Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021FRÉTTIR Einhvern veginn virðist það hafa farið alveg framhjá íslenskum fjöl- miðlum að bandaríski frum- kvöðullinn Whitney Wolfe Herd vann meiriháttar afrek í febrúar síðastliðnum þegar hún skráði á markað fyrirtækið Bumble sem rek- ur samnefnt stefnumótaforrit. Með skráningunni varð hún nefnilega yngsta kona sögunnar til að skrá félag á hlutabréfamarkað – í það minnsta í Bandaríkjunum – og einnig yngsta konan til að komast á milljarðamæringalista Bloomberg á eigin spýtur. Whitney er hrífandi, bráðsnjöll og með bein í nefinu – og löngu tíma- bært að íslenskir lesendur fræðist um sögu hennar. Áreitnin kveikti á peru Leiðin á toppinn var alls ekki áfallalaus. Whitney, sem verður 32 ára í júlí, ólst upp í Salt Lake City og stundaði háskólanám við South Methodist University. Þar fór við- skiptavitið að láta á sér kræla því í náminu tók Whitney til við að selja handtöskur úr bambusvið til stuðn- ings fólki sem orðið hafði fyrir tjóni vegna olíulekans mikla sem varð í Mexíkóflóa árið 2010. Verkefnið vatt upp á sig og varð að góðgerðar- samtökum og síðan að fatamerki sem Whitney setti á laggirnar til að vekja fólk til vitundar um mansal og sanngjarna viðskiptahætti. Þegar hún var 22 ára gömul gekk Whitney til liðs við teymi fólks sem vann að smíði stefnumótaforritsins vinsæla Tinder. Sagan segir að Whitney hafi átt hugmyndina að nafni forritsins en hún fékk titil að- stoðar-markaðsstjóra og átti m.a. stóran þátt í miklum vinsældum Tinder á meðal fólks á háskólaaldri. Árið 2014, aðeins tveimur árum eftir að Tinder fór í loftið, kvaddi Whitney fyrirtækið og síðar sama ár höfðaði hún mál gegn fyrir- tækinu vegna meintrar áreitni sem hún þurfti að þola af hálfu yf- irmanns síns í kjölfar þess að slitn- aði upp úr ástarsambandi þeirra. Að sögn Forbes og Business Insider komust Tinder og Whitney að sátt um að leysa málið með því að greiða henni rösklega eina milljón dala í bætur og gefa henni að auki eign- arhlut í stefnumótaforritinu. Til viðbótar við það álag og óvissu sem fylgdi málarekstrinum þurfti Whitney að sitja undri skítkasti í netheimum. Frekar en að láta bug- ast sótti Whitney innblástur í þessa reynslu og fór að leggja drög að nýjum samfélgasmiðli þar sem kon- ur væru í bílstjórasætinu. Hún fékk til liðs við sig Andrey Andreev, stofnanda stefnumótavefsins Badoo, og eftir þreifingar og þróunarvinnu varð Bumble til í árslok 2014. Ári síðar voru notendur Bumble orðnir 15 milljónir talsins og hefur not- endahópurinn vaxið með ógnar- hraða síðan þá. Hellisbúunum haldið í skefjum Sérstaða Bumble er að þar ráða konur ferðinni. Forritið er notað bæði af gagnkynhneigðum og sam- kynhneigðum, en ef karl og kona tengjast þá er það á valdi konunnar að senda fyrsta skeytið. Karlinn verður að bíða rólegur þangað til konan tekur frumkvæðið. Þær konur sem notað hafa stefnumótaforrit vita að það getur verið allt annað en ánægjulegt ef skilaboðin hrúgast inn frá alls konar körlum. Blanda af skorti á tilfinn- ingagreind og blindandi greddu virðist gera suma karla að óalandi skítseiðum sem nota stefnumóta- forritin til að atast í konum og áreita þær, en með því að gefa kon- um valdið tókst Whitney að leysa þennan