Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 5
DinwTT MirnöD o®dd
hann fæddist í gær og
á allt
lífið fyrir stafni
hann sefur og veit ekki neitt
hann á engar þrár
og engann
söknuð
morgundagurinn er ekki á dagskrá
í vöggugjöf var honum fært
holt og
rotnandi rör
sem hann er fæddur til að skríða í gegnum
í rörinu bxða hans
snauðir dagar
fullir af tómleika
ég fæddist líka í rörinu
og er rétt
að leggja af stað
mér skilst það á skítnum
að hann viti um stað
þar sem enn sé von
mér datt í hug dauðinn
og hélt svo af stað
Forsíða 3.tbl.54.árg. Skólablaðs M.R. er
ekki beinlínis aðlaðandi og á lítið skylt við
annað efni blaðsins, þótt raunar sé blaðið nokk-
uð brotakennt og innviðir þess í litlu samræmi.
Á köflum er blaðið fjörlítið, jafnvel einstaka
greinar skrifaðar eins og af skyldurækni að-
standenda. E.t.v. er það bara Editor Dicit
Magnúsar Erlingssonar sem hefur þessi áhrif á
mann. enda skrifað í hálfgerðum vonleysistón.
Hann drepur m.a. á, að með góðri aðstoð Ásgeirs
nokkurs Sverrissonar hafi hann,"reynt að hafa
á víxl fræðandi greinar og léttmeti", og sakar
ritnefnd um leti til vinnu, og trúi ég að bað
sé réttmæt ásökun. Þó verður ekki annað séð en
þeir Ásgeir hafi haft mikið gaman af dundi sínu,
þótt misvel hafi til tekist. £g var altént
nokkru fróðari og miklu skemmtilegri eftir lestw
ur blaðsins. En snúum okkur að efni bess.
Á eftir fjallræðu ritstjóra og ritdómi kemur
hreint delíkat: Smásaga eftir Kristínu Róberts-
dóttur, skrifuð á heiðríkan hátt um jafn-óheið-
ríka hegðan og helgarskemmtanir eru oft á stund-
um. Æðislegt!
Grein Árna Þ. Snævarrs um Parxsarkommúnuna
er ágæt söguritgerð, en heldur löng og ýtarleg
til að hún eigi heima í skólablaði. Alls eru í
blaðinu 6 bls. um sögu sósíalismans, því að auk
greinar Árna eru tvær minningargreinar eftir
Ásgeir Sverrisson, önnur um Karlamarx en hin um
Lenín. - Er nú ekki kominn tími til að menn
skrifi um eigin skoðanir, hvort sem þær eru
byggðar á Marx eða Mill (og þó helzt einhverjum
öðrum), og láti af þeim leiða hætti að tíunda
ævi og hugmyndir einhvers höfuðsnillings £
hverju Skólablaði, meðfylgjandi myndum af ömmu
Stalíns og flokksskírteini Leníns og svo fram-
vegis?
Haraldur Jónsson ritar um popplist og
Halldór Þorgeirsson um arkítektinn Frank Lloyd
Wright, báðar greinarnar læsilegar og upplýsandi.
En lítið er gaman að guðspjöllunum ef enginn er
í þeim bardaginn: Ragnheiður Ingibjörg og
Margrét Rún Skrifa hvor sína greinina um kvenna-
mál. Sú fyrri ræðir um kvenkynssögu en hin síð-
ari um kvennabaráttu og þykir mér þetta ágæt ný-
breytni og gæti orðið kveikja að umtali.
Enn er vaknýigargrein og sú ekki af verra
taginu: Egill Másson og frelsið. Soldið naív en
ritdnmur
á allar síður hugljúf og uppfull af alls kyns
fullyrðingum sem maður finnur sig knúinn að taka
undir með eða andmæla. Gamanlæti.
Eintal Guadalajara (Ásg.Sv.?) er stór-
skemmtilegt og kemur mjög spánskt fyrir sjónir.
Hér er látið vaða á súðum og kennir að vonum
margra grasa, enda að hluta til talað undir
áhrifum (hugmyndafræðinga).
Miðopnan er hápunktur blaðsins. Haraldur
Hrafnsson fer á kostum x þykjustuleik fyrir
framan myndavélina og útfærir Miillersæfingar á
þjóðlegan hátt. Textinn undir myndunum er ramm-
íslenzkur og firnafyndinn. En meira er um leiki
í blaðinu.
Á 47. síðu fer Ásgeir í Henri-Joel-leik og
kallar hugarfíkju sína Jóakim. Síðan þýðir hann
nokkur íslenzk alþýðukvæði yfir á þýzku. - Ég
hlakka til að sjá þýðinguna á Gunnarshólma yfir
á jiddísku.
Aftarlega í blaðinu er smásaga eftir Steen
M. Friðriksson, Dagur í lífi ryksugu. Þessa
furðulegu sögu mætti kannski kalla agað flipp?
Nokkuð skemmtileg fantasía.
Á víð og dreif um blaðið eru svo ljóð af
ýmsu tagi sem ekki geta talizt mikill skáld-
skapur. Ljóðagerð virðist ekki á marga fiskana
í skólanum um bessar mundir og var ólíkt grósku-
meiri hér „áður fyrr", þótt Ig kannist nú ekki
við að „hagyrðingar hafi gengið um og kastað
fram stökum", eins og honum Magnúsi Erlingssyni
verður að orði í ritstjóraspjalli. En Magnús á
einmitt síðustu greinina sem fjallað verður um
hér, nefnilega grein um anarkisma. Þokkaleg
grein í marga staði, þó hefði mátt fjalla betur
um baráttuleiðir anarkismans í náinni framtíð og
lífslíkur hans.
Teikningar í blaðinu voru engan veginn
hrífandi en uppsetning viðunandi. Blaðið í heild
er nokkurn veginn kópía af undanfarandi Skóla-
blöðum, með undantekningum þó, en fátt nýtt af
nálinni, og endurspeglar það vaxandi áhugaleysi
nemenda á útkomu Skólablaðsins.
Sveinn Tngvi Egilsson.
o