Morgunblaðið - 23.06.2021, Page 6

Morgunblaðið - 23.06.2021, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021VIÐTAL við ákváðum fljótlega að breyta ekki strategíu fyrirtækisins; við töldum að kórónuveirufarald- urinn væri þess eðlis að hann myndi ekki breyta markaðnum til lengri tíma. Þetta var hins vegar auðvitað mikið áfall fyrir allan iðnað í heiminum og það hefur komið í ljós, eins og gerist alltaf í svona krísum, að það hefur orðið samþjöppun. Smærri aðilar sækja þá í ör- yggið og vilja tengjast stærri aðilum. Nú vilja margir selja okkur fyrirtæki sem eru um allan heim, mörg í Bandaríkjunum.“ Gott fjárstreymi skapar svigrúm – Hafið þið svigrúm til að nýta þessi kaup- tækifæri eða þurfið þið að sækja ykkur hlutafé? „Fjárstreymi Össurar er svo gott að við höf- um tækifæri til að kaupa fyrirtæki. Innri vöxtur Össurar hefur verið um 5% á ári og við höfum náð að tvöfalda það með upp- kaupum og það mun halda áfram.“ – Sem sagt náð að vaxa um 10% á ári? „Við höfum gert það, já.“ – Geturðu upplýst hvaða fyrirtæki þið hafið verið að kaupa? „Við keyptum þó nokkur fyrirtæki í fyrra. Við keyptum til að mynda College Park á síðasta ári, auk fyrirtækja sem styðja við notendur að okkar vörum, bæði í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu.“ – Hvaða áhrif hafa þessi uppkaup haft á vægi ólíkra heimssvæða í veltunni? „Þau hafa enn ekki haft áhrif á þessi hlutföll. Umsvif okkar eru enn langmest í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum. Þaðan koma um 90% af tekjum fyrirtækisins en tæplega helm- ingur af tekjunum kemur frá Bandaríkjunum.“ – Þú nefndir umsvif ykkar í Kína. Hvað með Indland og Japan? „Það gengur mjög vel í Japan og ég held það megi segja að við séum stærsti aðilinn á þeim markaði. Við höfum lengi verið með markaðs- skrifstofu í Japan en ekki verið með okkar eigin sölumenn. Við tókum hins vegar yfir okkar sölu í Japan í byrjun þessa árs. Stoðtækjamarkaður- inn í Japan er þó lítill. Japanir borða svo mikinn fisk,“ segir Jón til gamans. – Sykursýki er sem sagt ekki útbreidd? „Rétt. Ég veit þó ekki hvort það sé af því að þeir borða svo mikinn fisk en það er gaman að segja frá því að aflimanir eru miklu fátíðari í Japan en annars staðar.“ Meiri tækifæri í Kína en á Indlandi – Hvað með Indland? „Indland er mjög vanþróaður markaður hvað sölu stoðtækja varðar. Við erum ekki með mikil umsvif á Indlandi en markaðs- og sölustarfsemi hefur af ýmsum orsökum ekki gengið jafn vel og vonir stóðu til.“ – Tengist það endurgreiðslum vegna stoð- tækja í heilbrigðiskerfinu? „Já, það hefur mikil áhrif.“ – Hafa margir Indverjar þá ekki ráð á þessu? „Já, sú er raunin. Öðru máli gegnir hins vegar um Kína enda höfum við lagt miklu meiri áherslu á Kína. Við tókum þá ákvörðun fyrir 15 árum en við vissum að við gætum ekki farið inn á báða markaðina á sama tíma. Við einbeittum okkur því að Kína og það hefur gengið mjög vel. Kaldur sumarvindur gnauðar í borginni þegar Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, býður blaða- manni til hádegisverðar í höfuðstöðvum fyrir- tækisins við Grjótháls í Reykjavík. Hið alþjóðlega fyrirtæki þurfti á skömmum tíma að laga sig að samkomubanni og faraldri sem var víðast hvar mun skæðari en á Íslandi. Því liggur beinast við að hefja samtalið á að spyrja hvort kórónuveirufaraldurinn muni hafa varanleg áhrif á reksturinn. „Við höfum talið að faraldurinn hafi ekki áhrif á undirliggjandi þætti í rekstri Össurar. Þ.e.a.s. að markaðurinn muni líta eins út eftir farald- urinn. Á hinn bóginn erum við í heilbrigðisiðnaði og faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á Össur á þessu tímabili.