Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 19
✝
Ólöf Gyða Sig-
ríður Bjarna-
dóttir, alltaf köll-
uð Gyða, fæddist í
Hafnarfirði þann
29. mars 1960.
Hún lést á heimili
sínu í Gautaborg í
Svíþjóð þann 3.
júní 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Bjarni
Guðmundur Guð-
jónsson, f. 10.10. 1932, d. 13.8.
2014, og Ásthildur Jóhanna
Guðmundsdóttir, f. 1.3. 1934,
d. 17.11. 2006. Bróðir Gyðu er
3. Jóhanna Elísa Skúladótt-
ir, f. 5.5. 1995, maki hennar
er Davíð Þór Viðarsson, f.
27.11. 1993.
Gyða ólst upp í Reykjavík.
Hún stundaði nám við
Kvennaskólann og lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1980. Síðar lauk
hún prófi í læknisfræði frá
Háskóla Íslands. Þá lá leiðin
til Svíþjóðar þar sem hún sér-
hæfði sig í augnlækningum.
Gyða og fjölskylda bjuggu í
Svíþjóð 1989 - 1994 en flutt-
ust svo til Íslands. Á Íslandi
starfaði hún sem augnlæknir,
lengst af á augnlæknastofunni
í Mjódd. Síðustu árin vann
hún sem augnlæknir í Sví-
þjóð.
Útför Gyðu fer fram í Ás-
kirkju í dag, 29. júní 2021, og
hefst athöfnin klukkan 15.
Guðmundur Þor-
kell Bjarnason, f.
11.4. 1953. Gyða
giftist Skúla Þór
Ingimundarsyni
16.7. 1988, þau
skildu árið 2008.
Börn þeirra eru:
1. Ingi Bjarni
Skúlason, f. 9.9.
1987.
2. Davíð Þór
Skúlason, f. 26.5.
1990, maki hans er Jóhanna
Sigríður Sveinsdóttir, f. 24.9.
Börn þeirra eru Embla Hjör-
dís og Víkingur Brynjar.
Fráfall móður okkar var ótíma-
bært og kom okkur systkinunum í
opna skjöldu. Það er sárt að hafa
ekki getað kvatt elsku mömmu
okkar. En við vitum að hún verður
alltaf með okkur.
Mamma stóð með okkur í því
sem við tókum okkur fyrir hendur.
Henni þótti mikilvægt að við stæð-
um okkur vel í skóla. Hún sótti
marga tónleika Inga Bjarna og Jó-
hönnu Elísu og hvatti þau áfram í
tónlistinni. Hún aðstoðaði Davíð
við flugnámið og kynnti sér flug-
heiminn að einhverju leyti. Hún
skemmti sér konunglega þegar
Davíð bauð henni í flugferð.
Mamma var ljóðræn og orti
mörg ljóð. Ljóð hennar bera vott
um trú, kærleik og erfiðleika. Eitt
ljóðanna orti hún til barnabarns-
ins, Emblu Hjördísar:
Elsku Embla ömmu dís
Englablómið Hjördís
Geisla af gleði augun blíð
Af guði sköpuð yndisfríð.
Hún hafði skemmtilegan og
smitandi hlátur. Það var líka
skemmtilegt að stríða henni.
Stundum sögðum við eitthvað sem
kom henni í opna skjöldu og þá
gátu viðbrögð hennar oft verið
skemmtileg. Svo var henni tjáð að
um grín væri að ræða, þá hristi
hún hausinn ákaft og fór í hlátur-
kast.
Ég man eftir því þegar mamma
gaf mér (Jóhönnu Elísu) prjónaða
peysu í jólagjöf árið 2019. Áður en
ég opnaði pakkann sagði hún:
„Þetta á nú eftir að koma þér á
óvart, Jóhanna mín“, eins og ég
hefði enga hugmynd um hvað væri
í pakkanum. En mamma var svo
fyndin með svona og var greinilega
ekki búin að átta sig á því að ég
vissi nákvæmlega að það var hand-
prjónuð peysa í pakkanum. Mán-
uðina á undan hafði mamma nefni-
lega spurt mig alls konar
spurninga sem gáfu til kynna að
hún væri að prjóna peysu á mig,
eins og t.d. hver málin mín voru.
