Morgunblaðið - 29.06.2021, Side 22

Morgunblaðið - 29.06.2021, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Laugarmýri 2, Svfél. Skagafjörður, fnr. 236-7681 , þingl. eig. þb. Samrækt Laugarmýri ehf., gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Byggðastofnun, mánudaginn 5. júlí nk. kl. 10:00. Syðsta-Grund land I, Akrahreppur, fnr. 214-2043 , þingl. eig. Hinrik Már Jónsson og Þorbjörg Gísladóttir og Kolbrún María Sæmundsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., mánudaginn 5. júlí nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 28 júní 2021 Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinna kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Fiðlutónleikar kl. 13. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Sími: 411-2600. Boðaþing Systurnar Ingibjörg og Herdís Linnet munu flytja íslensk þjóðlög og dægurlög í Boðanum miðvikudaginn 30. júní kl 13.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Prjónað til góðs kl. 8:30-12:00. Útifjör 9:30-10:20. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Listasmiðja kl. 13-15.30. Bónusrútan kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Bókabíllinn kl. 14.45. Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 13.45 -15:15. Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. í Jónshúsi. Smiðjan Kirkjuhvol opin kl. 13– 16. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könnunni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10. Núvitund komin í sumarfrí til 6. júlí. Myndlist/listaspírur frá kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Byrjendanámskeið á spjaldtölvur og síma, kl. 9-12 Android, kl. 13-16 Apple. Bingó kl. 13.15. Korpúlfar Boccia verður kl. 10. alla þriðjudaga í allt sumar. Svo er helgistund í Borgum kl. 10.30 alla þriðjudaga í allt sumar. Spjallhópur í Borgum alla þriðjudaga kl. 13. í listasmiðju. Sundleikfimi verða í Grafarvogssundlaug kl. 14. á þriðjudögum. Minnt er á ferðinni til Kal- dadal á morgun, 30 Juní. Lagt verður af stað frá Borgum kl. 9. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, trésmiðja 9-12,Trésmiðja kl.9-16, opin listasmiðja kl. 9-16, Dansleikfimi kl.10.30, Fréttatími og spjall kl.12, Samverustund með djákna kl.13, bónusbíllinn kl.15, Hugleiðslan kl.15.30. Uppl í s 4112760 Seltjarnarnes Vatnsleikfimi sundlaug Seltj. kl. 7.15 og 18.30, Kaffisp- jall í króknum frá kl. 9, Pútt á flötinni við Skólabraut kl. 10.30. Dagskráin er í dreifingu og ætti að vera komin í öll hús á miðvikudag. Minnum á Sumargleðina sem verður kl. 15. á fimmtudaginn. Grill, söngur og gleði. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílar Chrysler Pacifica Limited Hy- brid. 5/2017 ekinn aðeins 62 þ. Km.7 manna. Uppgefin drægni 53 km. á rafmagni. Leðursæti. Raf- drifnar hurðir og skott lok. Ofl. Ofl. Verð: 6.490.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. með morgun- "&$#!% atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ✝ Sveinbjörg Rósalind Ólafs- dóttir fæddist í Reykjavík 14. apríl 1971. Hún lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Landspít- alanum 18. júní 2021. Foreldrar Sveinbjargar eru Jóna Margrét Ragna Jóhanns- dóttir, f. 18.2. 1942, og faðir Ólafur Haralds- 1980, d. 6.12. 1980. Börn Svein- bjargar eru 1) Jóhann Ólafur Sveinbjargarson, f. 9.7. 1990. 2) Lovísa Margrét Kristjánsdóttir, f. 12.10. 1993, unnusta Íris Bjarnadóttir, f. 13.6. 1994. 3) Viktor Freyr Arnarson, f. 14.2. 