Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 14
o Prologus. Húsin eru það "bókfell aldanna"(Þ.Þ.) sem lesa má af, um menningu þjóða. Hagsæld þeirra og velgengni, hungur og hörmungar, sigrar og ósigr- ar, glæstar vonir og framsýni, mennt og menning- arstig, daglegt líf og atvinnuhættir, list þeirra og fegurðar skin, - allt er þetta skráð á bókfell aldanna. Islendingar hafa löngum verið mikil bóka- þjóð. Menn rita bækur, eiga bækur og skrifa bæk- ur. En hversu læs erum við á daglegt umhverfi okkar? Forfeður okkar rituðu Eddur og Njálur á skinn undir torfþekju, þau handrit eru nú á tím- um taldir ómetanlegir dýrgripir. En hvað um bókfell aldanna, skyldi það ekki einnig geyma fjársjóði, ef grannt er að gáð? Öafvitað mót- umst við öll af þvx umhverfi sem við lifum og hrærumst í. Það hlýtur að varða okkur öll hvernig er að gerð þess staðið. Slæma bók er hægt að brenna eða læsa inn í skáp. En ljótt hús, sé það úr varanlegu efni gert, verður ekki auðveldlega á haug kastað eða falið sjónum manna á annan hátt. Það mun standa áfram sem minnis- varði ljótleikans og menningarskortsins, höfund- um sínum til ævarandi háðungar og öðrum til ama og gremju. Listamaðurinn getur málað yfir verk sitt, líki honum ekki árangurinn, og leikarinn . getur endurbætt leik sinn, en húsið blífur. Eftir að það er risið, er ekki unnt að koma með strokleður og þurrka það burt sem miður hefur tekist. I upphafi. Byggingarsaga Islands hófst með landnámi Norðmanna hér á landi á 9. öld. Landnámsmenn- irnir fluttu ekki aðeins með sér búfé sitt og verkfæri, heldur einnig norska byggingarhefð og hafa án efaætlað henni að festa hér rætur, enda hafa þeir vart vitað mikið um staðhætti og árferði hins nýja lands. Flestir hinna nýju landnema koma úr höfðingjastéttum Noregs og má því ætla að húsakostur þeirra hafi borið sterk- an keim af smekk norskrar yfirstéttar, og þó nær ekkert sé varðveitt af myndlistar- og bygg- ingararfi forfeðra vorraá fyrstu öldum Islands- byggðar, hníga flest rök að því að húsakostur hafi verið glæstari og ríkulegri en flestir gera sér í hugarlund. Alþekkt er t.a.m. lýsingin af eldhúsi ölafs Pá í Laxdæla sögu. „Þat sumar lét öláfr gera eldhús í Hjarðar- holti meira og betra en menn hefði fyrr sét. Váru markaðar ágætliga sögur á þilviðinum ok svá á ræfrinu. Var þat svá vel smiðat, at þa þótti miklu skrautligra, er eigi tjöldin váru uppi." Miðaldakirkjur. Sagnir eru um miklar timburbyggingar hér á landi á miðöldum. Sá, sem manna mest hefur ransakað sögu íslenskrar byggingarlistar, ffiSrður Ágústson listmálari, hefur sýnt fram á að mið- aldadómkirkjurnar í Skálholti og á Hólum hafi ekki aðeins verið stærstu timburbyggingar hér á landi og í Noregi, heldur í allri Vestur- Evrópu. Trjáviðarskorturinn gerði mönnum þó fljót- lega erfitt að reisa timburbyggingar, ekki síst eftir að samgöngur lögðust að mestu af til Noregs. Skortur á leir, kalki og öðrum not- hæfum steinefnum til húsagerðar kom í veg fyrir byggingu stein- eða múrhúsa. Byggingarlagið hlaut því að mótas.t. af því efni sem tiltækt var, þ.e. jörðinni sjálfri, torfi og grjóti. Skálabaerlnn. Saga og þróun torfbæjarins er merkasti kapítulinn í íslenskri