Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 44

Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Heillaóskir, sjómenn ! Snæfellsbær óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn Mynd: Ólafur Bjarnason SH-137 landar við Ólafsvíkurhöfn í kvöldsólinni 2. september 2019 með átta tonna afla. Nú í vikunni kom út Sjómannadags- blað Snæfellsbæjar. Hugvekjuna skrifar sr. Friðrik J. Hjartar, áður prestur í Ólafsvík, og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra er með pistil. Fyrsta greinin í blaðinu er frá fjölskyldu Kristins Jóns Frið- þjófssonar í Rifi og systur hans Svanheiði. Hún er um hörmulegt slys sem varð í Rifi fyrir 50 árum. Þá fórust tveir drengir úr fjölskyldunni í Rifsósnum sem var mikið áfall. Í desember nk. eru tuttugu ár lið- in frá því að Svanborg SH 404 fórst og með henni þrír menn. Einn komst af, Eyþór Garðarsson frá Grundar- firði. Í blaðinu rifjar hann upp hvernig hann bjargaðist. Í lok októ- ber 1983 fórst Haförn SH 221 frá Stykkishólmi er báturinn var á land- leið af skelfiskveiðum. Á bátnum voru sex í áhöfn og þrír þeirra kom- ust lífs úr slysinu. Ragnar Berg Gíslason segir frá þessu slysi en hann var stýrimaður á bátnum. Þá ritar grein Vagn Ingólfsson sjómaður í Ólafsvík. Vagn hefur frá mörgu áhugaverðu að segja frá sinni æsku. Hann hætti sjómennsku nú í vor eftir fjörutíu og þrjú ár. Hann var á Sæborg SH sem fórst í mars 1989 en þar fórst einn maður, skip- stjórinn Magnús Guðmundsson. Þá er viðtal við duglegan skipstjóra, Emanúel Þórð Magnússon frá Ólafs- vík, en hann tók við nýjum og öfl- ugum bát núna í maí, Huldu GK 17. Jacek og Hafsteinn í Flatey Viðtal er við pólskan sjómann, Jacek Borkowski, sem er á línuskipinu Örvari SH 777 og búinn að vera þar í sautján ár. Eydís Bergmann Ey- þórsdóttir sendir lesendum grein frá Stykkishólmi og Helga Bogey Birg- isdóttir Ólafsvíkingur sendir frásögn og myndir frá Svalbarða. Viðtal er við Hafstein Guðmundsson úr Flat- ey en hann segir okkur frá sjó- mennsku sinni úr bæjunum á Snæ- fellsnesi. Birgir Þórbjarnarson frá Skagaströnd segir frá því er tog- arinn Arnar HU 1 var sóttur til Jap- ans 1973. Eftir sjómennskuna starf- aði hann hjá Fiskistofu og tók margar myndir á ferðum sínum Fjöldi mynda frá sjónum og bryggjunni prýðir blaðið, sem er 88 blaðsíður. Ritstjóri er Pétur Steinar Jóhannsson. Blaðið verður til sölu í versluninni Gleraugna-Pétri á Garðatorgi 4 í Garðabæ og einnig í Norðurkaffi, Lækjargötu 34d í Hafnarfirði. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Pétur Steinar Jóhannsson hér með spánnýtt Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar. Sögur af sjónum Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar komið út. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is E lísabet starfar nú hjá Hampiðjunni í Reykjavík en var áður hjá Hampiðj- unni á Ísafirði. Hún er auð- vitað í vinnunni er blaða- maður slær á þráðinn, en það var aldrei sjálfsagt að hún færi að vinna í þessari grein sjávarútvegsins. „Netagerðin gerðist alveg óvart. Það var þannig að ég fór með vinkonu minni upp í netagerð á Ísafirði þar sem pabbi hennar er yfirmaður og þegar ég labba út er ég komin með vinnu. Stuttu seinna er ég farin að læra þetta. Ég ætlaði ekki að byrja í