Morgunblaðið - 23.06.2021, Page 24

Morgunblaðið - 23.06.2021, Page 24
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sautján heimildarmyndir í fullri lengd og sex stuttar heimildarmyndir verða á dagskrá hátíðarinnar Ice- Docs sem hefst í kvöld á Akranesi með sýningu á Crock of Gold – A Few Rounds with Shane MacGowan, heimildarmynd um tónlistarmanninn sem gerði garðinn frægan upphaf- lega með írsku hljómsveitinni The Pogues. Há- tíðin stendur yfir til og með 27. júní og er aðgangur ókeypis á allar sýningar. Ingibjörg Hall- dórsdóttir, stjórn- andi hátíðarinnar, segir hátíðina svipaða og í fyrra hvað varðar fjölda mynda og að með styrkjum og frjálsum framlögum sé hægt að bjóða upp á fríar sýningar. Sálarsumarið 1969 Ingibjörg er spurð að því hverjar séu aðalmyndir hátíðarinnar og nefn- ir hún fyrst eina sem bætt var við á síðustu stundu og náði því ekki inn í bækling hátíðarinnar. Nefnist sú Summer of Soul (or, When the Revo- lution Could Not Be Televised) sem hlaut bæði aðalverðlaun og áhorf- endaverðlaun í flokki bandarískra heimildarmynda á Sundance-kvik- myndahátíðinni í ár. Höfundur mynd- arinnar er bandaríski tónlistarmað- urinn Questlove úr hljómsveitinni The Roots og segir í myndinni af menningarhátíð sem haldin var í Harlem í New York sama sumar og Woodstock-hátíðin fór fram, árið 1969. Sóttu yfir 300.000 manns hátíð- ina í Harlem þar sem menning og tónlist Bandaríkjamanna af afrískum uppruna var í öndvegi. Myndefni frá hátíðinni var í geymslu í yfir hálfa öld og er nú loksins orðið aðgengilegt í heimildarmyndinni sem sýnd verður á sunnudag. „Svo er það Mole Agent frá Síle sem tilnefnd var til Óskarsverðlaun- anna og Gunda sem fjallar um svínið Gunda og er eftir Viktor Kossakov- skíj, þetta eru stóru myndirnar,“ seg- ir Ingibjörg en segist þó alltaf mjög hrifin af minni myndunum. „Við erum líka með Lost Boys sem er svakaleg frásögn af finnskum strákum sem eru í neyslu, fara til Kambódíu og lenda í frekar slæmum hlutum þar,“ segir Ingibjörg og eru viðkvæmir varaðir við myndinni. Sadri Cetinkaya og Joonas Neuvonen eru höfundar myndarinnar sem er ein tekjuhæsta heimildarmynd allra tíma í Finnlandi og hefur hlotið mikla athygli og umtal víða. Falleg mynd um gyltu og grísi Gunda fyrrnefnd segir af sam- nefndri gyltu og grísum hennar og er framleidd af bandaríska verðlauna- leikaranum Joaquin Phoenix. Myndin er sýnd á IceDocs í samstarfi við Samtök grænkera á Íslandi og matur verður í boði fyrir sýningu. Munu um- ræður svo fara fram að henni lokinni. Ingibjörg er spurð að því hvort myndin sé til þess gerð að fá fólk til að hætta að borða kjöt og segir hún að það sé ekki beinlínis svo. „Það er verið að fylgjast með þessari gyltu sem er úti í móa með gríslingana sína. Myndin er ofboðslega fallega tekin, öll svarthvít og maður er í rauninni bara að fylgjast með dýrunum í sveit- inni. Það hefur óhjákvæmilega þau áhrif að fólk sem hefur kannski ekki velt svona málum fyrir sér finnur til samkenndar með dýrunum og þess vegna hefur hún kannski verið tengd við þessar hreyfingar,“ segir Ingi- björg um tenginguna við grænkera. Myndin er án tals og hefur líka hlotið athygli fyrir aðkomu Phoenix sem talað hefur gegn kjötáti. Myndir hátíðarinnar fjalla um allt milli himins og jarðar og segir Ingi- björg að reynt sé að sýna alls konar sögur og flakka eins mikið um heim- inn og mögulegt er. Mikil vinna hlýt- ur að liggja að baki skipulagningu svona hátíðar og segir Ingibjörg að hún og aðrir skipuleggjendur hafi horft á yfir þúsund myndir. „Stund- um erum við með myndir sem okkur langar mikið að sýna en kannski tvær eða þrjár um svipað viðfangsefni og þá þarf að velja á milli þeirra,“ segir hún. Boðið verður upp á ýmsa viðburði aðra en kvikmyndasýningar og má af þeim nefna tónleika, barsvar með Nielsi Thibaud Girerd og uppistand með Nick Jameson. Síðast en ekki síst ber að nefna að flestar myndanna verða aðgengilegar á vef hátíðarinn- ar, icedocs.is, um klukkustund eftir að sýningar hefjast í bíóhúsi Akra- ness, hinni fallegu Bíóhöll. Heimshornaflakk á Skaganum - Heimildarmyndahátíðin IceDocs hefst í dag á Akranesi og er nú haldin í þriðja sinn - 23 alþjóð- legar heimildarmyndir, langar og stuttar, eru á dagskrá auk fjölbreyttra viðburða - Líka á netinu Falleg Gyltan Gunda með einum grísa sinna. Í heimildarmyndinni Gundu er fylgst með dýrunum í svarthvítu og er myndin alveg án tals. Varúð Lost Boys þykir allsvakaleg. Hér er veggspjald hennar. Ingibjörg Halldórsdóttir Heimsfrumsýning Á laugardagskvöld verður Queendom heimsfrumsýnd en í þeirri áhugaverðu heimildarmynd segir af Le Filip, Shigo LaDurée og Cookie Kunty, þremur þekktum dragdrottningum í París árið 2020. 24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021 Myndlistarsýning Margrétar Jóns- dóttur, Handanheima, verður opnuð í Borgarbókasafninu í Spönginni í dag kl. 17 og er hún sumarsýning safns- ins. Sýningin er „vörðuð í innsetningu sem inniheldur persónulega muni Margrétar og hluta af heimili hennar, sem hún flytur inn í sýningarrýmið,“ eins og segir í tilkynningu og vinnur Margrét með upplifanir, umhverfi, tilfinningar og reynslu sem umbreyt- ast í myndmál. „Það getur haft marg- víslegar skírskotanir, bæði augljósar og faldar, sem síðan þróast út í eitt- hvað allt annað en stóð til í upphafi. Allt fléttast einhvern veginn saman, lag ofan á lag sem mynda munstur og úr skítnum framkallast fegurðin,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Margrét hefur starfað við myndlist í rúm 50 ár með listkennslu í 28 ár við ýmsa skóla og m.a. á vatnslitanám- skeiðum í Frakklandi. Hún hefur einnig unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu. Hún hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hún var einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 og Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, ásamt því að hafa komið að stofnun SÍM. Verk eftir Margréti eru í eigu helstu lista- safna landsins og hefur hún hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna. Persónuleg Innsetning Margrétar inniheldur persónulega muni hennar. Hluti af heimilinu í inn- setningu Margrétar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.