Morgunblaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 27
fæ að skora mörg mörk og taka
mikinn þátt í leiknum. Þetta er svo-
lítið niðurstaðan af því,“ sagði
hann.
Hefði viljað alvöru titilbaráttu
Ómar Ingi kvaðst nokkuð sáttur
við nýafstaðið tímabil hjá Magde-
burg en hefði þó viljað sjá liðið
keppa um þýska meistaratitilinn,
en þrátt fyrir að lenda í þriðja sæti
var Magdeburg 15 stigum frá
meisturum Kiel og Flensburg í
öðru sætinu.
„Tímabilið er búið að vera fínt.
Ég hefði viljað að við stæðum betur
í Flensburg og Kiel og reyndum að
berjast betur um þennan titil en við
vorum eiginlega aldrei í neinni al-
vöru baráttu um það. Við byrjuðum
svolítið illa og töpuðum fjórum af
fyrstu átta leikjunum í deildinni.
Það er bara of mikið. Tveir til þrír
tapleikir eru nóg til þess að valda
því að þú verðir ekki meistari.
Ég hefði viljað að það hefði verið
gert betur og að við hefðum sýnt
meiri stöðugleika. Við töpuðum
mörgum leikjum á móti liðum sem
við eigum á eðlilegum degi að vinna
þegar við spilum almennilega, þó
svo að í rauninni geti allir unnið
alla í þessari deild ef lið hitta á góð-
an dag. Gæðin eru það mikil í deild-
inni að maður þarf að vera klár í
alla leiki,“ sagði hann.
Markmiðið hjá Magdeburg fyrir
næsta tímabil er því morgunljóst,
að berjast um meistaratitilinn. „Við
skákuðum aldrei efstu tveimur lið-
unum. En já algjörlega, það er
bara markmið klúbbsins og liðsins
að verða meistarar.
Við áttum eiginlega ekki mögu-
leika þetta árið en spiluðum ágæt-
lega á móti þeim. Við töpuðum að
vísu báðum leikjunum á móti
Flensburg en tókum þrjú stig á
móti Kiel. Okkar getustig er alveg
svipað en það er þessi stöðugleiki í
þrjátíu og eitthvað leiki sem við
þurfum að halda betur,“ sagði Óm-
ar Ingi.
Eiga titil að verja
Á tímabilinu lék hann einnig frá-
bærlega í Evrópudeildinni og var
næstmarkahæstur með 94 mörk í
15 leikjum, tæplega 6,3 mörk í leik
að meðaltali, þegar Magdeburg
hrósaði sigri í keppninni. Með því
að enda í þriðja sæti í þýsku deild-
inni tryggði liðið sér þátttökurétt í
henni að nýju á næsta tímabili.
„Við unnum náttúrlega Evrópu-
deildina á tímabilinu og erum aftur
í henni á næsta ári og það eru bara
sömu markmið í henni á næsta
tímabili. Við erum með sigur-
stranglegt lið þar eins og við vorum
með í vetur og viljum vinna hana
aftur,“ sagði Ómar Ingi ákveðinn.
Spurður um persónuleg markmið
sín í framhaldinu sagði Selfyssing-
urinn öflugi þau fara saman við
markmið Magdeburg; að vinna
fleiri titla.
„Í raun vil ég bara að við vinnum
og ég þarf að eiga minn þátt í því
og hann er að spila vel, hvernig
sem það er. Að skora mörk, gefa
sendingar eða spila vörn eða hvað
sem það er, þá er það að vinna það
sem kveikir í mér og heldur mér
gangandi. Ef það er ekki eitthvað
undir þá finnst mér eitthvað
vanta,“ sagði hann að lokum í sam-
tali við Morgunblaðið.
Ekkert sem ég planaði
- Ómar markakóngur í Þýskalandi
- Vill verða meistari með Magdeburg
Ljósmynd/Instagram síða Magdeburg
Markakóngur Ómar Ingi með verðlaunagripinn sem hann hlaut.
HANDBOLTI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi
Magnússon, örvhenta skyttan í liði
Magdeburg í þýsku 1. deildinni í
handknattleik, stóð uppi sem
markakóngur deildarinnar á sínu
fyrsta tímabili. Ómar Ingi skoraði
274 mörk í 38 leikjum, sem gera 7,2
mörk í leik að meðaltali.
