Skólablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 27
kvenmaður lætur það, hann leyfir
það, karlmaður fær það, gerir það.
Kvenmaðurinn lætur gera á sér
óperas.jón.
Halldóra:
Strákar tala um það sín á milli;
Þröstur:
Fékkstu það hjá henni?
Ilalldóra:
-Iá, fékkstu það hja henni. Stelpur
gera þetta ekki.
Pröstur:
Vegna þess að samkeppnin stendur
um þetta hjá kvenfólki. Hjá karl-
manni er þetta stoltsatriði: að
fá það.
Páll:
Það er stöðutákn.
Þröstur:
En kvenmenn eru aldnir upp við
það að skammast sín fyrir að
leyfa það.
Halldóra: En
svo verða til sambönd úr þessu
Þröstur:
Þau eru nátturlega mjög mismunandi
þessi sambönd, t.d. hvað varðar
aðstöðu til að praktísera þau.
.Halldóra:
Já, en þetta týbíska samband, •
þau svona hringja á hvert annað,
fara út saman, bíó og drasl, um
helgar sofa þau saman.
Þröstur:
Auðvitað eru ekki öll sambönd svona
firrt og vitlaus. Þau geta jafnvel
myndast fyrir tilviljun. Tilfinn-
ingar milli fólks eru ekki alltaf
firrtar og útí hött.
Páll:
Eg held að þessi sambönd, þau geti
aldrei orðið eðlileg. Umhverfið
er það tryllt að það er ekki hægt að
að krefjast þess að slík sambönd
séu normal.
atriði í fáranleika þessara sam-
banda, það er að um lelð og par
hefur samskipti útfyrir eina
nótt þá er eignarrétturinn farinn
að spila inní. Þá eiga þau hvort
annað. Þá hefur enginn annar rétt
til að nálgast þau Qg þau hafa ekki
rétt til að nálgast neítt annað
fólk. það er álitinn voðalegur
dónaskapur og skepnuskapur. Svo
Þerða gífurleg tryggðabrot og allt
fer í vitleysu ef annað fer að blanda
sér út á við.
Halldóra:
Að láta maka sinn ekki sjálfráðan um
hvað hann vill kynnast öðru fólki
náið — er eins og að þanna honum að
lesa vissar bækur.
Þá kemur að því
að þetta þjóðfelag er hjónabands-
þjóðfelag, þetta er einn stór
hjónaklúbbur. Annað er ekki accept-
erað.
Þröstur:
Aðrir eru frávik.
Páll:
Misþyrmið ekki krakkagreyjunum.
En annars, er þá til eitthvað í
okkar þjóðfelagi sem heitir ást?
Er einhver ást í sambandi sem
þessu, sem byggist á svona miklum
grundvallarblekkingum?
Er þá einhver kynferðisleg fullnægja
til í svona sambandi?
Þröstur:
Við verðum að taka fram að við
erum ekkert frávik frá þvi sem við
höfum verið að rabba hér um. Eini
munurinn er sá að við höfum spekúlerað
í þessum málum.. Við spyrjum
okkur bara hvort að í svona samböndum,
sem eru undir pressu frá umhverfi,
fordómum frá foreldrum, skólum,
fjölmiðlum, hvort að fullnæging
undir svona aðstæðum geti verið
fullnæging. Hvort einhverju sé ekki
áfátt í slíkri fullnægingu.
Hvort tveir einstaklingar sem eru
svona háðir þessum aðilum, hvort
þeir eru hæfir að veafta sér og mót-
herjanum fullnægingu, kynferðislega.
Halldóra:
Alla tíð, þeir eiga að leyfa hinum
elna útvalda ........
pröstur:
Allavega sem fæstum.
Halldóra:
Sem fæstum. Og það á að vera dýrt.
Páll:
Annars er hún lauslát.
Þröstur:
Springdýna. Almannagjá.
Páll:
Eftir þetta sendir hann hana heim,
pantar fyrir hana bílinn í bezta
falli. Þá hefst eftirleikurinn.
Ætlar hann að halda áfram eða ætlar
hann ekki að gera það, vegna þess
að hann er ákveðandi í málinu.
Halldóra:
Þá er kannski beðið eftir hringingu.
Þröstur:
Hann hefur ekkl beint ákvörðunar-
réttinn, því hún getur afsakað þetta
sem feilspor hjá sér. Hún hafi
verið ölvuð.
Halldóra:
liann verður að gera eitthvað.
Kvenpersónan getur ekki verið þekkt
fyrir að hringja upp einhvern strák
og segja.......
Páll:
Nel, þá fær hún á sig heiti eins
og Lif.la Oröð eða....
Þröstur:
Framtak eða eftirlátsemi í þessum
málum og þa'er hún óðara stimpluð.
Ef hún ekki er passíf, streitist
á móti og lætur dekstra sig, þá
er hún bara ekki nógu góð.
Páll:
Þá fellur hún í veröi á markaðnum
52.
Þröstur:
Já, normalítet sé í mótun af umhverfi.
Við búum til ideöl einsog normalt,
við búum til ídeöl einsog frjáls.
Við skulum ekki ætla okkur það að
það sé hægt að framkvæma þau full-
komlega. Það er aðeins hægt að
nálgast þau.
Páll:
Við sjáum það bara á samböndum,
sem við álítum prívat og persónu-
lega að séu góð, við sjáum þau oft
taka á sig fáránlegustu myndir.
Þau haga sér ákaflega mikið eftir
ákveðnu normi.
Halldóra:
Einmitt.
Sama hvað þau eru góð, sama hvað
þessu fólki líður vel saman og
hvað það er í góðu jafnvægi sín á
milli.
Þröstur:
Það er nu eitt sem er grundvallar-
Páll:
Hvað getum við gert?
Hvað getur okkar kynslóð gert?
Það fólk rembist eins og rjúpan
við staurinn, en er háð sínu upp-
eldi og sínum aðstæðum og er raunar
knúð til þess að vera óeinlægt,
óeðlilegt, óframfærið, nema það
drekki sig mígandi fullt, o.s.fr.
Þröstur:
Eg vil meina að það sé ekki mögu-
legt fyrir okkar kynslóð, vegna
þess hve hún er mótuð af sínu upp-
eldi, að framkvæma útopíuna á sjálfri
sér, hina sexúölu byltingu.
En náttúrlega getur hún nálgast
hana. Það sem er okkar hlutverk
og það sem er vænlegast til árangurs
fyrir okkur er að berjast gegn nú-
ríkjandi sambýlisháttum, það er
kjarnafjölskyldunni, og fyrir
hlutum einsog kommúnulifnaði og
frjálsari samskiptum milli fólks,
frjálsari samlífi; og berjast gegn
hlutum einsog fjölskyldurétti,
móðurrétti, hjónabandsrétti.
Halldóra:
Öllum lygumi sem eru falin undir
orðum einsog föðurást og móðurást.
Þröstur:
öllum lygunum sem umvefja þessi
hugtök, en berjast fyrir hlutum
einsog barnarétti; það er rétti
barna til eðlilegs og réttláts upp-
eldis og valdi yfir sjálfu sér.
Einsog danirnir kalla, eins og
þeirra jafna er vandi
yndislega og þeirra jafnan er vandi:
börnemagt. Það sem okkur ber að
leggja áherzlu á er uppeldi okkar
arna.
Halldóra:
Hugsa sér, þetta sagði Wilhelm Reich
líka. Hvað erum við margar kynslóð-
ir frá honum? Þrjár?
Halldóra:
We wonder whether something i s
missing? Really?
SYM
"D