Barnabörnin skipuðu stóran
sess í hjarta mömmu. Þegar henni
var sagt að hún væri að verða
amma þá brast hún í grát, það voru
gleðitár. Hún hlúði mikið að
tengdadóttur sinni, Jóhönnu Sig-
ríði, meðan á meðgöngu Emblu og
Víkings stóð. Hún spurði stöðugt
um líðan hennar og bauð fram að-
stoð sína. Hún var yfir sig spennt
þegar þau komu í heiminn, prjón-
aði á þau, gaf þeim gjafir og pass-
aði þau. Það var henni erfitt að
vera úti í Svíþjóð, sérstaklega á
tímum veirunnar. Margar myndir
voru sendar og raðaði hún mynd-
um af þeim á vegginn í svefnher-
berginu sínu þannig að myndirnar
mynduðu kross. Símtölin voru
mörg og töluðu hún og Embla oft
saman. Víkingur litli var ekki alveg
kominn upp á lag með þetta en
hann hlustaði. Barnabörnunum
þótti sérstaklega skemmtilegt að
fá ömmu sína í heimsókn á Horna-
fjörð sumarið 2020.
Mamma var mikið fyrir engla.
Hún átti alls konar englastyttur og
myndir, og alltaf bættust fleiri
englar í safnið. Mamma var svo
einstaklega góðhjörtuð og kær-
leiksrík að segja mætti að hún hafi
verið hálfgerður engill hér á jörðu.
Nú er elsku mamma orðin alvöru
verndarengill Guðs og hún vakir
yfir okkur börnunum og barna-
börnunum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Hvíl í friði, elsku, hjartans
mamma okkar. Þú verður alltaf
ljós í lífi okkar og við munum varð-
veita minningu þína um ókomna
tíð.
Ingi Bjarni Skúlason, Davíð
Þór Skúlason og Jóhanna
Elísa Skúladóttir.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar, hennar Gyðu. Ég
kynntist Gyðu þegar ég var 19 ára
og nýbyrjuð með syni hennar, hon-
um Davíð Þór. Gyða var einstak-
lega kærleiksrík manneskja, var
umhugað um náungann og hún
mátti ekkert aumt sjá. Hún lifði
fyrir börnin sín og barnabörn og
var alltaf tilbúin að leggja fram
hjálparhönd og spurði strax hvað
hún gæti gert til þess að hjálpa.
Hún gerði bestu kartöflugratín
sem ég hafði nokkurn tímann
smakkað og rauðkálið hennar var
víst ómissandi á hátíðum. Ég
gleymi seint þegar Davíð vildi
endilega fá heimagert jólarauðkál
jólin 2015. Ég hafði aldrei gert
rauðkál áður og fékk hann því
Gyðu til að koma og gera rauðkálið
með mér. En þarna var ég nýorðin
ólétt af Emblu Hjördísi og með
mikla morgunógleði og lyktin af
rauðkálinu fór alveg með mig.
Lyktin var föst heima hjá okkur í
marga mánuði og það mátti ekki
opna krukku af rauðkáli í nokkur
ár á eftir án þess að ógleðin bloss-
aði með krafti upp.
Ég mun aldrei gleyma því þegar
við Davíð færðum Gyðu þær fréttir
að hún væri að verða amma. Hún
grét af gleði og sagði að allar henn-
ar óskir væru að rætast. Hún var
líka mikil amma og elskaði engan
eins og ömmubörnin sín tvö.
Samskipti okkar voru alltaf
mjög góð en stundum komu tíma-
bil þar sem samskiptin voru lítil
vegna hennar sjúkdóms, en alltaf
steig hún upp aftur og þá komu
dásamlegir tímar og samtöl með
Gyðu.
Elsku Gyða, missir okkar er
mikill, ég syrgi það að þú sért farin
og syrgi þann tíma sem við hefðum
átt saman en þú ætlaðir að koma
að heimsækja okkur á Hornafjörð
alveg eins og í fyrrasumar. Ég
mun hlúa að Davíð okkar og segja
Emblu Hjördísi og Víkingi Brynj-
ari sögur af ömmu Gyðu sem vakir
yfir þeim.
Þín tengdadóttir,
Jóhanna Sigríður.
