Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
LKINUGEFÐU
DAGAMUN
Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Stór þriggja brauta flugvöllur, fjöldi
kafbátaleitarflugvéla, 1.500 manna
herlið, 500 braggar, stórt sjúkrahús og
ótalmargt fleira.
Sá var veruleikinn
fyrir um 80 árum í
Kaldaðarnesi í
Flóa, skammt frá
Selfossi, þar sem
Bretar útbjuggu
víghreiður í síðari
heimsstyrjöld.
Herstöðvar þess-
arar naut aðeins
við í örfá ár og
flest sem minnir á
stríðsrekstur á þessum slóðum hefur
verið fjarlægt. En sagan lifir á þessum
slóðum sem félagar í Churchill-
klúbbnum heimsóttu sl. laugardag.
Kaldaðarnes er týndur kafli
Fyrirlestrar og fræðsluferðir hafa
verið á dagskrá Churchill-klúbbsins
mörg undanfarin ár. Meðal annars
hefur verið farið til Bretlands og heim-
sótti staðir sem tengjast Winston
Churchill (1874-1965) sem var for-
sætisráðherra Breta og forystumaður
á stríðsárunum. Af nægu er að taka,
því Churchill er stór í sögunni.
Sitthvað var svo að sjá í Kaldaðar-
nesi en einnig í flug- og stríðsminja-
safni á Selfossflugvelli, sem Einar Elí-
asson hefur komið þar upp.
„Kaldaðarnes er um margt týndur
kafli í sögu síðari heimsstyrjald-
arinnar á Íslandi,“ segir Bergsteinn
Einarsson, framkvæmdastjóri Sets hf.
á Selfossi. Bergsteinn er sonur áður-
nefnds Einars Elíassonar, og tók hann
á móti Churchill-félögum í safni föður
síns.
Bretar gripu í tómt
„Ég hef grúskað mikið í sögu stríðs-
áranna á Suðurlandi; svæði þar sem
gerðist sitthvað er hafði afgerandi
áhrif á framvindu atburða þegar heim-
urinn fór í stríð. Hingað í safnið hafa
síðan borist ýmsir merkir munir sem
þessu tengjast, einnig myndir og ann-
ar fróðleikur. Þessu er gaman að segja
frá, ekki síst fólki sem hefur sett sig
inn í þessa sögu,“ segir Bergsteinn.
Bretar hernámu Ísland þann 10.
maí 1940 og var þar 800 manna flokk-
ur úr Konunglega breska landgöngu-
liðinu, 2nd Royal Marine Battalion.
Hermennirnir náðu þá strax yfirráð-
um í Reykjavík og mikilvægum stofn-
unum þar. Strax á fyrsta degi hélt svo
40 manna deild austur fyrir fjall, að
Selfossi og áfram að Kaldaðarnesi til
að ná flugvellinum þar. Þar gripu
Bretar hins vegar í tómt, flugvélar
höfðu vissulega lent nokkrum sinnum
þarna á sléttum bökkum Ölfusár, en
tæpast var hægt að nota orðið flug-
völlur um þá aðstöðu.
Bretarnir létu þetta þó ekki slá sig
út af laginu, heldur unnu áfram eftir
áætlunum sem gerðar höfðu verið.
Þegar leið á sumarið og haustið 1940
var fjöldi Íslendinga kominn í vinnu
við byggingu flugvallarins og í nóv-
ember voru 300 verkamenn og vöru-
bílstjórar komnir í vinnu. Reistar voru
byggingar og brautir steyptar og vor-
ið 1941 komu fyrstu flugvélarnar á
staðinn.
Virkisborgin yfirgefin
Í Kaldaðarnesi voru vélar af gerð-
unum Ferry Battle og Hudson sem
notaðar voru til eftirlits með suður-
ströndinni og við kafbátaleit úti á Atl-
antshafi. Þessu sinntu Bretar, en síðla
árs 1941 komu fyrstu bandarísku her-
mennirnir í Kaldaðarnes, Kaldy eins
og dátarnir kölluðu staðinn gjarnan.
Þar voru veruleg umsvif á vegum
hersins fram í marsmánuð 1943, þegar
gerði flóð í Ölfusá svo flæddi yfir her-
stöðvarsvæðið sem þá var yfirgefið í
skyndingu. Á annað þúsund hermenn
voru þá á svæðinu – þangað sem ekki
var snúið aftur. Virkisborgin stóð auð.
Eftir þetta var kraftur settur í gerð
flugvalla í Reykjavík og á Miðnesheiði,
sem enn standa. Eigi að síður hefur
jafnan verið litið svo á að Kaldaðar-
nesflugvöllur hafi verið afar þýðingar-
mikill; svo góður var árangurinn af
víðtæku kafbátaleitar- og eftirlitsflugi
þaðan.
Heimsóttu
herstöðina
- Churchill-fólk á Suðurlandi - Fróð-
leg ferð - Komu við í Kaldaðarnesi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kaldaðarnes Í gamla kirkjugarðinum en þar og víðar á staðnum er margvíslegar sögur og minjar að finna.
Kaldaðarnes
Selfoss
Ölfusá
Ingólfsfjall
F L Ó I
Churchill á
Suðurlandi
Stóra-Sandvík
Ö L F U S
1
1
Bergsteinn
Einarsson
Flugsýn Úr lofti sjást brautir Kaldaðarnesflugvallar enn, en allar byggingar og
mannvirki sem tengjast veru stríðsins þar hafa verið fjarlægð.
Heimsókn Fólk í Curchill-ferðinni, hér í flug- og stríðsminjasafni sem Einar
Elíasson athafnamaður hefur komið upp í gömlu skýli á Selfossflugvelli.
„Ferðin austur fyrir fjall var fróðleg og fjölsótt,“ segir Árni Sigurðsson,
formaður Churchill-klúbbsins. „Ég hafði aðeins heyrt óljóst um Kald-
aðarnesflugvöll og aldrei komið í stríðssafnið á Selfossflugvelli. Þetta
var eins og að ganga inn í liðinn tíma. Fólk var afar ánægt með daginn.“
Hugmyndin að heimsókn Churchill-klúbbsins á Selfoss kom frá Berg-
steini Einarssyni í Seti, sem í húsakynnum fyrirtækis síns hélt fyrirlestur
um starfsemina í Kaldaðarnesi. Góður rómur var gerður að erindi hans og
einnig fannst fólki gaman að koma á staðinn þar sem herstöðin var forð-
um, þótt ummerkin séu orðin fá.
„Áhugi á Winston Churchill er alltaf að aukast. Þar kemur til að á síð-
ustu árum hafa verið sýndir í sjónvarpi ýmsir þættir og kvikmyndir um
ævi Churchills og gildi hans sem voru hugrekki, staðfesta, stórlyndi, vel-
vilji og virðing fyrir frelsi einstaklingsins,“ segir Árni Sigurðsson.
Næst á dagskrá í starfi klúbbsins er samkoma sem fyrirhuguð er í
Reykjavík í ágúst nk. þegar 80 ár verða liðin frá komu forsætisráð-
herrans breska til Íslands. Það var í kjölfar fundar Churchills með Roose-
velt Bandaríkjaforseta á herskipum úti á Atlantshafi. Afrakstur þess
fundar var Atlantshafssáttmálinn og að Bandaríkjamenn tækju við vörn-
um Íslands af Bretum, eins og gekk eftir fáum mánuðum síðar.
Gengið var inn í liðinn tíma
ÁHUGI Á WINSTON CHURCHILL FER VAXANDI
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stríðssagan Fólk var afar ánægt með daginn, segir Árni um kynnisförina.