Morgunblaðið - 29.06.2021, Page 26
fyrsta liðið til þess að leggja Víking
úr Reykjavík að velli í deildinni í
sumar á Domusnova-vellinum í
Breiðholti.
Sævar Atli kom Leiknismönnum
yfir á 34. mínútu og tvöfaldaði for-
ystu Leiknis með öðru marki sínu á
62. mínútu þegar hann skoraði
örugglega úr vítaspyrnu.
Nikolaj Hansen klóraði í bakk-
ann fyrir Víkinga á 78. mínútu en
lengra komust þeir ekki.
Leiknismenn eru með 11 stig í
níunda sætinu en Víkingur er í
þriðja sætinu með 19 stig.
_ Leiknismaðurinn Sævar Atli
Magnússon skoraði sitt sjöunda og
áttunda mark í deildinni í sumar á
meðan Víkingurinn Nikolaj Hansen
skoraði sitt níunda deildarmark en
þeir eru markahæstu leikmenn
deildarinnar. Patrick Pedersen,
Thomas Mikkelsen, Árni Vil-
hjálmsson, Joey Gibbs, Djair Par-
fitt-Williams og Hallgrímur Mar
Steingrímsson koma þar á eftir
með fimm mörk hver.
Botnliðið í basli
Skagamenn misstu niður 2:0-
forystu þegar þeir tóku á móti
Keflavík á Norðurálsvellinum á
Akranesi.
Gísli Laxdal Unnarsson og Ísak
Snær Þorvaldsson skoruðu mörk
Skagamanna í fyrri hálfleik en
Christian Volesky minnkaði mun-
inn fyrir Keflavík á 34. mínútu áður
en Magnús Þór Magnússon jafnaði
metin fyrir Keflvíkinga í upphafi
síðari hálfleiks.
ÍA er áfram á botninum með 6
stig, líkt og HK, en Keflavík er í tí-
unda sætinu með 10 stig, fjórum
stigum frá fallsæti.
_ Þetta var fyrsta jafntefli Kefl-
víkinga í deildinni í sumar og jafn-
framt þeirra fyrsta stig á útivelli en
liðið hafði tapað öllum fimm úti-
leikjum sínum á tímabilinu fyrir
leik gærdagsins.
Stjörnusigur í Vesturbæ
Morgunblaðið/Eggert
Átök KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason reynir að halda aftur af besta manni vallarins, Garðbæingnum Eyjólfi Héðinsyni, á Meistaravöllum.
- Nýliðar Leiknis úr Reykjavík fyrstir til að leggja Reykjavíkurvíkinga að velli
- Keflavík náði í sitt fyrsta stig á útivelli þegar liðið heimsótti Skagamenn
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
Feykir.is greindi frá því í gær að
landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arn-
ar Björnsson muni leika með Tinda-
stóli á ný á næsta kepnistímabili á
Íslandsmótinu í körfuknattleik.
Sigtryggur Arnar ætti að styrkja
liðið verulega en hann var í stóru
hlutverki þegar Tindastóll varð
bikarmeistari árið 2018. Hann lék
síðasta vetur í spænsku b-deildinni
með Coruna en mun að óbreyttu
snúa heim.
Fram kemur að bakvörðurinn
geri eins árs samning við Tindastól
í þetta skiptið. kris@mbl.is
Skagfirðingar fá
Sigtrygg Arnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tindastóll Sigtryggur Arnar
Björnsson í búningi Stólanna.
Knattspyrnumaðurinn Guðmundur
Steinn Hafsteinsson er að ganga til
liðs við úrvalsdeildarlið Fylkis,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Guðmundur, sem er 32 ára
gamall framherji, lék síðast með
Abtswind í þýsku E-deildinni en þar
áður lék hann með KA á Akureyri
þar sem hann skoraði 6 mörk í
sautján leikjum í efstu deild, sum-
arið 2020. Alls á hann að baki 145
leiki í efstu deild og hefur skorað
37 mörk. Guðmundur hefur einnig
leikið með Val, HK, Víkingi Ólafs-
vík, Fram, ÍBV og Stjörnunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fylkir Framherjinn Guðmundur
Steinn virðist vera á leið í Árbæinn.
Fylkir styrkir
framlínuna
ÍA – KEFLAVÍK 2:2
1:0 Gísli Laxdal Unnarsson 12.
2:0 Ísak Snær Þorvaldsson 29.
2:1 Christian Volesky 34.
2:2 Magnús Þór Magnússon 51.
M
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Morten Beck Guldsmed (ÍA)
AlexaNder Davey (ÍA)
Magnús Þór Magnússon (Keflavík)
Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Christian Volesky (Keflavík)
Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 8.
Áhorfendur: Um 400.
LEIKNIR R. – VÍKINGUR R. 2:1
1:0 Sævar Atli Magnússon 34.
2:0 Sævar Atli Magnússon (víti) 62.
2:1 Nikolaj Hansen (víti) 78.
MM
Sævar Atli Magnússon (Leikni)
M
Bjarki Aðalsteinsson (Leikni)
Brynjar Hlöðversson (Leikni)
Daði Bærings Halldórsson (Leikni)
Guy Smit (Leikni)
Erlingur Agnarsson (Víkingi)
Nikolaj Hansen (Víkingi)
Pablo Punyed (Víkingi)
Dómari: Erlendur Eiríksson – 8.
Áhorfendur: 246.
KR – STJARNAN 1:2
1:0 Sjálfsmark 4.
1:1 Þorsteinn Már Ragnarsson 48.
1:2 Eggert Aron Guðmundsson 58.
