Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 22

Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á uppvaxtarárum sínum á Akureyri vakti það ekki endilega fyrir Þóru Ýri Árnadóttur að starfa í sjávarútvegi. Hún minn- ist þess að gott orðspor fór af rót- grónum og stöndugum útgerðum bæjarins en þegar Þóra hélt suður til Reykjavíkur í háskólanám vakti fyrir henni að gerast næring- arfræðingur. „Það vildi þannig til að fyrsta árið eru næringarfræði og mat- vælafræði kennd saman og rann það fljótlega upp fyrir mér að mér fannst miklu áhugaverðara að læra um framleiðsluferla matvæla en að rýna í næringartöflur, svo ég ákvað að breyta um stefnu,“ segir hún. Þóra lauk matvælafræðigráðu frá Háskóla Íslands en meist- aranáminu skipti hún á milli HÍ og Massachusets-háskóla. „Á sumrin vann ég hjá Sýni í Reykjavík sem er rannsóknarstofa sem þjónustar matvælaiðnaðinn með ýmsum hætti, og að námi loku flutti ég aftur heim til Akureyrar og fékk starf hjá ProMat, dótturfyrirtæki Sýnis fyrir norðan,“ segir Þóra söguna. „Þar vann ég í nokkur ár, meðal annars sem ráðgjafi fyrir matvælaframleiðendur. Eitt af stærstu verkefnum mínum sneri að rækjuvinnslu Ramma á Siglu- firði og þegar ég sá að þetta verk- efni var farið að taka næri allan minn tíma ræddi ég við stjórn- endur fyrirtækisins og spurði þá hvort þeir vildu ekki hreinlega ráða mig í vinnu sem gæðastjóra.“ Mikil samskipti á bak við tjöldin En hvaða verkefni eru það sem heyra undir gæðastjórann? Þóra segir svarið breytilegt á milli vinnustaða, og vinnudagur gæða- stjóra á einum stað geti verið gjörólíkur vinnudegi gæðastjóra hjá öðru fyrirtæki. „Vinnudeginum ver ég að mestu fyrir framan tölv- una og er þar í góðu sambandi við okkar kaupendur og gæðadeild- irnar hjá þeim. Á bak við tjöldin í öllum viðskiptum með sjávaraf- urðir fer fram mikil pappírsvinna og skiptumst við á skjölum, eyðu- blöðum og upplýsingum til að tryggja að öllum formkröfum sé fullnægt og upplýsingagjöf í takt við óskir kaupandans.“ Þarfir kaupenda geta verið mjög breytilegar, í takt við lagalegar kröfur í hverju landi og eins óskir neytenda á hverjum stað. Þá vilja kaupendur vita sem mest um eig- inleika vörunnar, s.s. stærð og fjölda bita í hverri sendingu. „Vörulýsingin þarf að vera skýr og tiltaka m.a. hvernig umbúðir eru notaðar og úr hvaða efni, og stað- festa atriði á borð við hvort um- búðirnar séu endurvinnanlegar og hæfar til að geyma matvæli,“ út- skýrir Þóra. „Þá vilja margir kaupendur fá upplýsingar um þætti sem snúa að vinnslunni sjálfri, s.s. húsakosti og viðhaldi á honum, og aðbúnaði starfsmanna.“ Af og til kallar starf Þóru á að mæta á staðinn, taka sýni og gera mælingar. „En þá er ég oftast bara að horfa yfir öxlina á því fólki sem heldur utan um vinnsl- una. Við erum með rosalega gott fólk að störfum sem fylgist með því að gæði og ástand vörunnar sé eins og best verður á kosið og er það helst þegar verið er að inn- leiða nýja ferla og aðferðir að ég verð að fylgjast mjög náið með daglegum störfum í fiskvinnsl- unum.“ Síbreytilegir staðlar En væri ekki hægt að auka sjálf- virkni í starfi gæðastjórans, og t.d. samræma söfnun og miðlun gagna til að létta Þóru og kollegum hennar lífið? Hún segir málið ekki alveg svo einfalt: „Það hafa margir reynt en engum tekist að gera þennan hluta rekstursins sjálf- virkan. Skýringin er meðal annars sú að það eru svo margir ólíkir staðlar í boði og nýir staðlar bæt- ast stöðugt við. Hjá Ramma erum við aðallega að vinna með um það bil tíu staðla sem snúast í raun all- ir um það sama, en engu að síður verður ekki hjá því komist að gera mikið af vinnunni handvirkt.“ Vinna gæðastjórans felst líka í því að auka gæði og bæta starfs- hætti með forvirkum hætti og reyna að sjá fyrir þarfir mark- aðarins. Þannig vinnur Þóra núna að því að búa til umgjörð utan um mælingu á samfélagslegum áhrif- um starfsemi Ramma en margir sérfræðingar reikna fastlega með því að á komandi árum muni kaup- endur gera æ ríkari kröfur um að seljendur sjávarafurða geti fært sönnur á að veiðar og vinnsla fari fram með samfélagslega ábyrgum hætti. „Þessu tengt tókum við nýlega upp jafnlaunastefnu og skrifuðum undir samfélagsstefnu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Um- hverfisáhrifin koma líka við sögu við mat á samfélagslegum áhrifum og þó þeir hafi ekki enn beðið um það er ég þess fullviss að áður en langt um líður muni kaupendur sjávarafurða vilja fá ítarlegar upp- lýsingar um kolefnisspor vör- unnar.“ Miðlar alls kyns upplýsingum til kaupenda Starf gæðastjóra felst ekki síst í því að vera í samskiptum við kaup- endur og gæta vandlega að hvers kyns form- kröfum. Þóra Ýr hjá Ramma reiknar með að upplýsingar um samfélagsleg áhrif og kolefnisspor muni hafa æ meira vægi. Svipmyndir úr starfsemi Ramma. Þar er oft handagangur í öskjunni enda fjögur skip og bátar í flotanum, fiskiðjuver á Þorlákshöfn og rækjuvinnsla á Siglufirði. Allt sem á sér stað er vandlega skráð í samræmi við ótalmarga staðla. „Það hafa margir reynt en engum tekist að gera þennan hluta rekstursins sjálfvirkan,“ segir Þóra um verkefni gæðastjóra. Eru betur meðvituð um krossmengun eftir faraldur Líkt og önnur sjávarútvegsfyr- irtæki þurfti Rammi að tryggja góðar smitvarnir í kórónuveiru- faraldrinum. Þóra segir að ekki hafi komið til mikilla breytinga enda hafi skilvirkar forvarna- aðgerðir þegar verið til staðar í rekstrinum. Var það helst á starfsstöð Ramma á Þorláks- höfn að ráðast þurfti í ögn stærri breytingar því þar eru fleiri að störfum í einu og sama rýminu. Þótt það hafi verið áskorun að takast á við faraldurinn þá vonast Þóra til að sú vitund- arvakning sem varð í faraldr- inum muni ekki gleymast: „Far- aldurinn gerði almenning mjög vel meðvitaðan um hættuna af krossmengun, hvernig örverur geta borist á milli yfirborðsflata með snertingu. Ég held að fyrir marga hafi þetta verið lær- dómsríkt tímabil og breytt hug- arfari fólks þegar kemur að öruggri meðhöndlun matvæla heilt yfir iðnaðinn, frá frum- framleiðendum til kjörbúða eða veitingahúsa og allt þar á milli.“ Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.