Skólablaðið - 01.02.1973, Page 19
Atvinnutilboð til félaga 1 DBF
Kæru félagar.
Hér bjóðum við dreyfbýlismenn
ykkur framtlðarvinnu. Það er sama
hversu stórkostlegar hugmyndir
ykkar um framtíðina hafa verið,
að þá mun þessi hugmynd kollvarpa
þeim öllum og þá sjáið þið hversu
óraunverulegar þær hafa verið.
Eins og dreyfbýlismenn vita, að
þá er sá atvinnuvegur sem minka-
eldi framkallar ekki arðbær at-
vinnugrein. Stafar það a£ ínörgu
m.a. að læðurnar eru geldar, undan-
eldin hrökkva uppaf í fæðingu,
rekturskostnaður er geysilegur og
siðast en ekki slzt, að þá er
tizkan óðum að breytast og minka-
skinn eru að komast úr tizku og
verða orðin verðlaus eftir nokkur
ár. En þá verður kominn fram á
sjónarsviðið ný tegund skinna,
kattarskinn, sem mun tröllríða
tizkuheiminum. Og þá er komið að
kjarna málsins. I stað minkabúa
verður komið upp kattabúum vlðs
vegar um dreifbýlið. Eini kostn-
aðurinn við þetta fyrirtæki er
stofnkostnaðurinn. Þá hugsa ef til
vill margir eru þeir i DBF búnir
að taþa þvl litla af viti sem þeir
höfðu? Halda þeir að þetta gangi
að sjálfu sér og þurfi engan
reksturskosnað ? Nei, kæri DBF
félagi. Það ert þú,sem ert alger
módmaður-'áð þú skulir ekki hafa
komið auga á þetta fyrr. Hugmynd
okkar er svohljóðandi. Fyrst verða
keyptir kettir úr dreifbýlinu og
smlðaður hjallur yfir þá. Þá verða
fengnar rottur úr þéttbýlinu (eini
kosturinn við þéttbýlið er að það
skuli vera hægt að fá rottur þar)
og kettirnir aldir á þeim. Rott-
urnar verða slðan sprautaðar með
frjóaukandi hormónum til að
viðkoman verði meiri og heiladlng-
ulshormónum svo að þær stækki fyrr.
Þarf þá ekki að fá nema örfáar
rottur þvl að þær vaxa óhemjulega
fljótt. En þá er komið að vanda-
málinu sem fæstir myndu sjálfsagt
koma auga á, hvernig ætti að leipa
á sem hagkvæmastann hátt. En það
er vandamálið. A hverju eiga þá
rotturnar að lifa á: Jú, við dreif-
býlismenn drepumst ekki ráðalausir
þótt eitthvað bjáti á. Við látum
rotturnar einfaldlega éta hræin
af köttunum, þegar að búið er að
drepa þá og hirða af þeim skinnin.
Þannig myndast hringrás, sem aldrei
parf að endurnýja og fjármagnið
flæðir upp í hendurnar á okkur og
við verðum orðnir auðvaldshundar
áður en við áttum okkur. En þetta
fyrirtæki þarfnast töluverðs mann-
afla, svo sem lækna, tæknifræðinga,
verkfræðinga, sölumanna, skrif-
stofustjóra o.fl. Munum við verða
með net af söluskrifstofum og úti-
búum vlða um heim. Þarna er kjörið
tækifæri til að útvega sér arð-
bæra atvinnu og ef einhverjir,
hafa ekki ákveðið það strax hvað
þeir ætla að verða ,þá þurfa þeir
ekkert að vera að tvínóna við það.
