Morgunblaðið - 05.06.2021, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Við óskum sjómönnum
til hamingju með daginn
Sérhæft fyrirtæki
í heilbrigðismálum
starfsfólks í sjávarútvegi
www.sjomannaheilsa.is
Ómar Garðarsson
fréttaritari í Vestmannaeyjum
U
ppvöxturinn í Eyjum var
hefðbundinn, ein þriggja
systra og ólst upp í barn-
mörgu umhverfi í Dverg-
hamrinum, hverfi vestast
á Heimaey sem reis eftir gosið á
Heimaey 1973. Bannað að fara yfir
götuna út á Hamarinn en bönn halda
ekki alltaf og það átti við Ingibjörgu
og vinkonur í æsku og þegar kom
fram á unglingsárin. Þá var tekið
hressilega á því og af það miklum
krafti að okkar kona sagði stopp 23
ára og hefur verið óvirkur alkóhólisti
í 21 ár.
„Já, ég sá að ég varð að gera eitt-
hvað ef ég ætlaði ekki að klúðra lífinu
og fór í meðferð. Var komin á það stig
að ég varð að gera eitthvað í því,“
segir Ingibjörg á eins eðlilegan hátt
og við værum að spjalla um ölduhæð í
Landeyjahöfn. „Þetta var árið 2000
en ég var 13 ára þegar ég byrjaði að
drekka.“
Óvenjulegt að taka þetta stóra
ákvörðun aðeins 23 ára. „Það kvikn-
aði eitthvert ljós og ég fann að þetta
átti ekki við mig. Var orðin virkilega
ljót persóna, búin að missa fjölskyld-
una frá mér, marga vini af því að ég
var ekki orðin ég sjálf. Var ekki undir
áhrifum alla daga en það var engin
framtíð í því sem ég var að gera.“
Týndi sjö klukkutímum
Var það eitthvað sérstakt sem gaf
þér spark?
„Þetta var farið að bitna illilega á
mér sjálfri. Ég hafði reynt þrisvar
sjálf að hætta en það gekk ekki. Svo
hrundu prinsippin eitt af öðru, að
gera ekki þetta og gera ekki hitt. Var
bara orðið hræðilegt ástand. Alltaf
ljúgandi, fannst allir á móti mér og
leið bara illa. Stóra höggið var svo
þegar ég týndist í Keflavík í sjö
klukkutíma. Veit ekkert hvað gerð-
ist,“ segir Ingibjörg sem var að halda
upp á afmæli með vinkonu sinni, en
báðar eiga afmæli í mars.
„Það var djammað en ég átti það til
þegar mér fannst vinafólkið orðið
leiðinlegt að draga mig út úr hópnum
og fara eitthvað. Á leið niður í bæ fer
ég inn í húsasund og veit ekki meir.
Vinir mínir vita ekki hvar ég var.
Þetta var um tólfleytið og svo rankaði
ég við mér klukkan sjö um morg-
uninn.“
En hvar var Ingibjörg þegar hún
rankaði við sér? „Á þessum tíma voru
strippstaðir vinsælir og voru opnir
lengi. Allt í einu klukkan að verða
hálfátta sit ég á einum þeirra og er að
drekka bjór með vini mínum og
spjalla. Þarna gerðist eitthvað. Ég
veit ekkert hvað ég gerði, hvert ég
fór og það vissi enginn.“
Þrjár vikur sem standa enn þá
Meðferðin skilaði árangri og Ingi-
björg vann víða, bæði í Vestmanna-
eyjum, á fastalandinu og í Noregi.
„Það var svo árið 2005 að Sigga í
Kjarna bað mig um að koma á Herj-
ólf og hjálpa þeim í teríunni í þrjár
vikur og þær standa enn þá,“ segir
Ingibjörg um það þegar hún byrjaði
á Herjólfi. Vann sem þerna, kokkur,
háseti á dekki og loks í brúnni. „Ég
held að ég sé búin að vinna öll störf
um borð nema sem vélstjóri og skip-
stjóri.“
Hún fann sig strax á Herjólfi, aldr-
ei sjóveik, finnst starfið skemmtilegt
og henta sér vel. „Það er gaman og
alltaf einhver ævintýri, ekki bara að
sigla. Þú ert alltaf að hitta nýtt fólk
og ýmislegt sem gerist. Hef m.a. lent
í tveimur sprengjuhótunum þannig
að það er alltaf eitthvað að gerast.“
Aðspurð segir Ingibjörg dekkið á
Herjólfi og brúna mikið karla-
samfélag en hún kvartar ekki. „Að
vera kölluð strákur er eitthvað sem
ég er hætt að kippa mér upp við. Ég
er eina konan í brúnni og þegar við
erum send á námskeið er ég yfirleitt
eini kvenmaðurinn nema einhverjar
af stelpunum séu með mér. Það vita
flestir í sjóbransanum hver ég er en
ég finn engan mótbyr.“
Ekki gefa strákunum neitt eftir
Þernan sem verður stýrimaður.