2005. Sveinbjörg bjó meiri hluta af æskuárum sínum á Seljalandsvegi á Ísafirði þar sem hún lauk skólagöngu sinni. Hún flutti norður á Hauganes með foreldrum sínum þar sem hún eignaðist Jóhann Ólaf og Lovísu Margréti. Fjölskyldan flutti á Brattholtið í Hafnar- firði þar sem þau bjuggu þegar Viktor Freyr fæddist. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 29. júní 2021, klukkan 13. son, f. 20.6. 1947. Systkini Svein- bjargar eru Árni Brynjar Ólafsson, f. 12.9. 1964, kvæntur Gunnþór- unni Söru Brynj- arsdóttur, f. 10.10. 1965, Haraldur Óli Ólafsson, f. 6.2. 1969, kærasta Sig- rún Sigurhjartar- dóttir, f. 28.12. 1969, Jóhann Ólafsson, f. 13.4. Elsku Sveinbjörg, ég sakna þess að fá símtal frá þér eins og þú varst vön að hringja í mig á hverjum morgni. Ef þú varst ekki búin að hringja kl. 11 þá fór ég að undrast um þig. Ég tók þá upp símtólið og hringdi gjarnan til þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Prestshólum) Elsku Sveinbjörg mín, hafðu bestu þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Guð geymi þig. Þín mamma, Jóna Margrét Ragna Jóhannsdóttir. Elsku frænka, ég reyni að segja mér að þú sért farin en ég get ekki sætt mig við það. Það er sagt að maður eigi ekki að vera sjálfselskur og leyfa þeim sem maður elskar að fara þegar þeirra tími er kominn, ég er þá bara of sjálfselsk til að geta gert það. Þú hefur alltaf verið partur af mínu lífi og við alltaf verið nánar. Það voru yndislegir tímar þegar ég kom og var hjá ykkur á Ísafirði. Við vorum báðar að passa þegar við vorum litlar og á unglingsárunum unnum við sam- an í fiski. Þess á milli vorum við duglegar að finna okkur eitthvað misgáfulegt að gera. Þegar við vorum litlar þá voru það sak- lausir leikir, rölt um Ísafjörðinn og spjall. Þegar við urðum eldri þá er hægt að segja að við höf- um orðið „partners in crime“ þótt það hafi aldrei verið alvar- legt, bara unglingsstelpur að kíkja á bæjarlífið á kvöldin og spjalla. Þegar þú komst til Reykjavík- ur mátti enginn vera með, Svein- björg frænka var að koma í bæ- inn. Málið var að við vildum vera tvær saman þegar við höfðum tækifæri til og sérstaklega þegar við hittumst í stuttan tíma í senn. Það var alltaf eins og þú værir að koma til útlanda þegar þú komst til Reykjavíkur og við röltum endalaust í búðir á Laugaveginum og eins og alltaf var mikið hlegið og spjallað. Þegar við urðum fullorðnar hélst vinskapur okkar og trún- aður. Það leið stundum tími á milli samtala en alltaf þegar við heyrðumst þá var eins og við hefðum hist í gær. Það þurfti engar afsakanir eða útskýringar á sambandsleysinu. Við vissum alltaf að við áttum hvor aðra að og gátum stólað á hvor aðra. Við hlógum saman, grétum saman og spjölluðum um allt og ekkert, sama hversu langt leið á milli samtala. Það sem við gátum spjallað elsku Sveinbjörg, hlegið og fífl- ast eða grátið og peppað hvor aðra upp ef svo bar undir. Elsku Sveinbjörg mín ég hef sagt krökkunum mínum að ef þau vilji komast að mínum dýpstu leyndarmálum þá væri best að tala við þig þótt ég vissi alltaf að öll mín leyndamál væru vel geymd hjá þér. Við gátum alltaf treyst hvor annarri fyrir öllu. Brandararnir þínir, fíflaskap- urinn og hláturinn. Allt þetta er bara þitt það getur enginn leikið þetta eftir. Það má líka nefna brussuganginn í þér elsku snill- ingurinn minn. Þú brussaðist oft áfram en varst samt óaðfinnan- leg í útliti og heimilið þitt var alltaf glæsilegt. Það var ekkert sem stoppaði þig, þú gerðir það sem þú ætlaðir þér að gera og helst þurfti það að gerast í gær. Hvort sem það var að breyta