Morgunblaðið - 29.06.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
✝
Sigrún Al-
bertsdóttir
fæddist í Keflavík
27. ágúst 1943.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja þann
16. júní 2021. Hún
var dóttir Alberts
Bjarnasonar
útgerðarmanns í
Keflavík, f. 27.11.
1897, d. 20.7. 1967,
og Lísbet Gestsdóttur hús-
móður, f. 3.7. 1900, d. 12.2.
1994. Systkini hennar voru
Bjarni Vilberg, f. 28.3. 1922, d.
21.12. 1981, Hin-
rik, f. 2.7. 1925, d.
25.11. 2004, og
Helga Erla, f. 19.4.
1934, d. 25.10.
2014.
Þann 27.4. 1963
giftist hún eftirlif-
andi eiginmanni
sínum Eðvald
Bóassyni, f. 27.7.
1943, og hófu þau
búskap í Njarðvík.
Börnin þeirra eru Margrét, f.
13.10. 1962, gift Ingólfi Ingi-
bergssyni, börn Eðvald, Elín
Guðrún og Bóas. Albert, f.
26.5. 1964, kvæntur Ingu Mar-
gréti Teitsdóttur og börn
þeirra Teitur Ólafur, Sigrún og
Elsa. Sigrún lætur eftir sig
fjögur ástkær langömmubörn.
Sigrún ólst upp í vesturbæ
Keflavíkur að Túngötu 21 og
hún gekk í Barnaskóla Kefla-
víkur og síðan í Gagnfræða-
skólann. Á unglingsárum sínum
fór hún ásamt nokkrum vin-
konum til Danmerkur í hús-
stjórnarskóla Restrup og nam
þar eldamennsku, hannyrðir og
fleira. Hún vann hin ýmsu störf
á sinni ævi, svo sem fisk-
vinnslu, afgreiðslustörf í versl-
un og lauk sínum starfsferli í
Njarðvíkurskóla. Hún tók þátt í
starfi Systrafélags Njarðvík-
urkirkju til margra ára.
Útför Sigrúnar fer fram í
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag,
29. júní 2021, kl. 13.
Elsku yndislega, kærleiks-
ríka mamma mín, það er komið
að kveðjustund allt of snemma,
ég var ekki alveg tilbúin fyrir
þennan dag - að hún væri ekki
lengur hér. Hún var ekki bara
mamma mín hún var líka mín
besta vinkona og ég á eftir að
sakna hennar mjög því við vor-
um einstaklega nánar og gott að
eiga hana að. Ef eitthvað stóð til
hjá okkur systkinum, ferming,
afmæli eða bara hvað sem var,
þá kom hún alltaf til aðstoðar og
með stafla af góðgæti.
Hún var alltaf svo kát og já-
kvæð og dillandi hláturinn var
mjög smitandi. Mamma átti
marga góða vini og átti auðvelt
með að umgangast fólk og sýndi
öllum áhuga. Faðmlögin voru
best frá henni og þar var maður
umvafinn hlýju og öryggi.
Ég er þakklát fyrir að hún
var mamma mín og allt sem hún
kenndi mér, þá sérstaklega að
vera góð manneskja.
Sumarbústaðurinn, sælureit-
urinn Stuðlakot, var staður fjöl-
skyldunnar og barnabörnin
elskuðu að vera með ömmu og
afa þar og í seinni tíð bættust
langömmu- og langafabörnin
við og nutu sín vel. Þar var allt-
af gleði og fjör, henni fannst
ekkert skemmtilegra en að fara
í sund með alla og eftir það voru
bakaðar pönnukökur eða hjóna-
bandssæla að hætti mömmu og
ekki má gleyma spila-
stundunum. Við mæðgur áttum
margar notalegar stundir þar á
björtum sumardögum, að
dunda við blóm og annan gróð-
ur og ekkert betra en heima-
ræktað grænmeti. Horfa á
kvöldsólina á pallinum og eiga
gott spjall.
Hún elskaði að hafa fjölskyld-
una í kringum sig og hafa gaman,
jólaboðið á annan í jólum var
hennar, þar naut hún sín best við
að gefa fólkinu sínu góðan mat og
eiga skemmtilega samveru.
