Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 2
[5
~ii
Rithöfundurinn Joachim Fernau fæddist
í Bromberg í Vestur - Prússlandi (nú Póllandi)
áriö 1910 og starfaði hann lengi sem blaöa-
maður. Áriö 1952 kom fyrsta bók hans út ;
„Deutchland, Deutchland uber alles", sem varð
metsölubók. Eftirfarandi tilvitnun er tekin úr
bréfi er vestur - þýzka blaöið Welt am Sonntag
fékk til birtingar, en þar svarar hann dóttur
sinni Rut, sem spurt hafði í bréfi til föður
síns: „Er Guð til?"
„Félagi minn úr stríðinu sagði mér frá
því er hann eitt sinn lifði af stórskotahríð.
Hann lá flatur á akri og kom auga á jurt eina
þétt upp við andlitið. Hann hafði ekki veitt
þessari jurt athygli árum saman og það veitti
honum nú óumræðilega ánægju að uppgötva hana
aftur. Það var græðisúra. Hann lifnaði allur
við er honum kom nafnið í hug. Hann minntist
bernsku sinnar þegar hann strauk fingrunum
yfir aldinhnappana og lét kornin ýrast upp x
munninn. Þarna stóð hún nú, græðisúran, í eld-
glæringunum, rétt eins og hann sjálfur og hon-
um kom í hug að hún væri aðeins jurt eins og
hann væri maður: Þú hefur lifað og blómstrað,
lifað mörg sumur á enda og ég hef lifað,
unnað lifinu. Ef deyjum við nú, deyjum við
saman, óttastu eigi.
Barnið mitt, ég trúi að þessi maður háfi
ekki síðan spurt frekar um guð. Finnst þér
það ekki ósennilegt líka? Við þetta tækifæri
hafði hann sannreynt að hann og skepnan voru
eitt, hann og skepnan sem aldrei spurði spurn-
inga. Og til hvers væri að spyrja? Einhvers
staðar er tilgangur lífsins og allrar tilveru
fólginn. En hvers vegna spyrðu hvar? Hafðu
traust í stað þess að spyrja eftir æðri máttar
völdum. Hafðu traust £ stað þess að spyrja eftir^
tilvist einhvers ofar okkar eigin hugarflugi.
Sköpunarverkið spyr einskis. Enginn fugl,
ekkert fiðrildi, ekkert tré eða grasstrá leit-
ar að guði. - Leita þú ekki heldur að guði. Ef
til er guð vænist hann þess allra sízt að jarð-
neskar verur leiti hans. Slíkur hégómi væri
almættinu vart samboðinn.
Vertu sterk elsku dóttir, og taktu lífinu
opnum örmum, ástinni, fegurðinni, náttúrunni.
Og þegar þú loks hefur öðlast ró, nefndu það
eins og þú vilt, nefndu það guð. Ég á sjálfur
ekki orð til að lýsa því".
i a*
Eflaust höfum við öll einhvern txma leitt
hugann að þeirri spurningu, hvað taki við
eftir dauðann. Margir hafa leitað svars með
áhyggjublandinni óþolinmæði og krafist af-
dráttarlausra skýringa á þessum mikla leyndar-
dómi. Aðrir hafa haldið sig finna svör í hin-
um ýmsu trúarbrögðum og meðtekið forskrift að
lífsskoðun sem eldri kynslóðir hafa mótað í
aldaraðir.
En hversu mikilvæg er þessi spurning?
Hefur það úrslitaþýðingu að vita hvort líf sé
eftir dauðann? Skiptir það öllu máli að vita
hvort framlífið skiptist í Himnaríki og Helvxt^
eða að handan við dauðann sé auðn og tóm? -
öll höfum við okkar sannfæringu, okkar ákveðnu
trú, þótt breytileg kunni að vera. Hjá sumum
kann þessi sannfæring að vera óljós, en hún er
til staðar hjá okkur öllum. Ég get ekki leitt
mér fyrir sjónir hvernig nokkur maður getur
afrekað stórvirki án þess að trúa. Öll saga
mannsins sýnir þetta augl jóslega._ Er ekki
fásinna aö spyrja andspænis menningu Babýlons,
Egyptalands, Hellas, Rómar, Kína, Japan og
Evrópu hvaða máttarvöld þessi ólíku samfélög
tignuðu eða hvaða orð þau mæltu af vörum fram?
Þær sungu allar sína lofgjörð. Er það ekki
nóg? Nægir ekki að þau hafa gert okkur auðið
að lifa sömu tilfinningu, að hrærast í andakt
yfir lífinu? Hverju værum við bættari ef fyrir
hendi væri eitthvert pottþltt, skjalfest svar
við spurningunni um tilgang lífsins?
Það er skoðun margra að okkur mönnunum,
þessari grein á lífsmeiðnum, sem hlotið hefur
skynsemi og hæfileikann til rökrænnar hugsunar
í vöggugjöf, beri skylda til að leit svara við
ýmsum spurningum. Svara sem vitað er að verða
ætíð persónubundin og engu minna fjölbrevtileg
en þau eru nú. Hvers vegna eigum við að skera
okkur úr náttúrunni á þennan hátt, þvi umhverfij
sem okkur er ætlað að lifa í samneyti við?
Hvers vegna er þessi skoðun svo útbreidd að
maðurinn sl kóróna sköpunarverksins, öllu öðru
lifi æðri? Eigum við ekki heldur að nota skyn-
semi okkar og hugsun til þess að gera okkur
ljóst hversu óaðskiljanlegur hluti við erum
lífinu og náttúrunni í heild? Sjaldan hef ég
verið jafn sammála nokkrum manni en Fernau:
„Einhvers staðar er tilgangur lífsins og allrar|
tilveru folginn. En hvers vegna spyrðu hvar?"
Það er hverjum manni hollt og nauðsynlegt
að hafa sína sannfæringu. Mennirnir eru mis-
jafnir og trú manna er misjöfn. En er nauðsyn-
legt að neyða sannfæringu sína upp á aðra?
Grunntónn allra meiri háttar trúarbra.gða jarðar-|
búa er lotning fyrir lífinu og undrum þess.
Hvers vegna leyfum við ekki þeim að veita gleðij
sinni yfir lífinu útrás í þakkargjörð til guðs
sms, sem það viljatán þess að fara hjá okkur?
Og hvers vegna hneykslumst við á „trúleysingjan-j
um", sem hefur ekki trúna á guð, en er jafn al-
sæll og hamingjusamur og hver annar? Höfum við
nokkurn rétt til að hlutast til um sannfæringu
eða lífsskoðun annarra? Slíkt væri ofstæki.
r, ol K
nn j-|
efnisyfirl.it.
Steen M. Friðriksson:
Editor dicit ........
Ritnefnd:
Ritnefndarspjall ....
Efnisyfirlit 54. árg■
Sveinn Y. Egilsson:
Embættismannatal 1979-1980 ............ 6
Eiríkur Hjartarson:
Um Suðurgötu 7 ........-............... 7
Magnús B. Baldursson:
Jassstraumar og stefnur í U.S.A. .... 10
Stefán Kristjánsson:
Steen M. Friðriksson:
Viðtal við inspector ..............
Pétur H. Ármannson:
Islensk byggingarlist ............
Sigurður Haraldsson:
Vísindaskáldsögur .................... 18
12
14