MM
Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni)
M
Beitir Ólafsson (KR)
Kennie Chopart (KR)
Eggert Aron Guðmundsson (Stjörnunni)
Elís Rafn Björnsson (Stjörnunni)
Magnus Anbo (Stjörnunni)
Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjörnunni)
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson –
8.
Áhorfendur: 712.
Pepsi Max-deild karla
ÍA – Keflavík............................................. 2:2
KR – Stjarnan........................................... 1:2
Leiknir R. – Víkingur R........................... 2:1
Staðan:
Valur 11 7 3 1 19:11 24
Breiðablik 10 6 1 3 24:15 19
Víkingur R. 10 5 4 1 16:9 19
KA 9 5 2 2 14:5 17
KR 10 4 3 3 16:12 15
Stjarnan 11 3 4 4 10:15 13
FH 10 3 3 4 14:15 12
Fylkir 10 2 5 3 14:17 11
Leiknir R. 10 3 2 5 11:14 11
Keflavík 9 3 1 5 11:17 10
HK 10 1 3 6 12:20 6
ÍA 10 1 3 6 11:22 6
3. deild karla
Tindastóll – Víðir ...................................... 2:2
Staðan:
Höttur/Huginn 9 7 1 1 15:10 22
Augnablik 9 5 3 1 23:10 18
Ægir 9 4 4 1 13:8 16
Elliði 9 5 0 4 22:12 15
KFG 8 4 3 1 12:7 15
Sindri 9 3 3 3 15:15 12
Dalvík/Reynir 9 3 2 4 14:12 11
Víðir 9 2 4 3 11:16 10
Einherji 9 2 1 6 11:21 7
KFS 9 2 1 6 9:21 7
Tindastóll 8 1 3 4 13:16 6
ÍH 9 0 5 4 11:21 5
EM karla 2021
16-liða úrslit:
Króatía – Spánn ............................... (frl.) 3:5
Frakkland – Sviss..................................... 3:3
- Sviss áfram eftir vítakeppni, 5:4.
_ Sviss mætir Spáni í 8-liða úrslitum í
Pétursborg 2. júlí.
Bandaríkin
Dallas – New England Revolution ........ 2:1
- Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 60
mínúturnar með New England.
New York City – DC United................... 2:1
- Guðmundur Þórarinsson lék allan leik-
inn með New York City.
Svíþjóð
Vittsjö – Djurgården............................... 0:1
- Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn
með Djurgården.
Linköping – Örebro................................. 4:1
- Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leik-
inn með Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir
var ónotaður varamarkmaður.
Staðan:
Rosengård 10 9 1 0 23:2 28
Häcken 10 6 2 2 24:5 20
Kristianstad 10 5 4 1 16:8 19
Hammarby 10 5 3 2 23:14 18
Linköping 10 4 4 2 15:11 16
Eskilstuna 10 3 4 3 9:10 13
Vittsjö 10 3 3 4 10:9 12
Djurgården 10 3 1 6 8:15 10
Örebro 10 3 1 6 9:19 10
AIK 10 2 3 5 9:30 9
Piteå 10 2 1 7 7:20 7
Växjö 10 0 3 7 3:13 3
>;(//24)3;(
Úrslitakeppni NBA
Úrslit Austurdeildar:
Atlanta – Milwaukee ........................ 102:113
_ Staðan er 2:1 fyrir Milwaukee.
>73G,&:=/D
Goði Ingvar
Sveinsson hefur
gert tveggja ára
samning við upp-
eldisfélag sitt
Fjölni eftir dvöl
hjá Stjörnunni.
Goði fór í Garða-
bæinn sumarið
2020 eftir að
Fjölnir féll úr
efstu deild. Í vet-
ur kom hann aftur til Fjölnis á láns-
samningi en hefur nú haft fé-
lagaskipti aftur yfir í Fjölni og
leikur með liðinu í næstefstu deild á
næsta tímabili samkvæmt tilkynn-
ingu frá félaginu.
Goði verður 21 árs í sumar en
hann lék með U19 ára landsliðinu
sem hafnaði í 2. sæti á EM 2018.
Goði samdi
við Fjölni
Goði Ingvar
Sveinsson
KNATTSPYRNA
Pepsi Max-deild kvenna:
SaltPay-völlurinn: Þór/KA – Fylkir .........18
Hásteinsvöllur: ÍBV – Þróttur R. .............18
Origo-völlurinn: Valur – Keflavík .............20
Í KVÖLD! FÓTBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Hinn 17 ára gamli Eggert Aron
Guðmundsson reyndist hetja
Stjörnunnar þegar liðið heimsótti
KR í úrvalsdeild karla í knatt-
spyrnu, Pepsi Max-deildinni, í 10.
umferð deildarinnar á Meistaravelli
í Vesturbæ í gær.
Leiknum lauk með 2:1-sigri
Garðbæinga en Eggert Aron skor-
aði sigurmark leiksins á 58. mínútu
með frábæru hægrifótar skoti við
vítateigslínuna sem söng í bláhorn-
inu.
KR-ingar komust yfir strax á
upphafs mínútunum með sjálfs-
marki en Þorsteinn Már Ragnars-
son jafnaði metin fyrir Stjörnuna
gegn sínum gömlu liðsfélögum í
upphafi síðari hálfleiks.
Stjarnan, sem byrjaði tímabilið
skelfilega, fer með sigrinum upp í
sjötta sæti deildarinnar í 13 stig en
KR er í fimmta sætinu með 15 stig.
_ Garðbæingurinn Eggert Aron
skoraði sitt fyrsta mark í efstu
deild en hann hefur komið við sögu
í sex leikjum með Stjörnunni í úr-
valsdeildinni í sumar.
Erfiðir heim að sækja
Sævar Atli Magnússon var allt í
öllu þegar Leiknir í Reykjavík varð