Við áttum ekki von á þeim frétt-
um sem við fengum í símtali laug-
ardaginn 5.júní að Gyða, okkar
gamla vinkona, væri fallin frá. Við
höfum fylgst að gegnum þykkt og
þunnt frá menntaskólaárunum í
MR, svo læknadeildinni, svo lífinu.
Fæðing barna okkar, skírnir,
brúðkaup, afmæli, bæði og stór lít-
il. Ferðalög innan- og utanlands.
Gegnum búsetu og nám í Svíþjóð.
Gyða var samviskusamur og ein-
stakur námsmaður. Hún var vinur
vina sinna og við brölluðum ým-
islegt á menntaskólaárunum. Hún
var viðkvæm og ástrík. Það var
alltaf stutt í dillandi hlátur og hún
var óspör á að gefa af sér, hvort
sem það var að hjálpa okkur í nám-
inu, bjóða í stórar matarveislur eða
hrósa því sem henni fannst vel
gert.
Börnum sínum þrem, Inga
Bjarna, Davíð Þór og Jóhönnu El-
ísu, var hún góð móðir og var hún
einstaklega stolt af þeim. Ekki síð-
ur af ömmugullunum, Emblu
Hjördísi og Víkingi Brynjari. Þrátt
fyrir að samband milli okkar hafi
verið lítið síðustu árin þá fylgd-
umst við með hvor annarri. Síðast í
apríl sendi hún fallega kveðju og
allt virtist ganga vel. Stórt skarð er
nú höggvið í gamla vinahópinn.
Samúðarkveðjur til ykkar Inga
Bjarna, Davíð Þórs, Jóhönnu El-
ísu, maka og barna. Hún mun vaka
yfir velferð ykkar og velferð barna
ykkar.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þínar vinkonur,
Anna og Guðlaug.
Elsku hjartans Gyða mín. Mín
besta vinkona í lífinu. Nú ertu farin
í sumarlandið. Ég mun alltaf sakna
þinnar einlægu vináttu. Að geta
heyrt röddina þína og fengið vin-
aráð um lífið og tilveruna. Hláturs-
kastanna okkar og alltaf kvödd-
umst við lausnamiðaðar og fullar
bjartsýni á framtíðina. Okkur varð
tíðrætt um börnin okkar og barna-
börn sem við erum svo þakklátar
og stoltar yfir. Það er ekki auðvelt
að búa í öðru landi, fjarri börnum,
fjölskyldu og ástvinum. Við áttum
okkar erfiðu stundir með söknuði
fjölskyldna okkar. Kvöldið áður en
þú kvaddir þennan heim áttum við
langt og gott samtal. Þú varst full
tilhlökkunar að fá yngri soninn og
dóttur í heimsókn fljótlega. Hafðir
úthugsað hvernig þið kæmuð ykk-
ur fyrir í litlu íbúðinni þinni í
Gautaborg. Okkur varð tíðrætt um
vináttuna. Þá staðhæfingu að „svo-
kallaðir æskuvinir“ væru þeir vinir
sem maður trúði að geta reitt sig á
í gleði og sorg og væru alltaf til
staðar í lífinu. Það er bara ekki
rétt. Við breytumst og þroskumst
og leiðir skilur. Við eigum ekki
samleið lengur. Þú gímdir við ill-
vígan sjúkdóm. Það er sárt til þess
að hugsa að þú mættir ekki skiln-
ingi og stuðningi þegar þú þurftir
mest á því að halda. Í þínu starfi
sem augnlæknir lagðir þú alla þína
alúð í starfið. Þú ert sú besta
manneskja sem ég hef kynnst. Þú
hefðir getað gefið hjartað úr þér, ef
þú hefðir getað það, til þeirra sem
þurftu. Í okkar síðasta samtali
kvöldið áður en þú kvaddir þennan
heim ræddum við um börnin okk-
ar. Ég las upp úr Spámanninum
eftir Kahlil Gibran um börnin, sem
hljómar svona: „Börn ykkar eru
ekki börn ykkar. Þau eru synir og
dætur lífsins og eiga sér sínar eig-
in langanir. Þið eruð farvegur
þeirra, en þau koma ekki frá ykk-
ur. Þið eruð boginn sem börnum
ykkar er skotið af eins og lifandi
örvum. En mark bogmannsins er á
vegi eilífðarinnar og hann beygir
ykkur með afli sínu svo örvar hans
fljúgi hratt og langt. Látið sveigj-
una í hendi bogmannsins vera
hamingju ykkar, því að eins og
hann elskar örina sem flýgur, eins
elskar hann bogann í hendi sér.“
Okkur leið báðum betur eftir
þessa lesningu þessa vísdóms. Við
enduðum samtalið með því að
ákveða að halda upp á 60 ára af-
mæli okkar á næsta ári. Ferðinni
var heitið helst til Hellas, „mamma
mia“, grísku eyjunnar fögru.
