Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021 Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Þór Þorlákshöfn tryggði sér Íslands- meistaratitilinn í meistaraflokki karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu deild- arinnar síðastliðinn föstudag þegar liðið vann Keflavík í fjórða leik lið- anna í einvíginu um titilinn. Ragnar Matthías Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og einn frumkvöðla körfuboltans í Þorláks- höfn, segir erfitt að lýsa tilfinningunni sem fylgdi því að sjá heimaliðið sigra. „Maður hefur leyft sér það öðru hverju að dreyma um að þessi dagur rynni upp. Ég vildi ekki trúa því að þetta gæti gerst og nú trúir maður því varla að þetta hafi gerst,“ segir Ragn- ar. Hann segir sigurinn hafa mikla þýðingu fyrir félagið sjálft og sveitar- félagið í heild sinni. „Ég efast um að það sé betri auglýsingu að fá fyrir bæ- inn heldur en góða frammistöðu í íþróttum. Þetta gerist ekkert oft og því vekur það svo mikla eftirtekt þeg- ar það gerist. Öðru hverju gerast svona öskubuskuævintýri og þau eru svo falleg.“ Eitthvað sérstakt lá í loftinu Inntur eftir mögulegri útskýringu á velgengni liðsins segir Ragnar að margir samverkandi þættir hafi legið þar að baki. Eitthvað sérstakt hafi þó legið í loftinu þennan dag. „Það var ekki hægt að stoppa strákana. Þeir bara trúðu því að þeir gætu unnið þetta. Það var enginn efi,“ segir hann. „Það hefur verið svolítið aðalsmerki þeirra í vetur. Þeir halda bara áfram áfram þótt það gangi illa og gefast aldrei upp,“ segir Ragnar um leik- menn Þórs. Þeir hafi einnig haldið dampi í gegnum kórónuveirufaraldurinn sem setti sitt mark á íþróttastarf á Íslandi síðastliðið ár. „Þegar fyrsta stoppið kom þá vorum við ekkert að eiga við liðið. Á meðan önnur lið sendu er- lendu leikmennina sína heim, eða hvort þeir hafi valið að fara heim eða þeim skipt út, þá héldum við öllum okkar mönnum. Það var bara haldið áfram. Engu breytt. Við vorum bara með sama mannskapinn allan tímann en fórum eftir öllum sóttvarn- arreglum og samkomutakmörk- unum.“ Sama dag og Þór tryggði sér Ís- landsmeistaratitilinn var öllum tak- mörkunum vegna Covid-19- faraldursins aflétt hér á landi. Ragnar segir mikinn fögnuð hafa brotist út meðal fólks þegar sigur liðsins var í höfn. Þá hafi áhorfendum úr stúku verið hleypt inn á völlinn þar sem allir sem vildu fengu að halda á bikarnum. „Einn íþróttafréttamaðurinn sem var hérna á leiknum sagðist ekki muna eftir að hafa upplifað svona innileg fagnaðarlæti,“ segir Ragnar glaður í bragði. Segir lið þurfa að hafa hjarta Körfuboltaáhugi íbúa í Þorlákshöfn hefur farið vaxandi síðustu ár að sögn Ragnars. Grunnurinn að velgengni í deildinni liggi svo í þessum áhuga og góða utanumhaldi. „Það er mikill áhugi fyrir þessu og það er kannski grunnurinn að þessu öllu saman. Okk- ur hefur tekist að halda utan um þetta og búa til stráka hérna heima sem eru hæfir í úrvalsdeildina,“ segir Ragnar. „Það er sjaldnast sýnist mér að það sé hægt að fara bara og sækja menn hingað og þangað og borga hinum og þessum til að búa til lið sem vinnur. Það þarf að vera þetta hjarta. Það er það sem við höfum haft. Við erum allt- af að búa til leikmenn. Við eigum góða framtíðarleikmenn sem eru niðri á gólfi að æfa hjá okkur núna. Það er mjög vandað hvernig er staðið að þessu og hugsað um þetta. Við eigum eftir að skila af okkur fleiri svona leik- mönnum. Við vissum alveg að það kæmi að þessu einn daginn því við höfum unnið að þessu og búið þessa leikmenn til. Grunnurinn verður alltaf að vera heimamenn, til þess að þetta virki.“ Íbúar Þorlákshafnar enn í sigurvímu Mikil gleði ríkir í Þorlákshöfn eftir að karlalið Þórs tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn á föstudaginn, en þeir báru þar sigurorð af Keflvíkingum, sem lengi hafa verið stórveldi í körfunni. Morgunblaðið fór til Þorlákshafnar og ræddi þar við leikmenn, aðstandendur og áhangendur Þórs um sigurinn og hvaða þýðingu hann hefur fyrir bæjarfélagið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fölskvalaus sigurgleði Leikmenn og stuðningsmenn Þórs í Þorlákshöfn fögnuðu vel og innilega með stuðnings- mönnum sínum þegar Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Voru fagnaðarlætin innileg, enda fyrsti titill liðsins. Oskar Rybinski, íbúi í Þorlákshöfn, segir að hann sé ekki mikill körfuboltaáhugamaður en hann mætir þó stundum á leiki til að styðja heimamennina í Þór. Hann sagðist hafa valið fullkominn tíma til að mæta á leik þegar hann sá Þór sigra Keflavík í síðasta leik úrslitakeppninnar á föstudaginn. „Þetta var bara tryllt. Stúkan hristist,“ segir Oskar. Hann segir Þór hafa átt sigurinn fyllilega skilið enda hafi liðið unnið að þessu í langan tíma. Þá segir hann það hafa verið sérstaklega gleðilegt að sjá Þór sigra enda þekki hann til flestra leikmanna liðsins. „Þetta eru félagar og vinir manns, sem gerir þetta bara enn þá skemmtilegra,“ segir Oskar. Spurður hvort hann hafi orðið var við mikil fagnaðar- læti í bænum eftir leikinn svarar Oskar játandi. „Bærinn svaf ekki þessa helgi. Langt því frá. Bærinn var vakandi alla helgina að fagna.