Hvernig kom það til?
„Veturinn 2006 til 2007 átti að end-
urvekja skipstjórnarnám í Vest-
mannaeyjum og við vorum að ræða
það um borð. Þegar ég var beðin um
að skrá mig hélt ég að ég væri að
skrifa undir stuðningsyfirlýsingu
sem mér fannst sjálfsagt. Stuttu
seinna var hringt í mig og tilkynnt að
ég væri komin inn í skólann, sem kom
mér á óvart en eftir hvatningu ákvað
ég að slá til. Ekki af einhverjum
krafti til að byrja með en svo fannst
mér þetta svo skemmtilegt. Var í
mótvindi þegar ég byrjaði sem espaði
upp í mér þrjóskuna. Ætlaði ekki að
gefa strákunum neitt eftir,“ segir
Ingibjörg sem lauk fyrri hluta náms-
ins í Eyjum og tók farmanninn í
Reykjavík. Alls tók námið fjögur ár
og í leiðinni tók hún stúdentspróf.
Útskrifast 2011, steig fyrstu skref-
in í starfi hjá Ribsafari í Vestmanna-
eyjum. Sumarið 2012 var hún skip-
stjóri á hvalaskoðunarbát á Húsvík
og líkaði vel. Um haustið bauðst
henni starf á Herjólfi sem hún tók.
„Þeir hringdu og buðu mér starf sem
stýrimaður. Ákvað að prufa og er enn
þá. Allt strákar í brúnni en mér líður
vel, ánægð með vinnuna og nýt virð-
ingar.“
Bíladekkið algjör snilld
Sjómennskan á vel við Ingibjörgu
sem hefur lent í ýmsu. Var um borð í
afleysingaskipinu St. Ola þegar skip-
ið fékk á sig brot og þrír gluggar fóru
inn og allt á flot. „Við höfum lent í alls
konar brasi og erfiðum aðstæðum en
það hræðir mig ekki.“
Ingibjörg er ánægð með nýjan
Herjólf og ánægjan hefur vaxið. „Það
voru allir stressaðir þegar við fórum
fyrst í Þorlákshöfn en hann er alltaf
að koma okkur meira og meira á
óvart. Veltur öðruvísi, fer betur með
mann, lætur betur að stjórn og er
fljótari að bregðast við. Bíladekkið al-
gjör snilld og fljótlegt að lesta og
losa.“
Ingibjörg er ekki kona einhöm og
hefur lokið námi sem einkaþjálfari og
nú er það andlega hliðin. „Ég er á
fyrstu önn og við erum að fara inn á
andlegu hliðina hjá okkur sjálfum.
Kafa í gegnum æskuna, hvernig líður
okkur í dag og fleiri þætti. Pínu krefj-
andi en ég hef í gegnum edrú-
mennskuna unnið mikið með sjálfa
mig.“
Ertu sátt við Ingibjörgu í dag?
„Já. Mjög sátt. Hún er alltaf að
þroskast. Á yndislegt hús, yndislegt
líf og er vel stæð. Á yndislegan mann
í dag. Er alveg frábær og heitir
Hreiðar Örn,“ segir Ingibjörg sem
segist ekki hafa áhuga á að verða
skipstjóri á Herjólfi.
Í skipstjórnarnám fyrir tilviljun
Við hittumst á veitingastaðnum Tanganum, útsýnið frábært yfir Heimaklett og höfnina og skipin sem koma og fara; í nokkurra
skrefa fjarlægð frá þar sem Herjólfur liggur við Básaskersbryggju. Á móti mér situr stýrimaðurinn á Herjólfi, Ingibjörg Bryngeirs-
dóttir. Hún er Eyjakona í húð og hár sem eftir nokkrar dýfur er á góðum stað í lífinu. Er ánægð í vinnunni, á dásamlegan mann og
sátt við tekjur sínar. Er með próf upp á vasann sem einkaþjálfari og stefnir hærra á því sviði. Var þerna á Herjólfi þegar hún fyrir mis-
skilning var skráð í skipstjórnarnám í Vestmannaeyjum. Ákvað að slá til og sér ekki eftir því.
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Herjólfur á leið út úr Vestmannaeyjahöfn. Um er að ræða fyrsta rafmagnsskip á
Íslandi og er Ingibjörg hæstánægð með skipið sem lætur betur að stjórn.
„Við höfum lent í alls konar
brasi og erfiðum aðstæðum
en það hræðir mig ekki.“