“ – Hvernig þá? „Salan datt niður á tímabili vegna þess að heilbrigðiskerfin í löndunum, ekki síst í upphafi faraldursins, voru lömuð. Sjúkrahúsin og heilsu- gæslan þar með talið. Svo dæmi séu tekin var útgöngubann á Ítalíu og í Bretlandi mega enn aðeins vera þrír sjúklingar á stoðtækjaverk- stæði í einu.“ Eiga inni sölu vegna faraldursins – Hefur því myndast uppsöfnuð þörf? „Það er önnur góð spurning. Það verður að koma í ljós. Að einhverju leyti er það raunin.“ – Þannig að þið eigið þá inni sölu? „Já, en það er erfitt að áætla hversu mikla. Við höfum séð þetta í löndum sem komust fljótt út úr faraldrinum, eins og Kína, en þar var upp- söfnuð þörf.“ – Fulltrúi Kerecis sagði við ViðskiptaMogg- ann að faraldurinn hefði leitt til þess að sykur- sjúkir leituðu síður til læknis í Bandaríkjunum. Fyrir vikið hafi ástand margra þeirra versnað og það aukið líkur á aflimunum. Hefur þetta reynst auka eftirspurnina hjá Össuri? „Staðan er sú að við vitum þetta ekki; orsaka- samhengið er mjög óljóst og kemur fram á löngum tíma. Það hefur hins vegar komið í ljós að það hefur orðið áframhaldandi samþjöppun í greininni sem er mjög athyglisvert. Við höfum verið dugleg við að kaupa önnur fyrirtæki í þjónustuhlutanum.“ – Eru slík kaup tengd þeirri áherslu fyrir- tækisins að ná sem mestum lóðréttum samruna; að hafa alla virðiskeðjuna á sinni hendi? „Hárrétt.“ Mikill samdráttur í apríl 2020 – Hversu mikið svigrúm hafið þið haft til að kaupa fyrirtæki? „Ef við rifjum upp stöðuna í mars í fyrra vor- um við að berjast fyrir lífi fyrirtækisins í nokkr- ar vikur. Við horfðum fram á að Össur gæti að óbreyttu ekki lifað lengur en í fjóra mánuði. Sal- an var lægst 60-70% af sölu fyrra árs í apríl 2020. En það kom fljótt í ljós, eftir tiltölulega fá- ar vikur, að þetta réttist við aftur, og á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var salan orðin ríflega 95% af því sem hún var árið áður. Það er ekki góð staða en fyrirtækið var þó ekki lengur að berjast fyrir lífi sínu. Þegar við sáum hvert stefndi urðum við fljótlega sannfærð um að við myndum koma út úr þessu standandi og gott betur. Þá hófum við aftur að kaupa fyrirtæki en Það mun verða afskaplega góður markaður í framtíðinni.“ – Sérðu fyrir þér að til lengri tíma litið muni umsvifin ykkar margfaldast? „Já.“ – Þannig að eftir 10% vöxt á ári í tíu, tuttugu ár verði fyrirtækið orðið margfalt stærra? „Nú þurfa menn að gæta sín – prósentutrén vaxa ekkert upp í himininn,“ segir Jón og brosir. „Eftir því sem veltan eykst skilar hvert pró- sent meiri veltu. Þannig að ég ætla ekki að lofa því að við getum vaxið um 10% á ári næstu 20 árin.“ – Er veltan að aukast á hvern starfsmann? „Jú, hún á að gera það og við höfum sýnt fram á skalanleika. Höfum verið að kaupa fyrirtæki sem eru með minna hagnaðarhlutfall en Össur en samt sem áður höfum við getað haldið EBITDA-hlutfallinu í 22 prósentustigum,“ segir Jón og víkur að tækifærum á nýjum mörkuðum. Eftirspurnin eykst með efnahagsþróun „Við sköpuðum okkur sérstöðu á hinum vest- rænu mörkuðum og teljum okkur sömuleiðis eiga fullt erindi á þeim mörkuðum sem eru á sama stað og vestrænir markaðir voru fyrir 20 árum. Sú þróun er víða hröð. Við sjáum til dæm- is að Suður-Kórea er nánast komin á sama stað og Þýskaland var fyrir 20 árum. Suður-Kórea er nú með mjög þróað heilbrigðiskerfi og endur- greiðslukerfið er ágætt. Sama máli gildir um Singapúr. Lífskjör í mörgum þessara landa eru orðin sambærileg og hjá okkur og það sama mun gerast í mörgum nýmarkaðsríkjum. Austantjaldslöndin stefna hraðbyri í þessa átt og Kína líka.“ – Hvað með Afríku? Þið eruð meðal annars með umsvif í Suður-Afríku. „Suður-Afríka hefur verið góður markaður og við erum með mikla starfsemi þar.