Magdeburg endaði í þriðja sæti
þýsku deildarinnar, sem er önnur
af tveimur sterkustu deildum heims
ásamt þeirri frönsku. Því er ljóst að
um mikið afrek er að ræða hjá Óm-
ari Inga, sem er annar Íslending-
urinn í röð sem stendur uppi sem
markakóngur þýsku deildarinnar
eftir að Bjarki Már Elísson náði því
á síðasta tímabili með Lemgo.
En hvernig er tilfinningin að
vera markakóngur einnar sterk-
ustu deildar heims á sínu fyrsta
tímabili? „Það er bara skemmtilegt.
Þetta var ekkert sem ég planaði en
úr því sem komið er þá er þetta
gaman,“ sagði Ómar Ingi hógvær í
samtali við Morgunblaðið.
Hann var á meðal markahæstu
leikmanna deildarinnar stóran
hluta tímabilsins en fór að sjá raun-
hæfan möguleika á að verða
markakóngur á síðari hluta þess.
Þar atti hann öðrum fremur kappi
við Þjóðverjann Marcel Schiller,
rétthentan hornamann hjá Göpp-
ingen, sem endaði með 270 mörk.
Gaf kapp við Schiller Ómari Inga
byr undir báða vængi í baráttunni?
„Já kannski. Þegar við vorum
búnir að tryggja okkur þriðja sætið
þegar tveir leikir voru eftir þá gaf
það manni kannski eitthvað aðeins
aukalega. En annars er ég bara að
reyna að vinna leiki. Ef mörkin
koma þá koma þau. Ég er líka bú-
inn að vera í þannig hlutverki að ég
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
Á dögunum kom upp athyglis-
vert mál í tennisheiminum þegar
Naomi Osaka dró sig úr keppni á
Opna franska meistaramótinu í
tennis.
Málið var rakið í fréttum í
snemma í mánuðinum. Osaka er
ein bjartasta vonin í íþróttinni og
rúmlega það. Hún hefur þegar
unnið fjórum sinnum á risamót-
unum (Grand Slam-mótunum) og
fékk Laureus-verðlaunin sem
íþróttakona ársins í heiminum
fyrir árið 2020. Hún greindi frá
glímu sinni við þunglyndi og fé-
lagskvíða þegar hún útskýrði í til-
kynningu hvers vegna ekkert varð
úr þátttöku hennar á mótinu. Fyr-
ir hana hefur verið íþyngjandi að
vera í sviðsljósi fjölmiðla.
Hafði hún tekið þá ákvörðun að
mæta ekki á blaðamannafundi
eftir leiki sína í mótinu og var
sektuð í framhaldinu. Mótshald-
arar voru mjög gagnrýndir fyrir
hvernig þeir héldu á málum og ef
til vill mun fólk í íþróttahreyfing-
unni draga lærdóm af máli
Osaka.
Í SunnudagsMogganum var fróð-
legt viðtal við ólympíufarann
Laurence Halstad um eitt og ann-
að sem tengist líðan afreks-
íþróttafólks. Um þessa uppá-
komu sagði Halstad: „Það sýnir
skortinn á mennsku innan íþrótta
að sjá ekki einlægnina á bak við
gjörðir hennar og vilja ekki styðja
hana. Þetta var frábært tækifæri
fyrir tennis til að sýna íþrótta-
mönnum sem glíma við andleg
vandamál stuðning.“
Hægt er að taka undir þetta hjá
Bretanum. Við erum jafn misjöfn
og við erum mörg. Margt íþrótta-
fólk í heimsklassa á erfitt með að
gefa af sér í viðtölum. Þegar
heilsa fólks er undir þá skiptir
auðvitað engu máli þótt íþrótta-
fólk veiti fjölmiðlum ekki viðtöl.
Það hljóta allir að sjá sem hafa
burði til að greina aðalatriði frá
aukaatriðum.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
EM 2021
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Heimsmeistarar Frakklands eru úr leik á Evrópu-
móti karla í knattspyrnu eftir tap gegn Sviss í víta-
spyrnukeppni ótrúlegum leik í Búkarest í Rúmeníu í
gær.
Haris Seferovic kom Sviss yfir strax á 15. mínútu
og Sviss fékk tækifæri til að tvöfalda forskot sitt
þegar liðið fékk vítaspyrnu, en Hugo Lloris varði frá
Ricardo Rodríguez.
