Morgunblaðið - 23.06.2021, Side 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021
Mjólkurbikar karla
32-liða úrslit:
KF – Haukar............................................. 1:2
Þór – Grindavík ........................................ 2:1
Völsungur – Leiknir F. ................... (frl.) 2:1
Lengjudeild kvenna
Augnablik – Haukar................................. 1:3
Grótta – HK .............................................. 1:2
FH – Grindavík......................................... 1:0
ÍA – Víkingur R. ....................................... 1:5
KR – Afturelding...................................... 1:1
Staðan:
KR 7 5 1 1 19:8 16
Afturelding 7 4 3 0 19:9 15
FH 7 5 0 2 14:7 15
Víkingur R. 7 3 2 2 15:11 11
Haukar 7 3 1 3 10:10 10
ÍA 7 3 0 4 9:17 9
Grótta 7 2 1 4 10:14 7
HK 7 2 1 4 10:17 7
Augnablik 7 1 2 4 8:14 5
Grindavík 7 0 3 4 9:16 3
EM karla 2021
D-RIÐILL:
Króatía – Skotland ................................... 3:1
Tékkland – England................................. 0:1
Lokastaðan:
England 3 2 1 0 2:0 7
Króatía 3 1 1 1 4:3 4
Tékkland 3 1 1 1 3:2 4
Skotland 3 0 1 2 1:5 1
Leikir í dag:
E: Slóvakía – Spánn .................................. 16
E: Svíþjóð – Pólland .................................. 16
F: Portúgal – Frakkland........................... 19
F: Þýskaland – Ungverjaland .................. 19
Ameríkubikar karla
Úrúgvæ – Síle ........................................... 1:1
Argentína – Paragvæ............................... 1:0
Hvíta-Rússland
Bikarkeppnin, 32-liða úrslit:
Baranovici – BATE Borisov................... 1:6
- Willum Þór Willumsson var ekki í leik-
mannahóp BATE Borisov.
Noregur
Vålerenga – Arna-Björnar..................... 2:0
- Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik-
inn með Vålerenga og skoraði. Amanda
Andradóttir kom inn á sem varamaður á 60.
mínútu og skoraði.
- Guðbjörg Gunnarsdóttir var ónotaður
varamaður hjá Arna-Björnar.
Aalesund – Stjördals Blink..................... 5:1
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Aalesund.
>;(//24)3;(
Úrslitakeppni karla
Þriðji úrslitaleikur:
Keflavík – Þór Þ. ...................................97:83
_ Staðan er 2:1 fyrir Þór frá Þorlákshöfn.
>73G,&:=/D
Völsungur og Þór frá Akureyri
tryggðu sér sæti í sextán liða úrslit-
um bikarkeppni karla í knatt-
spyrnu, Mjólkurbikarsins, í gær
ásamt Haukum.
Jakob Snær Árnason og Álvaro
Montejo skoruðu mörk Þórsara í
2:1-sigri gegn Grindavík á SaltPay-
vellinum á Akureyri.
Þá skaut Jakob Héðinn Róberts-
son Völsungi áfram í sextán liða úr-
slitn með sigurmarki í framleng-
ingu gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði
á Vodafone-vellinum á Húsavík en
staðan eftir venjulegan leiktíma
var 1:1.
Tómas Leó Ásgeirsson reyndist
svo hetja Hauka þegar liðið vann
2:1-sigur gegn KF á Ólafsfjarðar-
velli en hann skoraði sigurmark
leiksins á 68. mínútu.
Haukar, Völsungur og Þór verða
því öll í pottinum þegar dregið
verður í sextán liða úrslitin sem
fara fram dagana 11. og 12. ágúst.
Norðanliðin í
16-liða úrslit
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla, 32-liða úrslit:
Hertz-völlur: ÍR – ÍBV ............................. 18
Varmá: Afturelding – Vestri .................... 18
Samsung-völlur: Stjarnan – KA............... 18
Hásteinsvöllur: KFS – Víkingur Ó. ......... 18
Norðurálsvöllur: ÍA – Fram................ 19.15
Fífan: Augnablik – Fjölnir................... 19.15
Kaplakrikavöllur: FH – Njarðvík ....... 19.15
Kórinn: HK – Grótta ............................ 19.15
HS Orkuvöllur: Keflavík – Breiðablik..... 20
Í KVÖLD!
