Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 9

Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021 HJÁLMAR Í MIKLU ÚRVALI Skoðaðu úrvalið á orninn.is ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA SolsticeMIPS TyroYouth (50-55 cm) Little DipperMIPS (46-50 cm) 8.990 kr. 11.990 kr. 8.990 kr. Sveitabúðinni Sóley, sem Sóley Andrésdóttir opnaði árið 2004 í Tungum í Flóahreppi, hefur nú verið lokað „Það er voða skrýtið að vera að loka eftir allan þennan tíma, en nú er ég frjáls og get farið hvert sem ég vil, hvenær sem er,“ sagði Sóley við Morgunblaðið. Hún var áður einnig með búskap í Tungum en hætti honum fyrir nokkru síðan. „Búðin og búskapurinn tengdust rosalega mikið. Þá kom fólk í búðina með börnin sín og fór síðan í fjár- húsin að kíkja á kálfana, kindurnar, lömbin og hænurnar. Það er vegna þessa sem verslunin hét Sveitabúð- in.“ Saknar viðskiptavinanna Þá segir Sóley að viðskiptavinir hennar hafi komið alls staðar af á landinu og segir marga hafa gert sér sérstaka ferð á Suðurlandið til þess að líta við. Hún segir samskipti við viðskiptavini það sem hún muni sakna mest við reksturinn. Það hafi verið gaman að fá að fylgja þeim í gegnum öll þessi ár. „Svona er lífið, maður getur ekki alltaf verið að gera það sama, það er gaman að takast á við nýjar áskor- anir.“ Sveitabúðin Sóley hætt- ir rekstri - Mun sakna viðskiptavinanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Spennt Sóley segir það spennandi að takast á við nýjar áskoranir. Sauðamjólkurísinn, sem Ann-Marie Schlutz býður upp á í nýopnuðum matarvagni við Hengifoss í Fljóts- dal, reyndist svo vinsæll að hún þurfti fljótlega að loka vagninum til að framleiða meira. Ann-Marie, sem er þýsk að upp- runa en hefur búið á Íslandi í fimm ár, opnaði matarvagninn Hengifoss Food Truck á fimmtu- daginn. Þar selur hún matvörur sem hún framleiðir sjálf. Ásamt sauðamjólkurís býður hún upp á sorbet-ís og hefðbund- inn kúamjólkurís. Sauðamjólkurís- inn seldist upp strax um helgina og lítið var eftir af kúamjólkur- og sorbet-ísnum. Neyddist Ann-Marie því til að loka vagninum í gær til þess að framleiða meira. Krökkum líkaði ísinn „Mér fannst mjög gaman að sjá að krakkar voru líka mjög til í að smakka sauðamjólkurís og fannst hann mjög góður. Þau eru bestu dómararnir,“ segir Ann-Marie. Hún segist lengi hafa haft áhuga á að nýta sauðamjólkina. Hún leggur áherslu á ferskt staðbundið hráefni. Hægt er að fá bláber og rabarbara með ísnum beint úr garðinum. Í matarvagninum er einnig hægt að fá vöfflur eftir uppskrift ömmu Ann-Marie, kjötsúpu, grænmetis- súpu og drykki. Ann-Marie segir að hún sé rétt að byrja í matseld- inni og hafi ýmsar hugmyndir um vöruþróun. Til dæmis sé hún að gera tilraunir með gæsaegg. esther@mbl.is Sauðamjólkurísinn vinsæll Morgunblaðið/Eggert Sauðaís Ann-Marie Schlutz í nýja matarvagninum við Hengifoss í Fljótsdal. - Þurfti að loka matarvagninum til að framleiða meira Eitt kórónuveirusmit greindist á föstudaginn og fjögur á laugardag samkvæmt upplýsingum á vef Al- mannavarna, covid.is, sem birtist í gær. Voru öll smitin hjá ferða- mönnum utan sóttkvíar, sem fram- vísuðu vottorði um bólusetningu gegn Covid-19 eða fyrri sýkingu, við komuna til landsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við mbl.is í gær að sumir ferðamannanna hefðu farið nokkuð víða um land, og þyrfti því einhver fjöldi að fara í sóttkví vegna smit- anna. Smitrakningu lauk í gær og sagði Hjördís Guðmundsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Almannavarna, í gær- kvöldi að rúmlega 20 manns hefðu þurft að fara í sóttkví vegna þessa. Fimm smit greind- ust um helgina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.