byggingarsögu. Hið inn- lenda byggingarefni sneið gerð hans mjög þröng- an stakk, form hans og skipan mótuðust af bygg- ingartæknilegri nauðsyn. Hægfara þróun hans átti sér stað stig af stigi, öld af öld, þróun sem var fólgin í aðlögun að síbreytilegum aðst- æðum í þjóðlífi og náttúrufari. Stærðarhlutföll, þakhæð og veggþykkt voru ákveðin jafnhárðan af næmu auga hleðslumannsins, þjálfuð hönd hans hlóð síðan tóftina og reisti viðina, hið full- komna samspil hugar og handverks. Að einu leyti var þó torfbærinn óhentugur, hann entist illa í íslenskri veðráttu, sér í lagi á votviðrasvæðum sunnanlands, enda var meðalaldur hans þar vart meira en 25 ár. Bæirnir voru því viðhaldsfrekir og voru því góðir smiðir og hleðslumenn hvar- vetna eftirsóttir. Elsta gerð torfbæjarins er skálabærinn frá landnáms- og þjóðveldisöld, er slíkur er einm- itt sögualdarbærinn í Þjórsárdal. I þeim bæjum var svonefnt langhús aðalíveruherbérgið með langeld eftir miðju gólfi, en borðum og bekkjum var komið fyrir á upphækkuðum trépöllum meðfram veggjum. Inn af langhúsinu voru síðan smærri herbergi, búr, eldhús og baðstofa auk hofsins eða hins allra heilagasta, blótstaðar fornmanna í heiðni. Gangabærinn. Stöðugur ágangur manna og búfjár á kjarr- skóga landsins olli því að æ erfiðara varð með öflun eldiviðar til að kynda upp hina stóru skálabæi. Fyrst í stað var reynt að bæta ein- angrun húsanna með því að hlaða stærri veggi og þykkrx þekju, en er það dugði ekki lengur, greip fólk til þess ráðs að flýja frosthörkur vetrarins inn í baðstofuna, þar sem það naut hitans hvert af öðru og komst af með mun minni eldavið til upphitunar 'en ella hefði þurft til að háida .hinum stóra skála heitum. Með harðn- andi veðráttu og bágari efnahag fólks öðlaðist baðstofan smám saman sess sem meginíveruherbergi bæjarins, en jafnframt því leysir svonefndur gangnabær hinn forna skálabæ af hólmi. Ekki var lengur þörf á stórum salarkynnum til veisluha]da, svo að hinum forna skála var skipt í tvennt með göngum frá útidyrum á miðjum langvegg, en við það urðu til tvö íveruherbergi, stofa og skáli, sitt hvoru megin gangsins. Eldhúsi og geymslum var síðan komið fyrir innar við ganginn, en imst og ef.st við enda gangsins var baðstofan, stækkuð og endurbætt frá fyrri tíð. Þessar breytingar áttu sér langan aðdraganda, en fyrstu gangna- bæjanna verður vart um siðaskipti. Þess ber að geta til fróðleiks að í Skandin avíu, bæði í Svíþjóð og Noregi, voru reist hús úr torfi sem um margt svipaði mjög til íslenskra torfbygginga. Efnisnotkun og stærðarhlutföll minntu mjög á íslensku húsin og ytra útlit var sláandi líkt. En sá meginmunur var á að norrænu bæirnir urðu aldrei nema eitt langhús og skáli, en hinir íslensku þróuðust áfram í gangabæi og burstabæi. Gangabæinn má því með sanni telja sérísl- enskan þar sem hann á sér engar hliðstæður erl- endis og er auk þess bein afleiðing eða svar við þeim sérstöku aðstæðum sem voru hér á landi. Fjosbaðstofur. Þegar liður fram á 18. öldina, er viðar- skortur orðinn svo tilfinnanlegur að heita má að flest hús, sem byggð eru, séu al-torfhús. Á þessum tíma kom fram sérkennilegt afbrigði o

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.