Elsku Gyða mín, við upplifum það í
öðru lífi, þegar minn tími kemur.
Þá munum við taka gott vin-
kvennaspjall, sitja á gullinni sólar-
strönd í gjallandi öldunið og sól.
Ég heyri dillandi hláturinn í okkur
vinkonunum! Fyrir tveimur árum
sendir þú mér tvö falleg ljóð sem
þú ortir til mín. Annað þeirra
hljómar svona:
„Umhyggjusöm ertu og vinagóð.
Til þín ég sendi þennan óð.
Þín gleði og hlátur alltaf mig gleður,
að heyra í þér aldrei mig tefur.
Elsku hjartans vinkona mín.“
Þessi ljóð styrkja mig í sorginni,
kæra vinkona mín. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa átt þig að sem
vinkonu, takk fyrir allt, elsku Gyða
mín. Vertu sæl að sinni, þig signi
ljósið bjarta. Hvíl í friði elskuleg.
Þín vinkona,
Vala Lárusdóttir.
Elsku Gyða okkar er dáin og
sorgin nístir okkur. Við höfum all-
ar verið miklar vinkonur frá því að
leiðir okkar lágu saman í 1.-Z bekk
í Kvennaskólanum að loknum
barnaskóla. Við komum hver úr
sinni áttinni og urðum strax óað-
skiljanlegar vinkonur, bæði í skól-
anum og utan hans. Í þá daga var
Kvennaskólinn eingöngu fyrir
stúlkur á aldrinum 13-16 ára og
þótti kröfuharður skóli. Mikil
áhersla var lögð á prúðmennsku
og ástundun bóklegs náms og
einnig handavinnu. Við vorum
saman allan liðlangan daginn og
vorum trúnaðarvinkonur. Við
hlökkuðum til lífsins, að eiga hver
aðra út lífið. Við kynntumst vel og
vináttan var bundin sterkum
böndum og hefur varað öll þessi
ár. Við eigum fjölmargar góðar
minningar frá kvennaskólaárun-
um.
Leiðir okkar allra lágu í
Menntaskólann í Reykjavík og þar
kom enn betur í ljós hve mikill og
góður námsmaður Gyða var þótt
hún stærði sig hvorki af þeim hæfi-
leikum né öðrum. Persónugerð
hennar kom einnig betur í ljós.
Hún var hæglát og hæversk, ein-
staklega tillitssöm og alltaf
reiðubúin að hjálpa öðrum. Okkur
fannst öllum liggja beint við að
Gyða færi í læknisfræði að loknu
stúdentsprófi, með sínar góðu
námsgáfur, nærgætni og mann-
skilning. Framtíðin var okkur
björt og vonarrík. Að loknu stúd-
entsprófi fórum við hver sína leið
og lífið tók við með þau verkefni
sem biðu okkar; að ljúka háskóla-
námi, stofna heimili og fjölskyldu,
hefja starfsferil. Gyða og Skúli
giftu sig og voru nokkur ár í Sví-
þjóð þar sem Gyða stundaði fram-
haldsnám í augnlækningum. Á
þessum tíma höfðum við allar um
nóg að hugsa og fundir okkar urðu
stopulir um skeið. Að námi loknu
tókum við aftur upp þráðinn, stað-
ráðnar í að rækta þetta dýrmæta
vináttusamband áfram. Við hitt-
umst reglulega, fórum saman í
helgarferðir í Birkiból, héldum
matarboð með mökum, fórum í
kvennaflokk í Vindáshlíð og gerð-
um margt fleira saman. Við köll-
uðum okkur saumasystur í gríni
vegna þeirrar miklu áherslu sem
Kvennaskólinn lagði á handavinn-
unám en það var ekki öllum að
skapi. Eins og systur höfum við
sannarlega verið, bæði í blíðu og
stríðu.
