Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 2
Ferðaþjónustan virðist vera að koma sterk til
baka ef marka má bókunarstöðu hvalaskoð-
unarfyrirtækisins Norðursiglingar.
Stefán Jón Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri
Norðursiglinga, segir að bókanir hafa farið ört
vaxandi frá því í mars og tekið kipp í maí þegar
slakað var á samkomutakmörkunum innan-
lands.
„Bókanir hafa verið mjög fínar og farið vax-
andi frá því við byrjuðum 1. mars. Það hefur
verið aukning núna í júní og við búumst við
aukningu í júlí,“ segir Stefán.
Hann segir fyrirtækið nú vera með þrjár
ferðir á dag en eftir 1. júlí verða þær fimm á
dag til þess að mæta eftirspurn. Hann bætir við
að flestir farþeganna séu erlendir ferðamenn.
„Bókanir sem við fáum langt fram í tíma eru
nær eingöngu erlendir ferðamenn og Íslend-
ingar koma yfirleitt með styttri fyrirvara. Ég
myndi segja núna séu um 85-90% farþega okk-
ar erlendir ferðamenn en þetta er auðvitað
mjög misjafnt,“ segir Stefán.
Stefán segir ferðamennina alveg himinlifandi
með siglinguna og mikið hafi verið um hval
undanfarnar vikur.
„Við getum aldrei lofað því að við sjáum hval
en undanfarnar vikur höfum við séð hval í öll-
um ferðum. Ef við sjáum ekki hval í ferð fær
fólk aftur frítt í hvalaskoðun þangað til það sér
hval,“ segir Stefán. logis@mbl.is
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Húsavíkurhöfn Bókanir í hvalaskoðunarferðir á Húsavík hafa tekið kipp og hvalir hafa sést í öllum ferðum Norðursiglingar að undanförnu.
Himinlifandi í hvalaskoðun
- Mestmegnis erlendir ferðamenn - Mikil fjölgun eftir slakanir á takmörk-
unum - Hafa séð hval í hverri einustu ferð síðustu vikur - Fjölga ferðum í júlí
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Eldsneytisverð hefur hækkað nokk-
uð undanfarna viku eða um 3-8 krón-
ur lítrinn og er listaverð á bensíni á
hefðbundnum bensínstöðvum Olís
og N1 nú komið í 254,9 krónur.
Listaverð á dísilolíu er komið í
236,30 krónur.
Costco býður lægsta verðið á bæði
dísilolíu og bensíni en bensínlítrinn
kostar þar 208,9 krónur og dísillítr-
inn 199,9 krónur. Lægsta verð á
völdum stöðvum Orkunnar, Dæl-
unnar, Atlantsolíu ÓB og N1 er frá
211,3-213,9 krónum á bensínlítra og
204,7 til 206,7 krónur á dísillítra.
Skýrist af heimsmarkaðinum
„Meginskýringin er að heims-
markaðurinn er allur á uppleið í
augnablikinu,“ segir Runólfur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda. „Að ein-
hverju leyti má örugglega tengja
það því að sumarleyfistíminn er
fram undan og það er aukin bjart-
sýni af því að það eru víða að opnast
gáttir eftir „Covid-ævintýrið“, þó
ekki jafn mikið og hér, en engu að
síður aukin ferðalög á einkabílum,“
segir hann.
„Verðið var eiginlega búið að vera
óbreytt lengi þar til um miðjan júní,
þá byrjaði það að stíga upp,“ segir
Runólfur. „Á sama tíma hefur
heimsmarkaðsverðið stigið í kring-
um fimm krónur og við það bætist
virðisaukaskattur, bensíngjöld og
olíugjöld. Þannig að þetta er ekki
álagningarhækkun, heldur má fyrst
og fremst rekja þetta til heimsmark-
aðsverðs.“
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri
Olís, tekur í sama streng og segir
hækkunina stafa af tvennu. Annars
vegar eftirspurn á heimsmarkaði
eftir Covid og hins vegar hækki
verðið alla jafna á sumrin þegar
Bandaríkjamenn fara í sumarfrí.
Eldsneyt-
isverð
hækkar
- Hækkun á heimsvísu
keyrir upp verðið hér
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Flest hjól sem er stolið eru ólæst eða
þeim læst með ódýrum víralásum, að
sögn Bjartmars Leóssonar. Hann
hefur fengið viðurnefnið „hjólahvísl-
arinn“ vegna þess hve duglegur
hann er að finna
stolin reiðhjól.
„Það er hægt
að klippa á ódýra
víralása með
klippum sem
komast fyrir í
rassvasa,“ sagði
Bjartmar.