undarqerd
Fundargerð og ályktun DBF stress-
fundarins, sem haldinn var 1 X-stofu
Casa Nova þann 24/10 1972
Fyrir fundinum lá, að rætt skyldi
um streytu 1 nútímaþjóðfélagi og
var Sören Sörensen fyrrverandi
heilbrigðisfulltrúi fenginn til'
þess. Mættir voru allir þáverandi
félagar_D.3.F. sum sé 100$ og ef
miðað er við félagatölu DBF að þá
voru á fundinum 200$ mættir umfram
DBF félaga sem voru áhugamenn og
þetta gerir samtals 300$ sem er
algert met, hér I skóla og verður
aldrei slegið út. Ef skólafélagið
ætlaði að reyna að slá það út þá
þyrftu um 2400 manns að sækja e
einhvern skólafund, en oftast eru
mættir um 2-300 manns á þá.(Fyrir
þá sem ekki skilja 100$ eru um 800
og önnur 200$ eru um 1600 samtals
2400) Sýnir þessi fundur hversu
óhemjulegum viflsældum DBF á að
fagna hér 1 skóla. Ráðsmaður
setti fundinn og þakkaði þessa
frábæru mætingu og hóf þvi næst
Sören Sörensen upp raust sina og
talaði í um 40 min. og voru almen
almennar umræður um efnið á eftir
og stóðu þær'í um 50 mln. Eftir-
farandi ályktun var gerð á fundinum.
Stressfundur DBF ályktar að þar sem
streyta, mesti bölvaldur þjóðfélag-
sins er að brjóta niður viðnárnsþrek
hins almenna þéttbýlismanns,,að þá
muni DBF standa fyrir hópferðum út
i" dreifbýlið, þar sem þéttbýlis-,i
maðurinn getur slappað af. Höfum
við í þessu sambandi hugsað okkur
að þessar hópferðir verði farnar
upp á heiðar þar sem þéttbýlis-
maðurinn getur lagzt niður i dún-
mjúkt grasið, hlustað á fuglana
syngja um daginn og veginn, heyra
íækinn seytla um steina og heyra
iflugunum þegar að þær eru að
eðla sig og finna hvernig köngu-
lær og önnur illyrmi skrlðá um
allan líkamann svo að maður s
afstréssast. Einnig kom það fram
að stress-less hvíldarstóllinn
frá Skeiðunni 1 Kjörgarði er mjög
heppilegur 1 þessum efnum og mun
DBF beita sér fyrir þvl að honum
Lög og málamyndasamningur DBF
1. Félagið skal heita Dreifbýlis-
félagið.
2. Félagið hefur aðsetur sitt 1
I Menntaskólanum I Reykjavík.
3. Allir nemendur 1 Menntaskólanum
1 Reykjavík geta gerst félagar í
Dreifbýlisfélaginu.
4. fimm menn skulu sitja í stjórn
DBF og skulu þeir skipta með sér
eftirtöldum embættum: Ráðsmaður,
Markari, Smali, Fjósamaður og
Blaðurskjóða miðstjórnarinnar.
5. Ef stjórnarmeðlimur segir af
sér störfum, undir sérstökum krin
kringumstæðum, skal skipa mann í
hans stað. Annars skal í kosið 1
vorkosningunum og hafa félagar
Dreifbýlisfelagsins einir kosninga-
rétt.
6. Lagmarksgjald er 10 krónur til
x krónur.
7. Allur ágóði af starfi félagsins
að=liðnum vetri skal afhendast
Bræðrasjóði að vori.
8. Verði félagið lagt niður,skulu
eignir þess ef nokkrar eru renna
1 Bræðrasjóð.
9. Félagið skal stuðla að kynningu
á sveitallfi landsins nú^og tilu
forna, meðal nemenda M.R.
10. Félagið skal stuðla að almennri
uppfræðslu nemenda M.R. á vanda-
málum nútimaþjóðfélags.
11. Félagið skal berjast gegn júgur-
bólgu.
12. Félagið berst gegn blöndun hins
góða Islenzka kúastofns.
13. Félagið skal birta stefnuskrá
og lög sln I fyrsta eða öðru tölu-
blaði skólablaðsins ár hvert.
14. Félagið ber hagsmuni dreif-
býlisbúa sér fyrir brjósti.
15-Félagið berst fyrir réttlátri
dreifingu vændisstofnana um
Fyrir hönd DBF
Ráðsmaður
landið.
lö.Félagið berst gegn auknum þétt-
býliskjarna við Faxaflóa og vill
að Reykjavlk verði dreift smárn
saman út um landsbyggðina.
lý.Félagið berst gegn júgurbólgu
og fá þar af leiðandi ekki stelpur
I M.R. sem eru með júgurbólgu inn-
göngu I félagið.
l8.Félagið er óflokksbundið.
