Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021 malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband. Oft er bent á ýmislegt að-finnsluvert í heilbrigðiskerf- inu hér á landi og iðulega á sú gagnrýni rétt á sér. Margt mætti betur fara, stundum þarf aukið fjármagn en stund- um þarf einungis að nýta fjármagnið betur og hafa vilja til að laga vinnu- brögð og verklag. Gagnrýnin á það sem betur má fara er gagnleg en ekki má gleyma hinu sem er til fyrirmyndar. - - - Á dögunum voru birtar tölur umungbarnadauða hér á landi og erlendis og vakti athygli að ung- barnadauði hér á landi var lægstur (fyrir utan Liechtenstein þar sem ungbarnadauði var af einhverjum ástæðum 0). Á Íslandi var talan 1,1 af 1.000 lifandi fæddum en 3,4 að meðaltali í ESB og tvöfalt til þrefalt hærri á hinum Norðurlöndunum en hér. - - - Þeir sem hafa þurft að nýta sérvökudeild Barnaspítala Hringsins undrast svo sem ekki góðan árangur hér á landi, því að þar er allt til mikillar fyrirmyndar. - - - Morgunblaðið ræddi þennan ár-angur við Þórð Þórkelsson, yfirlækni nýburalækninga og vöku- deildar, og hann lagði áherslu á að „hér á landi er mjög gott mæðraeft- irlit, fæðingarhjálp og ungbarna- vernd, auk þess sem þjónusta við nýfædd börn er mjög góð.“ - - - Þórður sagði að þá þjónustu semhér væri að finna við nýfædd börn væri ekki í boði alls staðar og að hún væri betri en í flestum öðr- um löndum hins vestræna heims. Það er í senn mikið ánægjuefni og þakkarvert að við skulum taka svo vel á móti nýjum landsmönnum. Þórður Þórkelsson Þakkarverð þjón- usta við nýbura STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigríður Jóhanns- dóttir, fyrrverandi skólastjóri Hjúkr- unarskóla Íslands, lést 23. júní sl. á Landspítala í Foss- vogi eftir stutt veik- indi, 91 árs að aldri. Sirgíður fæddist á Akureyri 11. nóv- ember 1929. Hún var dóttir hjónanna Jó- hanns Friðgeirs Steinssonar trésmiðs og Sigríðar Guð- bjargar Jóhanns- dóttur, húsmóður og klæðskera. Sigríður lauk prófi frá Gagnfæða- skóla Akureyrar árið 1946. Eftir störf á skrifstofu KEA innritaðist hún í Hjúkrunarskóla Íslands árið 1951 og lauk þaðan prófi í mars 1954. Hún starfaði við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri til ársloka 1954 en hélt þá til Bandaríkjanna og lauk námi í gjörgæsluhjúkrun á Presbyterian Hospital í Chicago ár- ið 1956. Sigríður starfaði á North- western Hospital í Minneapolis þangað til hún flutti aftur heim til Íslands. Eftir heimkomuna var Sig- ríður heimavinnandi á meðan börn- in voru ung en vann aukavaktir á Landakoti og Borgarspítalanum eftir ástæðum. Árið 1973 fór hún í fulla vinnu utan heimilis. Sigríður lauk námi í uppeldis- og kennslufræðum við Kennaraháskóla Ís- lands árið 1976 og var við nám í Nord- iska Hälsovårdshög- skolan í sjúkra- hússtjórnun og umhverfisvernd á ár- unum 1979-81. Sigríður var kenn- ari við Nýja hjúkr- unarskólann 1975- 77, hjúkrunarfor- stjóri St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði 1977-79. Árið 1979 réðst hún sem kennari við Hjúkr- unarskóla Íslands, varð yfirkennari 1982 og skólastjóri 1983-1987. Þá var skólinn lagður niður og allt hjúkrunarnám flutt á háskólastig. Sigríður var í broddi fylkingar um að sameina allt hjúkrunarnám á Ís- landi á háskólastigi. Á árunum 1988 til 1993 var hún hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Keflavík og að því loknu fór hún á eftirlaun. Eiginmaður Sigríðar var Valtýr Bjarnason, yfirlæknir svæfinga- deildar Landspítalans, hann lést 1983. Börn þeirra eru: Bjarni, Jó- hann, Valtýr og Sigríður Þórdís. Sigríður átti 13 barnabörn og 10 barnabarnabörn. Andlát Sigríður Jóhannsdóttir Banaslys, sem varð í ágúst á síðasta ári við Stigá í Öræfum, þegar öku- maður bifhjóls missti stjórn á hjól- inu, er meðal annars rakið til þess að hjólinu var ekið of hratt og einnig var öryggisbúnaður ökumannsins ófullnægjandi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti skýrslu um slysið í gær. Þar kemur fram, að skömmu áður en ökumaður á bifhjóli kom að brúnni yfir Stigá byrjaði hjólið að skjálfa með þeim afleiðingum að ökumaður- inn missti stjórn á því, féll og rann eftir veginum. Hann rakst utan í bif- reið sem kom úr gagnstæðri átt og kastaðist út fyrir veg. Ökumaðurinn lést af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Stuttu fyrir slysið hafði ökumaður á vesturleið mætt bifhjólinu vestan við brúna yfir Stigá. Vitnið sá að hjólið tók að rása, fyrst framhjólið og stýrið, þar til allt hjólið fór að sveifl- ast til. Hjólið stefndi þá yfir á rangan vegarhelming og þurfti vitnið að aka eins og hægt var út í vegkant til að koma í veg fyrir að hjólið lenti á bif- reiðinni. Í skýrslunni kemur fram út- reikningar sérfræðings bendi til þess að bifhjólið hafið verið á 122 km/klst. hraða fyrir slysið en leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Þá segir að erfitt sé að segja til um hvers vegna hjólið fór að skjálfa eða skakast til. Þekkt sé að bifhjól geti verið viðkvæm fyrir sveiflum, t.d. ef slit er komið í legur eða fóðringar. Titringur geti einnig orsakast af við- brögðum ökumannsins eða af utan- aðkomandi orsökum. Þá segir í skýrslunni, að hjálmur ökumanns bifhjólsins hafi ekki verið ætlaður til notkunar á bifhjólum. Banaslys rakið til hraðaksturs - Öryggisbúnaður ökumanns bifhjóls var einnig talinn hafa verið ófullnægjandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.