Mamma var afar stolt og hreykin
af fólkinu sínu og var mikil amma
með sitt stóra hjarta, enda sóttust
barnabörnin og litlu lang-
ömmukrílin í að vera hjá henni oft
og mikið.
Mamma var dugleg og ósér-
hlífin vann hin ýmsu störf og ég
man þegar hún vann í fiski við
Bakkastíg í Njarðvík, þá skaust
hún heim í hádegishléinu og
hugsaði um okkur heima og dreif
sig svo aftur í vinnuna. Hún vann
líka við afgreiðslustörf í þónokkur
ár, ég man sérstaklega eftir Fía-
búð í Njarðvík og Skóbúðinni í
Keflavík, og henni fannst alltaf
gaman í vinnunni. Síðasti vinnu-
staðurinn hennar var í Njarðvík-
urskóla og þar naut hún sín best
innan um börn og unglinga. Eftir
að hún hætti að vinna þá voru
gamlir nemendur duglegir að
heilsa upp á hana og knúsa.
Mamma og pabbi bjuggu alla tíð í
Njarðvík og undu hag sínum vel.
Hún lést þann 16. júní sl. á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í
faðmi fjölskyldunnar, var búin að
berjast við krabbamein síðan
2018, hún var alveg ótrúlega dug-
leg og sterk allan tímann. Alltaf
hafði hún brosið og húmorinn
með í för.
Það er komið stórt skarð í fjöl-
skylduna sem verður erfitt að
fylla og mun ég minnast þín,
elsku mamma, og taka þig til fyr-
irmyndar.
Takk fyrir allt elsku mamma.
Himneskt
er að vera
með vorið
vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
Því hamingjan
felst í því
að vera með
himininn
í hjartanu.
Lifi lífið!
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Margrét Eðvaldsdóttir.
Elsku vinkona, ég sendi þér
smá kveðju með í sumarlandið.
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Þakka þér fyrir vináttuna,
góðvildina, hlýjuna og lífsgleð-
ina.
Sigríður Karólína
Ólafsdóttir (Sigga K).
Sigrún
Albertsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma.
Orð fá ekki lýst hvað ég sakna þín
mikið.
Þú kenndir mér svo margt um
ástina og lífið.
Þú sýndir að með kærleika sigr-
arðu heiminn,
með brosi þínu og hlýju þú lýstir
upp geiminn.
Ég er svo þakklát fyrir fjölskyld-
una sem þú gafst mér,
þakklát fyrir mömmu, sem er svo
ótrúlega lík þér.
Afi þú ert hetja og styrkur þinn er
hvatning,
fólkið ykkar er með þér til að
veita þér stuðning.
Nú er komið að því að
kveðja þig amma, hvíldu í
friði, ég elska þig alltaf.
Þín ömmustelpa,
Elín Guðrún.
✝
Kristín Þór-
jónsdóttir
fæddist í Ólafsvík
17. júní 1930. Hún
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 14. júní
2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Lovísa Magnús-
dóttir, f. 22.11.
1907, d. 30.9. 1988,
og Þórjón Jónasson, f. 11.5.
1908, d. 17.4. 1979.
Systkini hennar eru
Ágústa, f. 20.2. 1932, Sigríð-
ur, f. 2.11. 1933, d. 17.2. 1958,
Bergþór, f. 24.12. 1934, d.
29.3. 1935, Anton Elvar, f.
29.6. 1937, Sævar, f. 27.4.
1940, Ingibjartur Guðjón, f.
5.6. 1942, Steinunn, f. 28.7
Irina Gousseva, f. 16.1. 1974,
þeirra dætur eru a) Daría
Lind Einarsdóttir b) Katrín
Sól Einarsdóttir. 3. Guðni Ein-
arsson, f. 28.3. 1968, ókvænt-
ur og barnlaus.
Kristín ólst upp í Ólafsvík
til 14 ára aldurs, þaðan flutti
hún til Reykjavíkur til Elínar
föðursystur sinnar og hóf
störf á saumastofu. Vann hún
við saumaskap þar til hún
eignaðist sitt fyrsta barn og
við tóku þá húsmóðurstörfin
ásamt öðrum aukastörfum
sem hún sinnti með mynd-
arbrag þar til börnin uxu úr
grasi. Síðustu starfsárin sín
vann hún á deild Landspít-
alans í Hátúni 10. Meginpart
hjúskaparára sinna bjuggu
Kristín og Einar í Hátúni 45 í
Reykjavík en þaðan fluttu þau
í þjónustuíbúð á Brúnavegi 9
og síðan á hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð.
