Morgunblaðið - 05.07.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021
TILBOÐ Í SÓL
FRÁBÆRT FJÖLSKYLDUHÓTEL RÉTT VIÐ STÖNDINA
GF ISABEL 4*
COSTA ADEJE, TENERIFE
WWW.UU.IS | 585 4000 | INFO@UU.IS
09. - 14. JÚLÍ
VERÐ FRÁ: 79.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
BEINT FLUGTIL TENERIFE
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
„Við vorum búin að vara við því í
byrjun að þetta væri óvissuferð og
nú er komið í ljós
að það kostar
milljarð að laga
húsið og það er
miklu meira en
nýtt húsnæði
myndi kosta,“
segir Eyþór Arn-
alds, oddviti
Sjálfstæðis-
flokksins í borg-
inni, í samtali við
Morgunblaðið og bendir á að talan
sem hafi verið áætluð í byrjun hafi
líka verið of há. Samkvæmt nýrri
kostnaðaráætlun mun kosta 989
milljónir að breyta húsnæði, sem áð-
ur var kynlífstækjaverslun við
Kleppsveg, í leikskóla. Í frumkostn-
aðaráætlun borgaryfirvalda var gert
ráð fyrir að framkvæmdirnar kæmu
til með að kosta 623 milljónir.
„Maður spyr sig eftir aðrar
hremmingar í endurbótum, hvort
sem það er bragginn eða Fossvogs-
skóli, hvers vegna er farin svona leið
í staðinn fyrir að fara einhverja
öruggari leið,“ segir Eyþór.
„Við erum að sjá dálítið mörg
skólabókardæmi, þetta er aftur og
aftur sem þetta kemur upp,“ segir
Eyþór og bendir á Braggamálið í
byrjun kjörtímabilsins en þá var
gerður upp braggi fyrir 500 milljónir
króna. „Menn ætla alltaf að læra af
reynslunni en það virðist ganga illa.“
Þá segist hann hafa það á tilfinn-
ingunni að þessi leið hafi verið farin í
skyndi, verkefnið beri þess merki að
hafa verið gert á síðustu stundu án
þess að búið væri að skoða hvað
framkvæmdirnar kæmu til með að
kosta á endanum.
„Þetta var liður í áætlun um að
brúa bilið og reyna að efna kosninga-
loforð sem var gefið fyrir þremur ár-
um síðan og þá er stundum ekki búið
að vinna heimavinnuna.“
Eyþór segir þetta bera þess merki
að húsið hafi ekki verið kannað áður
en það var keypt. „Það er farið af
stað og húsnæði keypt, gert ráð fyrir
að það kosti eitthvað ákveðið mikið
að laga það og svo kemur í ljós að það
er miklu meira og menn höfðu nú
varað við því. Það hefði verið miklu
betra að gera áætlun áður en þessu
var lofað.“
Kostnaðurinn langt fram úr áætlun
- Samkvæmt kostnaðaráætlun kostar það 989 milljónir að breyta kynlífstækjaverslun í leikskóla
Morgunblaðið/Eggert
Kynlífstækjaverslun Húsnæðið hýsti áður verslunina Adam og Evu.
Eyþór Arnalds
Ferðamönnum á landinu fjölgar
með hverjum deginum. Sú þróun
er í takti við að umferð um Kefla-
víkurflugvöll eykst stöðugt. Þang-
að komu 43 vélar að utan í gær og
vélar sem var flogið utan voru
ámóta margar. Á vinsælum
áfangastöðum fjölgar fólki frá
fjarlægum löndum, sem gjarnan
finnst veruleikinn og umhverfið á
þessari undarlegu eyju norður í
höfum engu öðru líkt. Landslagið
er vinsælt myndefni margra, en
köttur í búðarglugga við Lauga-
veginn í Reykjavík vakti sérstaka
eftirtekt þessa ferðalangs.
Vænta má að erlendum ferða-
mönnum fjölgi áfram næstu vikur,
nú um hásumar, eftir að tekist
hefur að brjóta veiruna vondu á
bak aftur með bólusetningu á all-
flestum mannanna börnum hér á
landi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gluggakisa
myndefni
ferðamanns
Eva Björg Ægisdóttir sló í gegn
með sinni fyrstu bók, Marrinu í stig-
anum, sem hlaut glæpasagnaverð-
launin Svartfuglinn 2018 og nýverið
hreppti hún rýting Samtaka breskra
glæpasagnahöfunda árið 2021 í
flokknum frumraun ársins, en það er
í fyrsta sinn sem þýdd bók hlýtur þá
viðurkenningu.
Í kjölfar Marrsins í stiganum
komu Stelpur sem ljúga árið 2019 og
Næturskuggar á síðasta ári. Öllum
bókum Evu hefur verið vel tekið, en
hún segir að þrátt fyrir afköstin veit-
ist henni ekki létt að skrifa.
„Ég hélt að þetta yrði kannski
auðveldara með hverri bókinni en
maður er einhvern veginn alltaf að
finna upp hjólið. Það er aldrei létt en
þetta er samt gerlegt á nokkrum
mánuðum. Ég vinn alfarið við þetta
og tek daginn bara eins ég myndi
fara í vinnu.“
Velgengnin ytra grundvöllur
Fjórða bók hennar er tilbúin að
hennar sögn. „Síðasta ár var ég að
skrifa Næturskugga og þá var fyrst
verkfall hjá Eflingu og svo í fram-
haldinu Covid þannig að ég var
heima með krakkana mína allan
daginn. Ég varð því sein með bókina,
hún kom seint út og ég var mjög
stressuð að skila þannig að ég ákvað
núna að vera mjög snemma.“
Eva hefur ekki bara notið hylli
hér á landi heldur hafa bækur henn-
ar gengið vel ytra, aðallega í Frakk-
landi en líka í Bretlandi. Hún segir
að sú velgengni skipti hana eðlilega
máli. „Ísland er lítill markaður og ég
held að það sé erfitt að lifa af rit-
störfum hér heima, þannig að það að
fá góða samninga úti var grundvöll-
urinn að því að ég gæti starfað við
ritstörf.“ Rætt er við Evu í Dag-
málum á mbl.is í dag.
Hélt að þetta yrði auðveld-
ara með hverri bókinni
- Fjórða bókin tilbúin - Hreppti rýtinginn í Bretlandi
Morgunblaðið/Hallur Hallsson
Dagmál Eva hefur ekki bara notið hylli hér á landi fyrir bækur sínar.
Gunnar Smári
Egilsson, stofn-
andi og formaður
framkvæmda-
stjórnar Sósíal-
istaflokksins, hef-
ur ákveðið að
gefa kost á sér á
lista flokksins fyr-
ir komandi al-
þingiskosningar.
Um helgina var
haldið sósíalistaþing, aðalfundur
flokksins.
Röðun á lista flokksins fer þannig
fram að 30 manna slembivalinn hópur
með fulltrúum allra kjördæma raðar
á listana.
„Þau ræða við fulltrúa sem gefa
kost á sér og raða inn á listana,“ segir
Gunnar Smári en Sósíalistaflokkurinn
mun bjóða fram í öllum kjördæmum.
Sósíalistaflokkurinn hefur mælst inni
á þingi samkvæmt hinum ýmsu könn-
unum fyrri hluta þessa árs og mælist
nú með ríflega 5 prósenta fylgi sam-
kvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups.
Gunnar Smári
býður sig fram
til Alþingis
Gunnar Smári
Egilsson