Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 29.06.2021, Síða 32
RVK Fringe hefst á laugardag og stendur yfir til 11. júlí. 70 atriði verða sýnd yfir 150 sinnum á átta dögum og 15 stöðum víða um Reykjavík. Á laug- ardag kl. 17 verð- ur flutt opnunar- sýningin Sauðatónar í Árbæjarsafni og vöngum velt yfir því hvers konar tónlist sauðfé vilji hlusta á. Tónskáldið og rafgítarleikarinn Hafdís Bjarnadóttir og Passe- partout Duo munu leita svara við þeirri spurningu en Hafdís hefur heimsótt sveitabæi, hljóðritað fjár- húshljóð og spilað á gítar fyrir kindur til að vinna tón- list út frá þessum heimsóknum. Hugmyndina að því að semja tónverk fyrir kindur fengu slagverksleikarinn Christopher Salvito og píanóleikarinn Nicoletta Favari ásamt Hafdísi þegar þríeykið var á tónleikaferðalagi í Færeyjum. Dagskrána má kynna sér á rvkfringe.is. 70 atriði á 15 stöðum á átta dögum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Heyrnin er ekki sem best og hreyfi- færnin langt frá því sú sama og áð- ur var en sjónin er góð og húm- orinn er á sínum stað hjá Sigríði Rósu Mörtu Oddsdóttur, sem er 100 ára í dag. „Hún er mjög skemmtileg, en elliglöpin flækja málin,“ segir Ingibjörg, dóttir henn- ar. Undanfarin fimm ár hefur Rósa, eins og hún er alltaf nefnd, búið í góðu atlæti á Grund hjúkrunar- heimili í Reykjavík. „Allt starfs- fólkið er svo gott við hana og sér- staklega Alexandrea Rán Guðnýjardóttir,“ heldur Ingibjörg áfram. „Hún sér meðal annars um að klippa hár hennar og fara með hana í fót- og handsnyrtingu. Unga fólkið er svo hugulsamt, hefur tekið ástfóstri við mömmu og gerir allt fyrir hana.“ Fjórðu elstu systkinin Foreldrar Rósu voru Oddur Bergsveinn Jensson og Valfríður Ólafsdóttir, bændur í Dalasýslu. Hún var næstelst sex alsystkina og tvö samfeðra hálfsystkini voru eldri. Hallgrímur Pétur, bróðir hennar, býr líka á Grund og að sögn Jón- asar Ragnarssonar, sem heldur úti fésbókarsíðunni Langlífi, eru þau fjórðu elstu núlifandi íslensku systkinin. Ólafur Valdimar, bróðir þeirra, er 85 ára, en önnur eru fall- in frá. Eiginmaður Rósu var Gunn- laugur Marinó Möller Pétursson, bifreiðastjóri og flokkstjóri hjá Reykjavíkurborg, en hann lést 62 ára 1982. Þau eiga fjögur börn og segja dæturnar tvær, Ingibjörg og Valdís, að hún hafi alla tíð verið mjög iðin, en krafturinn hafi eðli- lega minnkað undanfarin ár. „Hún er mikið rúmliggjandi, en hress þess á milli,“ segir Valdís. „Þegar lægð er yfir landinu liggur hún í rúminu, sefur lengst af en þegar hún vakir er viðkvæði hennar gjarnan „andskotans veður er þetta“,“ útskýrir Ingibjörg. Hún njóti þess samt að vera úti og vísar meðal annars til þess að Alexandrea hafi klætt hana upp og stelpurnar hafi farið með hana í hjólastól í bæ- inn. Það hafi gert mikla lukku. Mikill gestagangur var á heimili hjónanna í Skerjafirði og þegar fólk bar að garði sá Rósa um að elda og baka fyrir mannskapinn. „Það var alltaf til heimabakað með kaffinu og ég fékk aldrei neitt úr bakaríi, hvorki kökur né brauð,“ rifjar Ingi- björg upp. „Hún var mjög dugleg og saumaði til dæmis mjög mikið. Ég gekk til dæmis alltaf í heima- saumuðum fötum.“ Fjölskyldan bjó lengst af í Skerjafirðinum og þegar börnin voru komin á legg fór Rósa út á vinnumarkaðinn. Fyrst skúraði hún hjá Kron í Skerjafirði, vann síðan um árabil í eldhúsinu á Grund og lauk starfsferlinum við sláturgerð hjá Sláturfélagi Suðurlands á Skúlagötu, þar sem hún vann þar til hún var 67 ára. „Hún var ótrúlega orkumikil, hafi gaman af því að spila, naut þess að ganga úti, prjón- aði sokka, peysur og vettlinga en eftir að pabbi dó var mesta yndi hennar að fara í sveitina til systur- sonar síns vestur í Dölum,“segir Valdís. Sefur af sér lægðirnar - Húmorinn í góðu lagi hjá Rósu Oddsdóttur 100 ára Gaman Rósa Oddsdóttir hlustar á Bubba Morthens og syngur með. Á Grund Rósa og Hallgrímur Pétur eru fjórðu elstu systkini landsins. ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 180. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Hinn 17 ára gamli Eggert Aron Guðmundsson réð úrslit- um þegar Stjarnan heimsótti KR í Frostaskjólið í 10. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max- deildinni í gær. Leiknum lauk með 2:1-sigri Stjörnunnar og skoraði Aron sigurmarkið á 58. mínútu. Úrslitin eru ekki alltaf fyrirsjáanleg í deildinni en í gær töpuðu Víkingar fyrsta leiknum í deildinni í sumar. Nýliðarnir í Leikni urðu fyrstir til að leggja Víking að velli og gerðu það í Breiðholtinu. Leiknir hefur á skömmum tíma unnið bæði FH og Víking. »26 17 ára gamall markaskorari hjá Stjörnunni á KR-vellinum ÍÞRÓTTIR MENNING Stærð: 400l.Opnanlegt hólf beggja vegna. Farangursbox Verð frá:49.000kr. VefverslunBL Frábært úrval af aukahlutum, ferðabúnaði, gjafavörum og rafhjólum í nýrri vefverslun okkar. Kíktu á úrvalið áwww.bl.is/vefverslun Fyrir alla BLbíla Þverbogar Verð frá:35.000kr. Euroride, fyrir 2 hjól. Fellanleg grind til að komast í skottið. Hjólafesting á krók Verð frá:59.000kr. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is E N N E M M / S ÍA / N M 0 0 6 5 3 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.