Útför hennar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, þriðju-
daginn 29. júní 2021, klukkan
15.
1943, Þórjón, f.
5.12. 1944, d. 1.2.
1945, og Elín, f.
17.7. 1946.
Hinn 25.4. 1957
giftist Kristín
Einari H. Ein-
arssyni, f. 22.4.
1928. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðbjörg Ein-
arsdóttir, f. 7.8.
1896, d. 24.2.
1980, og Einar Einarsson, f.
16.5. 1894, d. 4.7. 1980.
Börn þeirra eru: 1. Sigríður
Einarsdóttir, f. 9.11. 1958,
maki Ólafur Ægisson, f. 22.12.
1950, þeirra dætur eru a) Íris
Ósk Ólafsdóttir b) Kristín
Erla Ólafsdóttir c) Birna Dís
Ólafsdóttir. 2. Einar Þór Ein-
arsson, f. 30.7. 1963, maki
Elsku amma, orð geta ekki
lýst því hversu sárt við söknum
þín. Þú ert kannski ekki lengur
okkur við hlið, en þú ert alltaf
hér í hjarta okkar. Við ólumst
upp við að hafa þig alltaf nálægt
okkur. Þá var alltaf hægt að
koma til þín eftir skóla og fá
eitthvað gott í kroppinn og spila
ólsen ólsen. Takk fyrir að gefa
okkur endalaust af góðum minn-
ingum og að passa upp á okkur.
Takk fyrir alla samveruna,
elsku amma. Hvíl í friði.
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið
því fegursta blómið er frá okkur horfið.
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð í
hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir)
Daría Lind Einarsdóttir og
Katrín Sól Einarsdóttir.
Elsku amma okkar, mikið er
erfitt að hugsa til þess að við
fáum ekki að sjá þig aftur. Þú
varst besta amma í heimi, svo hlý
og góð og vildir allt fyrir okkur
gera. Þú varst alltaf til staðar
fyrir okkur og börnin okkar. Það
var alltaf gaman að koma í heim-
sókn til þín og afa í Hátúnið og
eigum við góðar minningar það-
an. Öll jólin sem haldin voru þar,
ófáar stundir sem við spiluðum
saman, svo fengum við svo oft að
gista hjá ykkur og það sem þú
gast stjanað við okkur. Alltaf vor-
um við velkomnar á heimilið þitt
og afa þar sem okkur leið alltaf
svo vel. Þú passaðir alltaf að eiga
eitthvað gott fyrir okkur að
borða og gerðir besta grjóna-
graut í heimi. Þegar við bjuggum
í Hlíðarbyggð passaðir þú okkur
oft og vorum við systur svo
ánægðar með það, því þú hugs-
aðir svo vel um okkur. Tókst á
móti okkur eftir skóla, varst allt-
af með heitan mat fyrir okkur og
passaðir að heimilið væri alltaf
hreint. Einnig eigum við góðar
minningar frá Flórída, þar sem
við vorum svo heppnar að þú og
afi komuð með okkur í nokkur
skipti þangað.
Það sem við systur erum lán-
samar að hafa átt þig sem ömmu,
þú kenndir okkur svo mikið,
varst alltaf svo stolt af okkur og
stóðst alltaf með okkur, alveg
sama hvað.
Að lokum látum við fylgja bæn
sem við fórum alltaf saman með
fyrir svefninn:
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði elsku amma, minn-
ingin um þig mun lifa í hjörtum
okkar. Við elskum þig og söknum
þín mikið.
Íris Ósk, Kristín Erla og
Birna Dís.
Elsku langamma, við munum
sakna þín óendalega mikið. Við
eigum mikið af skemmtilegum og
góðum minningum eins og það að
þú bauðst okkur alltaf kokteilá-
vexti í dós og ís þegar við komum
í heimsókn ásamt fleira góðgæti.