Þetta kveikti í Frökkum og Karim Benzema
skoraði tvívegis með þriggja mínútna millibili áður
en Paul Pogba kom Frökkum í 3:1 með frábæru
marki á 75. mínútu.
Sviss neitaði að gefast upp og Haris Seferovic
minnkaði muninn á 81. mínútu áður en Mario Gavr-
anovic jafnaði metin í uppbótartíma og því var grip-
ið til framlengingar.
Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingu og
þá var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Yann
Sommer í marki Sviss varði lokaspyrnu Frakka frá
Kylian Mbappé.
_ Þetta er í fyrsta sinn í 67 ár sem Sviss kemst í
átta liða úrslit á stórmóti í knattspyrnu en það gerð-
ist síðast á HM 1954 í Sviss.
_ Frökkum hefur gengið illa í framlengingu á
undanförnum stórmótum en þetta er þriðji leikurinn
í röð þar sem þeir falla úr leik eftir framlengdan leik.
Ótrúleg endurkoma dugði ekki
Þá þurfti einnig að framlengja leik Króatíu og
Spánar þegar liðin mættust á Parken í Kaupmanna-
höfn. Leiknum lauk með 5:3-sigri Spánverja en
staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3:3.
Króatar komust yfir með afar skrautlegu sjálfs-
marki á 20. mínútu en Pablo Sarabia jafnaði metin
fyrir Spánverja undir lok fyrri hálfleiks áður en
César Azpilicueta og Ferran Torres skoruðu sitt
markið hvor fyrir Spánverja í síðari hálfleik.
Mislav Orsic minnkaði muninn fyrir Króatíu á
85. mínútu áður en Mario Pasalic jafnaði metin fyr-
ir Króata í uppbótartíma og því var gripið til fram-
lengingar.
Þar reyndust Spánverjar sterkari þar sem þeir
Álvaro Morata og Mikele Oyarzabal skoruðu mörk
spænska liðsins í fyrri hálfleik framlengingarinnar.
_ Spánverjar eru fyrsta liðið í sögu Evrópu-
mótsins sem skorar fimm mörk í tveimur leikjum í
röð.
_ Spánverjinn César Azpilicueta, sem skoraði
sitt fyrsta landsliðsmark gegn Króatíu, er elsti
markaskorari í sögu spænska liðsins í lokakeppni
EM en hann er 31 árs og 305 daga gamall.
Það verða því Sviss og Spánn sem mætast í átta
liða úrslitum í Pétursborg 2. júlí en Frakkland og
Króatía eru úr leik.
AFP
Vonbrigði Svisslendingar eftir að Kylian Mbappé brenndi af lokaspyrnu franska liðsins í Búkarest.
Dramatíkin allsráðandi á EM
- Heimsmeistarar Frakklands úr leik eftir ótrúlega endurkomu Sviss í Búkarest
- Hetjuleg endurkoma Króata dugði ekki gegn Spánverjum í Kaupmannahöfn
Breiðablik mætir Val í risaslag í
undanúrslitum Mjólkurbikars
kvenna í knattspyrnu en dregið
var í höfuðstöðvum KSÍ í gær.
Í hinni viðureigninni í undan-
úrslitum mætast Þróttur R. og
FH en leikirnir fara fram hinn
16. júlí næstkomandi. FH leikur í
næstefstu deild en hin þrjú í efstu
deild Íslandsmótsins.
Einnig var dregið hjá körl-
unum. Bikarmeistarar Víkings
Reykjavík fá KR í heimsókn í 16-
liða úrslitum keppninnar í karla-
flokki. Í þremur tilfellum drógust
úrvalsdeildarlið saman að þessu
sinni. Þar er áðurnefndur leikur
Víkings og KR, en einnig við-
ureignir ÍA og FH og Keflavíkur
og KA.
Ljóst er að lið úr næstefstu
deild mun komast áfram í 8-liða
úrslit því Vestri og Þór frá Akur-
eyri drógust saman og mætast í
Skutulsfirði. Fjölnir sem leikur í
næstefstu deild fékk auk þess
heimaleik gegn ÍR sem leikur í
þriðju efstu deild.
HK mætir KFS og myndu lík-
lega einhverjir segja að HK hafi
haft heppnina með sér því KFS
leikur í fjórðu efstu deild.
Fylkir fær Hauka sem leika í
þriðjuefstu deild í heimsókn í
Árbæinn. gunnaregill@mbl.is
Risaslagur
Blika og Vals
í bikarnum