Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
Það geta allir fundið eitthvað
girnilegt við sitt hæfi
Freistaðu
bragðlaukanna
... stærsti uppskriftarvefur landsins!
40 ÁRA Hjörleifur fæddist
í Keflavík, þar sem hann ólst
upp og býr enn. Hann lauk
stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja 2001
og fór í ensku í HÍ. Hann
starfaði sem grunnskóla-
kennari meira og minna frá
2003 til ’14, en hefur unnið í
bland við smíðar og hellu-
lagnir og sem sýningarstjóri
í Sambíóunum. Auk þess hef-
ur hann m.a. unnið við far-
þegaþjónustu á Keflavík-
urflugvelli, verið flugþjónn
hjá Wow Air og verið þjón-
ustustjóri fyrir Delta-
flugfélagið. Í dag er Hjörleif-
ur stöðvarstjóri hjá Bílaleigu
Akureyrar á Keflavík-
urflugvelli og rekur sitt eigið
garðyrkju- og hellulagnafyr-
irtæki, Gula herinn.
Þegar vinnunni sleppir er Hjörleifur að byggja upp sumarhús fyrir fjöl-
skylduna í Áshildarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Síðan er það tónlist-
in. „Ég tók þátt í fyrstu seríu af The Voice á Íslandi og líka í Ljósanætur-
verkefninu „Með blik í auga“ árið 2013. Svo er ég trúbador og líka í hljóm-
sveitinni Heiður með bróður mínum Eiði Erni Eyjólfssyni, sem hefur starfað
frá 2007 og við skemmtum víða. Afi minn, Hjörleifur Már Erlendsson frá
Vestmannaeyjum, var stór og mikill harmonikkuspilari, listamaður og mikill
gleðigjafi. Ég held ég hafi tónlistina frá honum.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Hjörleifs er Linda Pálmadóttir, sérfræðingur á
velferðarsviði Reykjanesbæjar, f. 1984. „Ég er einstaklega stoltur af eig-
inkonunni, en hún var að útskrifast úr félagsráðgjöf með fyrstu einkunn frá
Háskóla Íslands.“ Þau eiga börnin Ingibjörgu Söru, f. 2005; Ómar Þór, f.
2009, d. 2009; Karítas, f. 2010, og Hafþór Jóa, f. 2015.
Hjörleifur Már Jóhannsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Snúðu við blaðinu áður en þú
eyðileggur líf þitt með neikvæðninni.
Taktu þá ákvörðun að lifa lífinu til fulls.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú ert með óþarflega miklar
áhyggjur af fjárhagnum en hann er ekki
eins slæmur og þú heldur. Gefðu þér
tíma til að hvíla þig.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Grasið er ekkert grænna hinum
megin. Byrjaðu strax á því að ræða mál-
in við þá, sem geta liðsinnt þér.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Röddin sem dæmir þig hið innra,
kemur í veg fyrir að óskirnar rætist. Vin-
ir þínir koma þér á óvart á afmælisdag-
inn.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú ert upp á þitt besta og hefur já-
kvæð áhrif á umhverfi þitt. Skelltu þér í
sveitina ef þú getur.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þótt hlutirnir gangi ekki eins
hratt fyrir sig og þú helst vildir er engin
ástæða til að örvænta. Leggðu þig fram
um að ná stjórn á hlutunum.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Peningamálin líta vel út og fé-
lagslífið er í blóma. Þú þarft ekki að
kvarta undan athyglinni sem þú færð.
Þér finnst lífið gott.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Ekki reyna að þröngva
skoðunum þínum upp á aðra. Nú er
kominn tími til þess að hrista af sér ótt-
ann með því að takast á við hann.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Talaðu við einhvern í dag
sem getur hjálpað þér við að ná betri
samningum. Ekki fara í fýlu þótt allt
gangi ekki upp á þeim hraða sem þú vilt.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Sýndu þínum nánustu hversu
vænt þér þykir um þá því í raun og veru
eru þau sannindi aldrei of oft kveðin.
Leyfðu barninu sem býr innra með þér
að koma fram.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Heimili manns er þar sem
maður er hverju sinni. Allt er í himnalagi
og því ættir þú að geta slakað á og notið
þess að vera í fríi.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú hefur lítinn áhuga á að flækja
þig í einhver tilfinningamál einmitt núna.
Þér býðst að fara í langt ferðalag í haust
og ættir að stökkva á það.
þau Ásgeir dótturina Lindu og
síðan dreng. „Ég vildi ekki vera
með eitt barn aftur og svo eign-
uðumst við aftur dreng.“ Þrjú
börn fæðast á rétt rúmum fjórum
árum og þau voru fimm manna
fjölskylda þegar þau fluttu til
Hríseyjar.