Þú spilaðir líka alltaf við okkur
og kenndir okkur ný spil sem þér
þótti mjög gaman. Þú varst einn-
ig svo góð að prjóna fyrir okkur
ullarsokka sem komu sér mjög
vel. Við hlökkuðum alltaf til að
gista hjá þér og afa og skemmt-
um við okkur alltaf þegar við vor-
um hjá ykkur í dekri. Þú varst
alltaf svo stolt af okkur og fylgd-
ist svo vel með bæði hvernig okk-
ur gekk í skólanum og einnig
áhugamálum okkar. Þú varst
alltaf svo fín og sæt og það var
alltaf allt tandurhreint heima hjá
þér og afa en leyfðir þú okkur
samt alltaf að drasla út og það
angraði þig ekkert.
Við elskum þig svo mikið
amma Stína og erum svo þakklát
fyrir þig og allt sem þú hefur gert
fyrir okkur.
Sara Mist, Daníel Breki
og Brynja Dís.
Alltaf þegar komið var til
Stínu systur tók hún brosandi á
móti manni og hlýjan streymdi
frá henni.
Elskulega og yndislega systir
mín Kristín Þórjónsdóttir hefur
nú kvatt þennan heim.
Æskuárin eru fegursti og eft-
irminnilegasti tími mannsævinn-
ar hjá þeim sem notið hafa þeirr-
ar gæfu að alast upp við eðlilegar
aðstæður og komist til manns án
mikilla áfalla.
Æska og ævi Stínu er efni í
heila bók eins og hún komst að
orði í eitt af mörgum skiptum er
við rifjuðum upp gamla daga. Það
voru bæði sárar og fagrar minn-
ingar er þar var rætt um. Því á
þeim árum var lífsbaráttan hörð
og miskunnarlaus. Sjúkdómar og
ýmis óáran hrjáði fólk og Stína
fékk sinn skerf af því. Það hlýtur
líka að hafa verið erfitt og reynt á
að vera elst í stórum systkina-
hópi og ekki síst er heilsuleysi
sótti fjölskylduna heim. Já, lífs-
baráttan var ólík á þessum árum
miðað við það sem nú er, en Stína
var stoð og stytta foreldra okkar
þegar fjölskyldan fór sístækk-
andi. Ég var það ungur er Stína
fór að heiman mjög ung til að sjá
sér farborða að ég man ekki eftir
henni heima á Ennisbrautinni
nema kannski í eitt eða tvö skipti
um jólin.
Stína bjó í Hátúni 45 og þar
var athvarf okkar fjölskyldu er
við þurftum að sækja höfuðborg-
ina. Stína var á tímabili má segja
eins og móðir mín, því allt það
nám er ég þurfti að sækja til
Reykjavíkur, þá dvaldi ég hjá
Stínu systur og kann ég þeim
Einari manni hennar miklar
þakkir og það er þeim að þakka
að ég er þó það sem ég er í dag.
Ég verð þeim ævinlega þakklát-
ur fyrir þá velvild og hlýju er þau
sýndu mér er ég dvaldi hjá þeim.
Ég á ekki nema góðar og ljúfar
minningar úr Hátúninu og sakna
þess tíma.
Einar Hörður Einarsson lifir
nú konu sína, er hugur minn hjá
þeim mæta manni og bið guð að
styrkja hann og styðja á þessum
erfiða tíma.
Allt á sér upphaf og allt á sér
endi og sagt er að það fenni í
sporin. Það mun aldrei snjóa það
mikið að minningin um systur
mína hverfi, því hennar ljúfa
minning mun aldrei hverfa úr
huga mér.
Þannig er að sólin hnígur
en rís svo upp að morgni dags
og fyllir sálir sæluvímu
en kveður svo að kveldi dags.
Nú sefur sálin sæl
og sólin okkur sýnir
í faðmi guðs hún hvílir
þar loga ljósin skær.
Hvíl í friði elsku systir.
Samúðarkveðja til fjölskyldu.
Ingibjartur Guðjón
Þórjónsson.
Kristín
Þórjónsdóttir
✝
Örn Friðriksson
fæddist í
Reykjavík 24. júlí
1938. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
21. júní 2021.
Foreldrar hans
voru Friðrik Guð-
mundsson, f. 6.8.
