Morgunblaðið - 29.06.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
Hægri og vinstri flokkar héldu
meira og minna héruðum sínum og
sýslum í kosningum í Frakklandi á
sunnudag. Slógu gömlu flokkarnir á
allar vonir Þjóðfylkingar Marine Le
Pen og flokks Emmanuels Macrons
forseta um stöku sigur.
Þeirra verður getið í sögunni fyrst
og fremst fyrir metþátttökuleysi en
kjörsókn var innan við 35% sem er
met í frönskum kosningum. Forseta-
kosningar fara fram í Frakklandi í
apríl á næsta ári, 2022. Aðeins um
10% kjósenda 24 ára og yngri mættu
á kjörstað.
„Það er einn sigurvegari, þátt-
tökuleysið. Tveir taparar, stjórn-
armeirihluti forsetans (LREM) og
Þjóðfylkingin (RN), tveir sýndu and-
spyrnu, Lýðveldisflokkurinn og
sósíalistar, og einn sem ekki var
hægt að sneiða hjá, umhverfis-
sinnar,“ sagði AFP-fréttastofan.
Þetta voru fyrstu kosningar sem
flokkur Macrons teflir fram í en
hann var ekki til þegar síðast var
kosið til héraðsstjórna, árið 2014.
Bauð hann fram í þeim eingöngu nú,
ekki í sýslustjórnarkosningunum.
Flokkur Marine Le Pen hafði von-
ast eftir sigri í héraðinu Provence-
Alpes-Côte d’Azur í suðurhluta
landsins eins og kannanir bentu til.
Bætti flokkurinn hvorki við sig hér-
aði né sýslu í kosningunum og þykir
útkoma hans slök. Hið sama var að
segja um árangur flokks Macrons
sem galt víða afhroð og komst ekki
til valda í neinu héraði.
Le Pen gerði sér einnig vonir um
strandhögg norður í Hauts-de-
France-héraðinu við Calais og ná-
grenni. Sigurvegari varð náinn sam-
verkamaður Niocolas Sarkozys,
Xavier Bertrand.
„Hægri öfgamenn hafa verið
stöðvaðir og við ýttum þeim harka-
lega til baka,“ sagði Bertrand sem
boðað hefur framboð í forsetakosn-
ingunum í apríl nk. Hann þykir hafa
styrkt stöðu sína í þeim efnum, en
hann hlaut betri útkomu en nokkur
annar héraðsstjóri, vann með 52,9%
atkvæða. agas@mbl.is
Gömlu flokkarnir héldu velli
- Bertrand
styrkti stöðu sína
sem forsetaefni
AFP
Hittust Leiðir Emmanuels Macrons forseta og Xaviers Bertrands héraðs-
stjóra lágu saman í gær er forsetinn heimsótti héraðið Hauts-de-France.
Þrúgandi og hættulegur sumarhiti
geisar nú í strandhéruðum Norð-
vestur-Bandaríkjanna og Kanada
af völdum kyrrstæðrar hitabungu.
Mældist hiti hærri en nokkru
sinni fyrr í Lytton í Bresku-
Kólumbíu í Kanada, eða 46,6°C.
Féll þar með 84 ára gamalt hitamet.
Yfirvöld hvöttu fólk til að halda sig
innandyra vegna hitans.
Margir sóttu í ár og vötn til að
kæla sig og létu klettadýfingamenn
í Clackamas-ánni í High Rocks
Park í Oregonríki sér vel líka svo
sem sjá má af myndinni.
NORÐUR-AMERÍKA
Þrúgandi hitabunga
AFP
Margir sóttu í ár og vötn til að kæla sig.
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Stefan Löfven sagði af sér sem for-
sætisráðherra Svíþjóðar á blaða-
mannafundi í Stokkhólmi í gær-
morgun. Þingið hafði lýst vantrausti
á hann viku fyrr og rann frestur Löf-
vens til þess að ákveða hvort hann
boðaði til kosninga eða segði af sér
út í gær.
„Þetta er erfiðasta pólitíska
ákvörðunin sem ég hef tekið,“ sagði
Löfven á blaðamannafundinum.