„Ásgeir var búinn að vinna mik-
ið, en hætti til sjós um áramótin
eftir að Halldór okkar deyr og fer
haustið. „Þetta var fyrsta heimilið
sem ég gat sagt að væri mitt.“
Árið 1965 var sorgarár í lífi
Rósu. „Við missum drenginn okk-
ar 1965 og pabbi liggur þá líka
fyrir dauðanum. Ásgeir var til sjós
og ég var ein, þannig að þetta var
ekki auðvelt. En ég stóð þetta af
mér eins og annað. Ég hef alveg
óbilandi kjark og andlegt þrek.“
Rúmu ári eftir sonarmissinn áttu
R
ósamunda Kristín
Káradóttir, sem alltaf
er kölluð Rósa, fædd-
ist 29. júní 1941 á
Klúkum í Eyjafirði,
sem þá tilheyrði gamla Hrafna-
gilshreppnum. „Þar ólst ég upp til
8 ára aldurs en þá skildu foreldrar
mínir og pabbi og ég fluttum fram
í Hlíðarhaga og bjó ég þar til 18
ára aldurs. Það var mjög gott að
vera á bænum og ég fann aldrei
fyrir því að ég væri neitt að-
skotadýr.“
Þegar Rósa var 15 ára fór hún í
vist sem hjálparkokkur og
barnapía á Akureyri en svo fór
hún að vinna í heimavist mennta-
skólans. Á sumrin sá hún mest um
heimilið á bænum, eldaði og þvoði
mjólkurílátin og gekk í öll heim-
ilisverk.
Þegar hún var 18 ára fór hún í
Húsmæðraskólann á Laugalandi í
Eyjafirði. „Það var dásamlegur
tími. Ég man að við áttum að taka
slátur og ég kunni allt til slátur-
verka, bæði að verka vambir og
reka ristla. Þegar skólastjórinn sá
til mín sagði hún: Heyrðu Rósa,
ég held ég verði bara að biðja þig
um að segja þeim til. Ég sé að ég
þarf ekki að kenna þér mikið!“
Sumarið á eftir var síðasta sumar
Rósu í Hlíðarhaga því nú var hún
trúlofuð kona.
„Ég kynntist Ásgeiri á Réttar-
balli í samkomuhúsinu Kuðungi
þar sem núna er Hlíðarbær. Þetta
var haustið 1956 og ég var15 ára.
Svo hittumst við ekkert fyrr en
ári seinna og þá tökum við upp
þráðinn. Þá er ég komin til Akur-
eyrar og er að vinna. Við fórum á
böll á Freyvangi sem var innar í
Firðinum og svo byrjuðum við
saman og trúlofuðum okkur þegar
ég var í Húsmæðraskólanum.“
Rósa var á Akureyri um vet-
urinn og fram að áramótum. Hún
var ófrísk og mikið lasin á með-
göngunni og það varð úr að hún
fór til foreldra Ásgeirs seinni
hluta vetrar, en Ásgeir var á sjó.
Rósa eignaðist dreng í júlí 1960,
en Ásgeir var á síld um sumarið.
Þau keyptu íbúð á Akureyri um
í málaranám og var mikið að vinna
hér í Hrísey og ég alltaf ein með
krakkana.“ Þau ákváðu að byggja
sér hús í Hrísey. Á þessum tíma
hafði ekki verið byggt hús í Hrís-
ey í rúmlega tíu ár. „Við vorum
talin brjáluð að fara að byggja, en
við vorum varla byrjuð þegar fjór-
ir ungir menn fóru að byggja
hérna líka og það var búin til ný
gata. Upp úr þessu var mikill upp-
gangur í Hrísey og rífandi at-
vinna. Núna er ég ein eftir af
þessum fjórum fjölskyldum úr
götunni.“
Ári eftir að Rósa og Ásgeir
fluttu var henni boðið á fund hjá
Kvenfélagi Hríseyjar. „Það var
mikið af góðgerðarmálum og öfl-
ugt félag. Kvenfélagið var með
erfidrykkjur og sá um heilmikið
áður en það komu veitingahús
hérna. Ég er enn þá í félaginu en
kannski ekki eins virk og ég var,
því ég var formaður þar í 14 ár.
Ef ég fer í eitthvað þá er ég alltaf
komin á oddinn. Ég hef örygglega
verið forysturolla uppi á Hóls-
völlum í fyrra lífi,“ segir Rósa og
hlær. Rósa var einnig mikið í leik-
félaginu og í Lionsklúbbnum og
síðan hefur hún verið í sókn-
arnefndinni í 21 ár og lengst af
ritari, og formaður félags aldr-
aðra. „Ég var svolítið að skemmta
á þorrablótum í gamla daga og get
sett saman vísu. Það var alltaf í
kringum mig kátína og gleði enda
er ég lífsglöð og kát kerling. Hér
er ein:
Ellin með mig illa fer,
allur þrotinn kraftur.
Lítið eftir af mér er
annað en stólpakjaftur.
Rósa segist ekki vön að halda
upp á afmælin sín, frekar haldi
hún upp á afmæli annarra. Hvað
sem verður er víst að gleðin mun
alltaf ríkja í kringum Rósu.
Fjölskylda
Eiginmaður Rósu er Ásgeir
Halldórsson málarameistari, f.
10.7. 1934, d. 16.9. 2016. Þau
bjuggu saman í Hrísey yfir hálfa
öld. Foreldrar Ásgeirs eru hjónin
Rósamunda Kristín Káradóttir húsfreyja í Hrísey – 80 ára
Hjónin Ásgeir og Rósa bjuggu í Hrísey yfir hálfa öld og Rósa býr þar enn.
„Ég er lífsglöð og kát kerling“
Langömmubarnið Hér er Rósa með
eina langömmubarnið sitt, Maríönu
Sólrós Ásgeirsdóttur í fanginu.
Barnamyndin Strax glittir í kímn-
ina og þrautseigjuna í andliti Rósu á
þessari skemmtilegu mynd úr æsku.
Til hamingju með daginn