“ Morgunblaðið/Unnur Karen „Bærinn svaf ekki þessa helgi“ Oskar Rybinski Jóhanna M. Hjartardóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs Þorlákshöfn, er ánægð með sigurinn og tekur undir með eiginmanni sínum, Ragnari Matthíasi, þegar hann segir upp- lifunina ævintýri líkast. „Þetta var bara æðislegt. Það var svo mikil stemming í hús- inu og í seinni hálfleik small þetta einhvern veginn allt saman. Vörnin var frábær. Þetta var bara ólýsanleg gleði,“ segir Jó- hanna. Þá segir hún sterka liðsheld ríkja meðal leikmanna og að það hafi verið þeim í hag. „Ég held að þessi liðsheild, hjart- að og stemmingin hafi skapað þennan sterka sigur.“ Sigurinn hafi verið tímabær enda hafi mikil vinna verið lögð í upp- byggingu á liðinu að sögn Jóhönnu. „Við tókum þá ákvörðun að ráða inn sterka þjálfara og byggja liðið upp þannig að við gætum tryggt það að við yrðum stöðugt í efstu deild. Þetta er bara uppskera mikillar vinnu og samheldni,“ segir hún. Hún segist stolt af sigrinum, liðinu og öllum klúbbnum. „Það eru virkilega margir sem eru að uppskera mikla vinnu og margir bak við tjöldin, sem eru ekki endilega í framlínunni, sem eiga bara ofboðslega mikinn þátt í velgengni liðsins.“ Ljósmynd/Þór Þorlákshöfn „Vörnin var frábær“ Jóhanna M. Hjartardóttir Heimir Heimisson er einn forsprakka Græna drekans, stuðn- ingsliðs Þórs. Hann hefur að eigin sögn aldrei upplifað aðra eins stemmingu og myndaðist á leik Þórs við Keflavík. „Það var fólk þarna, sem hefur örugglega aldrei stigið inn í íþróttahús, sem hafði svo gaman af þessu og þetta var bara geðveikt. Fólk verður lengi að ná sér eftir þetta,“ segir Heim- ir. Sjálfur segist hann nánast hafa tapað sér í gleðinni þegar hann sá í hvað stefndi. „Ég bara missti mig þegar það var sirka mínúta eftir af leiknum. Ég hágrét bara. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Þetta var svo fjarlægt. Hvað þá núna, því Keflavík var alveg sterkasta lið sem hafði sést hérna í langan tíma. Það átti enginn að eiga „breik“ í þá og svo komum við, litla liðið úr Þórlákshöfn, og tókum þetta bara. Alveg galið,“ segir hann. „Líka að þetta lendi á þessum degi þegar Covid er að klárast, að þá verðum við Íslandsmeistarar í körfubolta. Maður man ekki endilega hverjir urðu Íslandsmeistarar fyrir fimmtán ár- um en eftir fimmtán ár mun fólk muna þetta.“ Að sögn Heimis fögnuðu leik- og stuðningsmenn liðsins sigrinum vel og lengi. Ljósmynd/Aðsend „Ég bara missti mig“ Heimir Heimisson „Þetta var eiginlega bara ólýsanlegt. Alger alsæla. Stór- fenglegt,“ segir Halldór Garðar Hermansson, leikmaður Þórs, um sigur liðsins á föstudag. Inntur eftir því hvort það hafi hjálpað liðinu að leikurinn hafi farið fram á heimavelli svarar hann játandi. „Það munar svo mikið um stuðninginn. Ég hef aldrei heyrt annan eins hávaða eins og þarna inni.“ Að sögn Halldórs átti nýr þjálfari, nýjar áherslur og reynsla stóran þátt í því að Þór sigr- aði að þessu sinni. „Reynsla skiptir miklu máli í þessu og kjarn- inn okkar er allur frá 24 til 30 ára. Þótt við höfum ekki unnið neitt áður þá höfum við verið lengi í deildinni og það small ein- hvern veginn allt á réttum tíma núna,“ segir hann. Að sögn Hall- dórs hefur liðið fengið mikið lof frá heimamönnum eftir sig- urinn. „Maður fer í búðina og það er alltaf verið að tala við mann sem er bara ógeðslega skemmtilegt. Þetta er búið að vera einn stór fögnuður síðan.“ Spurður hvað tæki svo við segist Halldór ekki vera viss. „Það er góð spurning. Ætli það sé ekki undirbún- ingstímabil bara og reyna að fara svo og vinna þetta aftur. Það þýðir ekkert að láta staðar numið hér. Það er bara áfram gakk.“ „Alger alsæla“ Morgunblaðið/Unnur Karen Halldór Garðar Hermannsson Fyrsti Íslandsmeistaratitill Þórs í Þorlákshöfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.