Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 17

Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 17
HtfSIÐ A EYRARBAKKA, DANSK/PTTAÐ VERSLUNARHðS FRÚ SÍÐUSTU ÖLD. REYKJAVÍK UM MIÐJA SÖUSTU ÖLD (LONDON ILLUSTRADED NEWS). manna hans við Bauhaus-stofnunina £ Dessau. Nytjagildisstefnan barst, ein og raunar flestar aðrar nýjungar í byggingarlist síðan, með kyn- slóð ungra arkítekta sem hingað komu til starfa. Þessi stefna hafði brátt víðtæk áhrif á íbúðar- húsabyggingar hér á landi, a.m.k. í þéttbýli, og rétthyrnd og skrautlaus hús með flötu þaki og horngluggum risu í tugatali þar sem fegurð einfaldleikans, notagildið qg hagkvæmnin sat í fyrirrúmi. I Reykjavík má finna heil hverfi sem reist eru í anda funksjónalismans, s.s. göturnar sunnan og austan Landakotstúnsins, suðaustanverð Skólavörðuhæð og Norðurmýrin. í stríðsbyrjun. I upphafi síðari heimsstyrjaldar kom út á vegum Máls og menningar bók er bar heitið: Húsakostur og hýbýlaprýði. I þessu riti var fjöldi greina um hin ýmsu svið.húsmenningar; ritgerðir um byggingarlist og byggingarsögu, skipulag heimila og íbúða , húsbúnað og inn- réttingar, skrifaðar af sérfróðum mðnnum. í bókarlok var klykkt út með mergjaðri hugvekju .Halldórs Laxness.til samlanda sinna og bar hún nafnið, Sálarfegurð í mannabústöðum. Skáldið deilir þar ákaft á frumbýlingshátt og menningar- leysi í umgengnis- og hýbýlaháttum samlandanna. Þessi bók er fyrir margra hluta sakir mjög merkileg, m.a. vegna þess að hún felur £ sér ákveðna von um nýja og betri t£ma. Landið stóð á þröskuldi sjálfstæðis, fram undan voru nýir t£mar frelsis og framfara, nýir t£mar byggingar- listar og byggðamenningar á Islandi. „Svo er gerð byggingar verst, að hvorki sé ráðandi ein né nein tegund st£lmenningar, heldur handahófseftiröpun,flumbrulegar stælingar, skynlausar afbakanir; um byggingar, sem eru seldar undir þessa sök, má segja að þær vitni fyrst og fremst um fjarvistir alls, sem menning gétur heitið, að maður nú ekki tali um smekk. Slðan £slenzki torfbærinn tók að l£ða undir lok ásamt þeirri bændamenningu, sem hann var þáttur af, hefur gelgjuskapur og ráðsturlun verið höfuðeinkenni islenzkra hýbýlahátta. Gott dæmi um þetta ástand £ húsagerð eru strýtubýggingar þær úr sementi, sem hófust £ Reykjav£k £ kring um 1920 og áttu að vera eftir- l£king torfbygginga; þessar byggingar náðu há- marki s£nu £ nokkrum opinberum byggingum út um land kringum 1930. Fáránleg dæmi um ástandið eru fjórlyftir sveitabæir. „Gotneskar" kirkjur eru enn eitt dæmi misskilnings £ byggingarlist. En það, sem einkum hefur viljaö við brenna £ húsagerð s£ðustu áratuga, bæði til sjávar og sveita, er hið sérkennilega ósamkomulag bygg- inganna við jörðina, sem þær standa á, þannig að húsið orkar fyrst og fremst á mann sem nátt- úruspilling, eyðilegging landslagsins, slys. Margar af þessum sementsbyggingum virðast standa valtar á grundvelli sinum, lausar við jarðveginn eins ög kerlingareldur £ grassverði. Kirkjurnar eru dauðir gámar, æpandi tómarúm, án tjáningar, hvar sem litið er, öfugt við Víðimýrarkirkju, þar sem hver rúmmetri ber £ sér innihald, þannig að virðuleiki hinnar litlu frumstæðu byggingar er £ ætt við sjálfar heimskirkjurnar, þótt sjálft kirkjuinnið sé ekki stærra um sig en l£til setustofa og verðgildi byggingarinnar komist ekki til jafns á við meðalhesthús." Þannig kom Halldóri Laxness ástandið £ byggingarmenningu þjóðar sinnar fyrir sjónir árið 1939. Siðan þá hefur margt verið bvggt og misjafnt. Kaldhæöinn maður sagði. eitt sinn að engin þjóð hefði orðið jafnilla fyrir barðinu á str£ðinu sem hið unga ísland og átti þá við £ menningarlegu tilliti. Um leið og ég læt staðar numið £ bili, vil ég varpa þeirri spurn- ingu til'lesenda hvort það umhverfi, sem kyn- slóðirnar eftir strfð hafa skapað sér, siðan þessi orð Kiljans voru mælt, og þau hús, sem reist er nú á t£mum, þær rúnir sem við 20. aldar menn höfum ritað á bókfell aldanna, séu þess eðlis að hægt sé með stolti að l£ta á þær sem góða islenzka byggingarlist. BREKKA I FLJÓTSDAL, BURSTABÆR FRA SlÐUSTU ÖLD. o

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.