Morgunblaðið - 23.06.2021, Page 28

Morgunblaðið - 23.06.2021, Page 28
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Seyðfirðingurinn Óttarr Magni Jó- hannsson hefur alltaf haldið tryggð við æskustöðvarnar þótt hann hafi búið og starfað í Reykjavík undan- farna áratugi. Hann var kokkur á ís- fisktogaranum Gullveri NS 12, sem Síldarvinnslan gerir út frá Seyðis- firði, í um sjö ár á níunda áratugnum og fram á þann tíunda og fyrir skömmu, um 30 árum síðar, tók hann við gamla starfinu á ný. Félagarnir Óttarr Magni og Sig- urjón Hafsteinsson voru saman á Gullverinu fyrir ríflega 30 árum og sá fyrrnefndi segir að þeir hafi oft rætt um að gaman væri að endurtaka leik- inn, þó ekki væri nema til að sjá hvort þeir stæðu í fæturna. „Svo gerist það í byrjun apríl að Þórhallur Jónsson, annar skipstjóri Gullversins, sem var líka með mér á árum áður, hringir í mig, segist vanta kokk og spyr hvort ég sé ekki til í að koma austur og hlaupa í skarðið,“ segir Óttarr Magni um nýjasta starfið, sem hann þekkir þó svo vel. „Svo vel hittist á að ég var á milli starfa, þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar og spurði hvenær ég ætti að mæta. Síðan er ég búinn að fara nokkra túra og Sigurjón var með okkur á dekki í öðrum túrnum en bíð- ur á kantinum eftir næsta kalli.“ Óttaðist sjóveiki Stökkið um borð var ekki eins og Óttarr Magni hefði aldrei gert annað en hann segist hafa verið farinn að stíga ölduna eftir fyrsta sólarhring- inn. „Ég var með hnút í maganum og óttaðist sjóveiki, var slappur fyrstu 12 tímana, gat þó gefið mann- skapnum kvöldmat án vandamála og eftir hafragraut og lýsi fyrsta morg- uninn var þetta ekkert mál.“ Í áhöfninni eru nokkrir fyrrver- andi vinnufélagar Óttars Magna og þar er góður maður í hverju rúmi. „Þetta er skemmtileg áhöfn, góð blanda af eldri og yngri mönnum,“ segir ríflega miðaldra maðurinn, sem var unglingur, þegar hann fór fyrst á sjóinn að sumri til. Sumarið 1984 vantaði kokk í afleysingu á Gullverið og hann sló til, fór í tvo siglingatúra til Grimsby. Um veturinn kom sama staða upp og aftur lét hann slag standa. „Ég bjóst við að vera í nokkra mánuði en þeir urðu að um sjö árum.“ Óttarr Magni hefur lengst af unnið við sölu- og markaðsmál, er skráður kúlupennasali í símaskránni, en telur sig nú vera á réttri grein. „Við höfum lent í skítabrælum í nokkrum túrum en ég hef staðið þær af mér, kann eitthvað að elda og þetta hefur verið mjög gaman. „Sjómanns- líf, sjómannslíf/ástir og ævintýr“ söng Raggi Bjarna svo eftirminnilega og það er það sem þetta er með góðri veiði. Ég er mjög ánægður í kokka- buxunum og með svuntuna hérna um borð og er á meðan er.“ Veiði, ástir og ævintýr - Óttarr Magni tók við gamla starfinu eftir 30 ára fjarveru Í landi Óttarr Magni Jóhannsson eftir nýjasta túrinn.Fyrir 35 árum Óttarr Magni í Gullverinu 1986. ÍSLAN D VAKNA R Jón ax el - kr istín s if - ás geir p áll alla v irkna morg na fr á 06-1 0 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 174. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Keflvíkingar létu ekki senda sig í sumarfrí frá körfuknattleiknum án þess að vinna leik í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratit- ilinn gegn Þór frá Þor- lákshöfn. Keflavík sigraði 97:83 þegar liðin mættust í þriðja sinn í gær í Blue- höllinni en leikið var í Keflavík. Þór er þá yfir 2:1 en vinna þarf þrjá leiki til að verða meist- ari. Þórsarar fá á föstudagskvöldið tækifæri til að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins á eigin heimavelli í Þorlákshöfn en Þórsarar höfðu haft mikla yfirburði í einvíginu fram að leik gærdagsins. »23 Keflavík minnkaði muninn í úrslita- einvíginu gegn Þór frá Þorlákshöfn ÍÞRÓTTIR MENNING Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram göngu sinni í kvöld kl. 20 í Flóa í Hörpu. Þá kemur fram kvintett saxófón- leikarans Phils Doyle og flytur frumsamið efni í bland við síðari tíma djassstandarda í eigin útsetningum þar sem ævintýralegur spuni verður í hávegum hafður. Með Doyle koma fram trompet- leikarinn Snorri Sigurð- arson, Eyþór Gunn- arsson sem leikur á píanó, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson á kontrabassa og Einar sem leikur á trommur. Kvintett Phils Doyle leikur frum- samið efni og standarda í Múlanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.