Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 35
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 35
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
S
taðsetning Íslands í Atlantshafinu
veldur því að landið er við
straumamót heitra og kaldra haf-
strauma.
Fram kemur í nýútkominni og
ítarlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar að
megineinkenni íslenska hafsvæðisins sé sá
breytileiki sem hér ríkir vegna áhrifa úr
bæði suðri og norðri.
Guðmundur J. Óskarsson var ritstjóri
skýrslunnar og sá um að kynna niðurstöður
hennar en alls voru 33 höfundar að skýrsl-
unni.
Þar segir einnig að umhverfisbreytingar
síðustu tvo áratugi megi að mestu leyti
rekja til breytinga á hafstraumum sem hafa
borið upp að landinu heitari og saltari Atl-
antssjó í meiri mæli en áður.
Breytingarnar hafa skilað sér norður fyr-
ir land með streymi hlýsjós þangað. Þessar
breytingar eru einkum raktar til nátt-
úrulegra sveiflna en ekki breytinga á lofts-
lagi af mannavöldum.
Niðurstöður skýrsluhöfunda eru að svip-
aðra sveiflna megi vænta í framtíðinni en til
lengdar munu áhrif loftslagsbreytinga hafa
meira að segja.
Leiddar eru líkur að því að við séum
stödd í hlýindaskeiði sem muni halda áfram
næstu tuttugu árin.
„Svo er líka ein sviðsmynd sem gerir ráð
fyrir að það geti orðið veruleg kólnun líkt
og gerðist á hafísárunum,“ sagði Guð-
mundur í kynningu sinni.
Hafísárin stóðu um það bil frá 1965 til
1970.
„Það hefur orðið mikil uppsöfnun á fersk-
vatni í Beufort-hvirflinum í Norður-Íshafinu
sem eru svipaðar aðstæður og voru fyrir
þessi köldu ár. Ef hæðin yfir Norður-
Íshafinu gefur eitthvað eftir gæti þessi
kaldi sjór streymt út og komið inn á Ís-
landsmið. Það er ein sviðsmyndin,“ sagði
Guðmundur.
Súrnun sjávar veruleg ógn
Niðurstöður skýrslunnar leiða í ljós að
vegna lágs hitastigs, lítillar kalkmettunar
og hraðra breytinga felst veruleg ógn í
súrnun sjávar fyrir lífríki og vistkerfi í haf-
inu við Ísland.
Möguleg áhrif eru að vaxtarskilyrðum
kalkmyndandi þörunga yrði ógnað sem og
að tegundasamsetning svifþörunga gæti
breyst. Þá er súrnun sjávar ógn við kalk-
myndandi lindýr og skrápdýr eins og ígul-
ker. Almennt er gert ráð fyrir að með lækk-
andi sýrustigi lækki kalkmettunarstig.
Óvarið kalk gæti því leyst upp.
Umhverfisbreytingar
í hafinu má einkum
rekja til hafstrauma
Ítarleg skýrsla Hafrannsóknastofnunar um stöðu umhverfis og vist-
kerfa í hafinu við Ísland og horfur næstur áratuga var kynnt í vikunni.
Tildrög hennar er ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
um að veita fé í gerð skýrslu um stöðu vistkerfa Íslandsmiða.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ljósmynd/Björn Jónasson