ÉG KEYPTI Í
RISAVÖRUHÚSI
RÖGNVALDS?
TUNNU AF
SOÐSÓSU!
ÉG NÆ Í
RÖR!
Æ, NEI, GERÐU
ÞAÐ … EKKI
PLANKANN!
ÞÚ ERT BÆÐI SÆTUR
OG GÓÐUR LEIKARI!
segir að þótt margt virðist vera
slæmt í heiminum og ekki nógu
mikið hafi breyst síðustu 40 árin, þá
finni hann mjög sterkt í sam-
skiptum við unga fólkið út um allan
heim að það er mikil þörf á andsvari
við doða nútímans og ungt fólk vill
hafa tilgang og bæta mennskuna á
jörðinni. Samtökin eru komin víða
um heim, m.a. til Afríku, Kólumbíu,
Mexíkó, Argentínu, Dóminíska lýð-
veldisins, Indlands og Japans.
Pétur slær ekki slöku við í sínu
starfi og í gær fór hann til Mósam-
bík til að vinna með Vinum lífsins og
verður því á afmælisdaginn í Afríku
að vinna.
Fjölskylda
Sambýliskona Péturs er Samira
Muage Weng. Börn Péturs eru Þór-
jón Pétur, f. 25.4. 1965, smiður í
Garðinum; Jóhanna Dögg, f. 31.10.
1970, yfirflugfreyja hjá Icelandair;
Pétur Jakob, f. 10.8. 1981, sölu-
fulltrúi; Ragnar, f. 25.12. 1983, leik-
ari í London, Gunnar, f. 28.4. 1985,
bráðahjúkrunarfræðingur í Sydney
í Ástralíu og Aríel, f. 22.11. 1987,
varaformaður sjómannadagsráðs og
yfirliðsforingi í danska sjóhernum,
og Alejandro Pétur Weng, f. 28.4.
2016. Systkini Péturs eru Snævar, f.
15.8. 1949, húsamálari í Ósló; Árni
Pétur Guðjónsson, f. 19.8. 1951, leik-
ari og leiðsögumaður í Reykjavík,
og Herdís Guðjónsdóttir, f. 28.4.
1957, matvælafræðingur í Reykja-
vík, og Kjartan, f. 2.2. 1965, leikari í
Reykjavík.
Foreldrar Péturs eru hjónin Guð-
jón Guðnason, f. 23.6. 1923, d. 31.1.
1998, yfirlæknir í Reykjavík, og
Friðný G. Pétursdóttir, f. 4.1. 1922,
d. 7.2. 2018, sagnfræðingur og ætt-
fræðingur.
Pétur
Guðjónsson
Hildur Jónsdóttir
„fróða“ húsfreyja á Ásmundarstöðum
Jón Árnason
bóndi og smiður á
Ásmundarstöðum á Sléttu
Þorbjörg Jónsdóttir
húsfreyja á Oddsstöðum
Pétur Siggeirsson
bóndi á Oddsstöðum á Melrakkasléttu
Friðný Guðrún Pétursdóttir
sagnfræðingur og
ættfræðingur í Reykjavík
Borghildur Pálsdóttir
húsfreyja á Oddsstöðum
Siggeir Pétursson
bóndi á Oddsstöðum
Jóreiður Ólafsdóttir
vinnukona víða í Ölfusi
Sigurður Sigurðsson
„blindi“ vinnumaður á
Hjalla í Ölfusi og víðar
Sigrún Sigurðardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðni Eyjólfsson
verkstjóri í Gasstöðinni í
Reykjavík og vinsælt revíuskáld
Guðríður Þórðardóttir
vinnukona í Drangshlíð
og á Mosfelli í Grímsnesi
Eyjólfur Snorrason
vinnumaður í Mýrdal og undir Eyjafjöllum
Úr frændgarði Péturs Guðjónssonar
Guðjón Guðnason
yfirlæknir í Reykjavík
Á sunnudaginn sendi IngólfurÓmar mér tölvupóst, sagði að
sér hefði dottið í hug að gauka að
mér vísum: „Þannig var að ég vakti
síðastliðna nótt því veðrið var ein-
staklega fallegt kyrrt og bjart.“
Faðminn býður friðsæl nótt
foldu geislar hjúpa.
Blærinn andar blítt og rótt
blómin höfði drúpa.
Geislum lýsir grund og hól
glitra nýpur fjalla.
Roða gulli sveipar sól
sund og jökulskalla.
Líður hljóð um lágan mó
lindin silfurtæra.
Yfir mjúkri mosató
merlar döggin skæra.
Sigrún Haraldsdóttir segir frá
því á netinu, að hún hafi ort þessa
vísu á sunnudag: „Hún er kannski
ekki alveg sönn, andvarinn var satt
að segja á fleygiferð. Hitt er sann-
leikur“:
Enn nú tendrast augnaglóð,
andvarinn er blíður,
Drottinn, nú er gatan góð
og gangvari minn þíður.
Björn Ingólfsson kvað á móti:
Út að ríða ein hún fór,
andvarinn var stríður,
gatan eins og grýttur flór
en gangvarinn var þýður.
Sigrún svaraði:
Eins ef grjótið illa lætur
eða myndar götu stinna
treysti ég á fima fætur
færleiks innstu drauma minna.
Guðmundur Sveinsson hélt áfram
Til öræfanna haldið hef
á hestakosti mínum.
Létti lausan tauminn gef
líkt og í draumum þínum.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir á
Boðnarmiði og kallar „Viðvörun“:
„Hún Grímhildur mín er grálynd,
geðstirð úr hófi og þrálynd“,
segir hann Björn
bóndi á Tjörn,
„og nú eru veður öll válynd“.
Jóhann S. Hannesson yrkir í
„Hlymrek á sextugu“:
Sértu fríður er gróflega gaman
að gera sig ljótan í framan
með fettum og brettum
og glennum og grettum
Ég geri það tímunum saman.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Björt nótt og
gangvarinn þíður