„Sterkur hjólalás,
U-lás, „tommu-
stokkslás“ eða
sterkur keðjulás er málið. Gæðin
fylgja oft verðinu. Þótt fólki finnist
það stinga svolítið að kaupa dýran
lás þá stingur það ekki eins mikið og
að tapa dýru hjóli. Það er líka mik-
ilvægt að læsa hjólinu við eitthvað
fast. Maður má aldrei vera kærulaus
og hugsa að það sé í lagi að skjótast
aðeins frá hjólinu án þess að læsa
því. Svo er líka hægt að kaupa GPS-
sendi og setja á dýrt hjól til að sjá
alltaf hvar það er statt.“
Félagi Bjartmars stofnaði Face-
book-síðuna Hjóladót Tapað, fundið
eða stolið árið 2015. Þar er lýst eftir
stolnum reiðhjólum og hlaupahjólum
og sagt frá hjólum sem hafa fundist.
Nú eru um 8.400 manns á síðunni.
„Ég kom að þessu árið 2018. Það
byrjaði þannig að ég sá haug af hjól-
um fyrir utan þar sem heimilislausir
og bláfátækir gistu. Þegar ég fór að
skipta mér af þessu hættu þeir að
setja hjólin beint fyrir utan og
reyndu heldur að fela þau. Þetta hef-
ur haft þau áhrif að ég veit um tvo
„dílera“ sem eru hættir að taka við
hjólum sem greiðslu því nú er komið
kastljós á þau,“ sagði Bjartmar.
„Langflest hjól sem ég hef endur-
heimt hafa komið frá veikasta fólk-
inu sem er heimilislaust og búið með
framfærsluna fyrstu daga mánaðar-
ins. Svo þarf það einhvern veginn að
bjarga sér það sem eftir er. Þetta er
ekki vont fólk heldur veikt fólk, eins
og kunningi minn sagði svo rétti-
lega.“
Bjartmar sagðist eiga mest við þá
sem taka hjólin. Þar fyrir ofan eru
þeir sem taka við hjólum og koma
þeim í verð. Hann heyrði fyrir
nokkrum árum af gámi sem var á
leið úr landi. Í honum voru 160 hjól.
Um daginn hafði meintur hjóla-
þjófur í hótunum við Bjartmar. „Við
mættum 18 manns fyrir utan hjá
honum til að sýna honum að ég stend
ekki einn í þessu,“ sagði Bjartmar.
Það bar árangur. Fyrir tilstilli síð-
unnar eru komin augu út um allan
bæ og erfiðara að vera hjólaþjófur.
Hjólum er ekkert síður stolið í út-
hverfunum en miðbænum. Nýlega
auglýsti maður eftir 530 þúsund
króna rafhjóli sem hann var nýbúinn
að kaupa. Hann hafði ekki átt það í
sólarhring þegar hjólinu var stolið.
Eina helgina fann Bjartmar tvö 500
þúsund króna reiðhjól hjá einum
fíkniefnasala og endurheimti.
Bjartmar sagði að reiðhjól væru
orðin samgöngutæki margra.
Reykjavíkurborg hvetji til þess að
fólk hjóli og á sama tíma hverfi hjól-
in. Pawel Bartoszek borgarfulltrúi
setti nýlega færslu í hópinn um að
takast eigi á við þennan vanda í nýrri
hjólreiðastefnu. Kanna á leiðir til að
draga úr þjófnaði á hjólum í sam-
vinnu við lögreglu, tryggingafélög og
grasrótarsamtök hjólreiðafólks.
Alvöru hjólalás er málið
Ljósmynd/Facebook
Rafhjól Nýlega var brotist inn í læsta geymslu og þessu læsta hjóli stolið.
Bjartmar
Leósson
- Endurheimtir stolin reiðhjól - Mikilvægt að kaupa sterka hjólalása og festa
hjólin við eitthvað - Um 8.400 manns á Facebook-síðu um týnd og stolin hjól
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæð-
inu barst útkall rétt fyrir hádegi í
gær vegna vatnsleka í Háteigs-
kirkju. Stanslaust streymi vatns
hafði flætt inn í kjallarann en þegar
slökkviliðið kom á vettvang náði
vatnshæðin þar allt að 40 cm.
Upptök lekans eru óljós en lík-
legt þykir að hitablásari hafi gefið
sig með tilheyrandi afleiðingum.
Skemmdir hafa orðið á nótum,
textablöðum og öðrum hlutum sem
voru til geymslu í kjallaranum en
óljóst er hvort raki af völdum lek-
ans hafi valdið miklu tjóni í kirkj-
unni sjálfri. Er þar meðal annars að
finna verðmæt hljóðfæri eins og
flygil og orgel, sem ekki eru gerð
fyrir raka. Mun umfang skemmda
koma betur í ljós á næstu dögum.
hmr@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Háteigskirkja Skemmdir af völdum raka
munu koma í ljós á næstu dögum.
Leki í Háteigskirkju
olli nokkru tjóni