Löven er fyrsti sænski stjórnar-
leiðtoginn sem samþykkt er van-
traust á en áður höfðu verið gerðar
til þess 11 árangurslausar tilraunir.
Framhaldið er í höndum þingforset-
ans, Andreas Norléns, að ræða við
leiðtoga þingflokkanna um útnefn-
ingu nýs forsætisráðherra. Það gæti
orðið tímafrekt ferli þar sem Norlén
þarf að ræða við formenn allra
flokka á sænska þinginu áður en
hann leggur til nýjan forsætisráð-
herra. Þá tillögu þurfa 175 þingmenn
að styðja. Takist það ekki mun þurfa
að boða til kosninga að nýju.
Ulf Kristersson, leiðtogi miðju-
flokksins Moderata samlingspartiet,
hefur verið nefndur sem líklegasti
arftaki Löfvens.
Löfven hefur staðið af sér hnignun
jafnaðarstefnunnar í Evrópu, upp-
gang hægri öfgamanna og heimsfar-
aldurinn áður en hann neyddist til að
segja af sér. Kubbslegi málmsuðu-
meistarinn með boxaranefið stýrði
sænsku vinstriflokkunum aftur að
stjórnvelinum árið 2014. Fjórum ár-
um seinna, 2018, hélt hann velli með
því að færa sig upp að mið-hægri-
flokkunum.
AFP-fréttastofan segir að allt of
snemmt geti verið að dæma Löfven
úr leik; manninn sem kom út sem
sigurvegari úr kosningunum 2018
sem taldar höfðu verið honum tap-
aðar. Þar naut færni hans til að ná
samstöðu um mál sín vel, því hann
náði að mynda nýjan meirihluta.
Löfven er fæddur í Stokkhólmi
1957 og neyddist bláfátæk móðir
hans til að gefa hann, þá 10 mánaða,
frá sér til fósturfjölskyldu í Sollefteå
500 km norður af Stokkhólmi þar
sem fósturfaðir hans starfaði í verk-
smiðju.
Sleginn í gólfið en órotaður
- Of snemmt að dæma Löfven úr leik á
þessu stigi, að mati stjórnmálaskýrenda
AFP
Afsögn Stefan Löfven tilkynnir um afsögn sína í Stokkhólmi í gær.
Gífurlegt bál varð í byggingu við Elephant og
Castle-lestarstöðina í London í gær. Reykjar-
mökkur steig til himins og sprengingar kváðu
við. Kviknaði í nokkrum verslunum. Síðdegis
sagði Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, að
slökkviliði hefði tekist að ná valdi á eldinum. Alls
tóku 100 slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfinu.
Eldsupptök voru ekki ljós en talið var að rekja
mætti þau til bílavarahlutaverslunar.
Gífurlegt bál í London
AFP
Singapúr er í hópi landa sem náð
hafa hvað bestum árangri í barátt-
unni við veirufaraldurinn og nú
ætlar landið inn á nýjar og gjör-
ólíkar brautir í þeim efnum.
Kjarni nýju stefnunnar er að eng-
ir verði settir í sóttkví, engir skim-
aðir og engar daglegar upplýsingar
um árangurinn.
Yfirvöld segja að héðan í frá
verði farið með kórónusmit eins og
hverja aðra umgangspest, eins og
flensu. Engin krafa um smitleysi
verður sett og ferðamenn verða
ekki lengur að sæta sóttkví. „Hið
nýja „normal“ verður að lifa með
covid,“ sögðu yfirvöld.
SINGAPÚR
Lifa með Covid-19
Norðurkóreska
ríkissjónvarpið
birti í gær mynd-
skeið sem á sér
ekki hliðstæðu
þar sem óbreytt-
ur borgari lýsir
áhyggjum af-
skyndilegu
þyngdartapi leið-
togans, Kims
Jong-un.
Bannhelgi hefur ríkt á umfjöllun
um heilsufar norðurkóreskra leið-
toga og vandlega passað upp á
ímynd Kims.
Helsta sjónvarpsstöð Norður-
Kóreu hefur einnig sýnt myndskeið
sem sýnir leiðtogann öllu grennri
en undanfarin ár.
NORÐUR-KÓREA
Áhyggjur af
þyngdartapi Kims
Kim Jong-un