Á fullorðinsárum varð lífið Gyðu
þungbært á köflum. Mikið álag og
ósérhlífni við læknisstörf fóru ekki
vel saman við viðkvæmni hennar
og heilsan leið fyrir það. Erfiðleik-
ar steðjuðu að og það virtist sem
einhver strengur innra með henni
brysti. Síðustu misserin starfaði
Gyða sem augnlæknir í Svíþjóð og
við vissum að aðskilnaður við fjöl-
skyldu og vini var henni erfiður og
að hún saknaði barna sinna og
barnabarna. Það voru góðar
stundir þegar við náðum að hittast
allar og við nutum þess að faðmast,
spjalla og hlæja saman. Á þessari
sorgarstundu minnumst við þess
að ekkert myrkur er svo dimmt og
enginn staður svo afskekktur að
maðurinn sé þar alveg einn. Bæði í
lífi og dauða erum við í hendi Guðs
og ekkert getur gert okkur við-
skila við kærleika hans. Við þökk-
um vináttu og traust sem hélst allt
til enda. Það er dýrmætt að eiga
góðar minningar og þótt þær veki
söknuð eru þær okkur líka hugg-
un. Við biðjum Guð að styrkja börn
Gyðu, bróður og aðra aðstandend-
ur.
Arnfríður Einarsdóttir,
Ágústa Þorbergsdóttir,
Katrín Kristín Ellertsdóttir,
Svana Helen Björnsdóttir.
Ólöf Gyða Sigríður
Bjarnadóttir
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
✝
Guðmundur
Örn Ingólfsson
fæddist í Reykjavík
3. janúar 1948.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Seljahlíð í Reykja-
vík 20. júní 2021.
Foreldrar hans
voru Ingólfur Pét-
ursson, f. 6.8. 1924,
d. 16.7. 2001, og
Arnfríður Guð-
mundsdóttir, f. 29.4. 1927, d.
31.5. 2018. Systur Guðmundar
eru Sóley, f. 21.7. 1949, tvíbur-
arnir Anna Auður og Auður
Anna, f. 14.3. 1955. Hálfsystur
Guðmundar eru; sammæðra
Helga Arnfríður, f. 7.11. 1967,
og samfeðra, Hrefna Berglind,
f. 12.6. 1969. Guðmundur ólst
upp í Borgarnesi til níu ára ald-
urs þar sem faðir hans var hót-
elstóri. Fjölskyldan flutti í Vest-
urbæ Reykjavíkur og gekk hann
í Melaskóla og Hagaskóla. Síðar
lá leiðin í Vélstjóraskólann.
Guðmundur kvæntist Auði
Ólafsdóttur, f. 12.5. 1945. Þau
skildu. Guðmundur kvæntist
Arnfríði Jóns-
dóttur, f. 6.8. 1960.
Sonur þeirra er
Ingólfur Arnar, f.
15.2, 1977. Þau
skildu. Sambýlis-
kona Guðmundar
síðustu 30 árin var
Hulda Jófríður
Óskarsdóttir, f. 7.2.
1931, d. 6.4. 2019.
Guðmundur var
náttúrubarn og
dýravinur en jafnframt mikill
veiðimaður. Hann gegndi ýms-
um störfum um ævina, m.a. sem
vélstjóri, stýrimaður, vélvirki,
járniðnaðarmaður og kokkur
svo eitthvað sé nefnt. Hann
starfaði fyrir SÁÁ á árunum
1978-1992, þar af var hann í
landsbyggðarþjónustunni frá
1989 til 1992. Hjá Ellingsen
starfaði Guðmundur sem sölu-
maður veiðarfæra á árunum
1992-1999 og fór hann jafnframt
í söluferðir út á land en einnig á
sölusýningar erlendis.
Útförin fer fram frá Guðríð-
arkirkju í dag, 29. júní 2021,
klukkan 13.
Mig langar hér að minnast Guð-
mundar Arnar, sem ég kynntist
fyrir margt löngu, í fáeinum orðum.
Guðmundur hafði fyrr á árum
verið hálfgerður atvinnumaður í
veiðum á gæsum, rjúpum og önd-
um, auk þess var hann afkastamik-
ill í lax- og silungsveiði.