Afturelding hefur fengið hand-
knattleiksmarkvörðinn unga og
efnilega Andra Sigmarsson Schev-
ing að láni frá Haukum og mun
hann leika með liðinu á næsta tíma-
bili. Andri, sem er 21 árs, hefur ver-
ið annar markvarða Hauka undan-
farin ár og deildi því hlutverki með
Björgvini Páli Gústavssyni á nýaf-
stöðnu tímabili. „Andri sem hefur
leikið fyrir öll yngri landslið Ís-
lands mun fá dýrmæta reynslu hjá
Aftureldingu þar sem honum er
ætlað stórt hlutverk,“ segir meðal
annars í tilkynningu Hauka.
Úr Hafnarfirði
í Mosfellsbæ
Morgunblaðið/Eggert
Lán Andri mun leika með Aftureld-
ingu á komandi keppnistímabili.
Hjörtur Hermannsson, landsliðs-
maður Íslands í knattspyrnu, er að
ganga til liðs við þýska B-deildar-
félagið Hamburger samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Hjörtur, sem er 26 ára gamall,
hefur leikið með danska úrvals-
deildarfélaginu Bröndby frá árinu
2016 og varð hann danskur meist-
ari með liðinu á nýliðnu tímabili.
Hamburger, sem er eitt af
stærstu knattspyrnufélögum
Þýskalands, hafnaði í 4. sæti þýsku
B-deildarinnar á síðustu leiktíð en
liðið féll úr efstu deild vorið 2018.
Landsliðsmaður
til Þýskalands
Morgunblaðið/Eggert
Þýskaland Hjörtur Hermannsson
er að ganga til liðs við Hamburger.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, átján ára framherji í liði Stjörnunnar, var
besti leikmaður sjöundu umferðar Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta að
mati Morgunblaðsins. Hildigunnur skoraði tvö mörk í 3:0-sigri Stjörnunnar
á ÍBV og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína. Hún hefur nú skorað fimm af
níu mörkum Garðabæjarliðsins í ár og er komin með ellefu mörk í fyrstu 29
leikjum sínum í efstu deild.
Agla María Albertsdóttir var enn og aftur í lykilhlutverki hjá Breiðabliki
og er í liði umferðarinnar í fimmta skipti á tímabilinu. Breiðablik vann Sel-
foss 4:0 í toppslag deildarinnar og á þrjá leikmenn í liðinu eins og sjá má
hér fyrir ofan. vs@mbl.is
7. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-3-3
Amber Michel
Tindastóll
Mist
Edvardsdóttir
Valur
Arna Sif
Ásgrímsdóttir
Þór/KA
Kolbrún Tinna
Eyjólfsdóttir
Fylkir
Kristín Dís
Árnadóttir
Breiðablik
Karitas
Tómasdóttir
Breiðablik
Anita Lind
Daníelsdóttir
Keflavík
Katrín
Ásbjörnsdóttir
Stjarnan
Þórdís Elva
Ágústsdóttir
Fylkir
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
Stjarnan
Agla María
Albertsdóttir
Breiðablik
5
2
2
2 2
Hildigunnur best í 7. umferð
EM 2021
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Raheem Sterling reyndist hetja
Englands þegar liðið vann 1:0-sigur
gegn Tékklandi í lokaumferð D-
riðils Evrópumóts karla í knatt-
spyrnu á Wembley í London í gær.
Gareth Southgate, þjálfari enska
liðsins, gerði fjórar breytingar á
byrjunarliði sínu og setti Jack
Grealish meðal annars í liðið, ásamt
þeim Bukayo Saka, Harry Maguire
og Kyle Walker.
Grealish var ekki lengi að þakka
þjálfaranum traustið því hann lagði
upp sigurmark leiksins strax á 12.
mínútu með frábærri fyrirgjöf sem
Sterling skallaði í netið af stuttu
færi úr teignum.
Bæði lið fengu tækifæri til þess að
bæta við mörkum en inn vildi boltinn
ekki og Englendingar fögnuðu sigri
og sigri í D-riðli með 7 stig en Tékk-
ar enduðu í þriðja sæti riðilsins með
4 stig.
_ Markaskorarinn Raheem Sterl-
ing hefur skorað bæði mörk enska
liðsins á EM til þessa en aðeins hann
og Alan Shearer hafa afrekað það að
skora fyrstu tvö mörk enska liðsins í
lokakeppni EM.
Króatar hirtu annað sætið
Þá tryggðu Króatar sér annað
sæti riðilsins með 3:1-sigri gegn
Skotum á Hampden Park í Glasgow
þar sem Nikola Vlasic kom Króöt-
um yfir á 17. mínútu.
Callum McGregor jafnaði metin
fyrir Skota á 42. mínútu og staðan
því 1:1 í hálfleik.
Luka Modric og Ivan Perisic
bættu hvor sínu markinu við fyrir
Króatíu í síðari hálfleik og Króatar
ljúka því riðlakeppninni með 4 stig í
öðru sæti riðilsins en Skotar eru úr
leik.