vanda og skapa þægilegt umhverfi fyrir konur í leit að stefnumóti. Með þessum leikreglum vildi Whitney líka frelsa kvenþjóðina frá hefðbundnum kynjahlutverkum þar sem körlum er innrætt að þeir þurfi að stíga fyrsta skrefið á meðan kon- um er kennt að þær verði að bíða með hendur í vösum þar til karlinn lætur til skarar skríða. „Þessar óskrifuðu reglur setja konuna skör lægra en karlinn,“ sagði Whitney í viðtali við Vanity Fair. „Ef við los- um karlinn við þennan þrýsting og færum konunni meira vald þá erum við að taka skref í rétta átt, sér- staklega frá femínísku sjónarhorni.“ Til að gera gott forrit enn betra var þeim eiginleika bætt við Bumble að geta gert þar vinaleit, þ.e.a.s. að finna fólk á svipaðri bylgjulengd til þess að stækka vinahópinn. Þá er líka hægt að nota Bumble til að styrkja faglega tengslanetið og kynnast fólki með starfs- og við- skiptamöguleika að leiðarljósi. Þegar útboðsgögn Bumble voru birt í janúar notuðu um 42 milljónir manna forritið í mánuði hverjum og Bumble var orðið næstvinsælasta stefnumótaforrit Bandaríkjanna á eftir Tinder. Á fyrsta degi viðskipta með hluta- bréf Bumble, skömmu fyrir Valent- ínusardaginn, hækkaði markaðs- virði félagsins um 64% en hefur fikrast hægt niður á við síðan þá. Er heildarvirði hlutabréfa Bumble rösklega 9,1 milljarður dala þegar þetta er skrifað og samkvæmt út- reikningum Forbes eru auðæfi Whitney metin á 1,2 milljarða dala. Konur undir smásjá Skemmtilegast af öllu er að það fer ekki á milli mála að Whitney er bara rétt að byrja. Hún er komin á góðan stað í lífinu og ætlar að nota áhrif sín til að ryðja brautina fyrir kynsystur sínar. Þannig notaði hún tækifærið á viðburði sem Wall Street Journal efndi til í maí síðast- liðnum til að benda á að frammi- staða kvenna í stjórnendastöðum í bandarísku atvinnulífi virðist ekki vera metin með sömu mælistiku og frammistaða karlanna: „Ég er orðin dauðþreytt á því hvernig margar konur hafa verið látnar hverfa úr fyrirtækjunum sem þær komu á laggirnar,“ sagði hún og nefnir WSJ þessu til stuðnings ófarir kvenstjórnendanna Steph Ko- rey, fyrrverandi stjórnanda ferða- töskubúðarinnar Away, og Audrey Gelman, stofnanda kvennaklúbba- keðjunnar Wing, en báðar þurftu að taka pokann sinn eftir að sætt gagnrýni vegna stjórnunarhátta sinna. „Ekki henda konum út á gaddinn bara vegna þess að ein- hverjum er gramt í geði vegna hegðunar sem karlmenn myndu aldrei vera skammaðir fyrir,“ sagði Whitney og minntist þess hversu þröngt einstigi hún þurfti að feta sem kona í forstjórastólnum: „Störf mín vor undir smásjá og rýnt í allt sem hugsast gat. Öllum stundum var einhver að snuðra. Það er til- finningalega lamandi og fullkomlega ósanngjarnt.“ Ekkert fær stöðvað Whitney Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Mexíkóborg ai@mbl.is Stofnandi stefnmótavefs- ins Bumble varð millj- arðamæringur fyrr á þessu ári og er mjög í mun að rétta hlut kvenna í stjórn- endastétt. Joe Scarnici / GETTY IMAGES / AF Það gustar af Whitney Wolfe Herd og verður gaman að fylgjast með framlagi hennar á komandi árum. Fleiri mættu vera eins og hún. HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum vinnuföt fást einnig í Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.