19.Stjórnarmeðlimir skulu þvl
fara dult með stjórnmálaskoðanir
slnar.
20.Stjórnmál eiga ekki heima 1
Dreifbýlisfélaginu.
21.0heimilt er að ræða um stjórn-
mál á fundum Dreifbýlisfélagsins.
22. Dreifbýlisfélagið áir ekki
vinstrisinnað.
23. Undantekning á reglum no 18,19,
20,21,22, er heimil og sannar þar
með að þær reglur eru ekki sannar.
24. Félagið berst gegn útrýmingu
þarfasta þjónsins.
25. Félagið er á móti innflutningi
og ræktun minka hér á landi, vegna
hinnar geigvænlegu hættu, sem fiður-
fé landsmanna stafar af þeim ófögnuði.
26. Félagið er á móti innflutningi
Galloway nauta til landsins vegna
hættu á sýkingu af gin og klaufa-
veiki.
27. Félagið fordæmir harðlega þá
aðferð sem nú er notúð við frjóvgun
kúa hér á landi og æskir þess að
upp verði aftur tekinn sá siður að
kefla kúna.
28. D.B;F. félagar skulu styrja
kaupfélagið 1 einu og öllu og veitir
D.B.F. afsláttarkort I kaupfélagihu.
Kaupfélagið er eina og sanna verzl-
unin sem viðskipti skal hafa við.
Fyrir hönd D.B.F. Ráðsmaður og Markari.
dvorun
Aðvörun til D.B.F.félaga.
Þar sem ákveðið hefur verið að
flytja eigi inn Galloway naut og
D.B.F. fordæmir harðlega, varar
D.B.F. félaga slna við að fara út
1 Hrlsey þar sem setja á nautin 1
sóttkvl. Astæðan fyrir þvi, er að
alls konar sjúkdómar, svo sem gin
og klaufaveiki, bronkltis asmi,
andateppa eða ræpa getur fylgt
þeim og getur farið svo að þú,
kæri D.B.F. félagj.,náir þér
aldrei.
Fyrir hönd D.B.F. Ráðsmaður.
Félagatal D.B.F. mun nú hvað úr
hverju að koma 1 bekkina og og
hefur miðstjórn D.B.F. aðsetur
ísitt 1 4-M eftir hád. 1 Þrúðv.
Miðstjórnin hvetur D.B.F. félaga
að skrifa I D.B.F. slðuna I skóla-
blaðinu sem mun verða framvegis 1
þvl 1 vetur.
Ath.
Eins og sjá má á þessum greinum
virðast þeir D.B.F. menn ekki
hrifnir af löggiltu stafsetningu-
nni, má kenna þeirri sérvizku um
"villur" 1 greininni. En hins
vegar erum við 1 rdtnafnd sam-
mála um að þetta sé sóðalegasta
handrit sem hér hafi sézt. Eiga
Kverúlantar slikt skilið?
Ath. aftur.
Litlu seinna rákum við augun I
þessi orð:"miðstjórnin hvetur D.B.F.
félaga að skrifa I D.B.F. slðuna I
Skólablaðinu sem mun verða fram-
vegis I þvl 1 vetur." Það var von
að ritnefnd ræki I rogastanz,
þegar hún hafði lesið þessi orð.
það er aldeilis upp á þeim
typpið. D.B.F. hefur ekki neitt
leyfi til að lofa neinu sllku
ritbulli einsog birtist hér að
ofan, stað á slðum blaðsins I
vetur. Hvaðan þessir illar fá þá
hugmynd er okkur hrein gáta.
P Nýjustu fregnir herma að ‘ \
þetta bráðfyndna félagatal D.
B.F. hafi glatazt I höndum
ónefnds umsjónamanns I ó-
nefndum bekk hér I skóla.
Standi allir umsjónarmenn sig i
svona vel 1 stykkinu.
’þá er vel.