Ein laxá var honum hjartfólgin,
Víkurá á Ströndum. Faðir hans
hafði komið bændunum í sveitinni
til aðstoðar, en þeir létu sprengja
og gera ána laxgenga. Guðmundur
hafði aðstoðað bændurna við að
leigja út til veiða. Reist hafði verið
ágætt veiðihús.
Þarna veiddi Guðmundur oft, og
fórum við Ágúst Guðmundsson,
sem er nýlátinn, með honum til
gæsa- og laxveiða. Í Víkurá komst
ég að því að Guðmundur var veiði-
maður nr. 1. Við fórum á nokkra
veiðistaði, sem hann sagði okkur
hvar hann myndi renna og fengum
laxa eins og hann hafði sagt til um.
Fyrr á árum hafði Guðmundur
verið ráðgjafi hjá SÁÁ, og starfaði
við það í ellefu ár, en hann hafði
sjálfur áður notið þeirra ráðgjafar.
Um árið 2000 fór ég í söluferð
austur á land. Guðmundur slóst í
för með mér, sagðist þekkja marga
fyrir austan. Þegar við komum á
Djúpavog var okkur boðið á hótel
þar sem gamall vinur Guðmundar
var hótelstjóri. Þeir voru ánægðir
með sína stöðu og rifjuðu upp
skondin atvik frá fyrri tímum, og
var mikið hlegið og vakað langt
fram eftir nóttu með blávatn í glös-
um.
Guðmundur hringdi í apótekar-
ann á Norðfirði, sem þá var. Við
fórum og hittum hann og voru
miklir fagnaðarfundir og heyrði ég
á tali apótekarans hvað hann var
ánægður með stöðu sína þá, sem
hann þakkaði Guðmundi.
Guðmundur var lengi sölustjóri
með veiðivörur hjá Ellingssen, þar
var hann á heimavelli með alla sína
reynslu á veiðum.
Ekki er langt síðan Guðmundur
missti konu sína, Huldu.
Fyrir stuttu heimsótti ég Guð-
mund og var þá séð í hvað stefndi.
Far þú í friði vinur,
Sigurður Ingi Ingólfsson.
Frétt af andláti gamals og góðs
vinar fylgir bylgja minninga og
hugleiðinga. Við Guðmundur Örn
kynntumst um tvítugsaldur þegar
hvorugur hafði tekið ákveðna
stefnu í lífinu en sölumennska var
skemmtileg leið til að framfleyta
sér og njóta lífsins. Við náðum fljótt
vel saman og ferðuðumst víða um
land og náðum á skömmum tíma að
upplifa margt og fara víða. Allt frá
því að selja áskriftir, alfræðibækur,
innrammaðar myndir og jafnvel
kleinuhringi. Hver sem uppskeran
var, og hún var misjöfn, áttum við
alltaf góðar stundir. Og ef lítið var
að gera mátti alltaf sitja fram á nótt
og spila Hornafjarðarmanna.
Að því kom svo að við fundum
okkar fjöl; hann hóf nám í vélvirkj-
un en ég fór í blaðamennsku. Sam-
fundir urðu þá strjálli en samveru-
stundir áfram gefandi og
ánægjulegar.
Guðmundur hafði þann mikla
kost að hafa róandi áhrif á allt sitt
umhverfi og fá fólk til að sjá við-
fangsefni sín af yfirvegun og leita
úrræða en gefast ekki upp. Þessi
eiginleiki kom sér vel þegar hann
síðar starfaði við að aðstoða fólk við
að koma sér út úr áfengisvanda.
Skopskyn hans hjálpaði líka.
Veiðimennska, einkum stang-
veiði, var honum ekki aðeins
ástríða, heldur einnig list og þekk-
ing hans á því sviði kom sér einkar
vel þegar hann starfaði við sölu
veiðibúnaðar. Mörg sumur kom ég
þá við hjá honum í Ellingsen að
kaupa réttu græjurnar áður en
haldið var norður í Vatnsdal. Þær
búðarferðir urðu manni líka
kennslustund hverju sinni.
Við leiðarlok þakka ég góðum
vini samverustundir og góðar
minningar.
Bjarni Sigtryggsson.
Guðmundur Örn
Ingólfsson