_ Luka Modric er bæði yngsti
leikmaður í sögu króatíska landsliðs-
ins til þess að skora í lokakeppni EM
og sá elsti. Hann var 22 ára og 273
daga gamall þegar hann skoraði
gegn Austurríki á EM 2008 í Aust-
urríki og Sviss og 35 ára og 286 daga
gamall þegar hann skoraði í gær.
Mótherjarnir skýrast í kvöld
England mætir liðinu sem endar í
öðru sæti F-riðils á Wembley í sex-
tán liða úrslitum 29. júní en þar
verður mótherjinn annaðhvort
Frakkland, Þýskaland, Portúgal eða
Ungverjaland. Öll liðin í riðlinum
geta endað í öðru sæti en Frakkar
eru með 4 stig fyrir lokaumferðina,
Þjóðverjar með 3 stig, Portúgal með
3 stig og Ungverjar með 1 stig. Í
lokaumferðinni í kvöldmætast
Þýskaland og Ungverjaland í Münc-
hen og Portúgal og Frakkland í
Búddapest.
Þá mæta Króatar liðinu sem hafn-
ar í öðru sæti E-riðils á Parken í
Kaupmannahöfn 28. júní í útsláttar-
keppninni. Svíar eru efstir í E-riðli
með 4 stig, Slóvakar eru með 3 stig,
Spánverjar með 2 stig og Pólland
með 1 stig. Öll liðin í riðlinum geta
því endað í öðru sæti en Slóvakía og
Spánn mætast í lokaumferðinni í
dag í Sevilla og Svíþjóð og Pólland
mætast í Pétursborg .
Það kemur svo í ljós að riðla-
keppninni lokinni hverjir mótherjar
Tékka verða í sextán liða úrslitum.
Erfiðir mót-
herjar bíða
Englands
- Króatía hirti annað sæti D-riðils
- Tékkland áfram þrátt fyrir tap
AFP
2 Raheem Sterling hefur skorað bæði mörk Englands á EM til þessa.
Ásgeir Sigurgeirsson skotíþrótta-
maður verður á meðal keppenda á
Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefj-
ast í Japan 23. júlí. Keppir Ásgeir þá
að óbreyttu á Ólympíuleikum í ann-
að sinn á ferlinum.
Ísland fær kvótapláss í keppni
með loftskammbyssu frá Alþjóða-
skotíþróttasambandinu en staða Ás-
geirs á heimslista hefur oft verið
nokkuð góð á síðustu árum.
Fram að þessu var sundmaðurinn
Anton Sveinn McKee eini íslenski
íþróttamaðurinn með kepnisrétt á
leikunum í Tókýó. Ekki hefur verið
heiglum hent fyrir íþróttafólk að
komast í alþjóðlega keppni og vinna
sig inn á leikana vegna heimsfarald-
ursins.
Ásgeir náði mjög góðum árangri
á Ólympíuleikunum í London árið
2012 þegar hann hafnaði í 14. sæti í
keppni með loftskammbyssu af 10
metra færi og var ekki langt frá því
að komast í úrslit í greininni.
Þá var Ásgeir ekki ýkja reyndur
keppnismaður en hefur síðan þá
keppt á mörgum stórmótum auk
þess að keppa í mörg ár í efstu deild
í Þýskalandi.
Í tilkynningu frá Íþrótta-og ól-
ympíusambandinu kemur fram að
Ásgeir muni keppa strax á fyrsta
keppnisdegi leikanna hinn 24. júlí.
Úrslitin í greininni eru á dagskrá
samdægurs.
Enn sem komið er hefur íslensku
íþróttafólki ekki tekist að ná lág-
mörkum fyrir keppni í frjálsum
íþróttum á leikunum í Tókýó. Takist
það ekki mun Ísland fá eitt sæti út-
hlutað í frjálsíþróttakeppninni. Ís-
lendingar munu því alla vega eiga
þrjá keppendur á Ólympíuleikunum
í Tókýó eftir tíðindi dagsins.
Takist Íslendingi að ná lágmarki í
frjálsum, Guðni Valur Guðnason er
til að mynda mjög nærri því í
kringlukasti, þá myndi viðkomandi
ná öðrum Íslendingi inn í frjáls-
íþróttakeppni leikanna. Ef við gef-
um okkur að Guðni nái lágmarki þá
myndi íslensk frjálsíþróttakona
einnig komast á leikana.
Morgunblaðið/Eggert
Tókýó Ásgeir Sigurgeirsson er á
leið á sína aðra Ólympíuleika.
Tveir Íslendingar með keppn-
isrétt á Ólympíuleikunum