1903, d. 1.10. 1993,
og Elín Eggerts-
dóttir, f. 3.10. 1905,
d. 13.7. 1975. Systkini hans voru
Guðmundur Viðar, f. 6.1. 1942, d.
18.6. 1959, og Svanhildur Björg, f.
30.1. 1946, d. 2.4. 1984. Örn kvænt-
ist Unni M. Guðmundsdóttur, f.
26.12. 1932, þann 12.2. 1966. Börn
Arnar og Unnar eru: 1) Þórunn, f.
11.8. 1966, maki hennar er Helgi
Gíslason, þeirra börn eru Hugrún
og Hrafnhildur. 2) Elín, f. 3.11.
1967, dóttir hennar er Unnur
Hrefna. 3) Friðrik, f. 12.9. 1969,
maki hans er Sólveig Lilja
Sigurðardóttir, börn þeirra eru
Þorsteinn Örn, Árni Stefán, Unnar
Marinó og Stefanía
Lilja. 4) Guðrún, f.
24.9. 1971, maki
hennar er Jay Har-
vard, börn þeirra
eru Benjamín Þór og
Magnús Elías.
Örn ólst upp í
Reykjavík. Hann
stundaði gagnfræða-
nám við Héraðs-
skólann á Núpi og
útskrifaðist frá Sam-
vinnuskólanum á Bifröst 1960.
Örn starfaði við innleiðingu og
rekstur tölvukerfa hjá Sambandi
íslenskra samvinnufélaga, Varn-
arliðinu og ÍSAL, en þar starfaði
hann lengst í tölvudeild.
Örn var mikill áhugamaður um
forritun og var sjálfmenntaður á
því sviði, auk þess lá áhugi hans í
ljósmyndun og steinasöfnun og
tók hann þátt í ýmsu félagsstarfi
því tengdu.
Útför Arnar fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 29. júní 2021,
klukkan 15.
Það er með þakklæti í hjarta
sem ég minnist tengdaföður míns,
Arnar Friðrikssonar. Kynni okkar
hófust fyrir tæplega 30 árum þegar
ég kom í fyrsta skipti með Þórunni
í heimsókn á Löngubrekku 19. Örn
tók mér vel frá fyrstu stundu en
það tók mig tíma að kynnast hon-
um. Hann var ekki maður margra
orða og ræddi ekki tilfinningar sín-
ar. Elsku sína og vináttu sýndi
hann hins vegar gjarnan með ör-
læti og hjálpsemi. Hann var alltaf
til staðar og bauð fram aðstoð sína.
Ég minnist ekki að hann hafi neitað
nokkurri bón af minni hálfu og
hann vildi allt gera fyrir dætur mín-
ar sem voru fyrstu barnabörnin
hans. Lífsreynsla Arnar hefur
áreiðanlega átt sinn þátt í hvernig
hann mótaðist sem persóna. Bróðir
hans lést í slysi fyrir tvítugt og
systir hans veiktist ung og var rúm-
liggjandi í áratugi. Um þennan
harm ræddi hann aldrei svo ég
vissi. Örn hélt hins vegar mikið upp
á fjölskylduna, undirbjó góðar
veislur þegar allir gátu hist og var
duglegur að heimsækja börnin sín
norður í land og vestur í Ameríku.
Örn hafði fjölmörg áhugamál.
Tölvur, steinasöfnun, brids, ljós-
myndun og tónlist áttu hug hans.
Við deildum áhuga á ferðum um
landið og hann spurði mig ávallt um
þau fjöll sem ég gekk á. Áhugi á
knattspyrnu sameinaði okkur hvað
mest og stundum gafst tími til að
horfa saman á leik í sjónvarpinu.
Þá gaukaði hann gjarnan að mér
glasi af góðu wiskýi eða einhverju
álíka. Örn hafði líka mjög gaman af
því að stússa í eldhúsinu. Oft feng-
um við Þórunn og dætur okkar að
njóta þess þegar hann bar fram
nýja rétti sem hann hafði varið deg-
inum í að undirbúa.
Ég kveð góðan mann með sökn-
uði og þakklæti fyrir vináttu, hlýju,
traust og örlæti. Guð blessi minn-
ingu hans.
Helgi Gíslason.
Örn Friðriksson