Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 8
Nú var Gallerí Sóíon íslandus stofnað á svipuCum tíma og Gallerí Suðurgata, og Galleri 5ÚM hafði starfað einhvern tima. Hvernig þykir þér hafa til tekist þar? Að tala um Gallerí Sólon íslandus i sömu andránni og Gallerí SÚM, er varla raunhæft. Sólon Islandus stóð mjög stutt, rúmt ár, SÚM starfaði tíu ár tæp en er vart hugað líf lengur. í grundvallarhugmyndum má skipta galleríum í tvennt eftir eðli þeirra og markmiðum. Annars vegar er talað um ncommercial-gallerí", hins vegar „non-commercial-gallerí". Commercial- galleríin eru rekin í því skyni að bjóða mynd- list sera vöru, söluvarning, sem líkleg er til að seljast. Myndlist stjórnað af markaðslögmál- unum. Til þessarar tegundar telst Gallerí Sólon Islandus. Non-commercial-galleríin leggja hins vegar aðaláherslu á að sýna myndlist án tillits til hagnaðarsjónarmiða, umfram allt listarinnar vegna. SÚM og Suðurgata 7 eru þeirrar tegundar, þau eru hugsjónagallerí. A þessum tegundum er grundvallarmunur. Ef meta á árangur af starfi Gallerís SÚM og Sólons íslandus, er nauðsynlegt að hafa ofangreind markmið í huga. Mislangur starfstími þessara fyrirtækja gerir okkur erfitt fyrir að vísu. Gallerí Sólon stóð stutt; hvers vegna? Svar: Fyrirtækið borgaði sig ekki fjár- hagslega, okurleiga, árangur vónbrigði og vinnu- tap. Gallerí SOM stóð lengi vegna hugsjóna að- standenda. Árangur: Uppskera erfiðis, áhrif, stefnumótun og framþróun. Kverju viljið þið koma á framfæri við alm- enning og hvert er hlutverk galleris í þjóð- félaginu? Gallerí Suðurgata 7 hefur alla tíð leitast við að skila almenningl nýjustu og ferskustu við“- horfum myndlistar með því að hýsa sýningar ungr^ nýjungargjamra myndlistarmanna sem fara óhikað eigin leiðir í myndsköpun sinni, óháðir viðteknu, vinsælu gildismati viðurkenndra vinnubragða. Okkar mottó er: Myndlistarmaðurinn ræður ferð- inni og sýnir verk sín á eigin ábyrgð. Góð verk komast alltaf til skila, fyrr eða síðar, hvað sem líður tímabundinni andúð, sem oft stafar af fordómum og fávísi. Er tímar líða fram, kemur um síöir hin eina og sanna gagnrýni, sem myndlist- armaðurinn verðskuldar. Gallerí getur verkað mjög hvetjandi á myndlistarmanninn að búa til myndlist til sýninga, einnig örvað almenning til myndlistameyslu. Gallerí Suðurgata 7 er af þeirri stærðargráðu sem gerir listamönnum kleift að sýna verk sín oftar en endranær; auðvelt er að hýsa erlendar sýningar án óviðráðanlegs kostnaðar. Galleríið gefur út fræðandi listtíma- rit: Hvers konar list er sýnd hér og i hvaða samhengi er hún við það sem var að gerast fyrir t.d. 20 árum? I lok sjötta áratugar (um 1959) verða straumhvörf í myndlist. Fram kemur ný stefna, consept-stefnan svonefnda, og fer að verða ríkj- andi. Abstraktveldið í myndlist missir undir- tökin sem áhrifavaldur framþróunar myndlistar, enda búið að rikja áratugum saman. Hugmyndir verða að aðalinntaki og formið víkur fyrir hugmyndinni. Samfara þróun hugmynda hefst áköf leit mynlistarmanna að nýjum efnum til myndtúlkunar. Svokölluð hugmyndabylting heldur innreið sína og samfara henni ný form myndlistar s.s. landart, videoart, mail-art, three-demensionalart, performance-art, experim- ental films, pop-list o.fl. Hér er um algera nýsköpun að ræða í algerri andstöðu við áður stundaða, hefðbundna myndlist og abstrakt mynd- list. Það er og verður aðalmarkmið Gallerís Suðurgötu 7 að kynna þessar nýstefnur í mynd- list og að stuðla að viðgangi þeirra og vexti. Nú hafið þið átt góða samvinnu við erlend galleri og listamenn. Hvemig er henni háttað? Samvinna við gállerí um allan heim stendur með miklum blóma um þessar mundir og fer sífellt í vöxt. Menn eru smátt og smátt að gera sér ljóst hvers gallerí eru megnug. Mörg þeirra beinlínis þrífast á samskiptum sem þessum. Gall- eríin standa fyrir öflugri kynningarstarfsemi á myndlistarmönnum með útfcgáfu af ýmsu tagi. Má í því sambandi t.d. nefna galleríssíður Svarts á hvítu þar sem ýmsir hafa sýnt verk sín og ritið farið víða. Veggspjöld og boðskort eru gefin út of send út um allar jarðir, eftir list- almanakinu Art-diary, sem er hið mesta þarfa- þing. Það er ekki síst fyrir milligöngu lista- manna sjálfra (þeir bera upplýsingar milli gall- ería), að sýningar annara verða að veruleika. öll meiri hátfcar gallerí hafa sambönd um allar jarðir og nýta þau bréflega. Islenskir myndlistarmenn fá góða dóma erl- endis og eru jafnvel i hávegum hafðir. Hvernig er standardinn hér? Jú, jú, við eigum góða menn, bæði heima og erlendis, sami standard en betur búið að mynd- listarmönnum erlendis., Hvemig er aðsókn að sýningum? Akaflega mismunandi, fer eftir persónuleg- um vinsældum, kynningu í fjölmiðlum, gagnrýnis- skrifum og veðurfari. o

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.