þessu,“ segir hún. Hún stundar nú nám í netagerð við Fisktækniskóla Íslands og segir bæði námið og vinnuna skemmtilega og fjölbreytta. Starfstímann í neta- gerðinni fær hún metinn og á vinnu- staðnum er hægt að læra hvernig sé að vinna með veiðarfæri. Í náminu er meðal annrs veitt innsýn í ólíkar gerðir veiðarfæra, kenndir útreikn- ingar á veiðarfærum og módel af veiðarfærum gerð. Þorði ekki í stýrimanninn Hefði ekki verið fyrir þessa tilvilj- anakenndu atburðarás sem hófst í húsakynnum Hampiðjunnar á Ísa- firði hefði Elísabet, að eigin sögn, líklega aldrei lent á þeirri braut sem hún er á nú og stefnir hún á að láta langþráðan draum rætast um að öðl- ast stýrimannsréttindi. „Ég ætlaði í gullsmíði,“ segir hún. „En það var aðallega út af því að ég þorði ekki í stýrimanninn. Það var bara þannig. Að læra stýrimanninn er eitthvað sem mig dreymdi alltaf um en þorði einhvern veginn aldrei að láta verða af því,“ útskýrir El- ísabet umbúðalaust. Einn dag hafi hún hins vegar ákveðið að láta efa- semdirnar frá sér og slá til og nú hefur hún lokið einum vetri í stýri- mannsnáminu í Skipstjórnarskól- anum og líkar vel. Spurð hvað hafi veitt henni kjarkinn til að taka þessa ákvörðun, svarar hún: „Ég hætti bara að spá í því af hverju ég ætti ekki að gera það.“ Hafið kallar Hún segir engan hafa verið hissa þegar hún hafi tekið þessa stefnu- markandi ákvörðun. „Ég er alltaf að gera eitthvað sem ætti að koma á óvart,“ útskýrir hún enda er henni sjósókn ekki ókunn og er fjöldi stýri- manna í ættinni. „Það er slatti af þeim. Báðir bræður mínir og pabbi. Síðan afar mínir.“ Elísabet segir í raun einfaldara að nefna þá í ættinni sem hafa ekki verið stýrimenn held- ur en hitt og kveðst hiklaust stefna á sjó. „Ég hef ekki ákveðið nákvæmlega hvar. Ég á eftir að finna það út. Draumurinn er að komast á togara eða eitthvað svoleiðis. Ég er ekki mjög heilluð af farþegaskipunum. Ég heillast meira af hinu, öllu ves- eninu.“ Elísabet viðurkennir að það sé nokkuð krefjandi að vera í vinnu auk þess að vera bæði í námi í netagerð og stýrimannsnámi. „En maður læt- ur þetta ganga,“ bætir hún við. Ljóst er að það kann að koma sér vel að vera með bæði þekkingu á veiðar- færum og skipstjórn í starfi á sjó og ekki síst hvað atvinnutækifæri varð- ar. Hún mælir með því að þeir sem kunna að hafa áhuga á námi tengdu sjávarútvegi láti á það reyna. „Mér finnst þetta alla vega skemmtilegt allt saman.“ Þá kveðst Elísabet ekki vita hvað það er sem dregur hana stöðugt í átt að hafsókn en hafið og allt sem því tengist hefur ávallt heillað hana, ein- hver innri þrá sé til staðar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er. Ætli það sé ekki bara ævintýragirni?“ „Draumurinn er að komast á togara“ Elísabet Finnbjörnsdóttir er alin upp í Hnífsdal og hefur alltaf tengst hafsókn á einn eða annan hátt. Eins og flest ungt fólk í sjávarplássum landsins vann Elísabet á sínum tíma í fiskiðnaði, nánar tiltekið Hraðfrystihúsinu Gunnvöru, og ætlaði að verða gullsmiður en endaði í netagerðar- og stýrimannsnámi og það á sama tíma. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson „Ég er alltaf að gera eitt- hvað sem ætti að koma á óvart,“ segir Elísabet. Ljósmynd/Aðsend

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.