hlutum, mála, tengja rafmagn eða annað, það gerðir þú. Þú varst og ert alltaf í mínum huga nagli, húmoristi og vinkona. Meira að segja í gegnum öll þín veikindi. Elsku frænka, það koma margar yndislegar minningar upp í hugann á mér. Ég þarf með tímanum að sætta mig við það að þær eru það eina sem ég hef en það er gott að rifja þær upp. Ég sakna þín svo mikið. Ég veit að æðri máttur mun fylgjast með flottu krökkunum þínum og hjálpa þeim í gegnum þennan erfiða tíma. Elsku Jóhann, Lovísa, Viktor og fjölskylda, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Missir ykkar og okkar allra er mikill. Guðrún J.m. Þórisdóttir (Gunný). Mig langar að minnast í nokkrum orðum elsku frænku minnar. Sveinbjörg var ekki bara frænka mín, hún var líka mín besta vinkona. Við áttum margar góðar stundir við spjall í síma eða heimsóknir, þá var skipst á fréttum af börnum okk- ar og ættingjum, einnig var mik- ið spjallað um hitt kynið, lífið og tilveruna. Hún var alltaf svo hress og kát og ekki að ástæðu- lausu að hún var oft kölluð skellibjalla innan ákveðins hóps. Hlátur hennar, brosið og fallegu augun gleymast aldrei. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona góða vinkonu. Sveinbjörg tamdi sér bjartsýni og jákvæðni í líf- inu. Hún hafði það að leiðarljósi alla tíð. Ef eitthvað bjátaði á hafði hún þann eiginleika að gera gott úr hlutunum. Hún var stolt af sínum börnum og voru þau henni allt. Það var gott og innilegt samtal okkar á milli í heimsókn til hennar tveimur dögum fyrir andlát hennar. Þá spjölluðum við um margt, og þar á meðal velti hún því fyrir sér hvort ættingjar og vinir sem farnir eru myndu taka á móti henni þegar að því kæmi. Við vorum sammála um að vel yrði tekið á móti henni í Sumarland- inu og svo var mikið hlegið. Þannig var hún fram á síðustu stundu. Ég er svo innilega þakk- lát fyrir hennar vináttu og allar okkar góðu stundir. Ég sendi börnum hennar, foreldrum, vin- um og öðrum ættingjum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hvíl í friði elsku frænka. Þín Jóna frænka. Elsku Sveinbjörg, mikið of- boðslega er erfitt að setjast nið- ur og skrifa þessi orð. Þú varst ofurkona og tókst á við lífið á þinn einstaka hátt. Með húm- orinn að vopni, alltaf hlæjandi, sást þú spaugilegu hliðarnar þó svo lífið væri ekki alltaf dans á rósum. Það er skrítið að heyra ekki hlátrasköllin í þér sem fylgdu stríðnisgírnum eða fífla- ganginum sem aldrei var langt undan. Eins og þegar þú lést kjúklinga dansa og glottið sem birtist þegar ekkert var eftir á kökudiskinum nema svampbotn- inn af Dísunni hennar ömmu. Sama hvað, dag eða nótt, allt- af varstu til staðar fyrir okkur eins og stóra systir enda varstu ekki nema 10 ára þegar fyrsti grísinn mætti á svæðið og tók kannski full mikla athygli. Þú umvafðir okkur væntumþykju og passaðir alltaf upp á að okkur liði vel. Alltaf gátum við talað saman um hvað sem var, þú viss- ir alltaf réttu orðin til að hug- hreysta okkur og koma okkur til að hlæja. Við systkinin erum svo óendanlega þakklát fyrir stuðn- inginn þinn, væntumþykjuna þína, gleðina og hláturinn þinn. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Góða ferð í sólarlandið elsku Sveinbjörg okkar. Við geymum þig í hjörtum okkar alla tíð. Jóna Guðbjörg, Hálfdán og Ólöf Sara. Gulur, rauður, grænn og blár eru grunnlitir regnbogans. Sum- ir hafa fleiri liti en þessa grunn- liti og það á klárlega við hana Sveinbjörgu. Hún var fallegur regnbogi og skapaði alla heims- ins liti og litaði lífið og heiminn með þeim. Í dag kveð ég eina af mínum bestu vinkonum í hinsta sinn. Skrítið hvað hver dagur er upp- lifun á tómleika því ég horfi allt- af á símann og bíð eftir að þú hringir í mig og við að hefja okk- ar daglega samtal um lífið og til- veruna, nútíð og fortíð, drauma og þrá. Já, það er tómlegt án þín, mín kæra, og sorgin er stór, elsku dásemdin mín. Þú gafst líf- inu aðra merkingu með fallega brosinu þínu, jákvæðni og húm- ornum. Við gátum hlegið að öllu og grátið yfir öllu saman en við gátum einnig fengið lánað vit og visku hvor annarrar þegar við höfðum þörf fyrir það. Þegar líf- ið var stundum grátt og myrkrið stundum alls ráðandi, þá gastu alltaf tendrað ljósið innra með mér og eftir gott og langt þriggja klúta spjall, þá var já- kvæðnin og sólin komin aftur. Við þessa erfiðu baráttu við krabbameinið, voru markmiðin þín ljós og ýmis jákvæð og falleg skref sem voru tekin í framhaldi af því. Grundvallarmarkmiðið var að sigrast á veikindunum og í framhaldi af því að upplifa síð- ustu jól í gleði, upplifa stóraf- mælið þitt og síðast en ekki síst útskrift Viktors úr gaggó ný- lega. Öll markmiðin náðust, fyrir utan það eina, sem var mikil- vægast … lífið sjálft. Þú varst ljós í lifanda lífi. Núna horfi ég til himins og spyr ýmissa spurninga s.s. af hverju, af hverju hún, af hverju núna og hver var tilgangurinn? Á sama tíma sé ég að ný stjarna hefur bæst á himininn. Þar ert þú og þú munt skína þar svo skært og tignarlega að eilífu. Lífið verður aldrei eins án þín og ég sakna þín svo mikið, fal- lega, dásamlega ljós. Við munum rokka feitt saman síðar mín kæra. 10.000 tár búa til haf, en á móti kemur haf minninga, hlát- urs og að kveðja er alltaf erfitt og þegar maður hefur gengið lífsins veg með fallegum engli, þá verður söknuðurinn alltaf meiri Ég votta Jóhanni, Lovísu, Viktori og mökum þeirra ásamt systkinum Sveinbjargar og ynd- islegu foreldrum hennar, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þín vinkona að eilífu, Jóhanna S. B. Ólafs- dóttir og fjölskylda. Þeir segja mig látna, ég lifi samt Og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósið var úthlutað öllum jafnt Og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja, Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að ykkur mun gleðja. (G. Ingi) Elsku Sveinbjörg, fyrir einu og hálfu ári síðan lágu leiðir okk- ar saman á ný. Við kynntumst nokkrum árum fyrr en þarna small eitthvað. Síðan þá höfum við verið í nær daglegum samskiptum og það verður tómlegt að halda áfram án þín. Ég sakna þín vin- kona, takk fyrir að hafa komið inn í líf mitt, þú breyttir því svo sannarlega. Heimilið þitt var ávallt svo fallegt og ætla ég að taka þig til fyrirmyndar þegar ég flyt í nýju íbúðina mína en við vorum búnar að ákveða að þú hjálpaðir til með stílinn þar. Ég er svo þakklát fyrir vin- áttu okkar og að geta verið hjá þér þessa síðustu daga. Takk fyrir stuðninginn, hvatn- inguna, Elsu og ekki síst fyrir að kynna mig fyrir George Jensen. Elsku Lovísa, Jóhann, Viktor, fjölskylda og vinir, Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Pálína vinkona. Sveinbjörg Rósa- lind Ólafsdóttir - Fleiri minningargreinar um Sveinbjörgu Rósalind Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI SUMARLIÐASON frá Borgarnesi, lést mánudaginn 21. júní á Sjúkrahúsi Akraness. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsa Fríða Arnbergsdóttir Garðar Þór Gíslason Theódóra Gunnarsdóttir Arnar Már Gíslason Sigurbjörg Sigmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.