“ – Hvernig eru horfur þar? „Suður-Afríka glímir við sín vandamál eins og svo mörg lönd en það er góður markaður fyrir okkur og mun þróaðri en margir ætla,“ segir Jón sem kveðst að öðru leyti ekki vilja spá um þróunina í Afríku. Áherslan sé nú fremur á Asíu og Austur-Evrópu. Þar með talið Rúmeníu, Búlgaríu, Pólland og Tékkland. Opnuðu söluskrifstofu í Mexíkó – Hvað með Rómönsku-Ameríku? „Við höfum lengi verið í Brasilíu og opnuðum okkar eigin söluskrifstofu í Mexíkó í fyrra. Það kostar mikið að setja upp beina sölu – kostnaðurinn við það hefur aldrei verið undir milljón dollurum á ári – og sá kostnaður stýrir því hversu hratt við getum farið. Við förum eins hratt og við treystum okkur til en það hefur allt- af mjög jákvæð áhrif á söluna að opna söluskrif- stofu.“ Spurður hvernig vöruframboðið hafi þróast segir Jón að vörulínan hafi breikkað. „Össur hannar, framleiðir og selur stoð- og stuðningstæki sem bæta hreyfigetu fólks og stuðla að lífi án takmarkana. Stoðtæki koma í staðinn fyrir útlimi, bæði fætur og hendur, og vörulínan samanstendur af mekanískum vörum sem og háþróuðum vörum sem nýta gervigreind og aðra hátækni. Stuðningstæki spanna allt frá léttum stuðningshlífum til sérgerðra spelkna fyrir til dæmis slitgigt og endurhæfingu eftir meiðsli. Vöruframboð Össurar hefur bæði aukist og breyst með aukinni nýsköpun og tækni- framþróun. Þróunin hefur verið í átt að háþró- aðri og dýrari vörum sem hafa aukið notagildi. Með tímanum hefur Össur einnig þróað sér- sniðnar vörur fyrir mismunandi notendahópa með góðum árangri. Varðandi nýsköpun þá byggjum við ekki vöxt- inn á magnaukningu heldur liggur stór hluti af okkar vexti í því að selja dýrari vörur. Til ein- földunar má segja að í staðinn fyrir að selja reið- hjól séum við að selja bíla og það náttúrulega Umsvif Össurar muni margfaldast Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur fagnar 50 ára afmæli í ár við óvenjulegar aðstæður. Um 3.400 manns starfa hjá fyrirtækinu í yfir 30 löndum, þar af um 500 á Íslandi. Því var áskorun að halda starfseminni gangandi með fjarvinnu samhliða samkomutakmörkunum við upphaf heimsfaraldurs í fyrra. Fyrirtækið horfði þá fram á mikið tekjufall en náði síðan vopnum sínum og er eftirspurnin að fara í fyrra horf. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir fyrirtækið stefna að frekari vexti með vöruþróun og kaupum á fyrirtækjum í stoð- og stuðningstækjaiðn- aðinum. Fram undan sé áframhaldandi vöxtur á nýjum mörkuðum, ekki síst í Austur-Evrópu og Asíu. Þá muni nýjar gerðir stoðtækja og nýjar heildarlausnir í afhendingu stoðtækja styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir mikil tækifæri fram undan. Eftir skráningu á hlutabréfamarkað árið 1999 hefur velta Össurar aukist úr tæplega 18 milljónum bandaríkjadala í rúmlega 686 millj- ónir dala árið 2019, síðasta heila starfsárið fyrir kórónuveirufaraldurinn, og hefur því rúmlega 38-faldast án tillits til verðbólgu. Þá hefur starfsmönnum fjölgað úr 122 í tæplega 3.400 sem er tæplega 28-földun. Hafa upphaflegir fjárfestar því ávaxtað pund sitt vel með bréfum í fyrirtækinu. Fram hefur komið hjá fasteignafélaginu Eik að til skoðunar sé að byggja við höfuð- stöðvar Össurar á Grjóthálsi í Reykjavík. „Við þurfum að stækka við okkur og erum að skoða hvaða möguleika við höfum. Einn af þessum möguleikum er stækkun á Grjót- hálsi 1 sem er oft kallað B&L-húsið. Það er verið að skoða það og við komumst að niður- stöðu um það mjög fljótlega,“ segir Jón Sig- urðsson, forstjóri Össurar, um verkefnið. – Hvernig mynduð þið nýta það húsnæði? „Það yrði einkum nýtt undir þróunarstarf.“ Ákvörðun um stækkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.