Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 15

Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 15
Rými Ofnasmiðjan afhenti á dögunum djúpstöflunarlausn í nýja frystigeymslu Eskju á Eskifirði. Lausnin er með þeim fullkomnari á markað- num, og hámarkar m.a nýtni frystiklefans. Kerfið hýsir tæplega 6216 bretti í dag, eða um 9000 tonn. Kerfið byggir á vélrænni færslu bretta, með „skutlum“. Borið saman við hefðbundar djúp- stöflunarlausnir, næst mun meiri dýptarnýtni og hraði, ásamt því að geta unnið með fleiri vörunúmer. Í hefðbundnum djúpstöflunarlaus- num hefur verið notast aðalega við 3 aðferðir: Drive-in, flæðikerfi og að lokum skutlukerfi. Drive-in lausnin byggir á því að lyarinn keyrir inn allan ganginn, og hlaði inn brettum koll af kolli, og allur gangurinn geymi sama vörunúmerið. Ókostur er keyrslutími inn og út úr þröngum göngum. Flæðikerfin eru uppsett af rúllukeflum sem bera brettin uppi. Sá búnaður hallar 4° á þann gang sem notaður er. Brettunum er því ýtt inn koll af kolli, og standa alltaf fremst í kerfinu. Hér er venjulega hægt að hafa jafnmörg vörunúmer og hæðirnar eru í hverjum gangi. Ókosturinn er þó að dýptin er tak- mörkuð vegna þyngdar á öllum brettum sem þarf að ýta inn ganginn. Skutlukerfið sameinar alla kosti. Notandinn skilur brettin eir fremst í ganginum. Þar kemur „Skutla“ sem flytur brettið innst í ganginn, sem er 27 bretti að dýpt . Með þessu eru engar takmarkanir á dýpt, og tími starfsmanns nýtist betur. Skutlurnar geta unnið jafnt með EUR og ISO bretti, og lya 1500 kg. Skutlurnar geta tengst þráðlausu neti, sem nýtist þegar kemur að samþættingu við sjálfkeyrandi lyaralausnir eða AGV (Auto-guided-vehicle). Fjölda auka- kerfa er hægt að bæta við, s.s bretta– talningar, brettaþjöppun, færslur fremst eða aast í gang, og lengi mætti telja. Tæknimenn Rýmis sáu upp alla uppsetningu og gangsetningu kerfisins, ásamt þjónustu og viðhaldi við allan búnað. Við óskum Eskju hf til hamingju með enn einn glæsi áfangann af mörgum, síðastliðin ár! Rými setur upp djúpstöflunarlausn hjá Eskju Skutlukerfið sameinar alla kosti. „Skutla“ flytur brettið innst í ganginn. Þar kemur „Skutla“ sem flytur brettið innst í ganginn. datexti Flæðikerfin eru uppsett af rúllukeflum sem bera brettin uppi. atexti Skutlurnar geta tengst þráðlausu neti, sem nýtist þegar kemur að samþættingu við sjálfkeyrandi lyaralausnir. datexti Drive-in lausnin byggir á því að lyarinn keyrir inn allann ganginn, og hlaði inn brettum.texti Djúpstöflunarlausnin er með þeim fullkomnari á markaðnum, og hámarkar m.a nýtni rúmmetra frystiklefans. Tæknimenn Rými sáu upp alla uppsetningu og gangsetningu kerfisins, ásamt þjónustu við allan búnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.